Þingmaður veður reyk

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, svarar grein Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Auglýsing

Har­aldur Bene­dikts­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins bar heila atvinnu­grein þungum sökum í Face­book-pistli fyrir helgi, sagði blóma­inn­flytj­endur hafa ástundað að „blekkja og stela“ og gert sig seka um „mis­notkun og smygl“ og „ára­langa brota­starf­sem­i“. Þing­mað­ur­inn nefndi engin dæmi stór­yrðum sínum til stuðn­ings. Félag atvinnu­rek­enda skor­aði á hann að koma gögnum um lög­brot til lög­gæzlu­yf­ir­valda ef hann hefði þau undir hönd­um, en biðj­ast afsök­unar á því að saka fjölda fyr­ir­tækja um slíkt, án nokk­urra sann­ana. 

­Fé­lagið benti jafn­framt á að jafn­vel þótt í ein­hverjum til­vikum hafi verið pottur brot­inn við inn­flutn­ing blóma – sem ekki er hægt að úti­loka – breytti það engu um þá vinnu við end­ur­skoðun á tollaum­hverfi grein­ar­inn­ar, sem FA hefur beitt sér fyrir að stjórn­völd færu í. 

Fyr­ir­tæki í blóma­verzlun eru almennt sam­mála um að tollar á blómum séu alltof háir og víð­tækir, skekki sam­keppni og bitni á neyt­end­um. Það eru raunar þekkt áhrif tolla í milli­ríkja­við­skipt­um. Þetta hafa fyr­ir­tækin viljað að hið opin­bera tæki til end­ur­skoð­un­ar. Hið „mál­efna­lega“ svar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins við þessum umleit­unum er efn­is­lega: Blóma­inn­flytj­endur eru glæpa­menn og það á ekki að tala við glæpa­menn.

Aðal­lega reykur

Nú hefur Har­aldur skrifað grein hér í Kjarn­ann máli sínu til stuðn­ings. Hann dregur nú heldur í land, enda getur hann ekki nefnt eitt dæmi um lög­brot, en dregur vafa­samar álykt­anir af því að tolla­yf­ir­völd hafi bætt eft­ir­lit með inn­flutn­ingi á plöntum og að eft­ir­spurn eftir toll­kvóta fyrir blóm hafi þá vax­ið! Það er ein­föld skýr­ing á auk­inni eft­ir­spurn eftir toll­kvóta: Mark­aður fyrir blóm fer stækk­andi og eft­ir­spurn neyt­enda er vax­andi. Þeim mun mik­il­væg­ara er að gera þær breyt­ingar í tolla­málum sem FA hefur beitt sér fyrir, með stuðn­ingi fyr­ir­tækja sem í sam­ein­ingu standa fyrir meiri­hluta blóma­verzl­unar í land­in­u. 

Segja má að þing­mað­ur­inn dragi gæði sönn­un­ar­færsl­unnar að baki ásök­unum sínum saman í einni setn­ingu í grein sinni: „þar sem er reyk­ur, er oft eld­ur.“ 

Har­aldur getur þannig ekki fært neinar sönnur á mál sitt, en honum dettur auð­vitað ekki í hug að biðja blóma­inn­flytj­endur afsök­un­ar, heldur tekur þann kost­inn að reyna að gera afstöðu Félags atvinnu­rek­enda til ann­arra og alls­endis óskyldra mála tor­tryggi­lega. Það er þá rétt að eyða nokkrum orðum á þá smjör­klípu.

Spara nor­rænu útboðin pen­inga?

Ann­ars vegar vill hann meina að afstaða FA til þátt­töku rík­is­ins í sam­nor­rænum útboðum á lyfjum gangi gegn áherzlu félags­ins á við­skipta­frelsi. Það er alrangt, eins og les­endur geta kynnt sér í Kjarna­grein þar sem und­ir­rit­aður fjall­aði um áhrif þess á inn­lend þjón­ustu­fyr­ir­tæki ef ríkið setti nokkur veltu­hæstu lyf spít­al­anna í útboð. 

Kjarni máls­ins er eft­ir­far­andi, sem sagði í grein­inni: „Ef stefna heil­brigð­is­ráð­herra og Land­spít­al­ans er sú að setja veltu­mestu lyfin í nor­rænt útboð til að ná fram sparn­aði, er um leið verið að kippa grund­vell­inum undan rekstri þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna. Nú er ekk­ert sem segir að ein­hver til­tek­inn rekstur eigi rétt á sér um aldur og ævi. En stjórn­völd þurfa engu að síður að hafa ein­hverja hug­mynd um hvernig því hlut­verki innan heil­brigð­is­kerf­is­ins, sem þjón­ustu­fyr­ir­tækin þjóna, verði sinnt í fram­tíð­inni ef þeirra nýtur ekki við.“

Auglýsing
Kallað var eftir svörum heil­brigð­is­ráð­herra við ýmsum spurn­ingum sem hafa vaknað vegna nor­rænu útboð­anna. Þau hafa ekki bor­izt og kannski getur Har­aldur Bene­dikts­son, sem nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, aðstoðað okkur við að ganga á eftir þeim vegna þess að hæpið er að skatt­greið­endur græði á end­anum á þeirri stefnu sem heil­brigð­is­ráð­herra hefur mark­að. 

Gegn frels­inu með meira frelsi?

Hitt málið sem Har­aldur til­tekur er um frjálsa smá­sölu áfeng­is. „Þar lögð­ust heildsalar af miklum þunga gegn frels­inu. Hvers vegna? Jú þeir ótt­uð­ust að með auknu frelsi gæti ávinn­ingur af inn­flutn­ingi minnk­að,“ segir hann.

Aftur veður þing­mað­ur­inn reyk. Félag atvinnu­rek­enda hefur þvert á móti viljað ganga lengra í frels­isátt en gert hefur verið ráð fyrir í frum­vörpum um smá­sölu áfeng­is; afnema aug­lýs­inga­bann sam­fara breyt­ingu á smá­söl­unni, falla frá því að setja sér­stakar hömlur á sölu sterks áfengis og gera inn­heimtu áfeng­is­gjalds minna íþyngj­andi. Afstöðu félags­ins má til dæmis kynna sér í umsögn þess um síð­asta frum­varp sem lagt var fram um breyt­ingar á smá­sölu áfeng­is.

Hvernig væri að ræða mál­efn­in?

En svo aftur sé vikið að kjarna máls­ins, sem upp­haf­lega varð Har­aldi til­efni til stór­yrða og inn­an­tómra ásak­ana um lög­brot: Félag atvinnu­rek­enda hefur lagt áherzlu á það í við­ræðum sínum við stjórn­völd að hægt væri að breyta fyr­ir­komu­lagi tolla á blóm­um, verzl­un­inni og neyt­endum til hags­bóta, og engu að síður við­halda vernd fyrir inn­lenda fram­leið­end­ur. Tollar leggj­ast nefni­lega á alls konar blóm, sem alls ekki eru fram­leidd á Íslandi, auk þess sem inn­lend fram­leiðsla annar ekki eft­ir­spurn. 

Kannski væri nær að Har­aldur og aðrir for­svars­menn land­bún­aðar tækju mál­efna­lega umræðu um hvernig hægt væri að fara bil beggja í þessu efni, í stað þess að þyrla upp ógur­legu mold­viðri með inni­stæðu­lausum full­yrð­ingum um smygl, þjófnað og aðra brota­starf­sem­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar