Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?

Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að tölur sýni að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af framtíð íslenskra fréttamiðla.

Auglýsing

Á árinu 2018 bár­ust þær fréttir frá banda­ríska atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu (U.S. Depart­ment of Labor) að vegna mik­illar fækk­unar blaða- og frétta­manna í Banda­ríkj­unum á und­an­förnum árum væru almanna­tenglar nú orðnir sex sinnum fleiri en blaða- og frétta­menn. Á árunum 2008-2018 fækk­aði stöðu­gildum blaða- og frétta­manna um heil 23% í Banda­ríkj­un­um. Ef aðeins er litið til blaða­manna á dag­blöðum þá varð fækk­unin 50% á tíma­bil­inu. Á sama tíma fækk­aði útgefnum dag­blöðum í Banda­ríkj­unum um 45% og mest varð fækk­unin á stað­bundnum miðl­u­m. 

Ógn­væn­leg þróun frétta­miðla í Evr­ópu

Þró­unin í Evr­ópu er engu skárri en í Banda­ríkj­un­um. Árið 2018 var talið það versta í rekstr­ar­sögu sænskra prent­miðla. Aug­lýs­inga­tekjur á dag­blaða­mark­aði minnk­uðu um 11% á milli áranna 2017 og 2018. Í Nor­egi hafa aug­lýs­inga­tekjur dag­blaða dreg­ist saman um 35% á síð­ustu fimm árum og í Dan­mörku minnk­uðu aug­lýs­inga­tekjur dag­blaða um 73,5% á árunum 1999 til 2018. Í Bret­landi hefur einnig orðið gríð­ar­legur sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekj­um. Þar fækk­aði stöðu­gildum blaða­manna á dag­blöðum um 50% á síð­ustu tíu árum. Stöðu­gildum blaða­manna fækk­aði um 40% á sama tíma­bili í Hollandi og 25% í Þýska­land­i. 

Þrátt fyrir að blaða­mönnum hafi fjölgað á net­inu og að fækkun frétta­manna á ljós­vaka­miðlum hafi ekki verið jafn hröð og á dag­blaða­mark­aði veldur þróun blaða- og frétta­mennsku í hinum vest­ræna heimi miklum áhyggj­um. Fjöl­miðlar eru horn­steinar lýð­ræðis og því þarf að tryggja að þeir geti sinnt því mik­il­væga hlut­verki þegar áskrift­ar- og aug­lýs­inga­tekjur drag­ast saman vegna tækni­breyt­inga og alþjóða­væð­ing­ar. Sjálf­stæðir og öfl­ugir fjöl­miðlar sem hafa grund­vall­ar­gildi blaða- og frétta­mennsku að leið­ar­ljósi eru vett­vangur lýð­ræð­is­legrar umræðu. Þeir eru grund­völlur þess að almenn­ingur geti mótað sér skoð­anir með upp­lýstum og rök­studdum hætti. Slíkir fjöl­miðlar setja erlendar fréttir í inn­lent sam­hengi, þeir eru nauð­syn­legur þáttur í því að vernda tungu­mál þjóða og miðla sögu og menn­ingu þeirra. 

Auglýsing
Á árinu 2009, eftir fjár­mála­hrun­ið, var því spáð að helm­ingur þeirra 1.300 svæð­is­bundnu miðla sem störf­uðu á breskum mark­aði myndu hætta starf­semi á næstu árum. Fimm árum síðar höfðu 200 miðlar hætt starf­semi sem var mun minna en áætlað var. Þegar rýnt var í inni­hald bresku svæð­is­bundnu miðl­anna á tíma­bil­inu mátti þó sjá að grund­vall­ar­breyt­ing hefði átt sér stað. Blaða­mönnum hafði fækkað mikið á tíma­bil­inu og þrátt fyrir að dag­blöðin væru enn gefin út hafði sjálf­stæð frétta­miðlun minnkað og blöðin rýrnað til muna. Þró­unin sýndi að útgef­endur mátu það þannig að betra væri að halda starf­sem­inni áfram, þrátt fyrir hraðminnk­andi tekjur en að hætta alveg. 

Á rann­sókn­ar­blaða­mennska sér fram­tíð?

Vegna þess­arar þró­unar hefur verið bent á að rann­sókn­ar­blaða­mennska sé í sér­stak­lega mik­illi hættu. Geta frétta­miðla til að greiða blaða- og frétta­mönnum laun og leggja út í kostnað vikum og mán­uðum saman til að rann­saka mál skerð­ist veru­lega þegar tekjur minnka ört. Sífellt færri miðlar hafa því getu til miðla slíku efni því rann­sókn­ar­blaða­mennska er bæði tíma­frek og kostn­að­ar­söm. Spyrja má hvort fjöl­miðlar muni í náinni fram­tíð hafa getu til að skapa þrýst­ing á stjórn­völd og fyr­ir­tæki, krefj­ast svara við áleitnum spurn­ingum og upp­lýsa um mik­il­væg mál­efni sem varða almenn­ing all­an. Reynslan sýnir að það er mik­il­vægur hluti af opnu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi að sterkir og sjálf­stæðir fjöl­miðlar geti veitt nauð­syn­legt aðhald og gætt almanna­hags­muna. 

Nei­kvæð áhrif Face­book og Google á fjöl­miðla­mark­að­inn á heims­vísu

En hvað hefur breyst og hvert eru tekjur fjöl­miðla að fara? Tækni­breyt­ingar og breytt fjöl­miðla­notkun hefur leitt til þess að sam­keppnin er orðin gríð­ar­lega mikil og mark­að­ur­inn orð­inn alþjóð­leg­ur. Á árinu 2018 fór um 35% af heild­ar­aug­lýs­inga­tekjum á dönskum mark­aði til Face­book og Goog­le, eða um 86 millj­arða íslenskra króna. Í Sví­þjóð er mark­aðs­hlut­deild þess­ara tveggja banda­rísku risa hin sama og í Dan­mörku og fengu Face­book og Google 182 millj­arða íslenskra króna í aug­lýs­inga­tekjur á sænskum mark­aði árið 2018. Nú er svo komið að aug­lýs­inga­tekjur Face­book og Google eru hærri en sam­an­lagðar áskrift­ar- og aug­lýs­inga­tekjur dag­blaða í Sví­þjóð. Það sama gildir um danska og norska mark­að­inn á árinu 2018.  

Þó að staðan sé slæm í dag er fram­tíðin heldur ekki björt fyrir frétta­miðla á Norð­ur­lönd­un­um. ­Tölur sýna að vöxtur á aug­lýs­inga­mark­aði í Dan­mörku á árinu 2018 var með þeim hætti að 85% aukn­ing­ar­innar fór til Face­book og Google en aðeins 15% tekn­anna dreifð­ist á danska miðla. Í Sví­þjóð fer 54% af heild­ar­aug­lýs­inga­tekjum nú til net­miðla sem gerir Sví­þjóð að því ríki heims þar sem hlut­falls­lega mestu er varið til aug­lýs­inga á net­inu. Langstærsti hluti þess fjár fór til Face­book og Google á árinu 2018. 

Umræða um skatt­lagn­ingu banda­rísku risanna

Mikið hefur verið rætt um það í ríkjum Evr­ópu að banda­rísk fyr­ir­tæki, eins og Face­book og Goog­le, greiði ekki skatta í þeim ríkjum þar sem þau fá aug­lýs­inga­tekjur sín­ar. Þau leggja ekk­ert til sam­fé­lags­ins og draga úr getu Evr­ópu­ríkja til að hlúa að lýð­ræði og menn­ingu. Hund­ruð og þús­undir millj­arða fara út úr Evr­ópu í formi aug­lýs­inga­tekna til Face­book og Goog­le, fjár­munir sem hægt væri að nota í fag­lega blaða- og frétta­mennsku og inn­lent efni sem speglar sögu og sam­tíma ríkja Evr­ópu. Þetta er ástæða þess að umræða um skatt­lagn­ingu þess­ara fyr­ir­tækja í ríkjum Evr­ópu verður æ hávær­ari. 

Þó að sífellt fleiri frétta­miðlar á net­inu séu orðnir áskrift­ar­miðlar í hinum vest­ræna heimi duga áskrift­ar­tekjur ekki til að vega upp á móti minnk­andi aug­lýs­inga­tekjum og eftir atvikum minnk­andi áskrift­ar­tekjum dag­blaða. Heild­ar­tekjur blaða- og frétta­miðla fara því ört minnk­andi um allan hinn vest­ræna heim með skað­legum áhrifum fyrir bæði lýð­ræði og menn­ing­u. 

Erfið staða íslenskra frétta­miðla

Í nýrri skýrslu Reuters Institute við Oxford háskóla um þróun blaða- og frétta­mennsku, fjöl­miðl­unar og tækni fyrir árið 2020 er fjallað um tekju­horfur frétta­miðla. Skýrslan byggir á upp­lýs­ingum frá 233 for­svars­mönnum fjöl­miðla í 32 ríkj­um. Þar kemur fram að 50% þeirra telja að áskrift­ar­gjöld verði meg­in­tekju­stofn frétta­miðla á næstu árum. Þá segja 35% að bland­aðar tekjur frá áskrif­endum og aug­lýs­ingum verði meg­in­tekju­stofn miðl­anna á næstu árum. Aðeins 14% telja að hægt sé að treysta á aug­lýs­inga­tekjur til að fjár­magna frétta­miðla á næstu árum.

Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir íslenska frétta­miðla sem að stærstum hluta hafa aðeins tekjur af aug­lýs­ingum en hlut­falls­lega mun færri frétta­miðlar fá áskrift­ar­tekjur á Íslandi í sam­an­burði við nágranna­ríkin í Evr­ópu. Raunar sýna tölu­legar upp­lýs­ingar bæði vest­an- og aust­an­hafs að í ríkjum þar sem fjöl­miðlar reiða sig að nán­ast öllu leyti á aug­lýs­inga­tekjur er fækkun blaða- og frétta­manna hlut­falls­lega mest. 

Í þess­ari hnatt­rænu þróun verða spurn­ingar áleitnar um hvernig tryggja eigi sjálf­stæði og fjár­hags­lega getu íslenskra fjöl­miðla til að veita nauð­syn­legt aðhald og tryggja almanna­hags­muni. Einnig hvernig hægt verður að tryggja rann­sókn­ar­blaða­mennsku á Íslandi. Þá má spyrja hvaða áhrif það hefur á lýð­ræðið þegar hlut­fall almanna­tengla og blaða- og frétta­manna er orðið sex á móti einum eins og í Banda­ríkj­un­um. Það vekur jafn­framt spurn­ingar um það hvernig hægt verði að tryggja að almenn­ingur fái aðgang að hlut­lægum og vönd­uðum upp­lýs­ingum til að taka upp­lýsta afstöðu til manna og mál­efna. 

Íslenskir frétta­miðlar fá fæstir áskrift­ar­tekjur og þurfa því alfarið að reiða sig á ört minnk­andi aug­lýs­inga­tekjur sem fara nú í auknum mæli til Face­book og Google. Fækkun blaða- og frétta­manna á und­an­förnum mán­uðum gefur jafn­framt sterkar vís­bend­ingar um stöðu og þróun íslenskra frétta­miðla. Þró­unin hér á landi virð­ist vera í sam­ræmi við þró­un­ina í nágranna­ríkjum Íslands þar sem fækkun stöðu­gilda blaða- og frétta­manna hefur verið afar hröð á síð­ustu árum. Þó að nákvæmar tölur liggi ekki fyrir um þróun og stöðu á íslenskum fjöl­miðla- og aug­lýs­inga­mark­aði eru slíkar upp­lýs­ingar aðgengi­legar á Norð­ur­löndum og í öðrum ríkjum Evr­ópu. Þær tölur sýna að það er full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af fram­tíð íslenskra frétta­miðla.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar