Auglýsing

Ísland hefur farið í gegnum miklar sveiflur á þess­ari öld. Í nokkur ár, eftir einka­væð­ingu banka­kerf­is­ins, var tíð­ar­and­inn þannig að eðli­legt reglu­verk og eft­ir­lit þótti byrði á nýupp­götv­uðum hæfi­leikum þeirra manna sem stýrðu málum í íslensku atvinnu­lífi, og íslensku sam­fé­lagi, á því tíma­bil­i. 

Ný stoð varð til undir efna­hags­líf­ið, til hliðar við orku­sölu og fisk­veið­ar. Fjár­mála­stoð­in. Innan hennar störf­uðu þús­undir manna á áður óþekktum launum við að smíða nýjar fjár­mála­af­urðir og færa til pen­inga. Um tíma leit út fyrir að Íslend­ingar hefðu leyst úr læð­ingi hæfi­leika sem við hefðum ekki áttað okkur á að væri okkur í blóð bor­inn. Hæfi­leik­ann til að stunda fjár­mála­starf­semi á arð­bær­ari hátt en allir hin­ir, sem höfðu þó margir hverjir miðlað fjár­magni öldum sam­an.

Reyndir banka­menn segja að þegar eitt­hvað er of gott til að vera satt þá er það vegna þess að þá er ein­hver að svindla. Það á sér­stak­lega við í fjár­mála­geir­an­um. Þar eru allir að reyna að gera það sama og mikið af því, græða pen­inga. Ef ein­hver einn aðili fer allt í einu að græða miklu meira en sá næsti á því að gera nákvæm­lega það sama, og vaxa marg­falt á skömmum tíma, þá er það merki um að eitt­hvað sé ekki eins og það eigi að vera. Sér­stak­lega þegar um nokkra banka frá örþjóð með enga banka­reynslu og barn­unga stjórn­endur er að ræða. 

Sér­stakir hæfi­leikar

Það kom enda í ljós að allt byggði þetta á sandi. Einu sér­stöku hæfi­leik­arnir sem íslensku banka­menn­irnir höfðu voru áður óþekkt áhættu­sækni, skeyt­ing­ar­leysi og bíræfni. Það var verið að svind­la, og á end­anum að fremja lög­brot. Slíkt hefur verið marg­stað­fest í rann­sókn­ar­skýrsl­um, dóms­mál­um, í umfjöllun fjöl­miðla og bók­ar­skrif­um. 

Hin meinta snilld fólst fyrst og síð­ast í því að finna nýjar leiðir til að nálg­ast erlent láns­fjár­magn. Skuldir íslenskra aðila við lán­veit­endur banka sex­föld­uð­ust á árunum 2004-2008 og stóðu í um níu þús­und millj­örðum króna um mitt seinna árið. Þessum pen­ingum var miðlar af reynslu­lausum banka­mönnum til reynslu­lausra fjár­festa sem nýttu þá til að ryk­suga til sín eignir á yfir­verði, inn­an­lands og utan. Þegar kom að skulda­dögum gátu fæstir þeirra borg­að. Þá var haf­ist handa við að blekkja. 

Auglýsing
Svo hrundi spila­borgin á nokkrum dögum í októ­ber 2008, með þeim afleið­ingum að klyfjum var velt yfir á almenn­ing á Íslandi. Krónan hrundi, stór hluti fyr­ir­tækja var með ónýta efna­hags­reikn­inga og fjár­mál heim­ila voru í upp­námi. Margir ger­endur vissu hins vegar í hvað stefndi, og höfðu tryggt sig með því að ferja fjár­muni í þekkt skatta­skjól. Þar sem það beið þangað til að tæki­færið gafst til þess að leysa út geng­is­hagnað og koma pen­ing­unum aftur í vinnu á Íslandi, með því að kaupa upp eignir hér á hrakvirð­i. 

Gömlu stjórn­un­ar­hætt­irnir að snúa aftur

Nýverið greindi Kjarn­inn frá rann­sókn Ástu Dísar Óla­dóttur og Gylfa Magn­ús­sonar um stjórn­ar­hætti á Íslandi sem byggði á við­tölum við 42 stjórn­endur sem vinna hjá ein­hverjum af 300 stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins. Þau birtu grein um nið­ur­stöður hennar í nýjasta tölu­blaði Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál sem bar heit­ið: „Var Adam ekki lengi í hel­víti? Hafa stjórn­un­ar­hættir á Íslandi breyst eftir hrunið 2008?“ 

Nið­ur­staðan var sú að fyrst eftir banka­hrunið hafi stjórn­un­ar­hættir breyst. Ótt­inn við að gera mis­tök varð alls­ráð­andi og mikið dró úr áhættu­sækni. Nú sé sá tími hins vegar lið­inn. Íslenskt við­skipta­líf stefnir í svipað horf þótt „bægsla­gang­inum sé þó núna að mestu haldið bak við tjöld­in,“ líkt og sagði í grein þeirra. 

Það væri ein­fald­lega allt komið á fulla ferð aftur og að ástand­inu svip­aði að sumu leyti til þess sem hefði verið fyrir hrun. „Þetta töldu stjórn­endur að mætti greina á boðum í utan­lands­ferðir og á launa­þró­un, að banka­stjórar og stjórn­endur stærstu fyr­ir­tækja væru aftur komnir með ofur­laun.[...]Þá nefndu stjórn­endur að fjár­festar væru farnir að sölsa undir sig stöndug félög sem bjargað var eftir hrunið og svipað ferli væri í gangi og fyrir hrun ,,Það koma ein­hverjir mis­gáfu­legir fjár­festar og reyna að sölsa undir sig banka og trygg­inga­fé­lög.“

Braski hampað sem snilld

Það er margt sem bendir til þess að nið­ur­staða Ástu Dísar og Gylfa eigi við rök að styðj­ast. Í nýlegri úttekt dóm­nefndar Mark­að­ar­ins, sem í sátu 36 karlar og sex konur að mestu með svip­aða áferð og úr sömu tengsla­hólfum atvinnu­lífs­ins, á bestu og mik­il­væg­ustu við­skiptum síð­asta árs kom í ljós að lítið var um að raun­veru­leg verð­mæta­sköp­un, sem hefði sam­fé­lags­lega jákvæð áhrif, þætti eft­ir­sókn­ar­verð. Þess í stað var braski hampað sem snilld.

Bestu við­skipti árs­ins voru til að mynda valin þau þegar Kaup­fé­lag Skag­firð­inga komst yfir kvóta og græddi 1,3 millj­arða króna með því að taka þátt í snún­ingi með hluta­bréf í Brim sem líf­eyr­is­sjóður seldi og Brim keypti á end­anum aftur til baka sjálft á yfir­verð­i. 

Þannig að til­færsla á kvóta og hagn­aður á hluta­bréfa­við­skiptum sem á sér enga stoð í und­ir­liggj­andi rekstri þess félags sem vara verið að kaupa í, voru valin við­skipti árs­ins. Hlutu yfir­burð­ar­kosn­ingu. Við­skiptin áttu sér stað í sept­em­ber og nú, nokkrum mán­uðum síð­ar, er mark­aðsvirði Brim enn ekki búið að ná því gengi sem við­skiptin fóru fram á. 

Á meðal ann­arra við­skipta sem nefnd voru sem við­skipti árs­ins voru stækkun Brims, sem fór að mestu fram með því að keyptar voru eignir sem áður voru í eigu stærsta hlut­hafa Brims og for­stjóra félags­ins. Þar voru líka nefnd hluta­bréfa­kaup Stoða í Sím­an­um. Og ráðn­ing nýs for­stjóra og aðstoð­ar­for­stjóra í Arion banka, vegna þess að þeir væru svo miklir yfir­burða­menn. Upp­sagnir sem þeir hefðu ráð­ist í hefðu enda skilað því að nú væri hægt að fá bíla­stæði við höf­uð­stöðvar bank­ans, sem á móti drægi úr þörf fyrir Borg­ar­línu og úr losun koltví­sýr­ings. 

Að sama skapi voru verstu við­skipti árs­ins valin kaup á skulda­bréfum í gölnum áhættu­sjóði hjá Gamma, sem eng­inn með vott að jarð­teng­ingu hefði átt að setja pen­ing í til að byrja með. Í öðru sæti var sala líf­eyr­is­sjóðs­ins Gildis á bréfum í Brim þar sem dóm­nefnd­ar­með­limir voru á þeirri skoðun að þar hafi meiri hags­mun­um, að græða pen­inga, verið fórnað fyrir minni, góða stjórn­ar­hætti, en Gildi seldi bréfin vegna þess að sjóð­ur­inn sætti sig ekki við kaup Brims á sölu­fé­lögum í eigu for­stjóra þess.

Bankar sem lána ekki

Ísland hefur náð miklum árangri í efna­hags­legum við­snún­ingi á und­an­förnum ára­tug. Það gerð­ist meðal ann­ars vegna fyrst neyð­ar­laga­setn­ingar og svo fjár­magns­hafta, sem gerðu okkur kleift að taka snún­ing á eig­endum íslenskra skulda tvisvar. Okkur hefur hins vegar ekki borið gæfa til að inn­leiða nægi­lega stóran skammt af nýju heil­brigði í atvinnu­lífið okk­ar. 

Það þekkja allir sem reka lítil eða með­al­stór fyr­ir­tæki á Íslandi sem eru í vexti að sú þjón­usta sem bankar eru til­búnir að bjóða þeim er nán­ast eng­inn. Yfir 60 pró­sent allra nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja telja til að mynda að banka­­þjón­usta á Íslandi hent­aði illa eða mjög illa fyrir sig. Þar er mun meiri áhersla á að annað hvort að fjár­magna áhættu­sam­ari stærri verk­efni eða brask með hluta­bréf og fast­eign­ir. Eða bara lána lítið sem ekk­ert, eins og staðan er um þessar mund­ir. 

Banka­kerfið er núna að draga úr allri þjón­ustu við hefð­bundið atvinnu­líf. Útlán þess dróg­ust saman um 60 pró­sent í fyrra. Á sama tíma jókst hins þegar veð­setn­ing hluta­bréfa á íslenskum mark­aði um 50 pró­sent. 

Sem sagt minni útlan til atvinnu­lífs, meiri útlán til val­ins hóps einka­fjár­festa með gott aðgengi að banka­fólki. Selj­endur þeirra bréfa sem íslensku fjár­fest­arnir eru að gíra sig upp til að kaupa eru lík­ast til að mestu erlendir fjár­fest­ing­ar­sjóðir sem hafa verið að leysa út hagnað sinn af rús­sí­ban­areið eft­ir­hrunsár­anna und­an­farin miss­eri. Lítil sem eng­inn áhugi er sýni­legur á lang­tíma­fjár­fest­ingu erlendra aðila hér­lendis í öðru en afar umdeildu fisk­eldi og málm­fram­leiðslu sem grund­völluð er á of ódýru orku­verði.

Einn banki í tæm­ingu, hinir á sjálf­stýr­ingu

Einn kerf­is­lega mik­il­vægur banki, Arion banki, hefur það meg­in­mark­mið að minnka hratt og  greiða út hið gríð­ar­lega mikla eigið fé sem safn­ast hefur saman innan hans, frá því að bank­inn var stofn­aður með handafli íslenska rík­is­ins, til hlut­hafa sinna. Aukið virði eigna sem hann fékk í vöggu­gjöf, meðal ann­ars lán til íslenskra fyr­ir­tækja eða fyr­ir­tækin sjálf, mynd­uðu það eigið fé.

Þeir sem eiga nú bank­ann eru að mestu erlendir fjár­fest­ing­ar­sjóðir með órekj­an­legt end­an­legt eign­ar­hald, en líka íslenskir einka­fjár­festar sem sáu stórt tæki­færi í því að vinda banka, borga sér út mikla fjár­muni og nota þá í aðrar fjár­fest­ing­ar. Óljóst er hvers konar Arion banki á að standa eftir þegar þess­ari útgreiðslu­veg­ferð er lok­ið.

Auglýsing
Ríkisbankarnir tveir eru síðan í til­vist­ar­kreppu. Þeir eru aug­ljós­lega of stór­ir, eru reknir með arð­sem­is­kröfu sem erfitt er að sjá að þjóni ein­hverjum sam­fé­lags­legum til­gangi, lúta ekki raun­veru­legu virku eign­ar­haldi, fljóta áfram á sjálf­stýr­ingu en eru á sama tíma ekki mjög sölu­væn­leg­ir. 

Það er ein­fald­lega lít­ill, eða eng­inn, mark­aður fyrir það að selja banka þessi miss­erin í heim­in­um, sér­stak­lega litla banka með nán­ast allan sinn efna­hags­reikn­ing í íslenskum krón­um, og alla sína starf­semi á örmark­aði. Alþjóð­legir bankar eru ekki að kaupa banka og óum­flýj­an­leg inn­reið stærstu tækni­fyr­ir­tækja heims, sem eiga nán­ast óraun­veru­legt magn af eigin fé til að miðla með hag­kvæm­ari hætti til lán­taka fram­tíð­ar, inn á lána­markað munu gera það afar krefj­andi að reka banka í því formi sem þeir eru nú.

Lukku­ridd­ar­ar, skamm­tíma­fjár­festar eða útgerð

Vænt­an­legir kaup­endur gætu verið erlendir skamm­tíma­sjóðir líkt og keyptu Arion banka, og eru nú í róleg­heit­unum að tæma hann. 

Það væri hægt að fara sömu leið og síð­ast þegar banka­kerfið var einka­vætt og selja bank­ana til íslenskra lukku­ridd­ara með enga banka­reynslu og litla pen­inga en mikla lyst fyrir áhættu­sækni sem þyrftu að skuld­setja sig upp í topp til að klára kaup­in. Von­andi ber okkur þó gæfa til að reyna þá sam­fé­lags­til­raun ekki aft­ur. 

Það væri líka hægt að selja bank­anna til eig­enda íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sem eru nú orðnir að ein­hvers­konar ofur­stétt hér­lendis með eigið fé upp á mörg hund­ruð millj­arða króna og ítök í nán­ast öllum geirum sam­fé­lags­ins. 

Þeir væru þá komnir með nær alla þræði í atvinnu­líf­inu á sínar hend­ur, sem eng­inn maður með snefil af skyn­semi eða sam­fé­lags­vit­und getur fall­ist á að sé æski­leg þróun í lýð­ræð­is­sam­fé­lag­i. 

Við þurfum betri kap­ít­alista

Þrátt fyrir allt ofan­greint er lítil sem engin opin­ber umræða um galla hins íslenska mark­aðs­bú­skap­ar, sem virð­ist vera rek­inn áfram með sér­hags­muni að leið­ar­ljósi, og á kostnað heild­ar­hags­muna. Þar er ekki verið að búa mikið nýtt til. Þess í stað öskra stað­göngu­menn helstu fjár­magns­eig­enda hér­lendis á torgum um lægri tekju­skatta, minna eft­ir­lit, ein­fald­ara reglu­verk, minni eig­in­fjár­kvað­ir, fleiri skatta­af­slætti. Og svo fram­veg­is. Þeir vilja gömlu góðu fyr­ir­hruns­stemn­ing­una aft­ur.

Áherslan er ekki á nýsköpun og sam­fé­lags­lega verð­mæta­aukn­ingu heldur á að skapa betri aðstæður til að hagn­ast á braski, fjár­magnstil­færslum og á hluta­bréfum í fyr­ir­tækjum í þjón­ustu­geirum á fákeppn­is­mark­aði án mik­illa vaxta­tæki­færa.

Við búum í lýð­ræð­is­legu mark­aðs­hag­kerfi. Það er besta kerfi sem mann­skepn­unni hefur lukk­ast að koma á, sér­stak­lega þegar því er blandað saman við nægi­legt magn af félags­hyggju. Und­ir­staða þess á að vera jöfn tæki­færi allra til að freista gæf­unn­ar. Gangi sú hug­mynda­fræði eftir á allt sam­fé­lagið að geta hagn­ast. Lífs­gæði allra geta auk­ist. 

Vanda­málið sem við búum hins vegar við eru lélegir kap­ít­alist­ar. Þeir sem eru til­búnir að vinna gegn öllum hinum ef þeir græða sjálf­ir. Afleið­ingin verður aukin mis­skipt­ing, aukin sam­þjöppun á valdi og áhrifum og stór­aukin sam­fé­lags­leg tog­streita. Kerfin fara fyrst að þjóna fáum, svo hin­um. 

Ef mark­aðs­bú­skap­ur­inn á að lifa af þarf þetta að breyt­ast. Kap­ít­alist­arn­ir, þeir sem stýra fjár­magn­inu, þurfa að verða betri. Það þarf að taka miklu fleiri breytur inn í gild­is­mat­ið, ekki bara hagnað hlut­hafa eða þeirra eigin auð­legð. Það þarf að hugsa um starfs­fólk, nær­sam­fé­lag­ið, umhverfi. Það þarf skýra opin­bera stefnu fyrir fjár­mála­kerfið og atvinnu­líf­ið. Nægj­an­lega gott eft­ir­lit og heil­brigt reglu­verk. Það þarf skyn­semi og rík­ari sam­fé­lags­vit­und.

Það ger­ist ekki af sjálfu sér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari