Nokkur orð í aðdraganda verkfallsaðgerða

Sólveig Anna Jónsdóttir segir við þá sem reyna að kremja baráttu og upprisu verkalýðsins: „Við munum aldrei gefast upp.“

Auglýsing

Aðeins tvennt hefði getað komið í veg fyrir verk­föll í borg­inni. Að við héldum áfram að halda kjafti og vinna eða að borg­ar­yf­ir­völd príl­uðu niður úr turn­inum sem þau dvelja í til að mæta kröfum okkar af rétt­læti og sann­girni.

Hið fyrra er sögu­legur ómögu­leiki á þess­ari stundu. Hið síð­ara greini­lega líka; hrörnun hug­sjóna jafn­að­ar­mennsk­unnar er svo langt gengin að jafn­að­ar­menn með ára­tuga reynslu af stjórn­málum geta talið sjálfum sér trú um að þeim komi kjara­mál ekki við.

Rætur upp­reisnar okkar ná langt niður í jarð­veg þess sam­fé­lags­skipu­lags sem að við lifum í. Það verður varla dýpra kom­ist. Lág­launa­konur í umönn­un­ar­störf­um, hefð­bundnum kvenna­störf­um, gera nú til­raun til að fá sjálfar að hafa eitt­hvað um það að segja hvernig vinnu­aflið þeirra er verð­lagt. Við­brögðin eru auð­vitað fyr­ir­sjá­an­leg en ekk­ert minna ömur­leg fyrir vik­ið. Aldr­aðir stjórar innan úr hreyf­ingu vinn­andi fólks á Íslandi stíga fram og segja af mik­illi alvöru: „Það þurfa alltaf ein­hverjar konur að vera á botn­inum og því er ekki hægt að verða við kröfum ykk­ar“. Menn sem að kenna sig við nor­ræna jafn­að­ar­mennsku, menn sem eru upp­teknir við metn­að­ar­fullar upp­bygg­ingar á íþrótta­mann­virkj­um, knatt­spyrnu­stúkum og keppn­is­völl­um, Bio-Dome og end­ur­gerð Hlemm­torgs hrista höf­uðið alvöru­gefn­ir: „Nú er þó allt of langt geng­ið, skilja þessar konur ekki að við ein­fald­lega getum ekki skipt okkur neitt af þeim eða til­veru þeirra?“ Menn sem kenna sig við gagn­rýna hugsun ofar öllu segj­ast alltaf hafa stutt bar­áttu lág­launa­kon­unnar en bara ekki núna, sökum þeirra aðferða sem beitt er. „Þegar hún getur loks­ins náð árangri bless­un­in, orðin her­ská og reið, ofbýður okkur ein­fald­lega hasar­inn.“

Auglýsing

Hér er ekk­ert pláss fyrir vanga­veltur um stöðu konu sem hefur unnið frá unga aldri á útsölu­mark­aði kven­fyr­ir­litn­ing­ar­inn­ar. Ekk­ert pláss fyrir vanga­veltur um ástæður þess að hún getur aldrei um frjálst höfuð strok­ið. Hvað þá sam­stöðu; hér er auð­gljós­lega ekki um að ræða konur sem klifið hafa met­orða­stig­ann. Hér getum við ekki skellt merki­mið­anum „frum­kvöð­ull“ á neina; aldrei hefur kona verið kölluð frum­kvöð­ull fyrir að nota hend­urnar sín­ar, heil­ann og hjartað til að sinna umönn­un­ar­störf­um. Hér er ekk­ert smart eða töff, bara lág­launa­kona með frekju. Hér er ekki pláss fyrir drauma um frelsi. Hér er frels­unin of dýr, lág­launa­konan hlýtur að geta skilið það? Og aðferð­irnar geta menn ekki sam­þykkt; mark­viss mál­flutn­ingur og bar­áttu­þrek hafa aldrei verið væn­leg til árang­urs, við skulum segja ykkur það!

Stundin er runnin upp: Tök­umst allir hönd í hönd og höldum fast á mál­um: Það verður ein­fald­lega að stoppa þessar Efl­ing­ar-kell­ing­ar!

Sam­fé­lags­gerðin sem að við lifum inn í reiðir sig algjör­lega á fólk í umönn­un­ar­störf­um, fyrst og fremst kon­ur. Félags­leg end­ur­fram­leiðsla er eins og Nancy Fra­ser segir „ómissandi bak­grunns­skil­yrði svo að efna­hags­leg fram­leiðsla geti átt sér stað í kap­ít­al­ísku sam­fé­lag­i.“ En þjóð­fé­lags­legt mik­il­vægi allra þess­ara vinn­andi handa er algjör­lega falið, af ásettu ráði. Allar þessar sýni­legu hendur sem gera verð­mæta­sköpun sam­fé­lagssins mögu­lega; þær eru verð­metnar eins og drasl. Þegar eig­endur hand­anna segja: „Mér duga ekki launin mín til að sjá fyrir sjálfri mér,“ svarar æðsti yfir­mað­ur­inn „Ég get skilið að það sé erfitt en þetta kemur mér samt ekki við.“

Allir þvo hendur sínar af því að bera ábyrgð á afkomu lág­launa­kon­unnar á íslenskum vinnu­mark­aði. En hún skal þó á end­anum bera ábyrgð á öllu. Höfr­unga­hlaupi, verð­bólgu, geng­is­hruni; lág­laun­konan sem hræði­leg mara, ógæfa Íslands. Fram­kvæmd­ar­stjóri SA, stað­settur efst á hrúgu efn­is­legra gæða, brjálast. „Fram­ganga Efl­ingar eru svik við hags­muni yfir­gnæf­andi meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar.“ Hags­munir yfir­gnæf­andi meiri­hluta þjóð­ar­innar eru að lág­launa­konan haldi áfram að sam­þykkja að hún sé einskis virði. Allt annað er van­virð­ing við Lífs­kjara­samn­ing­inn.

Á sama tíma, eða reyndar miklu fyrr, hafa háskóla­menn þegar samið um Höfr­unga­hlaup. Það gerð­ist um það bil hálfu ári eftir að Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur. En það skiptir svo litlu máli að ekki einn ein­asti frétta­maður spyr for­mann BHM eða ráð­herra hvernig standi á því að seint í októ­ber á síð­asta ári hafi ríkið fært háskóla­fólki samn­ing með inn­byggðu höfr­unga­hlaupi. Ekki einn ein­asti.

Við horfum yfir gjá sem virð­ist óbrú­an­leg, gjá búna til úr for­rétt­indum og vel­meg­un, skeyt­ing­ar­leysi og for­herð­ingu, stétt­skipt­ingu. Hinum megin við hana stendur fólk sem að ætlar ekki að sleppa af okkur tak­inu, sleppa okkur af útsölu­mark­aðn­um. Alveg sama hvað við segj­um, hvað við útskýr­um. Sam­ræmt heyrna­leysi valda­stétt­ar­innar er svo magnað að það hlýtur að kom­ast í sögu­bæk­urn­ar.

Rætur upp­risunnar okkar ná langt niður í jarð­veg þess sam­fé­lags­skipu­lags sem að við lifum í. Það verður varla dýpra kom­ist. Þess­vegna eru við­brögðin svona ofsa­feng­in. Þess­vegna er afhjúp­unin svona stór­kost­leg, hömlu­leysið svona magn­að, heig­uls­hátt­ur­inn svona mik­ill. Vegna þess að við erum komnar að rót­un­um, því sem að aldrei má hrófla við: Und­ir­verð­metnu vinnu­afli kvenna.

„Bar­áttan er bæði tæki­færi og skóli,“ segja þær Cinzia Arruzza, Tithi Bhattacharya and Nancy Fra­ser, höf­undar Femín­ismi fyrir 99%-in. „Hún getur umbreytt þeim sem að taka þátt í henni, end­ur­mótað hug­myndir okkar um ver­öld­ina. Bar­áttan getur dýpkað skiln­ing okkar á þeirri kúgun sem að við verðum fyrir – hvað orsakar hana, hverjir græða á henni, og hvað við verðum að gera til að brjót­ast undan henn­i.“

Stundin er runnin upp. Bar­áttan er okk­ar. Við hljótum að horfa bál­reiðar um öxl. Við hljótum að bera höf­uðið hátt. Allt sem að við eigum að baki mótar okk­ar, mótar afstöðu okk­ar. Við hljótum að hafna því að nið­ur­staðan í sam­tal­inu um sam­fé­lags­sátt­mál­ann sé að við sjálf­ar, lág­launa­konur í umönn­un­ar­störf­um, höfum aðeins eitt hlut­verk í líf­inu, að þola arðránið af fórn­fýsi og und­ir­gefni.

Við erum ekki fórn­fús­ar. Við erum ekki und­ir­gefn­ar. Við vitum nákvæm­lega hvers virði við erum fyrir sam­fé­lag­ið. Bar­áttu­vilji okkar hefur vaxið og dafnað í því sjúk­legu órétt­læti sem við höfum verið látnar þola. Nú er komið að því að við ætlum að fá það sem að við vilj­um. Og við þá sem að reyna að kremja bar­átt­una okk­ar, upp­ris­una okk­ar, höfum við þetta að segja: Við munum aldrei gef­ast upp.

Í aug­sýn er nú frelsi,og fyrr það mátti vera,

ný fylkja konur liðiog frels­is­merki bera.

Stundin er runnin upp.

Tök­umst allar hönd í höndog höldum fast á málum

þó ýmsir vilji aftur á baken aðrir standa í stað,

tökum við aldrei undir það.

En þori ég vil ég get ég?

Já ég þori, get og vil.

En þori ég vil ég get ég?

Já ég þori get og vil.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar