Fær VG um 10 prósent atkvæða í næstu þingkosningum?

Svanur Kristjánsson, prófessor emiritius í stjórnmálafræði, skrifar um stöðu Vinstri grænna í íslenskum stjórnmálum.

Auglýsing

Áhuga­fólk um stjórn­mál og frétta­skýrendur leita gjarnan til for­tíðar í leit að svörum um lík­lega fram­vindu. Ekki er þar á vísan að róa því gjarnan taka stjórn­mál nýja og óvænta stefnu ekki síst á okkar tímum breyt­inga og stöðugrar óvissu,

Stundum virð­ist samt sagan end­ur­taka sig og fram koma kunn­ug­leg mynstur úr for­tíð­inni. Nær­tækt dæmi er núver­andi staða Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs (VG). Í síð­ustu þing­kosn­ingum fékk flokk­ur­inn tæp 17% atkvæða og ell­efu þing­menn. Eftir kosn­ingar ákvað VG að efna til stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn undir for­ystu for­manns­ins Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Þessi ákvörðun VG var væg­ast sagt mjög umdeild í röðum vinstri manna innan flokks og utan. Fyrir kosn­ingar höfðu stöku for­ystu­menn VG nefni­lega gefið sterk­lega í skyn – svo ekki sé meira sagt – að VG myndi ekki leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn enn og aftur til æðstu valda í land­inu. Meg­in­þorri kjós­enda VG vildi sam­starf til vinstri en ekki við hægri öfl­in.

Drífa Snædal, fyrr­ver­andi vara­þing­maður og fyrrum fram­kvæmda­stjóri VG, sagði sig úr flokknum og útskýrði ákvörð­un­ina á FB-­síðu sinni m.a. :

„Við munum ekki breyta Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Inn­viðir hans eru spilltir og fullir kven­fyr­ir­litn­ing­ar. Sjálf­stæð­is­menn munu fagna stjórn­ar­sátt­mála, fara inn í sín ráðu­neyti og haga sér eins og þessi valda­stofnun hefur alltaf hagað sér. Við og við vellur gröft­ur­inn upp í formi frænd­hygli, inn­herj­a­við­skipta, skatta­skjóla, auð­valds­dek­urs, útlend­inga­andúðar eða skjald­borgar um ofbeld­is­menn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja sam­starfs­flokk­inn og mörkin fær­ast til í sam­starf­inu líkt og í ofbeld­is­sam­bandi. Þetta verður eins og að éta skit í heilt kjör­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo leng­i.”

Auglýsing
Tveir þing­menn VG – Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir – greiddu atkvæði gegn stjórn­ar­sam­starf­inu og nýlega sagði Andrés Ingi sig form­lega úr þing­flokknum vegna óánægju með störf VG. Skoð­ana­kann­anir mæla nú ítrekað VG með um 10% fylgi. Spyrja má hvort nið­ur­staða næstu þing­kosn­inga verða á svip­uðum slóð­um.

Þess eru tvö dæmi úr íslenskri stjórn­mála­sögu að flokkar hafi ekki tapað fylgi eftir stjórn­ar­sam­vinnu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Skoðum þau stutt­lega.

  1. Eftir átta ára stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn bætti Alþýðu­flokk­ur­inn við sig fylgi í þing­kosn­ingum 1967 – hlaut tæp 16% atkvæða í stað 14% áður. Skýr­ingin á fylg­is­aukn­ing­unni var að ráð­herrar Alþýðu­flokks­ins opin­ber­uðu djúp­stæðan ágrein­ing innan stjórn­ar­innar um land­bún­að­ar­mál. Þegar up var staðið gekk áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn nán­ast af Alþýðu­flokknum dauðum – fékk ein­ungis um 10% atkvæða í þing­kosn­ingum 1971.
  2. Í Alþing­is­kosn­ingum 2009 vann Sam­fylk­ingin sigur – hlaut 30.3% atkvæða í stað 27,0% í fyrri kosn­ing­um. Flokk­ur­inn bætti við fylgi eftir stjórn­ar­sam­vinnu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn frá 2007, og þrátt fyrir Hrun­ið. Nær­tæk­asta skýr­ingin er sú að Sam­fylk­ingin valdi nýjan for­mann, Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, í stað Ingi­bjargar Sól­rúnar Gísla­dóttur sem var af hálfu flokks­ins meg­in­arki­tekt­inn að stjórn­ar­sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Jóhanna hafði löngum kosið að starfa fremur til vinstri og áður klofið sig út úr Al­þýðu­flokknum og stofnað nýjan flokk, Þjóð­vaka, sem bauð fram í þing­kosn­ingum 1995. Fyrir kosn­ing­arnar birti Þjóð­vaki sam­þykkt um að flokk­ur­inn myndi ekki undir neinum kring­um­stæðum ganga til rík­is­stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Í ljósi for­tíðar er senni­legt að skoð­ana­kann­anir nú gefi nokkuð glögga vís­bend­ingu um fylgi VG í næstu þing­kosn­ing­um. Skemmst er einnig að minn­ast afhroðs VG í sveita­stjórn­ar­kosn­ingum 2018; í Reykja­vík fékk flokk­ur­inn þá til dæmis 2700 atkvæði í stað um 14.500 atkvæða í þing­kosn­ingum árið áður. 

For­ysta VG getur þó gripið til aðgerða til að styrkja stöðu flokks­ins meðal kjós­enda. Í ljósi sög­unnar væri væn­legt fyrir VG að gera opin­beran ágrein­ing við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í mik­il­vægum mál­um. Krefj­ast þess til dæmis að rík­is­stjórnin taki miklu fastar á spill­inga­málum – eins og Sam­herja­hneyksl­inu. Svo ekki sé talað um það þjóð­þrifa­verk að end­ur­nýja laskað traust á dóm­stólum lands­ins og rétt­ar­kerfi eftir lát­lausar árásir og vald­níðslu dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í upp­hafi var eitt af meg­in­mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar að end­ur­vekja traust á stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins. Árang­ur­inn er nákvæm­lega eng­inn. Spill­ing­ar­málin hrann­ast upp hvert af öðr­um.

Sömu­leiðis væri ráð­legt fyrir VG að breikka for­ystu flokks­ins og rétta þannig sátt­ar­hönd til and­stæð­inga stjórn­ar­sam­starfs­ins í röðum flokks­fólks.

Umbóta­öflin á Íslandi eru í sókn. Þau myndu styrkj­ast enn frekar með end­ur­nýjun VG og mál­efna­legri og virkri fjar­lægð flokks­ins frá núver­andi varð­stöðu um óbreytt valda­kerfi í land­inu. Ella á VG – að mínu mati – ekk­ert betra skilið en að bíða afhroð í næstu þing­kosn­ing­um.

Höf­undur er pró­fessor emer­ítus í stjórn­mála­fræði.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar