„Foreldar – vandamál fyrir vinnuumhvefi kennara“

Helga Dögg Sverrisdóttir fjallar um nýja skýrslu frá Malmö er ber yfirskriftina „Foreldar – vandamál fyrir vinnuumhvefi kennara“.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum sögðu læknar frá að mann­orð þeirra og starf væri oft í húfi þegar fólk fer á flug á sam­fé­lags­miðl­um, sér í lagi í lok­uðum hóp­um, um ein­staka lækna. Læknar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér frekar en grunn­skóla­kenn­arar sem lenda í því sama. Á þessum stéttum hvílir rík þagn­ar­skylda um það sem þeir kunna að verða varir við í störfum sínum og geta því ekki svarað fyrir sig. Hvað þá í lok­uðum hópum þar sem þeir hafa ekki aðgang.

Oft mynd­ast orma­gryfjur í svona lok­uðum hópum þar sem eng­inn tekur ábyrgð á orðum sín­um. Allt látið flakka, jafn­vel sak­næm ummæli. Fáir for­eldrar þora í slag­inn við ósátta for­eldra þó þeir viti bet­ur. Sví­virð­ingar þríf­ast. Oft er orð­færi í svona lok­uðum hópi engum til sóma. Fyr­ir­myndir barn­anna bregð­ast. 

Þann 20. jan­úar birt­ist grein í Afton­bla­det í Sví­þjóð um skýrslu frá háskól­anum í Malmö sem lýsir stöð­unni. Hér á eftir kemur laus­leg þýð­ing á grein blaðs­ins.

Auglýsing

Ný skýrsla frá háskól­anum í Malmö sýnir hvernig for­eldrar taka kenn­ara fyrir á snjáld­ur­síðum (face­book) – og hvaða áhrif það hefur á skóla­göngu nem­anda og þýð­ingu.

Sam­fé­lags­miðlar geta haft áhrif á breyt­ingar innan hvers skóla. Í snjáld­ur­síðu­hópum ræða for­eldrar um skól­ann og kenn­ara. Á stundum er kenn­ari tek­inn fyr­ir, umræð­urnar grófar og geta jafn­vel verið sak­næm­ar. En hver ber ábyrgð­ina?

Í frétta­til­kynn­ingu segir Rebecka Cowen Fors­sell að for­eldrar til­heyra ekki félagi eða sam­tökum og því hefur skól­inn færri bjarg­ráð til að stöðva eða dempa þetta.

Upp­lýs­inga­full­trúi kenn­ara Åsa Fahlén segir fyr­ir­bærið, að for­eldrar reyni á einn eða annan hátt að hafa áhrif á skóla­starf­ið, vel þekkt. Við gerðum rann­sókn fyrir þremur árum sem sýnir að sjö af hverjum tíu kenn­urum upp­lifa að for­eldrar reyni að hafa áhrif á kennsl­una. Síðan þá hefur vand­inn auk­ist.

Skól­inn getur brugð­ist við með því að upp­lýsa for­eldra um skyldur skól­ans- sem og styðja kenn­ar­ana sína segir Åsa Fahlén. Í víð­ara sam­hengi þró­ast þetta eins og félags­legt fyr­ir­bæri þar sem fólk tjáir sig á gróf­ari hátt en áður og lítur á sig sem við­skipta­vin sem getur gert kröfur segi hún.

„For­eldrar hafa þróað kröfur sínar sem við­skipa­vin­ur“

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar frá Malmö sýna að sví­virð­ing­arnar eru árása­gjarn­arnir og bein­sk­eitt­ari þegar gagn­rýn­is­að­il­inn vinnur ekki í sömu stofnun og sá/þeir sem hann fjallar um. Eins og Åsa Fahlén telur rann­sak­and­inn Rebecka Cowen Fors­sell sam­band for­eldra við skól­ann hafi breyst.

Við höfum farið inn í ein­hvers konar þjón­ustu­form við við­skipa­vini og við­skipta­kröf­ur. Ekki það, ekk­ert rangt við að gera kröf­ur. Farið er yfir strikið og það er vanda­málið sem virkar nei­kvætt á vinnu­um­hverfi kenn­ara segir Rebecka Cowen Fors­sell.

Með verk­efn­inu „Ra­f­rænar sví­virð­ingar og net­ein­elti- nýtt vinnu­um­hverfi í skól­um“ reyna rann­sak­endur að auka skiln­ingi á þeim vanda­málum sem við­koma sví­virð­ingum og net­ein­elti gegn kenn­urum og skóla­stjórn­end­um.

Grein­ina má lesa hér.

Að hluta til teng­ist vandi skól­ans hér á landi þessu mál­efni, sem eykst frá ári til árs. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að stór hluti grunn­skóla­kenn­ara færu í annað starf væri það fyrir hendi. Skort á grunn­skóla­kenn­urum má m.a. rekja til óhófs­legs vinnu­á­lags og breytt for­eldra­sam­starfs. Fleiri og fleiri kenn­ara vilja segja sig frá umsjón. KÍ hefur aug­lýst eftir þeim grunn­skóla­kenn­urum sem hafa menntun til að kenna en láta ekki sjá sig.

Á lands­byggð­unum er stakk­ur­inn þröngt snið­inn. Grunn­skóla­kenn­arar hafa ekki sama val og kollegar þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu því þar eru atvinnu­tæki­færi af skornum skammti fyrir háskóla­menntað fólk.

Illt umtal um skóla og starfs­menn þeirra þarf að heyra sög­unni til. Taka þarf á mála­flokknum víðar en í Sví­þjóð.

Heyrst hefur m.a. að skóla­stjórn­endum sé hótað með að nem­andi fari í annan skóla ef eitt­hvað sé ekki gert sem for­eldri vill. Eins og það sé akkur stjórn­enda að nem­andi sé í skóla þar sem honum líkar illa vist­in. Ætti að vera sjálf­sagt mál að nem­andi færi sig til.

Hverra er að taka á vand­máli sem blasir við? Þegar stórt er spurt er fátt um svör!

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar