Fær VG um 10 prósent atkvæða í næstu þingkosningum?

Svanur Kristjánsson, prófessor emiritius í stjórnmálafræði, skrifar um stöðu Vinstri grænna í íslenskum stjórnmálum.

Auglýsing

Áhuga­fólk um stjórn­mál og frétta­skýrendur leita gjarnan til for­tíðar í leit að svörum um lík­lega fram­vindu. Ekki er þar á vísan að róa því gjarnan taka stjórn­mál nýja og óvænta stefnu ekki síst á okkar tímum breyt­inga og stöðugrar óvissu,

Stundum virð­ist samt sagan end­ur­taka sig og fram koma kunn­ug­leg mynstur úr for­tíð­inni. Nær­tækt dæmi er núver­andi staða Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs (VG). Í síð­ustu þing­kosn­ingum fékk flokk­ur­inn tæp 17% atkvæða og ell­efu þing­menn. Eftir kosn­ingar ákvað VG að efna til stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn undir for­ystu for­manns­ins Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Þessi ákvörðun VG var væg­ast sagt mjög umdeild í röðum vinstri manna innan flokks og utan. Fyrir kosn­ingar höfðu stöku for­ystu­menn VG nefni­lega gefið sterk­lega í skyn – svo ekki sé meira sagt – að VG myndi ekki leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn enn og aftur til æðstu valda í land­inu. Meg­in­þorri kjós­enda VG vildi sam­starf til vinstri en ekki við hægri öfl­in.

Drífa Snædal, fyrr­ver­andi vara­þing­maður og fyrrum fram­kvæmda­stjóri VG, sagði sig úr flokknum og útskýrði ákvörð­un­ina á FB-­síðu sinni m.a. :

„Við munum ekki breyta Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Inn­viðir hans eru spilltir og fullir kven­fyr­ir­litn­ing­ar. Sjálf­stæð­is­menn munu fagna stjórn­ar­sátt­mála, fara inn í sín ráðu­neyti og haga sér eins og þessi valda­stofnun hefur alltaf hagað sér. Við og við vellur gröft­ur­inn upp í formi frænd­hygli, inn­herj­a­við­skipta, skatta­skjóla, auð­valds­dek­urs, útlend­inga­andúðar eða skjald­borgar um ofbeld­is­menn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja sam­starfs­flokk­inn og mörkin fær­ast til í sam­starf­inu líkt og í ofbeld­is­sam­bandi. Þetta verður eins og að éta skit í heilt kjör­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo leng­i.”

Auglýsing
Tveir þing­menn VG – Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir – greiddu atkvæði gegn stjórn­ar­sam­starf­inu og nýlega sagði Andrés Ingi sig form­lega úr þing­flokknum vegna óánægju með störf VG. Skoð­ana­kann­anir mæla nú ítrekað VG með um 10% fylgi. Spyrja má hvort nið­ur­staða næstu þing­kosn­inga verða á svip­uðum slóð­um.

Þess eru tvö dæmi úr íslenskri stjórn­mála­sögu að flokkar hafi ekki tapað fylgi eftir stjórn­ar­sam­vinnu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Skoðum þau stutt­lega.

  1. Eftir átta ára stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn bætti Alþýðu­flokk­ur­inn við sig fylgi í þing­kosn­ingum 1967 – hlaut tæp 16% atkvæða í stað 14% áður. Skýr­ingin á fylg­is­aukn­ing­unni var að ráð­herrar Alþýðu­flokks­ins opin­ber­uðu djúp­stæðan ágrein­ing innan stjórn­ar­innar um land­bún­að­ar­mál. Þegar up var staðið gekk áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn nán­ast af Alþýðu­flokknum dauðum – fékk ein­ungis um 10% atkvæða í þing­kosn­ingum 1971.
  2. Í Alþing­is­kosn­ingum 2009 vann Sam­fylk­ingin sigur – hlaut 30.3% atkvæða í stað 27,0% í fyrri kosn­ing­um. Flokk­ur­inn bætti við fylgi eftir stjórn­ar­sam­vinnu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn frá 2007, og þrátt fyrir Hrun­ið. Nær­tæk­asta skýr­ingin er sú að Sam­fylk­ingin valdi nýjan for­mann, Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, í stað Ingi­bjargar Sól­rúnar Gísla­dóttur sem var af hálfu flokks­ins meg­in­arki­tekt­inn að stjórn­ar­sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Jóhanna hafði löngum kosið að starfa fremur til vinstri og áður klofið sig út úr Al­þýðu­flokknum og stofnað nýjan flokk, Þjóð­vaka, sem bauð fram í þing­kosn­ingum 1995. Fyrir kosn­ing­arnar birti Þjóð­vaki sam­þykkt um að flokk­ur­inn myndi ekki undir neinum kring­um­stæðum ganga til rík­is­stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Í ljósi for­tíðar er senni­legt að skoð­ana­kann­anir nú gefi nokkuð glögga vís­bend­ingu um fylgi VG í næstu þing­kosn­ing­um. Skemmst er einnig að minn­ast afhroðs VG í sveita­stjórn­ar­kosn­ingum 2018; í Reykja­vík fékk flokk­ur­inn þá til dæmis 2700 atkvæði í stað um 14.500 atkvæða í þing­kosn­ingum árið áður. 

For­ysta VG getur þó gripið til aðgerða til að styrkja stöðu flokks­ins meðal kjós­enda. Í ljósi sög­unnar væri væn­legt fyrir VG að gera opin­beran ágrein­ing við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í mik­il­vægum mál­um. Krefj­ast þess til dæmis að rík­is­stjórnin taki miklu fastar á spill­inga­málum – eins og Sam­herja­hneyksl­inu. Svo ekki sé talað um það þjóð­þrifa­verk að end­ur­nýja laskað traust á dóm­stólum lands­ins og rétt­ar­kerfi eftir lát­lausar árásir og vald­níðslu dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í upp­hafi var eitt af meg­in­mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar að end­ur­vekja traust á stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins. Árang­ur­inn er nákvæm­lega eng­inn. Spill­ing­ar­málin hrann­ast upp hvert af öðr­um.

Sömu­leiðis væri ráð­legt fyrir VG að breikka for­ystu flokks­ins og rétta þannig sátt­ar­hönd til and­stæð­inga stjórn­ar­sam­starfs­ins í röðum flokks­fólks.

Umbóta­öflin á Íslandi eru í sókn. Þau myndu styrkj­ast enn frekar með end­ur­nýjun VG og mál­efna­legri og virkri fjar­lægð flokks­ins frá núver­andi varð­stöðu um óbreytt valda­kerfi í land­inu. Ella á VG – að mínu mati – ekk­ert betra skilið en að bíða afhroð í næstu þing­kosn­ing­um.

Höf­undur er pró­fessor emer­ítus í stjórn­mála­fræði.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar