Býður dánaraðstoð heim misnotkun?

Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, skrifar um dánaraðstoð.

Auglýsing

Í nýlegri könnun Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð, sem Mask­ína fram­kvæmdi í nóv­em­ber sl., kemur í ljós að mik­ill meiri­hluti Íslend­inga styður dán­ar­að­stoð. Ef skoðuð eru öll svör segj­ast 77.7% mjög eða frekar hlynntir dán­ar­að­stoð en 6.8% svara því til að þeir séu mjög eða fremur and­víg­ir. Þá eru 15.4% sem svara „Í með­al­lag­i“. 

Af þeim 6.8% sem sögð­ust and­vígir dán­ar­að­stoð töldu 30.7% að hætta væri á mis­notk­un. Þá töldu 23.5% dán­ar­að­stoð and­stæða sið­ferð­is­legum og fag­legum skyldum lækna. 21.7% töldu að líkn­andi með­ferð (nú­ver­andi þjón­usta við sjúk­linga) nægði til að draga úr þján­ingu. 20.4% töldu dán­ar­að­stoð and­stæða eigin sið­ferð­is­gildum og að lokum töldu 3.6% dán­ar­að­stoð í and­stöðu við eigin trú­ar­skoð­an­ir. 

Dregið úr líkum á mis­notkun með skýrri umgjörð

Stærsti hluti þeirra sem eru and­vígir dán­ar­að­stoð telja að það að leyfa heil­brigð­is­starfs­fólki að grípa til aðgerða sem gagn­gert hafa dauða sjúk­lings að mark­miði bjóði heim mis­notk­un. Áhyggj­urnar sem birt­ast í þess­ari and­stöðu eru þekktar og mik­il­vægt að ræða þær. Alltaf er hætta á mis­notkun en ein af for­send­unum fyrir lög­leið­ing­unni er að umgjörðin sé góð og í stöðugri end­ur­skoð­un. Dánaraðstoð í Belgíu.Einnig að allir þeir sem koma að ferl­inu hafi full­nægj­andi þekk­ingu og færni. Reynslan frá Belg­íu, þar sem lögin um dán­ar­að­stoð tóku gildi árið 2002, sýnir að lög­leið­ing dán­ar­að­stoðar með skýrum ströngum skil­yrðum dregur úr líkum á mis­notk­un. Eftir gild­is­töku belgísku lag­anna fækk­aði sem dæmi þeim til­fellum til muna þar sem dán­ar­að­stoð var veitt án skýrrar beiðni eða sam­þykkis sjúk­lings. Sama var uppi á ten­ingnum í Hollandi. Læknar sýndu auk þess meiri var­kárni og voru ekki eins vilj­ugir til að veita dán­ar­að­stoð og áður en lögin tóku gildi (sjá með­fylgj­andi töflu). Rann­sóknir í Hollandi og Belgíu hafa þar að auki sýnt að læknar gæta frekar lækn­is­fræði­legrar vand­virkni við að binda endi á líf sjúk­linga, m.a. með því að nota réttu lyfin og í réttu magni. Með því að smíða vand­aðan lag­ara­mma og þróa skýra og gagn­sæja verk­ferla er þannig dregið úr líkum á mis­notkun og því að farið sé á ein­hvern hátt gegn vilja sjúk­lings. 

Læknar undir smá­sjá kollega sinna

Eitt af skil­yrð­unum í Hollandi er að lækn­inum er skylt að ráð­færa sig við a.m.k. einn ann­an, óháðan lækni, sem hefur vitjað sjúk­lings­ins og veitt skrif­legt álit sitt um það hvort ósk sjúk­lings­ins sé sjálf­viljug og vel ígrund­uð, ­þján­ing hans sé við­var­andi (ómeð­höndl­an­leg) og óbæri­leg, lækn­ir­inn hafi upp­lýst sjúk­ling­inn um ástand hans og horf­ur, og sjúk­ling­ur­inn séu sann­færðir um að engin önnur skyn­sam­leg úrræði séu í boð­i. 

Auglýsing
Læknar eru þannig undir smá­sjá kollega sinna, sem hefur reynst mjög áhrifa­rík leið til að fyr­ir­byggja mis­notk­un. 

Fá dóms­mál verið höfðuð

Í Hollandi var hlut­fall þeirra sem fengu dán­ar­að­stoð 4% af öllum and­látum 2018 en var 2% við gild­is­töku lag­anna árið 2002, sem þykir ekki mikil aukn­ing í ljósi þess að á móti dró úr þeim til­fellum sem dán­ar­að­stoð var veitt án skýrrar beiðni eða sam­þykkis sjúk­lings. Einnig má benda á að á þeim 18 árum sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfi­leg í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­borg hafa nærri 100.000 manns fengið dán­ar­að­stoð. Samt hafa aðeins örfá dóms­mál verið höfð­uð. Árið 2016 var það sem dæmi í fyrsta sinn, á þeim 14 árum sem lögin höfðu verið í gildi, sem hol­lenskur læknir var sóttur til saka fyrir mann­dráp þegar hann veitti átt­ræðri mann­eskju með Alzheimer á alvar­legu stigi dán­ar­að­stoð. Málið end­aði með sýknun þar sem dóm­ar­inn taldi að lækn­ir­inn hefði upp­fyllt öll skil­yrðin fyrir dán­ar­að­stoð. Í Belgíu hófst nýlega fyrsta dóms­málið síðan lögin um dán­ar­að­stoð tóku gildi árið 2002 en þrír belgískir lækn­ar, heim­il­is­lækn­ir, geð­læknir og lækn­ir­inn sem gaf ban­væna sprautu, eru sóttir til saka fyrir að veita 38 ára gam­alli konu sem leið óbæri­legar and­legar kvalir dán­ar­að­stoð. Það voru ætt­ingjar kon­unnar sem höfð­uðu mál á hendur þeim. Það að svona fá dóms­mál skulu hafa verið rekin á þeim tæpum tveimur ára­tugum sem dán­ar­að­stoð hefur verið leyfi­leg sýnir að lítið bendir til þess að dán­ar­að­stoð bjóði heim mis­notk­un.

Þörf á fag­legri umræðu

Línan milli lífsloka­með­ferðar og dán­ar­að­stoðar getur verið næf­ur­þunn. Félag­inu okk­ar, Lífs­virð­ingu, hafa frá stofnun þess borist sögur um lækna hér­lendis sem hafa gefið sjúk­lingum of stóran lyfja­skammt til að flýta fyrir dauða þeirra. Rann­sóknir frá öðrum löndum benda einnig til að þetta ger­ist reglu­lega og það er engin ástæða til að halda að ástandið sé eitt­hvað öðru­vísi hér heima. Dán­ar­að­stoð virð­ist fara fram hvort sem hún er bönnuð eða ekki. Í löndum þar sem dán­ar­að­stoð er bönnuð er vita­skuld ekki farið eftir neinum við­ur­kenndum reglum eða aðferðum heldur fer hún fram „undir borð­in­u“. Þörf er á fag­legri umræðu heil­brigð­is­starfs­manna, stjórn­mála­manna og sam­fé­lags­ins alls um þetta mik­il­væga mál.   

Höf­undur er for­maður Lífs­virð­ingar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar