Býður dánaraðstoð heim misnotkun?

Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, skrifar um dánaraðstoð.

Auglýsing

Í nýlegri könnun Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð, sem Mask­ína fram­kvæmdi í nóv­em­ber sl., kemur í ljós að mik­ill meiri­hluti Íslend­inga styður dán­ar­að­stoð. Ef skoðuð eru öll svör segj­ast 77.7% mjög eða frekar hlynntir dán­ar­að­stoð en 6.8% svara því til að þeir séu mjög eða fremur and­víg­ir. Þá eru 15.4% sem svara „Í með­al­lag­i“. 

Af þeim 6.8% sem sögð­ust and­vígir dán­ar­að­stoð töldu 30.7% að hætta væri á mis­notk­un. Þá töldu 23.5% dán­ar­að­stoð and­stæða sið­ferð­is­legum og fag­legum skyldum lækna. 21.7% töldu að líkn­andi með­ferð (nú­ver­andi þjón­usta við sjúk­linga) nægði til að draga úr þján­ingu. 20.4% töldu dán­ar­að­stoð and­stæða eigin sið­ferð­is­gildum og að lokum töldu 3.6% dán­ar­að­stoð í and­stöðu við eigin trú­ar­skoð­an­ir. 

Dregið úr líkum á mis­notkun með skýrri umgjörð

Stærsti hluti þeirra sem eru and­vígir dán­ar­að­stoð telja að það að leyfa heil­brigð­is­starfs­fólki að grípa til aðgerða sem gagn­gert hafa dauða sjúk­lings að mark­miði bjóði heim mis­notk­un. Áhyggj­urnar sem birt­ast í þess­ari and­stöðu eru þekktar og mik­il­vægt að ræða þær. Alltaf er hætta á mis­notkun en ein af for­send­unum fyrir lög­leið­ing­unni er að umgjörðin sé góð og í stöðugri end­ur­skoð­un. Dánaraðstoð í Belgíu.Einnig að allir þeir sem koma að ferl­inu hafi full­nægj­andi þekk­ingu og færni. Reynslan frá Belg­íu, þar sem lögin um dán­ar­að­stoð tóku gildi árið 2002, sýnir að lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar með skýrum ströngum skil­yrðum dregur úr líkum á mis­notk­un. Eftir gild­is­töku belgísku lag­anna fækk­aði sem dæmi þeim til­fellum til muna þar sem dán­ar­að­stoð var veitt án skýrrar beiðni eða sam­þykkis sjúk­lings. Sama var uppi á ten­ingnum í Hollandi. Læknar sýndu auk þess meiri var­kárni og voru ekki eins vilj­ugir til að veita dán­ar­að­stoð og áður en lögin tóku gildi (sjá með­fylgj­andi töflu). Rann­sóknir í Hollandi og Belgíu hafa þar að auki sýnt að læknar gæta frekar lækn­is­fræði­legrar vand­virkni við að binda endi á líf sjúk­linga, m.a. með því að nota réttu lyfin og í réttu magni. Með því að smíða vand­aðan lag­ara­mma og þróa skýra og gagn­sæja verk­ferla er þannig dregið úr líkum á mis­notkun og því að farið sé á ein­hvern hátt gegn vilja sjúk­lings. 

Læknar undir smá­sjá kollega sinna

Eitt af skil­yrð­unum í Hollandi er að lækn­inum er skylt að ráð­færa sig við a.m.k. einn ann­an, óháðan lækni, sem hefur vitjað sjúk­lings­ins og veitt skrif­legt álit sitt um það hvort ósk sjúk­lings­ins sé sjálf­viljug og vel ígrund­uð, ­þján­ing hans sé við­var­andi (ómeð­höndl­an­leg) og óbæri­leg, lækn­ir­inn hafi upp­lýst sjúk­ling­inn um ástand hans og horf­ur, og sjúk­ling­ur­inn séu sann­færðir um að engin önnur skyn­sam­leg úrræði séu í boð­i. 

Auglýsing
Læknar eru þannig undir smá­sjá kollega sinna, sem hefur reynst mjög áhrifa­rík leið til að fyr­ir­byggja mis­notk­un. 

Fá dóms­mál verið höfðuð

Í Hollandi var hlut­fall þeirra sem fengu dán­ar­að­stoð 4% af öllum and­látum 2018 en var 2% við gild­is­töku lag­anna árið 2002, sem þykir ekki mikil aukn­ing í ljósi þess að á móti dró úr þeim til­fellum sem dán­ar­að­stoð var veitt án skýrrar beiðni eða sam­þykkis sjúk­lings. Einnig má benda á að á þeim 18 árum sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfi­leg í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­borg hafa nærri 100.000 manns fengið dán­ar­að­stoð. Samt hafa aðeins örfá dóms­mál verið höfð­uð. Árið 2016 var það sem dæmi í fyrsta sinn, á þeim 14 árum sem lögin höfðu verið í gildi, sem hol­lenskur læknir var sóttur til saka fyrir mann­dráp þegar hann veitti átt­ræðri mann­eskju með Alzheimer á alvar­legu stigi dán­ar­að­stoð. Málið end­aði með sýknun þar sem dóm­ar­inn taldi að lækn­ir­inn hefði upp­fyllt öll skil­yrðin fyrir dán­ar­að­stoð. Í Belgíu hófst nýlega fyrsta dóms­málið síðan lögin um dán­ar­að­stoð tóku gildi árið 2002 en þrír belgískir lækn­ar, heim­il­is­lækn­ir, geð­læknir og lækn­ir­inn sem gaf ban­væna sprautu, eru sóttir til saka fyrir að veita 38 ára gam­alli konu sem leið óbæri­legar and­legar kvalir dán­ar­að­stoð. Það voru ætt­ingjar kon­unnar sem höfð­uðu mál á hendur þeim. Það að svona fá dóms­mál skulu hafa verið rekin á þeim tæpum tveimur ára­tugum sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfi­leg sýnir að lítið bendir til þess að dán­ar­að­stoð bjóði heim mis­notk­un.

Þörf á fag­legri umræðu

Línan milli lífsloka­með­ferðar og dán­ar­að­stoðar getur verið næf­ur­þunn. Félag­inu okk­ar, Lífs­virð­ingu, hafa frá stofnun þess borist sögur um lækna hér­lendis sem hafa gefið sjúk­lingum of stóran lyfja­skammt til að flýta fyrir dauða þeirra. Rann­sóknir frá öðrum löndum benda einnig til að þetta ger­ist reglu­lega og það er engin ástæða til að halda að ástandið sé eitt­hvað öðru­vísi hér heima. Dán­ar­að­stoð virð­ist fara fram hvort sem hún er bönnuð eða ekki. Í löndum þar sem dán­ar­að­stoð er bönnuð er vita­skuld ekki farið eftir neinum við­ur­kenndum reglum eða aðferðum heldur fer hún fram „undir borð­in­u“. Þörf er á fag­legri umræðu heil­brigð­is­starfs­manna, stjórn­mála­manna og sam­fé­lags­ins alls um þetta mik­il­væga mál.   

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ingar, félags um dán­ar­að­stoð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar