Græða skattgreiðendur og notendur lyfja á norrænum útboðum?

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skrifar um þjónustufyrirtæki sem kaupa inn lyf og selja til íslenzka heilbrigðiskerfisins.

Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, sem birt var á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut 16. maí síð­ast­lið­inn og jafn­framt sagt frá í Kjarn­anum, að þátt­taka Land­spít­al­ans í sam­eig­in­legum útboðum Nor­egs og Dan­merkur á sjúkra­hús­lyfjum ætti að gagn­ast bæði not­endum lyfja og skatt­greið­end­um. Ríkið fengi lægra verð og afhend­ingar­ör­yggi lyfja yrði bætt.

Þórður Snær full­yrti í við­tal­inu að hér á landi störf­uðu „milli­lið­ir“ sem hefðu „fyrst og síð­ast það hlut­verk að kaupa inn lyf og selja íslenska rík­in­u“. Hann spurði ráð­herra hvort til greina kæmi að taka upp kerfi þar sem „milli­lið­irn­ir“ hyrfu frá og kaupin yrðu bein. „Það gæti verið hluti af lausn­inn­i,“ svar­aði ráð­herra.

Bætt afhend­ingar­ör­yggi lyfja og lægra verð eru góð mark­mið. Það er hins vegar stór spurn­ing hvort sú stefna ráð­herra að setja veltu­mestu lyf spít­al­anna í sam­nor­rænt útboð nær þeim mark­mið­um. Ýmis­legt bendir til að málið hafi ekki verið skoðað til enda.

Hvað gera milli­lið­irn­ir?

Byrjum á því hvað „milli­lið­irn­ir“ gera. Erlend lyfja­fyr­ir­tæki kjósa flest hver að vera ekki með eigin rekstur á Íslandi vegna smæðar mark­að­ar­ins. Því hafa byggzt upp inn­lend þjón­ustu­fyr­ir­tæki, sem þjón­usta ann­ars vegar erlenda lyfja­fram­leið­endur og hins vegar íslenzka heil­brigð­is­kerfið til að tryggja að lands­menn hafi aðgang að nauð­syn­legum lyfj­u­m. 

Auglýsing
Í grunn­inn felst þjón­ustan í því að að skrá og mark­aðs­setja lyf, byggja upp gæða­kerfi og lyfja­gát í sam­ræmi við íslenzk lög og reglu­gerð­ir, sjá um inn­kaup, inn­flutn­ing, geymslu og dreif­ingu á lyfjum til spít­ala, ann­arra heil­brigð­is­stofn­ana, apó­teka og í sumum til­fellum beint til not­enda. Öll þessi þjón­usta er nauð­syn­leg til þess að íslenzka heil­brigð­is­kerfið virki og almenn­ingur fái þau lyf sem hann þarf. Rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækj­anna er hins vegar erfitt, eins og fram kemur í nýlegri grein­ingu Intellecon á íslenzkum lyfja­mark­aði.

Geta íslenzku fyr­ir­tækin boðið í við­skipt­in?

Ísland er örmark­aður og til að mynda er danski lyfja­mark­að­ur­inn 16 sinnum stærri og sá sænski tæp­lega 28 sinnum stærri. Þrátt fyrir smæð­ina þarf Ísland að fylgja sam­ræmdu reglu­verki Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins sem kallar á sér­hæft starfs­fólk, aðbúnað og dreifi­kerfi. Stór hluti kostn­aðar við mark­aðs­setn­ingu og dreif­ingu lyfja er því óháður stærð mark­aða.

Íslenzku fyr­ir­tækin geta ekki tekið þátt í sam­nor­rænum lyfja­út­boðum því að samn­ingur þeirra við erlendu lyfja­fyr­ir­tækin tak­markast við Ísland og þau eru þannig í raun úti­lokuð frá nor­rænu útboð­un­um.

Hvað ger­ist ef ríkið fleytir rjómann ofan af?

Þjón­ustu­fyr­ir­tækin bjóða upp á þús­undir vöru­núm­era af lyfj­um. Mælt í veltu og þar með lyfja­kostn­aði eru sum þeirra stórir útgjalda­lið­ir, en lang­flest lyf eru fremur veltu­lít­il. Vegna mik­ils fasts kostn­aðar við hvert ein­asta lyf hafa fyr­ir­tækin fram­legð sína fyrst og fremst af veltu­mestu lyfj­un­um. Sú regla sem oft er vitnað til í öðrum rekstri, að 20% af vöru­núm­er­unum tryggi 80% fram­legð­ar, á ágæt­lega við í lyfja­geir­an­um.

Ef stefna heil­brigð­is­ráð­herra og Land­spít­al­ans er sú að setja veltu­mestu lyfin í nor­rænt útboð til að ná fram sparn­aði, er um leið verið að kippa grund­vell­inum undan rekstri þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna. Nú er ekk­ert sem segir að ein­hver til­tek­inn rekstur eigi rétt á sér um aldur og ævi. En stjórn­völd þurfa engu að síður að hafa ein­hverja hug­mynd um hvernig því hlut­verki innan heil­brigð­is­kerf­is­ins, sem þjón­ustu­fyr­ir­tækin þjóna, verði sinnt í fram­tíð­inni ef þeirra nýtur ekki við.

Ef nið­ur­staðan verður sú að ríkið fleytir rjómann ofan af með nor­rænum útboðum á veltu­mestu lyfj­unum verður erf­ið­ara að tryggja fram­boð af öllum hinum lyfj­un­um, sem þrátt fyrir að hafa minni veltu eru jafn­nauð­syn­leg fyrir þá sem nota þau og lyfin sem kosta ríkið meira í inn­kaup­um.

Stuðlar verð­stefnan að því að við fáum nýj­ustu og beztu lyf­in?

Það háir nú þegar eðli­legri þróun og end­ur­nýjun á lyfja­mark­aðnum hvernig rík­is­valdið hefur staðið að verð­lagn­ingu lyfja á Íslandi. Lyfja­verð er alls ekki frjálst. Árið 2009 var ákveðið að skráð hámarks­verð sjúkra­hús­lyfja yrði að mið­ast við lægsta verð í öðrum nor­rænum ríkj­um, í stað með­al­verðs sem áður gilti. Þess má raunar geta að kostn­aður vegna þess­ara svoköll­uðu S-merktu lyfja lækk­aði frá árinu 2009 úr 4,1% af heild­ar­heil­brigðis­út­gjöldum á Íslandi niður í 3,9% árið 2017. Ef horft er á öll lyf, var hlut­fall lyfja­kostn­aðar af heil­brigðis­út­gjöldum 13% árið 2009 en var 2017 um 8%. Þetta er eitt­hvert lægsta hlut­fall sem um getur í OECD-­ríkj­un­um.

Auglýsing
Þetta eru góðar fréttir fyrir skatt­greið­end­ur, en ekki endi­lega fyrir not­endur lyfja. Verð lyfja hefur farið ört lækk­andi und­an­farin ár sam­hliða styrk­ingu krón­unnar á sama tíma og allur kostn­aður þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna hefur auk­izt veru­lega, meðal ann­ars vegna auk­inna krafna af hálfu hins opin­bera. Eins og áður sagði er fasti kostn­að­ur­inn við skrán­ingu lyfs og öflun mark­aðs­leyfis hár og fer hækk­andi. Þetta þýðir að erlendir lyfja­fram­leið­endur hafa oft sára­lít­inn áhuga á að skrá hér ný lyf með bætta virkni gegn ýmsum sjúk­dóm­um. Þar við bæt­ist að vegna hins lága lyfja­verðs á Íslandi hafa sum önnur Evr­ópu­ríki sett skráð lyfja­verð hér á landi inn í „við­mið­un­ar­körf­ur“ vegna lyfja­kostn­að­ar. Það dregur um leið úr hvata lyfja­fram­leið­enda til að skrá lyf hér á landi, því að þeir verða þá að bjóða þau á sama verði á öðrum mörk­uð­um.

Mun afhend­ingar­ör­yggið aukast?

Heil­brigð­is­ráð­herr­ann sagði í áður­nefndu við­tali að afhend­ingar­ör­yggi ætti að aukast með þátt­töku í nor­rænum útboðum og vitn­aði til nýlegra frétta um skort á ein­stökum lyfj­um. Það er því miður ekki víst að það vanda­mál lag­ist með sam­starfi við Norð­ur­lönd, því að lyfja­skortur vegna vanda­mála í fram­leiðslu er alþjóð­legt vanda­mál og ein­stökum ríkjum eða mark­aðs­svæðum oft skammtað ákveðið hlut­fall þess sem við­kom­andi fram­leið­andi ræður við að fram­leiða. Í núver­andi útboðs­skil­málum Land­spít­al­ans er kveðið á um að þjón­ustu­fyr­ir­tækin verði að halda tveggja mán­aða birgðir af við­kom­andi lyfi í land­inu og geta afhent það með sól­ar­hrings­fyr­ir­vara. Í útboðs­skil­málum fyrsta sam­nor­ræna útboðs­ins sem Ísland tekur þátt í, er hins vegar kveðið á um þriggja sól­ar­hringa fyr­ir­vara og tveggja mán­aða örygg­is­birgðir eru geymdar hjá fram­leið­and­an­um. Er það aukið afhend­ingar­ör­yggi?

Hver á að gera hvað og hvað kostar það?

Margar spurn­ingar vakna í tengslum við áform heil­brigð­is­ráð­herra um að bjóða lyf út í sam­nor­rænum útboð­um. Flestum er ósvar­að. Hér eru nokkur dæmi:

  • Hvernig sjá stjórn­völd fyrir sér hlut­verk þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna ef þau ætla sjálf að sjá um bein inn­kaup á veltu­mestu lyfj­unum sem skila mestri fram­legð?
  • Hvernig tryggja stjórn­völd almenn­ingi aðgang að lyfjum ef þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna nýtur ekki við? Hvernig á t.d. að sinna dreif­ingu til heil­brigð­is­stofn­ana á lands­byggð­inni og apó­teka?
  • Hver yrði kostn­aður rík­is­ins af því að sinna flutn­ing­um, birgða­haldi, skrán­ing­um, gæða­mál­um, við­haldi mark­aðs­leyfa og öllu hinu sem þjón­ustu­fyr­ir­tækin gera?
  • Hvaða stofnun rík­is­ins á að sinna núver­andi hlut­verki þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna? Er það Land­spít­al­inn sem á að taka að sér starf­semi einka­fyr­ir­tækja eða á að end­ur­reisa Lyfja­verzlun rík­is­ins, sem var lögð niður fyrir 25 árum?

  • Hvernig á að reka Lyfja­stofn­un, sem fær tekjur í hlut­falli við veltu þjón­ustu­fyr­ir­tækja á lyfja­mark­aði?
  • Hver eru sam­keppn­is­á­hrif þess að rík­ið, sem er langstærsti kaup­andi lyfja í land­inu, verði jafn­framt langstærsti inn­flytj­andi þeirra?
  • Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur bent á að inn­lend þjón­ustu­fyr­ir­tæki, sem ná stórum samn­ingum við rík­ið, geti vegna stærð­ar­hag­kvæmni tryggt neyt­endum lægra verð en ella. Hyggst ríkið beita sam­nor­rænum útboðum á fleiri vörum en lyfjum og hafa þannig nei­kvæð áhrif á sam­keppni og verð á fleiri mörk­uð­um?

Hver er heild­ar­sýn ráð­herra?

Því miður hafa hvorki Land­spít­al­inn né heil­brigð­is­ráðu­neytið sýnt nokkurn áhuga á sam­ráði um þessi mál við þjón­ustu­fyr­ir­tæki á lyfja­mark­aði eða sam­tök þeirra. Ýmis­legt bendir til að ráð­herra sé nú lagður upp í ferð án fyr­ir­heits, þar sem afleið­ing­arnar fyrir heil­brigð­is­kerfið í heild, skatt­greið­endur og not­endur lyfja eru alls­endis óljós­ar. Hér er kallað eftir skýr­ari heild­ar­sýn ráð­herra á mál­ið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar