Frelsisást FA með skilyrðum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks útskýrir hvað hann átti við þegar hann sagði að heildsalar missi spón úr aski sínum, ef að tekið væri á áralangri misnotkun og svindli við innflutning blóma.

Auglýsing

Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hef­ur ­drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær ­drepur maður ekki mann? Fari það í hel­víti sem ég drap hann. Og þó

– Jón Hregg­viðs­son, bóndi á Rein, í skáld­sög­unn­i Ís­lands­klukkan

Þessi orð komu mér í huga þegar ég las um við­brögð Félags­ at­vinnu­rek­enda (FA)  við færslu minni á Face­book og við­tali sem frétta­maður átti við mig í fram­hald­inu. Það sem fór illa í tals­mann FA var full­yrð­ing um að heildsalar hafi misst spón úr aski sín­um, eftir að tekið var á ára­langri mis­notkun og svindli við inn­flutn­ing blóma.

Auglýsing

Kraf­ist er sann­ana og kraf­ist að ég rök­styðji mál mitt. 

Kannski er sann­gjarnt að krefj­ast þess að FA leggi spilin á borðin og sýni svart á hvítu að reglur hafi aldrei verið brotn­ar?  

Eft­ir­far­andi blasir við.

Frum­kvæði tolla­yf­ir­valda

Tolla­yf­ir­völd hafa haft frum­kvæði að breyt­ingum á eft­ir­lit­i ­með inn­flutn­ingi búvöru.  Jafn­vel má ­segja að frum­kvæði þeirra hafi breytt mestu í starfs­um­hverfi land­bún­aðar á und­an­förnum árum. Starfs­menn Tolls­ins komu m.a. á fund Sam­ráðs­hóps um ­bú­vöru­samn­inga og ræddu fram­kvæmd inn­flutn­ings. Ég get ekki rakið efn­is­lega hvað fór fram á þeim fund­um.  En tvennt stendur upp úr.  Í fyrsta lagi kom­st hreyf­ing á breyt­ingu toll­núm­era á inn­fluttar búvörur – til að gera eft­ir­lit skil­virkara og nákvæmara.  Var það til­viljun að þetta þurft­i?  Veru­leik­inn var sá að hægt var að koma til lands­ins afurðum á röngum for­send­um.  Sumir kalla þetta smygl aðrir svindl.

Í öðru lagi hófu tolla­yf­ir­völd átak 2017 til að fylgj­ast með­ inn­flutn­ingi á garð­yrkju­af­urð­um, meðal ann­ars blóm­um.  Betra eft­ir­lit hefur gjör­breytt ­starfs­skil­yrðum inn­lendra blóma­fram­leið­enda.  ­Með hertu eft­ir­liti jókst eft­ir­spurn eftir toll­kvótum blóma. Rýrn­un fram­leið­anda minnk­aði úr 25% í allt niður í 3% af blómum til heild­sala og versl­ana.

Eru þessi dæmi ekki til vitnis um að pottur hafi ver­ið brot­inn?  Að reglum hafi ekki ver­ið ­fylg­t. 

Einnig má nefna að fjöldi starfs­manna fyr­ir­tækja hafa lýst því hvernig snúið var á inn­flutn­ing­yf­ir­völd.  En slík ummæli hafa tak­markað gildi í  um­ræðu sem þess­ari – en þar sem er reyk­ur, er oft eld­ur.

Að þessu sinni verður látið liggja á milli hluta að benda á aðra þætti s.s. til­raunir til að fela upp­runa blóma, eins og t.d. með stæl­ing­u á fánarönd Sam­bands garð­yrkju­bænda.

Til hver er barist?

Það er í þess­ari stöðu, hækk­andi verð á toll­kvótum og ­styrk­ari stöðu blóma­fram­leið­enda sem FA snéri sér til stjórn­valda með kröfu um að gjör­bylta starfs­um­hverfi heillar atvinnu­grein­ar.  Það eru enn nokkrar teg­undir blóma sem enn njóta tak­mark­aðrar toll­verndar og það verður skortur á ákveðnum blómum á al­þjóð­legum blóma­dög­um. Engin er að þræta fyrir það og þá er opnað það brú­að ­með inn­flutn­ing.

Reynsla Nor­egs

Það er áhuga­vert í þessu sam­bandi að skoða reynslu Nor­egs af því að fella niður starfs­um­gjörð (toll­vernd) blóma­fram­leiðslu.  Um það er til ágæt skýrsla.  Í stuttu máli kemur þar fram að við ­tolla­lausan inn­flutn­ing á blómum frá Afr­íku lagð­ist nán­ast af inn­lend fram­leiðsla.  Eftir að inn­lenda fram­leiðslan hvarf, hækk­aði verð á blómum aftur og inn­flytj­endur stórjuku sinn hagn­að. 

Um meinta ást á frelsi

Við sem viljum fjöl­breytt atvinnu­líf og að starfs­um­hverf­i taki breyt­ing­um, auki hag­kvæmni og styðji við eðli­lega og sann­gjarna sam­keppn­i verðum oftar en ekki að sitja undir þeim ásök­unum að ganga erinda sér­hags­muna. En hver er raun­veru­legur vilji FA, fyrst þau ágætu sam­tök ákváðu að gera mig að ó­vini sínum fyrir að benda á fram­göngu þeirra gagn­vart blóma­fram­leið­end­um? Er ­sam­kvæmni í mál­flutn­ingi eða ráða þar þröngir sér­hags­mun­ir?

Í þessu sam­bandi má benda á tvö nýleg þing­mál sem eru ágæt ­dæmi um hvernig ást FA á frjálsri sam­keppni birt­ist í raun.

Fyrra málið er frum­varp um breyt­ingar á lögum um útboð á lyfj­u­m.  Þar fóru heildsalar mik­inn gegn á­formun stjórn­valda að auka sam­keppni með þátt­töku í nor­rænu sam­starfi um útboð á lyfjum og ná fram sparn­aði fyrir skatt­greið­end­ur.  Alþingi bár­ust kröftug mót­mæli gegn þeim breyt­ing­um.  Því var haldið fram að ver­ið væri að kolla­varpa starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja sem flyttu inn lyf.  Ógna þekk­ingu á slíku starfi – fækka störf­um og önnur gild og góð rök sem hags­muna­sam­tök nota.  Þau vildu sam­keppn­is­mat á hvert fyr­ir­tæki sem tæki þátt í slíku útboð­i.  Að gætt yrð­i að mörgum þáttum til að ógna sem minnst stöðu íslenskra heild­sala.  Á þeim tíma mátti jafn­vel segja að eitt ­fyr­ir­tæki eða eig­enda­hópur væri með mark­aðs­ráð­andi stöðu.

Ég var einn þeirra þing­manna sem tók undir þetta sjón­ar­mið ­vegna þess að ég tel að það verði að tryggja að allir sitji við sama borð og að ­tekið sé til­lit til starfs­um­hverfis allra atvinnu­greina. Um þetta má lesa í inn­sendum umsögnum og nefnd­ar­á­liti á vef alþing­is.   

Hitt dæmið sem ég vil nefna er afstaða heild­sala til­ frum­varps um aukið frelsi í verslun með áfeng­i.  Þar lögð­ust heildsalar af miklum þunga gegn frels­inu. Hvers vegna? Jú þeir ótt­uð­ust að með auknu frelsi gæti ávinn­ingur af inn­flutn­ingi minnk­að. 

Nei umhyggja FA fyrir frels­inu er beint tengd hags­mun­um.  Með sama hætti snýst öll þessi bar­átta um starfs­um­hverfi land­bún­aðar á Ísland­i. 

Í alltof langan tíma hefur fram­ganga, eins og FA beitir ótt og títt,  litað eðli­lega umræðu um land­búnað og jafn­vel um heil­brigða sam­keppni á Íslandi.

Fjöl­breytt atvinnu­líf verður aldrei ef við ætl­um  að nota aðeins einn mæli­kvarða.  Þannig verður vöndur atvinnu­lífs og byggðar á Ís­landi að einu við­kvæmu blómi.

Höf­undur er þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar