Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?

Guðmundur Halldór Björnsson skrifar um helstu leiðir sem eru í boði við að taka ákvörðun um nafn eða vörumerki sameinaðs félags.

Auglýsing

Það geta verið margar ástæður fyrir því að fyr­ir­tæki sam­ein­ist eða eru yfir­tek­in. Í flestum til­fellum er hvat­inn fyrir sam­ein­ingu efna­hags­legur og mark­miðið getur t.d. verið að öðl­ast sam­keppn­is­for­skot, auka mark­aðs­hlut­deild eða lækka kostn­að. Einnig getur sam­ein­ing verið nauð­syn­leg til að halda lífi á mark­aðn­um. Það getur m.a. átt við í efna­hagslægðum eða þegar atvinnu­greinar eru að renna saman í eina.

Þegar sam­runi á sér stað er eitt af verk­efn­unum að taka ákvörðun um hvaða nafn/vöru­merki sam­einað félag á að nota. Það getur verið flókið ferli og oft þvæl­ast til­finn­ingar fyrir í ákvarð­ana­tök­unni. Þarna er mik­il­vægt að vanda vel til verks og þá sér­stak­lega ef vöru­merkin hafa sterka ímynd og mikla vit­und á mark­aðn­um.

Í þess­ari grein ætla ég að fjalla um helstu leiðir sem eru í boði þegar þessi staða kemur upp.

Hvað á sam­einað félag að heita?

Til að byrja með er mik­il­vægt að hafa góða yfir­sýn og átta sig á því hvaða áhrif sam­ein­ingin getur haft á við­skipta­vin­inn, starfs­menn og aðra hags­mun­ar­að­ila s.s fjár­festa. Einnig þarf að hafa skýra sýn á mark­mið­inu með sam­ein­ing­unni og hvert á að stefna.

Á mynd­inni hér að neðan má sjá fjórar leiðir sem hægt er að fara þegar sam­run­i/­yf­ir­taka á sér stað en þær eru: engin breyt­ing, sam­þætt­ing, sterkara vöru­merkið notað eða nýtt vöru­merki..

1. Engin breyt­ing

Haldið er áfram að byggja upp og við­halda vöru­merkjum fyr­ir­tækj­anna sem eru að sam­ein­ast. Það átti til dæmis við þegar Hag­kaup keypti Bónus árið 1992 og hefur hald­ist til dags­ins í dag í megin drátt­um.

Auglýsing
Kostirnir við að velja þessa leið eru nokkr­ir. Vöru­merkin eru áfram til staðar og því eru minni líkur á því að vöru­merkja­virðið lækki. Starfs­mönnum fyr­ir­tækj­anna finnst eins og þeirra vinna hafi verið metin að verð­leik­um. Sér­stak­lega starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins sem er verið að kaupa/­taka yfir. Þetta eru einnig skýr skila­boð til mark­að­ar­ins um stöð­ug­leika. Það geta líka fylgt ókostir með því að fara þessa leið. Mark­aðs­kostn­aður er hærri ef við­halda á fleiri en einu vöru­merki. Meiri óvissa getur skap­ast um það hvað á að ávinn­ast með sam­run­anum og það getur tekið lengri tíma að ná fram ­sam­legð­ar­á­hrif­um. Þessi aðferða­fræði er oft notuð á þroskuðum mörk­uðum og oftar en ekki ef það er verið að höfða til mis­mun­andi mark­hópa innan sama mark­að­ar.

2. Sam­þætt­ing vöru­merkja

Sam­þætt­ing talar til við­skipta­vina þeirra vöru­merkja sem verið er að sam­eina og getur mildað áhrifin af sam­run­an­um. Starfs­mönnum fyr­ir­tækj­anna finnst þeir eiga eitt­hvað í sam­eig­in­legu fyr­ir­tæki og skila­boð til mark­að­ar­ins eru stöð­ug­leiki og sam­þætt­ing. Það er hægt að fara nokkrar leiðir við að sam­þætta vöru­merki. Hér fyrir neðan eru tvö dæmi.

Þeg­ar Nox ­Med­ical og FusionHealt­h ­sam­ein­uð­ust í fyrra var ákveðið að blanda nöfn­unum saman og útkoman var Nox Health.

Nox Med­ical + FusionHealth = Now Health

Árið 2016 keypti 365 fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tal og þar var ákveðið að blanda saman nafni 365 og lit Tals til að ná fram sam­þætt­ingu á vöru­merkj­un­um. .

Hér er áhuga­verður punktur varð­andi þessa leið:

Viða­mikil rann­sókn var gerð í Banda­ríkj­unum á 216 stórum ­sam­r­un­um ­sem áttu sér stað á árunum 1997 til 2006. Mark­miðið með rann­sókn­inni var að kanna hvort að ­sam­run­ar og yfir­tökur skil­uðu hærra hluta­bréfa­verði en með­al­tal mark­að­ar­ins. 

Fyr­ir­tæki sem sam­þættu vöru­merkin skil­uðu 3% betri nið­ur­stöðu að með­al­tali en heildar mark­að­ur­inn. Sam­ein­ingar sem gerðu engar breyt­ingar á vöru­merkjum eða not­uðu sterkara vöru­merkið skil­uðu tölu­vert verri árangri en með­al­talið á mark­aðnum.

Fylgst var með hluta­bréfa­þróun í þrjú ár eftir að sam­run­inn átti sér stað og nið­ur­staðan var sú að sam­ein­ingar sem sam­þættu vöru­merkin skil­uðu 3% betri nið­ur­stöðu á hluta­bréfa­mark­aðnum borið saman við með­al­talið á heildar mark­aðn­um.

3. Sterkara vöru­merkið heldur velli

Þessi nafna­stefna felur í sér að sterkara vöru­merkið er notað áfram en hitt lagt nið­ur. Það var til dæmis gert þegar Kvika keypti Virð­ingu árið 2017. Sam­einað félag starf­aði undir nafni og kenni­tölu Kviku eftir sam­ein­ingu.

Þessi nafna­stefna er oft notuð þegar annað vöru­merkið er mun sterkara hvað varðar ímynd og vit­und. Yfir­leitt heldur vöru­merkið sem stendur að kaupum eða yfir­töku velli en er það þó alls ekki algilt. Stundum hefur það komið fyrir að „minna" vöru­merkið verði fyrir val­inu á kostnað „stærra" vöru­merk­is­ins. Ástæðan getur t.d. verið sú að „stærra" vöru­merkið eigi við orð­spor­s­vanda­mál að stríða sem erfitt er að leysa. Ef not­ast á við sterkara vöru­merkið er stundum gott að „hressa" upp á það við sama til­efni. Það er til­valið þegar und­ir­strika á breyt­ingar í kjöl­far sam­ein­ingar t.d. með því að kynna nýtt tákn, nýja lita­pal­lettu eða nýtt slag­orð. Ókostir þess að hætta með annað vöru­merkið eru helst þeir að við­skipta­vinir þess geta verið lík­legri til að leita ann­að. Einnig getur dregið úr starfs­á­nægju hjá starfs­mönnum vöru­merk­is­ins sem lagt er niður þar sem þeir geta dregið þá ályktun að staða þeirra innan fyr­ir­tæk­is­ins sé ógn­að.

4. Nýtt vöru­merki

Að byrja frá grunni með nýtt nafn og vöru­merki er leið sem skoða þarf vel áður en ákvörðun er tek­in. Ljóst er að vöru­merkja­virði mun tap­ast þar sem hætt verður að nota núver­andi vöru­merki. Að byggja upp nýtt og öfl­ugt vöru­merki frá grunni tekur tíma og kostar pen­inga. Það getur hins vegar verið góður kostur að búa til nýtt vöru­merki þegar atvinnu­greinin sem fyr­ir­tækið starfar í er að takast á við miklar breyt­ing­ar. Mark­miðið er þá að gefa skýrt merki um að sam­einað fyr­ir­tæki ætli sér að taka þátt í þessum breyt­ing­unum eða jafn­vel að leiða þær. Gott dæmi hér á landi er sam­ein­ing Nýherj­a, App­licon og T­M Software undir nafn­in­u Origo árið 2018.

Höf­undur er ráð­gjafi hjá Brand Huxland. Hægt er að hafa sam­band við Guð­mund með því að senda tölvu­póst á gud­mund­ur@huxland.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar