Frelsisást FA með skilyrðum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks útskýrir hvað hann átti við þegar hann sagði að heildsalar missi spón úr aski sínum, ef að tekið væri á áralangri misnotkun og svindli við innflutning blóma.

Auglýsing

Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hef­ur ­drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær ­drepur maður ekki mann? Fari það í hel­víti sem ég drap hann. Og þó

– Jón Hregg­viðs­son, bóndi á Rein, í skáld­sög­unn­i Ís­lands­klukkan

Þessi orð komu mér í huga þegar ég las um við­brögð Félags­ at­vinnu­rek­enda (FA)  við færslu minni á Face­book og við­tali sem frétta­maður átti við mig í fram­hald­inu. Það sem fór illa í tals­mann FA var full­yrð­ing um að heildsalar hafi misst spón úr aski sín­um, eftir að tekið var á ára­langri mis­notkun og svindli við inn­flutn­ing blóma.

Auglýsing

Kraf­ist er sann­ana og kraf­ist að ég rök­styðji mál mitt. 

Kannski er sann­gjarnt að krefj­ast þess að FA leggi spilin á borðin og sýni svart á hvítu að reglur hafi aldrei verið brotn­ar?  

Eft­ir­far­andi blasir við.

Frum­kvæði tolla­yf­ir­valda

Tolla­yf­ir­völd hafa haft frum­kvæði að breyt­ingum á eft­ir­lit­i ­með inn­flutn­ingi búvöru.  Jafn­vel má ­segja að frum­kvæði þeirra hafi breytt mestu í starfs­um­hverfi land­bún­aðar á und­an­förnum árum. Starfs­menn Tolls­ins komu m.a. á fund Sam­ráðs­hóps um ­bú­vöru­samn­inga og ræddu fram­kvæmd inn­flutn­ings. Ég get ekki rakið efn­is­lega hvað fór fram á þeim fund­um.  En tvennt stendur upp úr.  Í fyrsta lagi kom­st hreyf­ing á breyt­ingu toll­núm­era á inn­fluttar búvörur – til að gera eft­ir­lit skil­virkara og nákvæmara.  Var það til­viljun að þetta þurft­i?  Veru­leik­inn var sá að hægt var að koma til lands­ins afurðum á röngum for­send­um.  Sumir kalla þetta smygl aðrir svindl.

Í öðru lagi hófu tolla­yf­ir­völd átak 2017 til að fylgj­ast með­ inn­flutn­ingi á garð­yrkju­af­urð­um, meðal ann­ars blóm­um.  Betra eft­ir­lit hefur gjör­breytt ­starfs­skil­yrðum inn­lendra blóma­fram­leið­enda.  ­Með hertu eft­ir­liti jókst eft­ir­spurn eftir toll­kvótum blóma. Rýrn­un fram­leið­anda minnk­aði úr 25% í allt niður í 3% af blómum til heild­sala og versl­ana.

Eru þessi dæmi ekki til vitnis um að pottur hafi ver­ið brot­inn?  Að reglum hafi ekki ver­ið ­fylg­t. 

Einnig má nefna að fjöldi starfs­manna fyr­ir­tækja hafa lýst því hvernig snúið var á inn­flutn­ing­yf­ir­völd.  En slík ummæli hafa tak­markað gildi í  um­ræðu sem þess­ari – en þar sem er reyk­ur, er oft eld­ur.

Að þessu sinni verður látið liggja á milli hluta að benda á aðra þætti s.s. til­raunir til að fela upp­runa blóma, eins og t.d. með stæl­ing­u á fánarönd Sam­bands garð­yrkju­bænda.

Til hver er barist?

Það er í þess­ari stöðu, hækk­andi verð á toll­kvótum og ­styrk­ari stöðu blóma­fram­leið­enda sem FA snéri sér til stjórn­valda með kröfu um að gjör­bylta starfs­um­hverfi heillar atvinnu­grein­ar.  Það eru enn nokkrar teg­undir blóma sem enn njóta tak­mark­aðrar toll­verndar og það verður skortur á ákveðnum blómum á al­þjóð­legum blóma­dög­um. Engin er að þræta fyrir það og þá er opnað það brú­að ­með inn­flutn­ing.

Reynsla Nor­egs

Það er áhuga­vert í þessu sam­bandi að skoða reynslu Nor­egs af því að fella niður starfs­um­gjörð (toll­vernd) blóma­fram­leiðslu.  Um það er til ágæt skýrsla.  Í stuttu máli kemur þar fram að við ­tolla­lausan inn­flutn­ing á blómum frá Afr­íku lagð­ist nán­ast af inn­lend fram­leiðsla.  Eftir að inn­lenda fram­leiðslan hvarf, hækk­aði verð á blómum aftur og inn­flytj­endur stórjuku sinn hagn­að. 

Um meinta ást á frelsi

Við sem viljum fjöl­breytt atvinnu­líf og að starfs­um­hverf­i taki breyt­ing­um, auki hag­kvæmni og styðji við eðli­lega og sann­gjarna sam­keppn­i verðum oftar en ekki að sitja undir þeim ásök­unum að ganga erinda sér­hags­muna. En hver er raun­veru­legur vilji FA, fyrst þau ágætu sam­tök ákváðu að gera mig að ó­vini sínum fyrir að benda á fram­göngu þeirra gagn­vart blóma­fram­leið­end­um? Er ­sam­kvæmni í mál­flutn­ingi eða ráða þar þröngir sér­hags­mun­ir?

Í þessu sam­bandi má benda á tvö nýleg þing­mál sem eru ágæt ­dæmi um hvernig ást FA á frjálsri sam­keppni birt­ist í raun.

Fyrra málið er frum­varp um breyt­ingar á lögum um útboð á lyfj­u­m.  Þar fóru heildsalar mik­inn gegn á­formun stjórn­valda að auka sam­keppni með þátt­töku í nor­rænu sam­starfi um útboð á lyfjum og ná fram sparn­aði fyrir skatt­greið­end­ur.  Alþingi bár­ust kröftug mót­mæli gegn þeim breyt­ing­um.  Því var haldið fram að ver­ið væri að kolla­varpa starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja sem flyttu inn lyf.  Ógna þekk­ingu á slíku starfi – fækka störf­um og önnur gild og góð rök sem hags­muna­sam­tök nota.  Þau vildu sam­keppn­is­mat á hvert fyr­ir­tæki sem tæki þátt í slíku útboð­i.  Að gætt yrð­i að mörgum þáttum til að ógna sem minnst stöðu íslenskra heild­sala.  Á þeim tíma mátti jafn­vel segja að eitt ­fyr­ir­tæki eða eig­enda­hópur væri með mark­aðs­ráð­andi stöðu.

Ég var einn þeirra þing­manna sem tók undir þetta sjón­ar­mið ­vegna þess að ég tel að það verði að tryggja að allir sitji við sama borð og að ­tekið sé til­lit til starfs­um­hverfis allra atvinnu­greina. Um þetta má lesa í inn­sendum umsögnum og nefnd­ar­á­liti á vef alþing­is.   

Hitt dæmið sem ég vil nefna er afstaða heild­sala til­ frum­varps um aukið frelsi í verslun með áfeng­i.  Þar lögð­ust heildsalar af miklum þunga gegn frels­inu. Hvers vegna? Jú þeir ótt­uð­ust að með auknu frelsi gæti ávinn­ingur af inn­flutn­ingi minnk­að. 

Nei umhyggja FA fyrir frels­inu er beint tengd hags­mun­um.  Með sama hætti snýst öll þessi bar­átta um starfs­um­hverfi land­bún­aðar á Ísland­i. 

Í alltof langan tíma hefur fram­ganga, eins og FA beitir ótt og títt,  litað eðli­lega umræðu um land­búnað og jafn­vel um heil­brigða sam­keppni á Íslandi.

Fjöl­breytt atvinnu­líf verður aldrei ef við ætl­um  að nota aðeins einn mæli­kvarða.  Þannig verður vöndur atvinnu­lífs og byggðar á Ís­landi að einu við­kvæmu blómi.

Höf­undur er þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar