Bara sumir höfrungar

Benjamín Julian segir að starfsfólk Reykjavíkurborgar eigi skilið sjálfstætt líf, heilsu og virðingu. Þau eigi skilið að á þau sé hlustað.

Auglýsing

Til hvers er reið­in? Á hún nokkurn tíma rétt á sér? Hvers vegna eru femínistar reið­ir? Hvers vegna var Martin Luther King Jr reið­ur? Er ekki bara hægt að ræða mál­in?

Þegar sam­töl sem áður voru þögul (og jafn­vel í bak­her­bergj­um) verða hávær er skilj­an­legt að fólki bregði. Þegar fólk er skorað á hólm fyrir allra augum er það ögrun, dóna­legt og óþægi­legt. Hvað hefur borg­ar­stjóri sér til saka unn­ið? Hvers vegna er Efl­ing að grilla hann?

Kannski er það ekki Degi B. Egg­erts­syni að kenna að vinna sem konur unnu áður þegj­andi og ókeypis sé enn und­ir­borg­uð. Feðra­veldið er ekki fað­ir­inn sjálf­ur, það er stærra en svo. Stóra spurn­ingin er hvað pabbi gerir þegar mamma vill ekki gera öll heim­il­is­störfin ókeypis leng­ur.

Auglýsing

Í gær upp­lýsti þing­maður Pírata að hann stæði með lág­launa­fólki en ekki aðferðum stétt­ar­fé­lags­ins sem semur fyrir þeirra hönd. Borg­ar­stjóri hefur þrá­fald­lega neitað að hitta starfs­fólkið sitt sem er í samn­inga­nefnd Efl­ingar og segir þeim að sam­þykkja samn­ing sem þau áttu engan hlut í að semja. Hann hefur sett rétt­lætið í nefnd og vill ekki hleypa því út. Fram­kvæmda­stjóri SA kallar kjara­bar­áttu borg­ar­starfs­manna „svik við hags­muni yfir­gnæf­andi meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar.“

Kon­urnar sem passa börnin leggja við hlust­ir. Þær geta ekki lifað á tekj­unum af vinnu sinni. Það er ennþá álitið svik við sam­fé­lagið að breyta því. Þau reyna að láta í sér heyra á móti. En viti menn, á meðan starfs­fólk leik­skóla reynir að ná eyrum borg­ar­stjórnar býður borgin Félagi kvenna í atvinnu­líf­inu í veislu á Höfða. Jafn­rétt­is­bar­áttan hefur greini­lega misst af ein­hverjum stoppi­stöðv­um, er komin bæði of langt og of skammt í einu.

Það er hægt að hlæja að þessu, það er hægt að fórna höndum og ákalla Guð. En það er líka hægt að verða reið­ur. Er þetta í lagi? Borgin er rekin með afgangi en vill ekki gefa hann eigin starfs­fólki sem nær ekki endum sam­an. Borg­ar­stjórn hampar jafn­rétti en atyrðir bar­átt­una fyrir því. Stjórn­mála­stétt­in, fólk sem fær milljón á mán­uði og sjálf­krafa launa­hækk­an­ir, skilur ekki að restin af heim­inum þarf að fara í alvöru kjara­bar­áttu til að geta skrimt.

Mál­staður borg­ar­innar er svo veikur að hún hefur kosið að segja hann ekki upp­hátt. Borg­ar­stjóri, sem sér fram á 450 þús­und krónu sjálf­virka launa­hækkun á kom­andi samn­ings­tíma­bili, skaust í eitt skipti undan feldi til að klína ásök­unum um „höfr­unga­hlaup“ á starfs­fólkið sitt. Hvað á það að þýða? Hefur borg­ar­stjórnin ekki sjálf­ræði um eigin laun? Ber lág­launa­fólk ábyrgð á græðgi ann­arra? Er nátt­úru­lög­mál að lægstu laun geti ekki kom­ist upp­yfir fram­færslu? Með svona bull­mál­stað að verja, og svona launa­kjör í sínum eigin vasa, er skilj­an­legt að stjórn­mála­menn hafi kosið að þegja.

Vanda­málið í kjara­deilu Efl­ingar við borg­ina er nefni­lega þetta: Allir eru sam­mála um að kröf­urnar séu rétt­mæt­ar, að borgin hafi efni á þeim, og að núver­andi ástand sé óboð­legt. En það hefur líka náðst sátt meðal fólks­ins sem ákveður eigin laun að laun ann­arra skulu ekki hækka frek­ar.

Hvernig er þá hægt að verða annað en reið­ur? Hvernig er hægt að gera annað en að benda á hræsn­ina, sjálf­um­gleð­ina, gervi­femín­is­mann og plat-­jafn­að­ar­mennsk­una?

Þetta hefur Efl­ing gert, fyrir opnum dyrum og afdrátt­ar­laust. Fólk hefur setið í hljóð­ein­angr­uðum bak­her­bergjum og beðið eftir að for­maður Efl­ingar komi þangað að útkljá málin hljóð­laust. Það hefur ekki verið sam­þykkt. Öll samn­inga­nefndin hefur fengið að sitja samn­inga­fundi, kröfur Efl­ingar hafa verið birtar opin­ber­lega og leyni­sam­töl hafa verið afþökk­uð. Svarið hefur verið alger höfn­un, dauða­þögn.

Maður hefði haldið að sögu­leg þátt­taka í atkvæða­greiðslu um verk­fall, og sam­þykki meira en helm­ings allra Efl­ing­ar­fé­laga að störfum hjá borg­inni, myndu gera út um sam­sær­is­kenn­ingar um að félagið væri á ein­hverri ævin­týra­för eigin hug­sjóna. Nú myndi fólk loks sjá að sér. Nei, þögnin heldur áfram. Í gær var síð­asti samn­inga­fundur fyrir verk­fall, þar sem ekk­ert þok­að­ist. Í dag, þegar verk­fall hefst, hefur Frétta­blað­inu tek­ist að hreinsa sig af öllum fréttum um það. For­síða blaðs­ins er stór mynd af álft á Tjörn­inni.

Kell­ingin er farin að vera með læti, og kall­arn­ir, af gömlum vana, ætla að humma það af sér. Á svona degi er ekk­ert annað hægt en að hampa reið­inni og bar­átt­u­gleð­inni, og full­viss­unni um að sam­fé­lagið sé orðið vitr­ara en fólkið sem stýrir því. Í dag er verk­fall, í dag verður ekki litið fram­hjá mik­il­vægi lág­launa­fólks borg­ar­inn­ar. Það segir kannski sitt um það mik­il­vægi að á þriðja hund­rað und­an­þága þurfti frá verk­fall­inu. Starfs­fólkið sem nær ekki endum saman er svo mik­il­vægt að það má ekki hverfa frá í hálfan dag. Líf, heilsa og virð­ing sam­fé­lags­ins reiðir sig á það.

Ég óska starfs­fólki Reykja­vík­ur­borgar sem í dag fer í verk­fall alls hins besta. Sam­fé­lagið þarf þau. Þau eiga skilið sjálf­stætt líf, heilsu og virð­ingu. Þau eiga skilið að á þau sé hlust­að.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar