„Foreldar – vandamál fyrir vinnuumhvefi kennara“

Helga Dögg Sverrisdóttir fjallar um nýja skýrslu frá Malmö er ber yfirskriftina „Foreldar – vandamál fyrir vinnuumhvefi kennara“.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum sögðu læknar frá að mann­orð þeirra og starf væri oft í húfi þegar fólk fer á flug á sam­fé­lags­miðl­um, sér í lagi í lok­uðum hóp­um, um ein­staka lækna. Læknar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér frekar en grunn­skóla­kenn­arar sem lenda í því sama. Á þessum stéttum hvílir rík þagn­ar­skylda um það sem þeir kunna að verða varir við í störfum sínum og geta því ekki svarað fyrir sig. Hvað þá í lok­uðum hópum þar sem þeir hafa ekki aðgang.

Oft mynd­ast orma­gryfjur í svona lok­uðum hópum þar sem eng­inn tekur ábyrgð á orðum sín­um. Allt látið flakka, jafn­vel sak­næm ummæli. Fáir for­eldrar þora í slag­inn við ósátta for­eldra þó þeir viti bet­ur. Sví­virð­ingar þríf­ast. Oft er orð­færi í svona lok­uðum hópi engum til sóma. Fyr­ir­myndir barn­anna bregð­ast. 

Þann 20. jan­úar birt­ist grein í Afton­bla­det í Sví­þjóð um skýrslu frá háskól­anum í Malmö sem lýsir stöð­unni. Hér á eftir kemur laus­leg þýð­ing á grein blaðs­ins.

Auglýsing

Ný skýrsla frá háskól­anum í Malmö sýnir hvernig for­eldrar taka kenn­ara fyrir á snjáld­ur­síðum (face­book) – og hvaða áhrif það hefur á skóla­göngu nem­anda og þýð­ingu.

Sam­fé­lags­miðlar geta haft áhrif á breyt­ingar innan hvers skóla. Í snjáld­ur­síðu­hópum ræða for­eldrar um skól­ann og kenn­ara. Á stundum er kenn­ari tek­inn fyr­ir, umræð­urnar grófar og geta jafn­vel verið sak­næm­ar. En hver ber ábyrgð­ina?

Í frétta­til­kynn­ingu segir Rebecka Cowen Fors­sell að for­eldrar til­heyra ekki félagi eða sam­tökum og því hefur skól­inn færri bjarg­ráð til að stöðva eða dempa þetta.

Upp­lýs­inga­full­trúi kenn­ara Åsa Fahlén segir fyr­ir­bærið, að for­eldrar reyni á einn eða annan hátt að hafa áhrif á skóla­starf­ið, vel þekkt. Við gerðum rann­sókn fyrir þremur árum sem sýnir að sjö af hverjum tíu kenn­urum upp­lifa að for­eldrar reyni að hafa áhrif á kennsl­una. Síðan þá hefur vand­inn auk­ist.

Skól­inn getur brugð­ist við með því að upp­lýsa for­eldra um skyldur skól­ans- sem og styðja kenn­ar­ana sína segir Åsa Fahlén. Í víð­ara sam­hengi þró­ast þetta eins og félags­legt fyr­ir­bæri þar sem fólk tjáir sig á gróf­ari hátt en áður og lítur á sig sem við­skipta­vin sem getur gert kröfur segi hún.

„For­eldrar hafa þróað kröfur sínar sem við­skipa­vin­ur“

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar frá Malmö sýna að sví­virð­ing­arnar eru árása­gjarn­arnir og bein­sk­eitt­ari þegar gagn­rýn­is­að­il­inn vinnur ekki í sömu stofnun og sá/þeir sem hann fjallar um. Eins og Åsa Fahlén telur rann­sak­and­inn Rebecka Cowen Fors­sell sam­band for­eldra við skól­ann hafi breyst.

Við höfum farið inn í ein­hvers konar þjón­ustu­form við við­skipa­vini og við­skipta­kröf­ur. Ekki það, ekk­ert rangt við að gera kröf­ur. Farið er yfir strikið og það er vanda­málið sem virkar nei­kvætt á vinnu­um­hverfi kenn­ara segir Rebecka Cowen Fors­sell.

Með verk­efn­inu „Ra­f­rænar sví­virð­ingar og net­ein­elti- nýtt vinnu­um­hverfi í skól­um“ reyna rann­sak­endur að auka skiln­ingi á þeim vanda­málum sem við­koma sví­virð­ingum og net­ein­elti gegn kenn­urum og skóla­stjórn­end­um.

Grein­ina má lesa hér.

Að hluta til teng­ist vandi skól­ans hér á landi þessu mál­efni, sem eykst frá ári til árs. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að stór hluti grunn­skóla­kenn­ara færu í annað starf væri það fyrir hendi. Skort á grunn­skóla­kenn­urum má m.a. rekja til óhófs­legs vinnu­á­lags og breytt for­eldra­sam­starfs. Fleiri og fleiri kenn­ara vilja segja sig frá umsjón. KÍ hefur aug­lýst eftir þeim grunn­skóla­kenn­urum sem hafa menntun til að kenna en láta ekki sjá sig.

Á lands­byggð­unum er stakk­ur­inn þröngt snið­inn. Grunn­skóla­kenn­arar hafa ekki sama val og kollegar þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu því þar eru atvinnu­tæki­færi af skornum skammti fyrir háskóla­menntað fólk.

Illt umtal um skóla og starfs­menn þeirra þarf að heyra sög­unni til. Taka þarf á mála­flokknum víðar en í Sví­þjóð.

Heyrst hefur m.a. að skóla­stjórn­endum sé hótað með að nem­andi fari í annan skóla ef eitt­hvað sé ekki gert sem for­eldri vill. Eins og það sé akkur stjórn­enda að nem­andi sé í skóla þar sem honum líkar illa vist­in. Ætti að vera sjálf­sagt mál að nem­andi færi sig til.

Hverra er að taka á vand­máli sem blasir við? Þegar stórt er spurt er fátt um svör!

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar