Efnahagslíf í hálaunalandi

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, skrifaði ítarlega grein um stöðu efnahagsmála á Íslandi, í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda 17. janúar síðastliðinn. Greinin birtist nú í heild sinni.

Auglýsing

Upp­sveifla efna­hags­lífs­ins sem hófst sum­arið 2010 fjar­aði út á nýliðnu ári. Nú er búist við að verg lands­fram­leiðsla hafi dreg­ist saman um 0,2% á árinu. Orsök sam­drátt­ar­ins má rekja til minni umsvifa í ferða­þjón­ustu vegna gjald­þrots flug­fé­lags sem síðan hefur haft áhrif víðs vegar um hag­kerf­ið. Þannig er búist við að fjár­fest­ing utan stór­iðju, skipa og flug­véla drag­ist saman um 16% á milli ára (sjá Pen­inga­mál, 2019.4). Minni inn­flutn­ingur mild­aði áhrifin á lands­fram­leiðslu en það var einkum inn­flutn­ingur á fjár­fest­inga­vörum og var­an­legum neyslu­vörum sem dróst sam­an. 

Þannig má segja að sam­dráttur í ferða­þjón­ustu hafi kælt hag­kerfið en inn­lendir aðila beint eft­ir­spurn sinni í meira mæli að inn­lendri fram­leiðslu, dregið úr inn­flutn­ingi, sem varð til þess að lands­fram­leiðsla dróst ekki meira saman en raun ber vitni. En sam­drátt­ur­inn kom fram á vinnu­mark­aði þar sem vinnu­stundum fækk­aði, störfum fækk­aði einnig og atvinnu­leysi hefur hækk­að. Góðu frétt­irnar eru þær að vís­bend­ingar eru um að sam­drátt­ur­inn verði skamm­vinn­ur. Það eru líka góðar fréttir að verð­bólga er nálægt verð­bólgu­mark­miði og verð­bólgu­vænt­ingar sömu­leið­is.

Orsakir sam­dráttar

Fækkun ferða­manna má rekja beint til falls flug­fé­lags í mars­mán­uði. Hitt stóra flug­fé­lagið átti einnig í nokkrum erf­ið­leikum vegna tækni­legra vanda­mála. Hins vegar er ekki aug­ljóst að fall fyrra félags­ins og tækni­leg vanda­mál þess síð­ara geti ein útskýrt fækkun ferða­manna vegna þess að önnur flug­fé­lög hefðu getað fyllt í skarðið og komið og fjölgað ferða­mönn­um. 

Auglýsing

Ein mögu­leg und­ir­liggj­andi ástæða þess að ferða­mönnum hefur fækkað er sú að ferða­manna­staðir fari í gegnum mis­mun­andi „ævi­skeið“: Í upp­hafi koma ferða­menn sem upp­götva land­ið, þeir segja síðan öðrum frá og fleiri ferða­menn fylgja í fót­spor hinna fyrstu, heima­menn fjár­festa í nýjum gisti­stöðum og veit­inga­stöðum og aukið fram­boð kallar á enn fleiri ferða­menn, mark­aðs­setn­ing eykst og vin­sældir vaxa. 

En svo kemur að því að frá­hrindi­kraftar myndast, það verður þröngt á þingi á helstu ferða­manna­stöðum og upp­lifun ekki sú sama og gisti­rými skortir og það verður dýrt. Þá spyrst út að gist­ing sé dýr og fjöldi ferða­manna mik­ill og kannski heima­menn búnir að fá nóg af atgang­in­um, orð­spor lands­ins versnar og ferða­mönnum tekur að fækka. Gisti­staðir verða ódýr­ari og fjár­festar geta orðið fyrir tjón­i. 

Meðallaun og launakostnaður.

Önnur mögu­leg orsök sam­drátt­ar­ins er hár inn­lendur kostn­aður sem stafar af því að með­al­laun (raun­laun) eru hvergi hærri innan OECD, sjá Mynd 1 sem sýnir með­al­laun fyrir OECD ríkin eftir að leið­rétt hefur verið fyrir verð­lag­i.  Hátt launa­stig minnkar sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­at­vinnu­veg­anna og hagn­aður sem hlut­deild af þjóð­ar­tekjum verður lægri fyrir vik­ið. Á Mynd 2 er sýndur launa­kostn­aður (laun og launa­tengd gjöld) sem hlut­fall af virð­is­auka og er kostn­að­ur­inn ein­ungis hærri í Sviss og í Dan­mörku.  

Mynd 3 sýnir raun­gengi sem er hlut­falls­legt verð­lag (miðað við við­skipta­lönd) og hlut­falls­leg laun. Þótt landið hafi orðið aðeins ódýra árið 2019 vegna lækk­unar á gengi krón­unnar haustið 2018 þá er það ennþá mjög dýrt og þarf að leita aftur til bólu­ár­anna 2006-2007 eftir hærra hlut­falls­legu verði og laun­um. Við komum nú að annarri lík­legri ástæðu sam­drátt­ar­ins sem er hátt inn­lent verð­lag og hátt launa­stig í sam­an­burði við við­skipta­lönd­in.

Raungengi, mælt í verðlagi og launum.

Í töflu 1 er að finna hlut­fall launa af rekstr­ar­tekjum í ýmsum und­ir­greinum ferða­þjón­ustu frá árinu 2003 til 2018. Hlut­fallið hefur ekki ferið hærra á tíma­bil­inu og hefur hækkað mikið síð­ustu árin. Launa­hlut­fallið er nú 24.1% í far­þega­flugi en var 16.2% árið 2003 og 12.4% árið 2013. Í rekstri gisti­staða er það 35.7% árið 2018 en var 32.3% árið 2013. Hlut­fallið var 33.5% á veit­inga­stöðum árið 2011 en er nú 39.7%. 

Hár kostn­aður inn­lendra flug­fé­laga gerir sam­keppn­is­stöðu þeirra erf­iða vegna þess að þau keppa við önnur flug­fé­lög frá lág­launa­lönd­um. Fall ann­ars af tveimur stóru flug­fé­lög­unum í mars 2019  má þannig m.a. rekja til þess að verð á far­miðum stóð ekki undir rekstr­ar­kostn­aði. Fallið minnk­aði síðan sæta­fram­boð til lands­ins og komum ferða­manna fækk­aði. En verð­lag innan lands fælir einnig ferða­menn frá og ef inn­lend hótel og veit­inga­staðir lækka verð að gefnum launum þá bitnar það á hagn­aði þeirra. 

Lægra verð á hót­elgist­ingu í vetur kemur vænt­an­lega fram í verri afkomu þeirra. En þegar saman fara færri ferð­menn og há laun að við­bættum þeim launa­hækk­unum sem samið var um í vor þá er grund­völlur undir rekstri margra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu veik­ur. Fyr­ir­tæki hag­ræða í rekstri um þessar mundir til þess að geta staðið undir kostn­aði. Að sumu leyti er þetta jákvæð þró­un, að veik­ustu fyr­ir­tækin hætti reksti, önnur sam­ein­ist og dregið sé úr kostn­aði og ekki er útlit fyrir meiri­háttar skakka­föll og hrinu gjald­þrota í grein­inni þegar þetta er skrif­að.

Fram­tíð­ar­horfur

Hag­vexti í hálauna­landi eru skorður sett­ar. Hagn­aður sem hlut­fall af þjóð­ar­tekjum er lægri og þá er hvati til fjár­fest­inga minni. Hátt hlut­falls­legt verð­lag veldur því að fyr­ir­tæki búa við erf­iða sam­keppn­is­stöðu. Í útflutn­ingi verður hagn­aður minni og fyr­ir­tæki í inn­flutn­ingi fá sam­keppni í gegnum net­verslun og utan­lands­inn­kaupa­ferð­ir. 

Hag­kerfi þar sem laun eru há í sam­an­burði við fram­leiðni fjár­festa minna innan lands og vaxa hæg­ar. Þess í stað reyna þau að auka hagnað með því að hag­ræða og fækka starfs­fólki með auk­inni tækni eða með því að flytja störf til ann­arra landa. Þessi þróun er ekki alslæm, kostur hennar er sá að fyr­ir­tækin auka fram­leiðni og ná kostn­aði niður með hag­ræð­ing­ar­að­gerð­um.  

Vest­ur­lönd glímdu við atvinnu­leysi og kreppu mest­allan átt­unda ára­tug­inn í kjöl­far hækk­ana á olíu­verði á fyrri hluta ára­tug­ar­ins. 

Í sumum löndum lækk­aði kaup­máttur launa  og atvinnu­leysi jókst minna en í öðrum löndum lækk­aði hann ekki og atvinnu­leysi jókst mik­ið.  Of hátt launa­stig, þ.e.a.s. of hátt fyrir fulla atvinnu, var þá talið vera vanda­mál sem rekja mætti til ósveigj­an­legs vinnu­mark­aðar og sterkra verka­lýðs­fé­laga sem ekki vildu gefa eftir í kaup­kröf­um. Sænski hag­fræð­ing­ur­inn Assar Lind­beck (1985) lagði á þessum tíma áherslu á að bilið á milli launa og fram­leiðni þyrfti að lækka til þess að atvinna gæti auk­ist..  

Ekki ólíka sögu má segja af Íslandi nú í upp­hafi árs 2020 þegar atvinnu­leysi fer vax­andi, kaup­máttur með­al­launa er hærri en í öllum öðrum þró­uðum ríkj­um, launa­kostn­aður fyr­ir­tækja mik­ill en ýmis verka­lýðs­fé­lög krefj­ast engu að síður hærri launa og hóta verk­föll­u­m. 

En hvað um launa­dreif­ing­una, með­al­tölin segja ekki allt? Ef við röðum ein­stak­lingum frá 1 til 100 þar sem ein­stak­lingur 100 er með hæstar tekjur og ein­stak­lingur 1 með lægstar ráð­stöf­un­ar­tekjur þá getum við notað hlut­fall tekna ein­stak­lings númer 90 og ein­stak­lings númer 10 sem mæli­kvarða á ójöfn­uð. Skv. tölum frá OECD er hlut­fallið 3 fyrir Ísland árið 2014 og ein­ungis lægra í einu landi, sem er Dan­mörk, með hlut­fallið 2,9. Til sam­an­burðar er hlut­fallið 6,4 í Banda­ríkj­un­um, 5,5 á Spáni, 5,0 í Grikk­landi og 4,2 í Bret­landi.  

Fátækt er einnig lítil sam­an­borið við fátækt í öðrum lönd­um. Hlut­fall þeirra sem hafa innan við 50% af mið­tekjum (e. median income) var 6,5% árið 2014 en það var 17,5% í Banda­ríkj­un­um, 10,5% á Bret­landi, 9% í Sví­þjóð og Nor­egi og 6,8% í Finn­landi á sama ári (OECD). En það er ekki þar með sagt að auð­velt sé að fram­fleyta sér á lágum launum á Íslandi. Skert lífs­kjör koma þá fram í löngum vinnu­tíma og álagi og oft erf­ið­leikum á hús­næð­is­mark­að­i. 

Fjöl­skyldur hrökl­ast úr einu hús­næði í annað og fjár­hags­á­hyggjur eru við­loð­andi. En lausnin felst þá ekki í launa­hækk­unum sem stefna atvinnu í hættu heldur í auknu fram­boði á ódýru hús­næði og breyt­ingum á skatta- og bóta­kerf­um. Nýlegar breyt­ingar á skatta­kerf­inu eru í þessum anda. 

Loka­orð

Á næstu miss­erum munu fyr­ir­tæki hér á landi leit­ast við að lækka kostnað með auk­inni tækni sem fækkar störfum og með því að flytja störf sem ekki krefj­ast stað­bund­innar þekk­ingar til ann­arra landa. Hvoru­tveggja mun minnka atvinnu. Svo getur farið að þjóðin skipt­ist í tvo hópa, þá sem hafa vinnu og hina sem hafa ekki vinnu. Á meðan gæti hag­vöxtur hald­ist lág­ur. 

Staðan er ekki ósvipuð þeirri sem var á fyrri hluta tíunda ára­tug­ar­ins þegar fyr­ir­tæki þurftu að venj­ast hærra vaxta­stigi en raun­vextir hækk­uðu mikið frá níunda ára­tug fram á tíunda ára­tug­inn, fyr­ir­tæki sem ekki gátu mörg staðið undir hinum mikla vaxta­kostn­aði hættu rekstri (t.d. stór hluti Sam­bands Íslenskra Sam­vinnu­fé­laga) og önnur hag­rædd­u. 

Þetta tíma­bil varði fram á lok ára­tug­ar­ins þegar lítil fjár­mála­bóla, sem fólst í inn­flæði erlends fjár­magns og auknum útlánum bank­anna, bjó til hag­vöxt sem svo fjar­aði út árið 2001. Vextir eru nú lágir í sam­an­burði við vexti tíunda ára­tug­ar­ins en þó mun hærri en ára­tug­ina tvo á und­an, en launa­kostn­aður mik­ill. Þetta ástand krefst einnig aðlög­un­ar, að sum fyr­ir­tæki hætti rekstri og önnur end­ur­skipu­leggi sig, tækni leysi starfs­fólk af hólmi og störf séu flutt úr landi. Við sjáum allt í kringum okkur fyr­ir­tæki leggja nið­ur­störf og tölvur koma í stað­inn. 

Stjórn­völd geta brugð­ist við þessu ástandi á tvennan hátt. Í fyrsta lagi gætu þau reynt að lækka gengi krón­unnar til þess að auka hagnað fyr­ir­tækja, einkum í útflutn­ingi. En á þess­ari leið eru ýmsir mein­bug­ir. Í fyrsta lagi er ekki víst hvernig unnt væri að lækka gengi krón­unn­ar. Bein­asta leiðin væri sú að Seðla­bank­inn byrj­aði að kaupa gjald­eyri á ný en slíkt væri kostn­að­ar­samt fyrir hið opin­ber­a. 

Vaxta­lækkun gæti haft geng­is­á­hrif en lágir vextir í öðrum löndum myndu draga úr geng­is­á­hrifum vaxta­lækk­ana. Jákvæður við­skipta­jöfn­uður og hag­stæð eigna­staða gagn­vart útlöndum hefur hækkað jafn­væg­is­gengið og skapað traust á gjald­miðli sem minnkar líkur á geng­is­falli. Í öðru lagi er unnt að bíða eftir því að fyr­ir­tæki hafi hag­rætt nægi­lega mikið til þess að hagn­aður auk­ist sem gerir þeim kleift að auka fjár­fest­ingu og þar með hag­vöxt. En slíkt ferli getur tekið fjölda ára. Þeim tíma er þó ekki sóað, fyr­ir­tæki bæta rekstur sinn, en hag­vöxtur kann að vera lít­ill um stund.

Greinin birt­ist fyrst í Vís­bend­ingu, 17. jan­ú­ar. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar