Býður dánaraðstoð heim misnotkun?

Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, skrifar um dánaraðstoð.

Auglýsing

Í nýlegri könnun Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem Maskína framkvæmdi í nóvember sl., kemur í ljós að mikill meirihluti Íslendinga styður dánaraðstoð. Ef skoðuð eru öll svör segjast 77.7% mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð en 6.8% svara því til að þeir séu mjög eða fremur andvígir. Þá eru 15.4% sem svara „Í meðallagi“. 

Af þeim 6.8% sem sögðust andvígir dánaraðstoð töldu 30.7% að hætta væri á misnotkun. Þá töldu 23.5% dánaraðstoð andstæða siðferðislegum og faglegum skyldum lækna. 21.7% töldu að líknandi meðferð (núverandi þjónusta við sjúklinga) nægði til að draga úr þjáningu. 20.4% töldu dánaraðstoð andstæða eigin siðferðisgildum og að lokum töldu 3.6% dánaraðstoð í andstöðu við eigin trúarskoðanir. 

Dregið úr líkum á misnotkun með skýrri umgjörð

Stærsti hluti þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð telja að það að leyfa heilbrigðisstarfsfólki að grípa til aðgerða sem gagngert hafa dauða sjúklings að markmiði bjóði heim misnotkun. Áhyggjurnar sem birtast í þessari andstöðu eru þekktar og mikilvægt að ræða þær. Alltaf er hætta á misnotkun en ein af forsendunum fyrir lögleiðingunni er að umgjörðin sé góð og í stöðugri endurskoðun. Dánaraðstoð í Belgíu.Einnig að allir þeir sem koma að ferlinu hafi fullnægjandi þekkingu og færni. Reynslan frá Belgíu, þar sem lögin um dánaraðstoð tóku gildi árið 2002, sýnir að lögleiðing dánaraðstoðar með skýrum ströngum skilyrðum dregur úr líkum á misnotkun. Eftir gildistöku belgísku laganna fækkaði sem dæmi þeim tilfellum til muna þar sem dánaraðstoð var veitt án skýrrar beiðni eða samþykkis sjúklings. Sama var uppi á teningnum í Hollandi. Læknar sýndu auk þess meiri varkárni og voru ekki eins viljugir til að veita dánaraðstoð og áður en lögin tóku gildi (sjá meðfylgjandi töflu). Rannsóknir í Hollandi og Belgíu hafa þar að auki sýnt að læknar gæta frekar læknisfræðilegrar vandvirkni við að binda endi á líf sjúklinga, m.a. með því að nota réttu lyfin og í réttu magni. Með því að smíða vandaðan lagaramma og þróa skýra og gagnsæja verkferla er þannig dregið úr líkum á misnotkun og því að farið sé á einhvern hátt gegn vilja sjúklings. 

Læknar undir smásjá kollega sinna

Eitt af skilyrðunum í Hollandi er að lækninum er skylt að ráðfæra sig við a.m.k. einn annan, óháðan lækni, sem hefur vitjað sjúklingsins og veitt skriflegt álit sitt um það hvort ósk sjúklingsins sé sjálfviljug og vel ígrunduð, þjáning hans sé viðvarandi (ómeðhöndlanleg) og óbærileg, læknirinn hafi upplýst sjúklinginn um ástand hans og horfur, og sjúklingurinn séu sannfærðir um að engin önnur skynsamleg úrræði séu í boði. 

Auglýsing
Læknar eru þannig undir smásjá kollega sinna, sem hefur reynst mjög áhrifarík leið til að fyrirbyggja misnotkun. 

Fá dómsmál verið höfðuð

Í Hollandi var hlutfall þeirra sem fengu dánaraðstoð 4% af öllum andlátum 2018 en var 2% við gildistöku laganna árið 2002, sem þykir ekki mikil aukning í ljósi þess að á móti dró úr þeim tilfellum sem dánaraðstoð var veitt án skýrrar beiðni eða samþykkis sjúklings. Einnig má benda á að á þeim 18 árum sem dánaraðstoð hefur verið leyfileg í Hollandi, Belgíu og Lúxemborg hafa nærri 100.000 manns fengið dánaraðstoð. Samt hafa aðeins örfá dómsmál verið höfðuð. Árið 2016 var það sem dæmi í fyrsta sinn, á þeim 14 árum sem lögin höfðu verið í gildi, sem hollenskur læknir var sóttur til saka fyrir manndráp þegar hann veitti áttræðri manneskju með Alzheimer á alvarlegu stigi dánaraðstoð. Málið endaði með sýknun þar sem dómarinn taldi að læknirinn hefði uppfyllt öll skilyrðin fyrir dánaraðstoð. Í Belgíu hófst nýlega fyrsta dómsmálið síðan lögin um dánaraðstoð tóku gildi árið 2002 en þrír belgískir læknar, heimilislæknir, geðlæknir og læknirinn sem gaf banvæna sprautu, eru sóttir til saka fyrir að veita 38 ára gamalli konu sem leið óbærilegar andlegar kvalir dánaraðstoð. Það voru ættingjar konunnar sem höfðuðu mál á hendur þeim. Það að svona fá dómsmál skulu hafa verið rekin á þeim tæpum tveimur áratugum sem dánaraðstoð hefur verið leyfileg sýnir að lítið bendir til þess að dánaraðstoð bjóði heim misnotkun.

Þörf á faglegri umræðu

Línan milli lífslokameðferðar og dánaraðstoðar getur verið næfurþunn. Félaginu okkar, Lífsvirðingu, hafa frá stofnun þess borist sögur um lækna hérlendis sem hafa gefið sjúklingum of stóran lyfjaskammt til að flýta fyrir dauða þeirra. Rannsóknir frá öðrum löndum benda einnig til að þetta gerist reglulega og það er engin ástæða til að halda að ástandið sé eitthvað öðruvísi hér heima. Dánaraðstoð virðist fara fram hvort sem hún er bönnuð eða ekki. Í löndum þar sem dánaraðstoð er bönnuð er vitaskuld ekki farið eftir neinum viðurkenndum reglum eða aðferðum heldur fer hún fram „undir borðinu“. Þörf er á faglegri umræðu heilbrigðisstarfsmanna, stjórnmálamanna og samfélagsins alls um þetta mikilvæga mál.   

Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar