„Foreldar – vandamál fyrir vinnuumhvefi kennara“

Helga Dögg Sverrisdóttir fjallar um nýja skýrslu frá Malmö er ber yfirskriftina „Foreldar – vandamál fyrir vinnuumhvefi kennara“.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum sögðu læknar frá að mann­orð þeirra og starf væri oft í húfi þegar fólk fer á flug á sam­fé­lags­miðl­um, sér í lagi í lok­uðum hóp­um, um ein­staka lækna. Læknar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér frekar en grunn­skóla­kenn­arar sem lenda í því sama. Á þessum stéttum hvílir rík þagn­ar­skylda um það sem þeir kunna að verða varir við í störfum sínum og geta því ekki svarað fyrir sig. Hvað þá í lok­uðum hópum þar sem þeir hafa ekki aðgang.

Oft mynd­ast orma­gryfjur í svona lok­uðum hópum þar sem eng­inn tekur ábyrgð á orðum sín­um. Allt látið flakka, jafn­vel sak­næm ummæli. Fáir for­eldrar þora í slag­inn við ósátta for­eldra þó þeir viti bet­ur. Sví­virð­ingar þríf­ast. Oft er orð­færi í svona lok­uðum hópi engum til sóma. Fyr­ir­myndir barn­anna bregð­ast. 

Þann 20. jan­úar birt­ist grein í Afton­bla­det í Sví­þjóð um skýrslu frá háskól­anum í Malmö sem lýsir stöð­unni. Hér á eftir kemur laus­leg þýð­ing á grein blaðs­ins.

Auglýsing

Ný skýrsla frá háskól­anum í Malmö sýnir hvernig for­eldrar taka kenn­ara fyrir á snjáld­ur­síðum (face­book) – og hvaða áhrif það hefur á skóla­göngu nem­anda og þýð­ingu.

Sam­fé­lags­miðlar geta haft áhrif á breyt­ingar innan hvers skóla. Í snjáld­ur­síðu­hópum ræða for­eldrar um skól­ann og kenn­ara. Á stundum er kenn­ari tek­inn fyr­ir, umræð­urnar grófar og geta jafn­vel verið sak­næm­ar. En hver ber ábyrgð­ina?

Í frétta­til­kynn­ingu segir Rebecka Cowen Fors­sell að for­eldrar til­heyra ekki félagi eða sam­tökum og því hefur skól­inn færri bjarg­ráð til að stöðva eða dempa þetta.

Upp­lýs­inga­full­trúi kenn­ara Åsa Fahlén segir fyr­ir­bærið, að for­eldrar reyni á einn eða annan hátt að hafa áhrif á skóla­starf­ið, vel þekkt. Við gerðum rann­sókn fyrir þremur árum sem sýnir að sjö af hverjum tíu kenn­urum upp­lifa að for­eldrar reyni að hafa áhrif á kennsl­una. Síðan þá hefur vand­inn auk­ist.

Skól­inn getur brugð­ist við með því að upp­lýsa for­eldra um skyldur skól­ans- sem og styðja kenn­ar­ana sína segir Åsa Fahlén. Í víð­ara sam­hengi þró­ast þetta eins og félags­legt fyr­ir­bæri þar sem fólk tjáir sig á gróf­ari hátt en áður og lítur á sig sem við­skipta­vin sem getur gert kröfur segi hún.

„For­eldrar hafa þróað kröfur sínar sem við­skipa­vin­ur“

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar frá Malmö sýna að sví­virð­ing­arnar eru árása­gjarn­arnir og bein­sk­eitt­ari þegar gagn­rýn­is­að­il­inn vinnur ekki í sömu stofnun og sá/þeir sem hann fjallar um. Eins og Åsa Fahlén telur rann­sak­and­inn Rebecka Cowen Fors­sell sam­band for­eldra við skól­ann hafi breyst.

Við höfum farið inn í ein­hvers konar þjón­ustu­form við við­skipa­vini og við­skipta­kröf­ur. Ekki það, ekk­ert rangt við að gera kröf­ur. Farið er yfir strikið og það er vanda­málið sem virkar nei­kvætt á vinnu­um­hverfi kenn­ara segir Rebecka Cowen Fors­sell.

Með verk­efn­inu „Ra­f­rænar sví­virð­ingar og net­ein­elti- nýtt vinnu­um­hverfi í skól­um“ reyna rann­sak­endur að auka skiln­ingi á þeim vanda­málum sem við­koma sví­virð­ingum og net­ein­elti gegn kenn­urum og skóla­stjórn­end­um.

Grein­ina má lesa hér.

Að hluta til teng­ist vandi skól­ans hér á landi þessu mál­efni, sem eykst frá ári til árs. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að stór hluti grunn­skóla­kenn­ara færu í annað starf væri það fyrir hendi. Skort á grunn­skóla­kenn­urum má m.a. rekja til óhófs­legs vinnu­á­lags og breytt for­eldra­sam­starfs. Fleiri og fleiri kenn­ara vilja segja sig frá umsjón. KÍ hefur aug­lýst eftir þeim grunn­skóla­kenn­urum sem hafa menntun til að kenna en láta ekki sjá sig.

Á lands­byggð­unum er stakk­ur­inn þröngt snið­inn. Grunn­skóla­kenn­arar hafa ekki sama val og kollegar þeirra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu því þar eru atvinnu­tæki­færi af skornum skammti fyrir háskóla­menntað fólk.

Illt umtal um skóla og starfs­menn þeirra þarf að heyra sög­unni til. Taka þarf á mála­flokknum víðar en í Sví­þjóð.

Heyrst hefur m.a. að skóla­stjórn­endum sé hótað með að nem­andi fari í annan skóla ef eitt­hvað sé ekki gert sem for­eldri vill. Eins og það sé akkur stjórn­enda að nem­andi sé í skóla þar sem honum líkar illa vist­in. Ætti að vera sjálf­sagt mál að nem­andi færi sig til.

Hverra er að taka á vand­máli sem blasir við? Þegar stórt er spurt er fátt um svör!

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Kallar eftir „ákveðni“ stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum
Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors hefur Ísland forskot í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19, auk þess sem reynsla frá öðrum löndum sýni að harðar sóttvarnaraðgerðir hafi verið árangursríkar.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar