Auglýsing

Á föstu­dag hófst kunn­ug­legt ferli. Vísa átti barni sem hafði komið hingað til lands burt vegna þess að saga fjöl­skyldu hans þótti ekki nægi­lega aga­leg til að leyfa þeim að vera. Barn­ið, sjö ára dreng­ur­inn Muhammed, hefur aldrei komið til lands­ins sem átti að vísa honum til (Pakistan), hafði búið á Íslandi í rúm tvö ár, tal­aði tungu­málið reiprenn­andi og hafði tengst nær­sam­fé­lag­inu sínu sterkum bönd­um. 

Það nær­sam­fé­lag, drifið áfram af for­eldrum barna í skóla Muhammed, reis upp gegn þeim tíð­indum að hann ætti að klára skóla­dag­inn sinn í dag (mánu­dag) en verða svo vísað úr landi. Við blasti öllum með vott að skyn­semi að aðstæður Muhammed yrðu mun verri þangað sem átti að senda hann en þær sem hann býr við hér. 

Und­ir­skrifta­söfnun var sett af stað á föstu­degi þar sem rík­is­stjórnin var hvött til þess að leyfa Muhammed og fjöl­skyldu hans að vera áfram á Íslandi. Á mánu­dags­morgni voru und­ir­skrift­irnar orðnar tæp­lega 19 þús­und. 

Þessi mikli þrýst­ingur virk­aði. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra brást við með því að fresta brott­vís­unum barna í þeim málum þar sem máls­með­ferð hefur farið yfir 16 mán­uði, en sá frestur var áður 18 mán­uð­ir. Þeir sem fá ekki nið­ur­stöðu sína fyrir þann setta tíma­frest geta fengið dval­ar­leyfi hér­lendis á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða. 

Þar með voru Muhammed og fjöl­skylda hans hólp­in. 

Mann­fjand­sam­legt kerfi og fram­kvæmd

Þessi breyt­ing er þó ekki kerf­is­breyt­ing, heldur kerf­is­að­lög­un. Plástur til að kom­ast yfir erf­iða umræðu. Henni svipar til þess sem gerð­ist í fyrra­sum­ar, þegar mál Sarwary- og Sar­fari-­fjöl­skyldn­anna voru í hámæli, og þáver­andi dóms­mála­ráð­herra breytti reglu­gerð sem gerði Útlend­inga­stofnun heim­ilt að taka til efn­is­með­ferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, ef meira en tíu mán­uðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórn­völd­um, í stað þess að sá tímara­mmi væri tólf mán­uð­ir. 

Auglýsing
Ísland rekur áfram sem áður kerfi sem miðar að því að veita sem fæstum hæl­is­leit­endum alþjóð­lega vernd eða dval­ar­leyfi hér­lend­is. 

Á und­an­förnum árum höfum við séð þessa stöðu koma upp aftur og aft­ur. Við höfum fylgst með því þegar hæl­is­leit­endur eru dregnir með lög­reglu­valdi út úr kirkju til að senda þá til ann­ars lands. Við höfum séð hæl­is­leit­endur sem voru með atvinnu- og dval­ar­leyfi og í vinnu vera samt sem áður hand­tekna og flogið til Ítal­íu. Við höfum séð ákvarð­anir teknar um að vísa manni úr landi sem hafði hlotið dauða­dóm í heima­landi sínu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Fjöl­skyldu sem flúði ofsóknir og árásir tali­bana hefur verið vísað burt. Við ætl­uðum að vísa úr landi far­lama föður og ell­efu ára dóttur hans. Og annarri stúlku á svip­uðu reki á sama tíma. Við höfum ætlað að senda úr landi börn sem hafa fengið tauga­á­fall af kvíða, og aftur í yfir­fullar flótta­manna­búðir í Grikk­landi, þar sem aðstæður eru algjör­lega óboð­leg­ar. Við höfum sent burt barns­haf­andi konu sem komin var 36 vikur á leið þrátt fyrir að fyrir lægi lækn­is­vott­orð þess efnis að hún ætti alls ekki að fljúga. Og nú átti að vísa burtu sjö ára dreng og fjöl­skyldu hans sem hefur dvalið hér og aðlag­ast vel í meira en tvö ár. 

Í sumum til­vikum hefur upp­risa efri milli­stétt­ar­sam­fé­lags­ins í nærum­hverfi barn­anna, fólks með góðar teng­ingar inn í fjöl­miðla og stjórn­mál, dugað til að þau fái að vera. En ekki alltaf.

Stað­reyndir máls­ins eru þær að við vísum börnum sem hafa fæðst hér á landi á brott og við sendum fjölda barna sem komið hafa hingað annað hvort fylgd­ar­laus eða með for­eldrum sínum burt. Í svari þáver­andi dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn á þingi, sem veitt var í sept­em­ber í fyrra, kom frá að á tíma­bil­inu 13. mars 2013 til 10. apríl 2019 hafi 62 börnum verið synjað um efn­is­­lega með­­­ferð og 255 börnum synjað um vernd, við­­bót­­ar­vernd og mann­úð­­ar­­leyfi í kjöl­far efn­is­­legrar með­­­ferð­­ar. Alls eru það 317 börn. 

Fylgd­ar­lausum börnum borgað fyrir að fara

Í gildi á Íslandi er reglu­­gerð sem þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, Sig­ríður Á. And­er­sen, setti 2018 og fól í sér að Útlend­inga­­­stofnun fékk heim­ild til þess að greiða end­urað­lög­un­­­ar- og ferða­­­styrk til umsækj­enda um alþjóð­­­lega vernd í til­­­­­teknum til­­­vik­­­um. Þau til­­­vik sem um ræðir eru þegar flótta­­­maður hefur annað hvort dregið umsókn sína um vernd hér­­­­­lendis til baka eða hann hefur fengið synjun og ákvörðun hefur verið tekin um að veita aðstoð til sjálf­viljugrar heim­far­­­ar. Íslenska ríkið var að búa til fjár­­hags­­legan hvata fyrir flótta­­menn að fara ann­að.

Einn þeirra hópa sem hvata­­kerfið nær til eru fylgd­­ar­­laus börn frá völdum ríkj­­um. Þau geta fengið allt að eitt þús­und evr­­­­­ur, um 137 þús­und krón­­­ur, sam­­­þykki þau að draga vernd­­­ar­um­­­sókn sína til baka eða að það sé þegar búið að synja þeim um alþjóð­­­lega vernd. Það er því stefna íslenskra stjórn­­­valda, sam­­kvæmt reglu­­gerð sem var sam­­þykkt og tók gildi í tíð sitj­andi rík­­is­­stjórn­­­ar, að borga fylgd­­ar­­lausum börnum til að fara ann­að. 

Þessi stefna er hörð og beygir ekki af leið nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum þegar málin rata í fjöl­miðla og kveikja í mennsk­unni í sam­fé­lag­inu.

Inn­leiddum barna­sátt­mála en hunsum hann svo

Barna­sátt­­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna var leiddur í lög á Íslandi 20. febr­­úar 2013. Það eru sjö ár síðan í þessum mán­uði. Sam­­kvæmt honum ber stjórn­­völdum skylda að meta það sem barni er fyrir bestu í öllum ákvörð­unum sem varða börn. 

Í þriðju grein hans seg­ir  að allar ákvarð­­anir eða ráð­staf­­anir yfir­­­valda „er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem vel­­ferð þeirra krefst. Aðild­­ar­­ríki eiga að sjá til þess að stofn­­anir og þjón­usta sem ann­­ast börn upp­­­fylli reglur sem stjórn­­völd hafa sett, sér­­stak­­lega um öryggi, heilsu­vernd, fjölda og hæfni starfs­­manna og yfir­­um­­sjón.“

Ísland hunsar þessar skuld­bind­ingar sem landið hefur und­ir­geng­ist með stefnu sinni í útlend­inga­mál­um. Barna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­ICEF) og Rauði kross­inn á Íslandi hafa marg­bent á þetta og að íslenskum stjórn­völdum beri að líta á mál­efni barna og barna­fjöl­skyldna, sem leita alþjóð­legrar verndar eða sækja um dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um, fyrst og fremst út frá rétt­indum barn­anna. Stjórn­völdum ber, sam­kvæmt lög­um, að taka allar sínar ákvarð­anir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barn­inu fyrir bestu að leið­ar­ljósi.

Einn flokkur farið með fram­kvæmd­ina

Þannig er málum ein­fald­lega ekki hátt­að. Það er ekki regla að beita þeirri heim­ild sem er í lögum um mál­efni útlend­inga að veita útlend­ingi dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða, heldur algjör und­an­tekn­ing. Nær allar breyt­ingar sem gerðar eru á fram­kvæmd fela í sér að þrengja nál­­ar­aug­að sem þarf að þræða sig í gegnum til að fá að vera áfram hér.

Sú fram­kvæmd hefur að öllu leyti verið í höndum kvenna úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Raunar hafa konur úr honum stýrt útlend­inga­málum sleitu­laust frá árinu 2013. Fyrst Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, svo Ólöf Nor­dal, þá Sig­ríður Á. And­er­sen, síðan Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir (áður aðstoð­ar­maður Ólafar) og loks Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir. 

Það þarf ekk­ert að fara mörgum orðum um það að skiptar skoð­anir eru um útlend­inga­mál innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þar eru þing­menn sem vilja mæta hluta hæl­is­leit­enda með „hörðum stál­hnefa“. Þar eru þing­menn sem hafa haldið því fram að hingað til lands gætu komið 58 þús­und hæl­is­leit­endur á einu ári, sem myndu kosta okkur 220 millj­arða króna á ári, þegar raun­veru­leik­inn er sá að þeir eru um 800 árlega og kostn­að­ur­inn tæpir fjórir millj­arðar króna. Þeim hefur fækkað frá því sem mest var á árinu 2016.

Auglýsing
Þar eru inn­an­borðs fyrr­ver­andi for­menn sem leggja heilu Reykja­vík­ur­bréf Morg­un­blaðs­ins undir það að mæra mál­flutn­ing þar sem flokk­ur­inn er meðal ann­ars gagn­rýndur fyrir að gera ekk­ert til að koma „ein­hverju skikki á opin­gátt­ar­flæði hæl­is­leit­enda“.

Sagði heim­inn eiga að rétta hjálp­ar­hönd

En innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru líka frjáls­lynd­ari öfl. Helsta birt­ing­ar­mynd þeirra hefur hingað til verið Áslaug Arna. Hún gagn­rýndi til að mynda þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir að velta því fyrir sér hvort að bak­grunnur múslima sem búa á Íslandi verði kann­að­ur. Áslaug Arna sagði þá að það væri „væg­ast sagt átak­an­legt“ að vera í sama flokki og sá þing­mað­ur, Ásmundur Frið­riks­son, og bætti við að for­dómar og fáfræði ein­kenndu ummæli hans sem pössuðu engan veg­inn við „þær frelsis og frjáls­lynd­is­hug­myndir sem ég trúi að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­manna standi fyr­ir­“. 

Á mynd­bandi sem hún tal­aði inn á fyrir Akk­eri, sam­tök áhuga­fólks um starf í þágu fólks á flótta, árið 2016, sagði Áslaug Arna að Ísland þyrfti að taka ábyrgð. „Ef allt færi á versta veg í mínu heima­landi, hér á Íslandi, myndi ég vilja geta treyst því að heim­ur­inn myndi rétta mér hjálp­ar­hönd. Heim­ur­inn er ekki svart­hvítur og það er stað­reynd að fullt að fólki, bæði menn, konur og börn, geta ekki búið í sínum heima­lönd­um. Sýnum bræðrum og systrum okkar virð­ingu og leggjum okkar af mörk­um.“



Í gær bætti hún svo við, í stöðu­upp­færslu á Face­book, að vilji lög­gjafans og stjórn­valda væri skýr. „Taka ber sér­stakt til­lit til hags­muna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóð­lega vernd.“

Nú reynir á hvort að alvara fylgi þessum orð­u­m. 

Flótta­manna­flokk­ur­inn

Þar getur Áslaug Arna sótt stuðn­ing til þess flokks sem leiðir rík­is­stjórn­ina, og skil­greinir sig út frá flótta­mannapóli­tík í orði, en hefur á borði leyft Sig­ríði Á. And­er­sen að móta stefnu rík­is­stjórnar í honum það sem af er kjör­tíma­bili. Hægt er að vísa í ályktun lands­fundar Vinstri grænna frá því í októ­ber 2019 um „mál­efni flótta­fólks og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd“ því til stuðn­ings.

Þar sagði að fund­ur­inn lýsti yfir „áhyggjum af stöðu umsækj­enda um alþjóð­lega vernd og skorar á rík­is­stjórn­ina að ráð­ast í mark­vissar aðgerðir til að tryggja mann­rétt­indi og reisn þess hóps, sér­stak­lega barna. Sam­hliða áréttar lands­fundur mik­il­vægi þess að Ísland taki á móti fleira flótta­fólki og að þjón­usta við flótta­fólk og rétt­indi þess séu sam­bæri­leg óháð því hvort það kemur til lands­ins í boði stjórn­valda eða sem umsækj­endur um alþjóð­lega vernd.“

Lands­fund­ur­inn taldi enn fremur að end­ur­skoða þurfi útlend­inga­lögin og fram­kvæmd þeirra „með það að mark­miði að tryggja öryggi og aðstæður þeirra sem sækja um vernd á Íslandi og þá sér­stak­lega barna. Stór­auka þarf fjár­magn til mála­flokks­ins til að tryggja rétt­láta og skil­virka máls­með­ferð og tryggja að umsækj­endur um alþjóð­lega vernd geti unnið eða leitað sér mennt­unar meðan þeir bíða nið­ur­stöðu máls síns.“

Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Píratar tala á sömu nótum og í við­tali við Frétta­blaðið í gær sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að flokk­arnir þrír muni leggja mik­inn þunga á að vinna þverpóli­tískar nefndar sem skipun var í upp­hafi kjör­tíma­bils um end­ur­skoðun útlend­inga­laga, en var í skötu­líki á meðan að Sig­ríður Á. And­er­sen var dóms­mála­ráð­herra, verði sett í for­gang.

Kosið um mennsku

Það er allt til staðar nú til að breyta málum þeirra sem leita til Íslands eftir vernd og betra lífi til fram­búð­ar. Eina sem þarf er vilji og dugur til að standa upp í hár­inu á þeim sem líta á mennsku sem veik­leika. Að hverfa inn í skel­ina sína þegar hávær íhalds­maður kallar ein­hvern snjó­korn eða öskrar af torgum að það sé barna­legt að loka ekki landið af fyrir sem allra flest­um. Það þarf að taka yfir­veg­aða ákvörðun um að ætla ekki á atkvæða­veiðar þar sem kjós­endur hafa sýnt að það sé „aug­ljós mark­að­ur“ fyrir kyn­þátta­hyggju og útlend­inga­andúð. 

Rík­is­stjórnin hefur haft næstum heilt kjör­tíma­bil til að laga fram­kvæmd laga um útlend­inga. Hún hefur mjög aug­ljós­lega brugð­ist í þeim mál­um. Nú hefur hún nokkra mán­uði til að bregð­ast skarpt við. Ef hún gerir það ekki núna þá verður mennskan ein­fald­lega kosn­inga­mál eftir rúmt ár, þegar kosið verður næst. 

Þá mun koma að skulda­dögum fyrir þá sem kusu að líta und­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari