Bara sumir höfrungar

Benjamín Julian segir að starfsfólk Reykjavíkurborgar eigi skilið sjálfstætt líf, heilsu og virðingu. Þau eigi skilið að á þau sé hlustað.

Auglýsing

Til hvers er reið­in? Á hún nokkurn tíma rétt á sér? Hvers vegna eru femínistar reið­ir? Hvers vegna var Martin Luther King Jr reið­ur? Er ekki bara hægt að ræða mál­in?

Þegar sam­töl sem áður voru þögul (og jafn­vel í bak­her­bergj­um) verða hávær er skilj­an­legt að fólki bregði. Þegar fólk er skorað á hólm fyrir allra augum er það ögrun, dóna­legt og óþægi­legt. Hvað hefur borg­ar­stjóri sér til saka unn­ið? Hvers vegna er Efl­ing að grilla hann?

Kannski er það ekki Degi B. Egg­erts­syni að kenna að vinna sem konur unnu áður þegj­andi og ókeypis sé enn und­ir­borg­uð. Feðra­veldið er ekki fað­ir­inn sjálf­ur, það er stærra en svo. Stóra spurn­ingin er hvað pabbi gerir þegar mamma vill ekki gera öll heim­il­is­störfin ókeypis leng­ur.

Auglýsing

Í gær upp­lýsti þing­maður Pírata að hann stæði með lág­launa­fólki en ekki aðferðum stétt­ar­fé­lags­ins sem semur fyrir þeirra hönd. Borg­ar­stjóri hefur þrá­fald­lega neitað að hitta starfs­fólkið sitt sem er í samn­inga­nefnd Efl­ingar og segir þeim að sam­þykkja samn­ing sem þau áttu engan hlut í að semja. Hann hefur sett rétt­lætið í nefnd og vill ekki hleypa því út. Fram­kvæmda­stjóri SA kallar kjara­bar­áttu borg­ar­starfs­manna „svik við hags­muni yfir­gnæf­andi meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar.“

Kon­urnar sem passa börnin leggja við hlust­ir. Þær geta ekki lifað á tekj­unum af vinnu sinni. Það er ennþá álitið svik við sam­fé­lagið að breyta því. Þau reyna að láta í sér heyra á móti. En viti menn, á meðan starfs­fólk leik­skóla reynir að ná eyrum borg­ar­stjórnar býður borgin Félagi kvenna í atvinnu­líf­inu í veislu á Höfða. Jafn­rétt­is­bar­áttan hefur greini­lega misst af ein­hverjum stoppi­stöðv­um, er komin bæði of langt og of skammt í einu.

Það er hægt að hlæja að þessu, það er hægt að fórna höndum og ákalla Guð. En það er líka hægt að verða reið­ur. Er þetta í lagi? Borgin er rekin með afgangi en vill ekki gefa hann eigin starfs­fólki sem nær ekki endum sam­an. Borg­ar­stjórn hampar jafn­rétti en atyrðir bar­átt­una fyrir því. Stjórn­mála­stétt­in, fólk sem fær milljón á mán­uði og sjálf­krafa launa­hækk­an­ir, skilur ekki að restin af heim­inum þarf að fara í alvöru kjara­bar­áttu til að geta skrimt.

Mál­staður borg­ar­innar er svo veikur að hún hefur kosið að segja hann ekki upp­hátt. Borg­ar­stjóri, sem sér fram á 450 þús­und krónu sjálf­virka launa­hækkun á kom­andi samn­ings­tíma­bili, skaust í eitt skipti undan feldi til að klína ásök­unum um „höfr­unga­hlaup“ á starfs­fólkið sitt. Hvað á það að þýða? Hefur borg­ar­stjórnin ekki sjálf­ræði um eigin laun? Ber lág­launa­fólk ábyrgð á græðgi ann­arra? Er nátt­úru­lög­mál að lægstu laun geti ekki kom­ist upp­yfir fram­færslu? Með svona bull­mál­stað að verja, og svona launa­kjör í sínum eigin vasa, er skilj­an­legt að stjórn­mála­menn hafi kosið að þegja.

Vanda­málið í kjara­deilu Efl­ingar við borg­ina er nefni­lega þetta: Allir eru sam­mála um að kröf­urnar séu rétt­mæt­ar, að borgin hafi efni á þeim, og að núver­andi ástand sé óboð­legt. En það hefur líka náðst sátt meðal fólks­ins sem ákveður eigin laun að laun ann­arra skulu ekki hækka frek­ar.

Hvernig er þá hægt að verða annað en reið­ur? Hvernig er hægt að gera annað en að benda á hræsn­ina, sjálf­um­gleð­ina, gervi­femín­is­mann og plat-­jafn­að­ar­mennsk­una?

Þetta hefur Efl­ing gert, fyrir opnum dyrum og afdrátt­ar­laust. Fólk hefur setið í hljóð­ein­angr­uðum bak­her­bergjum og beðið eftir að for­maður Efl­ingar komi þangað að útkljá málin hljóð­laust. Það hefur ekki verið sam­þykkt. Öll samn­inga­nefndin hefur fengið að sitja samn­inga­fundi, kröfur Efl­ingar hafa verið birtar opin­ber­lega og leyni­sam­töl hafa verið afþökk­uð. Svarið hefur verið alger höfn­un, dauða­þögn.

Maður hefði haldið að sögu­leg þátt­taka í atkvæða­greiðslu um verk­fall, og sam­þykki meira en helm­ings allra Efl­ing­ar­fé­laga að störfum hjá borg­inni, myndu gera út um sam­sær­is­kenn­ingar um að félagið væri á ein­hverri ævin­týra­för eigin hug­sjóna. Nú myndi fólk loks sjá að sér. Nei, þögnin heldur áfram. Í gær var síð­asti samn­inga­fundur fyrir verk­fall, þar sem ekk­ert þok­að­ist. Í dag, þegar verk­fall hefst, hefur Frétta­blað­inu tek­ist að hreinsa sig af öllum fréttum um það. For­síða blaðs­ins er stór mynd af álft á Tjörn­inni.

Kell­ingin er farin að vera með læti, og kall­arn­ir, af gömlum vana, ætla að humma það af sér. Á svona degi er ekk­ert annað hægt en að hampa reið­inni og bar­átt­u­gleð­inni, og full­viss­unni um að sam­fé­lagið sé orðið vitr­ara en fólkið sem stýrir því. Í dag er verk­fall, í dag verður ekki litið fram­hjá mik­il­vægi lág­launa­fólks borg­ar­inn­ar. Það segir kannski sitt um það mik­il­vægi að á þriðja hund­rað und­an­þága þurfti frá verk­fall­inu. Starfs­fólkið sem nær ekki endum saman er svo mik­il­vægt að það má ekki hverfa frá í hálfan dag. Líf, heilsa og virð­ing sam­fé­lags­ins reiðir sig á það.

Ég óska starfs­fólki Reykja­vík­ur­borgar sem í dag fer í verk­fall alls hins besta. Sam­fé­lagið þarf þau. Þau eiga skilið sjálf­stætt líf, heilsu og virð­ingu. Þau eiga skilið að á þau sé hlust­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar