Frelsisást FA með skilyrðum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks útskýrir hvað hann átti við þegar hann sagði að heildsalar missi spón úr aski sínum, ef að tekið væri á áralangri misnotkun og svindli við innflutning blóma.

Auglýsing

Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hef­ur ­drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær ­drepur maður ekki mann? Fari það í hel­víti sem ég drap hann. Og þó

– Jón Hregg­viðs­son, bóndi á Rein, í skáld­sög­unn­i Ís­lands­klukkan

Þessi orð komu mér í huga þegar ég las um við­brögð Félags­ at­vinnu­rek­enda (FA)  við færslu minni á Face­book og við­tali sem frétta­maður átti við mig í fram­hald­inu. Það sem fór illa í tals­mann FA var full­yrð­ing um að heildsalar hafi misst spón úr aski sín­um, eftir að tekið var á ára­langri mis­notkun og svindli við inn­flutn­ing blóma.

Auglýsing

Kraf­ist er sann­ana og kraf­ist að ég rök­styðji mál mitt. 

Kannski er sann­gjarnt að krefj­ast þess að FA leggi spilin á borðin og sýni svart á hvítu að reglur hafi aldrei verið brotn­ar?  

Eft­ir­far­andi blasir við.

Frum­kvæði tolla­yf­ir­valda

Tolla­yf­ir­völd hafa haft frum­kvæði að breyt­ingum á eft­ir­lit­i ­með inn­flutn­ingi búvöru.  Jafn­vel má ­segja að frum­kvæði þeirra hafi breytt mestu í starfs­um­hverfi land­bún­aðar á und­an­förnum árum. Starfs­menn Tolls­ins komu m.a. á fund Sam­ráðs­hóps um ­bú­vöru­samn­inga og ræddu fram­kvæmd inn­flutn­ings. Ég get ekki rakið efn­is­lega hvað fór fram á þeim fund­um.  En tvennt stendur upp úr.  Í fyrsta lagi kom­st hreyf­ing á breyt­ingu toll­núm­era á inn­fluttar búvörur – til að gera eft­ir­lit skil­virkara og nákvæmara.  Var það til­viljun að þetta þurft­i?  Veru­leik­inn var sá að hægt var að koma til lands­ins afurðum á röngum for­send­um.  Sumir kalla þetta smygl aðrir svindl.

Í öðru lagi hófu tolla­yf­ir­völd átak 2017 til að fylgj­ast með­ inn­flutn­ingi á garð­yrkju­af­urð­um, meðal ann­ars blóm­um.  Betra eft­ir­lit hefur gjör­breytt ­starfs­skil­yrðum inn­lendra blóma­fram­leið­enda.  ­Með hertu eft­ir­liti jókst eft­ir­spurn eftir toll­kvótum blóma. Rýrn­un fram­leið­anda minnk­aði úr 25% í allt niður í 3% af blómum til heild­sala og versl­ana.

Eru þessi dæmi ekki til vitnis um að pottur hafi ver­ið brot­inn?  Að reglum hafi ekki ver­ið ­fylg­t. 

Einnig má nefna að fjöldi starfs­manna fyr­ir­tækja hafa lýst því hvernig snúið var á inn­flutn­ing­yf­ir­völd.  En slík ummæli hafa tak­markað gildi í  um­ræðu sem þess­ari – en þar sem er reyk­ur, er oft eld­ur.

Að þessu sinni verður látið liggja á milli hluta að benda á aðra þætti s.s. til­raunir til að fela upp­runa blóma, eins og t.d. með stæl­ing­u á fánarönd Sam­bands garð­yrkju­bænda.

Til hver er barist?

Það er í þess­ari stöðu, hækk­andi verð á toll­kvótum og ­styrk­ari stöðu blóma­fram­leið­enda sem FA snéri sér til stjórn­valda með kröfu um að gjör­bylta starfs­um­hverfi heillar atvinnu­grein­ar.  Það eru enn nokkrar teg­undir blóma sem enn njóta tak­mark­aðrar toll­verndar og það verður skortur á ákveðnum blómum á al­þjóð­legum blóma­dög­um. Engin er að þræta fyrir það og þá er opnað það brú­að ­með inn­flutn­ing.

Reynsla Nor­egs

Það er áhuga­vert í þessu sam­bandi að skoða reynslu Nor­egs af því að fella niður starfs­um­gjörð (toll­vernd) blóma­fram­leiðslu.  Um það er til ágæt skýrsla.  Í stuttu máli kemur þar fram að við ­tolla­lausan inn­flutn­ing á blómum frá Afr­íku lagð­ist nán­ast af inn­lend fram­leiðsla.  Eftir að inn­lenda fram­leiðslan hvarf, hækk­aði verð á blómum aftur og inn­flytj­endur stórjuku sinn hagn­að. 

Um meinta ást á frelsi

Við sem viljum fjöl­breytt atvinnu­líf og að starfs­um­hverf­i taki breyt­ing­um, auki hag­kvæmni og styðji við eðli­lega og sann­gjarna sam­keppn­i verðum oftar en ekki að sitja undir þeim ásök­unum að ganga erinda sér­hags­muna. En hver er raun­veru­legur vilji FA, fyrst þau ágætu sam­tök ákváðu að gera mig að ó­vini sínum fyrir að benda á fram­göngu þeirra gagn­vart blóma­fram­leið­end­um? Er ­sam­kvæmni í mál­flutn­ingi eða ráða þar þröngir sér­hags­mun­ir?

Í þessu sam­bandi má benda á tvö nýleg þing­mál sem eru ágæt ­dæmi um hvernig ást FA á frjálsri sam­keppni birt­ist í raun.

Fyrra málið er frum­varp um breyt­ingar á lögum um útboð á lyfj­u­m.  Þar fóru heildsalar mik­inn gegn á­formun stjórn­valda að auka sam­keppni með þátt­töku í nor­rænu sam­starfi um útboð á lyfjum og ná fram sparn­aði fyrir skatt­greið­end­ur.  Alþingi bár­ust kröftug mót­mæli gegn þeim breyt­ing­um.  Því var haldið fram að ver­ið væri að kolla­varpa starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja sem flyttu inn lyf.  Ógna þekk­ingu á slíku starfi – fækka störf­um og önnur gild og góð rök sem hags­muna­sam­tök nota.  Þau vildu sam­keppn­is­mat á hvert fyr­ir­tæki sem tæki þátt í slíku útboð­i.  Að gætt yrð­i að mörgum þáttum til að ógna sem minnst stöðu íslenskra heild­sala.  Á þeim tíma mátti jafn­vel segja að eitt ­fyr­ir­tæki eða eig­enda­hópur væri með mark­aðs­ráð­andi stöðu.

Ég var einn þeirra þing­manna sem tók undir þetta sjón­ar­mið ­vegna þess að ég tel að það verði að tryggja að allir sitji við sama borð og að ­tekið sé til­lit til starfs­um­hverfis allra atvinnu­greina. Um þetta má lesa í inn­sendum umsögnum og nefnd­ar­á­liti á vef alþing­is.   

Hitt dæmið sem ég vil nefna er afstaða heild­sala til­ frum­varps um aukið frelsi í verslun með áfeng­i.  Þar lögð­ust heildsalar af miklum þunga gegn frels­inu. Hvers vegna? Jú þeir ótt­uð­ust að með auknu frelsi gæti ávinn­ingur af inn­flutn­ingi minnk­að. 

Nei umhyggja FA fyrir frels­inu er beint tengd hags­mun­um.  Með sama hætti snýst öll þessi bar­átta um starfs­um­hverfi land­bún­aðar á Ísland­i. 

Í alltof langan tíma hefur fram­ganga, eins og FA beitir ótt og títt,  litað eðli­lega umræðu um land­búnað og jafn­vel um heil­brigða sam­keppni á Íslandi.

Fjöl­breytt atvinnu­líf verður aldrei ef við ætl­um  að nota aðeins einn mæli­kvarða.  Þannig verður vöndur atvinnu­lífs og byggðar á Ís­landi að einu við­kvæmu blómi.

Höf­undur er þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar