Græn utanríkisstefna – til framtíðar

Varaformaður utanríkismálanefndar segir að við mótun grænnar utanríkisstefnu Íslands yrði ráðist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norðurlandanna í málaflokknum.

Auglýsing

Loft­lags­málin og umhverf­is­málin hafa skipað æ mik­il­væg­ari sess í stjórn­málum víða um heim, enda um alþjóð­legt verk­efni að ræða þegar kemur að því að sporna við hröðum lofts­lags­breyt­ingum og áhrifum þeirra. Alþjóða­sam­starf, þ.m.t. þró­un­ar­sam­vinna, gegnir enda algjöru lyk­il­hlut­verki í umhverf­is­mál­um. Þess vegna hef ég lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um nýja, græna utan­rík­is­stefnu Íslands sem 5 þing­menn utan­rík­is­mála­nefndar úr 5 þing­flokkum eru með­flutn­ings­menn á. Í til­lög­unni er aukin áhersla lögð á aðgerðir til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum og á mál­flutn­ing á því sviði á alþjóða­vísu auk þess sem grænar áherslur verði lagðar til grund­vallar í ólíkum þáttum utan­rík­is­stefn­unn­ar.

Hver er þörfin á grænni utan­rík­is­stefnu ?

Það er ljóst að grípa þarf til rót­tækra kerf­is­breyt­inga til þess að vinna gegn enn verri afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum eins og hlýnun jarð­ar, öfgum í veð­ur­fari, nei­kvæðum áhrifum á gróð­ur­far og líf­ríki, súrnun sjávar og hækk­andi sjáv­ar­stöð­u.  Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loft­lags. 

Umhverf­is­málin teygja anga sína víða, enda tengj­ast þau beint og óbeint fjöl­breyttum sam­fé­lags­legum mál­efnum á borð við alþjóða­sam­vinnu, örygg­is­mál og stríðs­á­tök, efna­hag og alþjóða­við­skipti, sam­göng­ur, fólks­flutn­inga, jöfnuð og kynja­jafn­rétti. Lofts­lags­breyt­ingar eru líka orðin ein helsta ógn við mann­rétt­indi í heim­inum líkt og mann­rétt­inda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, Michelle Bachel­et, hefur lýst yfir. Það er mat Sam­ein­uðu þjóð­anna að um 40% borg­ara­styrj­alda í heim­inum síð­ustu sex­tíu árin megi rekja til hnign­unar umhverfis (e. environ­mental degradation). 

Auglýsing

Í ljósi umfangs og mik­il­vægi umhverf­is­mála á alþjóða­vísu er brýn nauð­syn á styrku alþjóða­sam­starfi og alþjóða­sam­vinnu í lofts­lags­mál­um, sem bara á eftir að aukast. Þess vegna þarf öll stefnu­mörkun á vegum íslenska rík­is­ins að bera þess merki og þar er utan­rík­is­stefna Íslands ekki und­an­þeg­in. Einn veiga­mesti þátt­ur­inn í utan­rík­is­stefnu Íslands á að vera sá að stuðla að því að setja umhverf­is­mál í for­gang. Í því sam­hengi getur Ísland leikið mik­il­vægt hlut­verk því þrátt fyrir smæð­ina getur Ísland haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála á alþjóða­vett­vangi, eins og sann­að­ist til að mynda með eft­ir­tekt­ar­verðri fram­göngu okkar í Mann­réttinda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Alþjóð­leg miðlun á jarð­varma­tækni og eft­ir­spurn eftir grænum lausnum 

Aukin áhersla á græn mál­efni í utan­rík­is­stefnu Íslands hefði jákvæð áhrif og gæti til að mynda orðið til enn frek­ari miðl­unar á þekk­ingu sem er til staðar hér­lendis á notkun jarð­varma. Sú þekk­ing getur skipt sköpum fyrir mögu­leika ann­arra þjóða til að axla ábyrgð á orku­skiptum úr jarð­efna­elds­neyti og kolum yfir í umhverf­is­vænni val­kosti eins og jarð­varma. Og sömu­leiðis mætti ætla að eft­ir­spurn eftir grænum lausnum víða um heim hvetti til enn frek­ari nýsköp­unar á sviði grænna lausna hér­lendis með til­heyr­andi jákvæðum áhrifum á umhverfi, efna­hag og sam­fé­lag. Slíkt væri í anda alþjóða­skuld­bind­inga Íslands sam­kvæmt ramma­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar og Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Græn utan­rík­is­stefna að nor­rænni fyr­ir­mynd

Norð­ur­löndin hafa gert sig mjög gild­andi á alþjóða­vett­vangi í umhverf­is- og lofts­lags­málum í sínum utan­rík­is­stefnum og í þings­á­lykt­un­inni er gert ráð fyrir því að litið verði til Norð­ur­land­anna og utan­rík­is­stefnu þeirra við útfærslu á grænni utan­rík­is­stefnu. T.d. kynnti danska utan­rík­is­ráðu­neytið verk­efni til þess að koma á fram­færi dönskum lausnum í lofts­lags­málum og aðgerðum til að auka sjálf­bærni undir lok síð­asta árs. Auk þess hyggst rík­is­stjórn Dan­merkur leggja áherslu á græn verk­efni í þró­un­ar­sam­vinnu líkt og fram kom í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórnar lands­ins fyrir árið 2020 þar sem veittar voru um 600 millj­ónir danskra króna til mála­flokks­ins. Í þró­un­ar­sam­vinnu­stefnu sænskra yfir­valda er m.a. lögð áhersla á umhverf­is­lega sjálf­bærni; sjálf­bærni lofts­lags, sjávar og vatns­bóla og sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auð­linda og stór hluti þró­un­ar­sam­vinnu­stefnu Finn­lands er til­eink­aður lofts­lags­málum í þró­un­ar­ríkj­um, bæði í gegnum sjóði sem og tví­hliða þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni.

Sex aðgerðir grænnar utan­rík­is­stefnu 

Við mótun grænnar utan­rík­is­stefnu Íslands yrði ráð­ist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norð­ur­land­anna í þessum mála­flokki. Þær yrðu eft­ir­far­and­i; 

  1. Skip­aður verði sendi­herra lofts­lags­mála sem sam­hæfi stefnu og skila­boð Íslands erlendis um lofts­lags­mál, hafi yfir­um­sjón með upp­lýs­inga­gjöf og sam­hæf­ing­ar­hlut­verk innan stjórn­ar­ráðs­ins um fram­kvæmd íslenskra stjórn­valda á aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ingum á alþjóða­vett­vangi.
  2. Sér­stök sendi­ráð Íslands verði útnefnd græn sendi­ráð þar sem meg­in­á­herslur og verk­efni við­kom­andi sendi­herra og sendi­ráða verði á sviði lofts­lags- og umhverf­is­mála.
  3. Stofnuð verði sér­stök umhverf­is- og lofts­lags­skrif­stofa í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og henni tryggður mann­afli og fjár­mun­ir. Skrif­stof­unni verði falið að efla alþjóð­lega sam­vinnu um lofts­lags­mál ásamt upp­lýs­inga­gjöf, bæði á alþjóða­vett­vangi sem og innan lands, um lofts­lags­mál og starfa með öðrum ráðu­neytum að fram­kvæmd alþjóð­legra aðgerða Íslands í lofts­lags­mál­um.
  4. Stefna um græna frí­verslun og alþjóða­við­skipti verði mörkuð og skýrð og ávallt hugsuð og unnin út frá lofts­lags­mark­miðum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Meiri áhersla verði lögð á umhverf­is­mál við gerð frí­versl­un­ar­samn­inga.
  5. Stefna Íslands í þró­un­ar­sam­vinnu verði skipu­lögð og skýrð út frá lofts­lags­mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna og sem hluti af aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­mál­um. Fjár­fram­lög til Umhverf­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna verði aukin og alþjóð­leg og tví­hliða sam­vinna verði efld innan græna hag­kerf­is­ins með aðstoð eða aðkomu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.
  6. Stefna í ein­stökum þáttum alþjóða­starfs, á borð við norð­ur­slóða­stefnu Íslands og stefnu í mál­efnum hafs­ins, verði reglu­bundið upp­færð með til­liti til alvar­legrar stöðu í lofts­lags­málum sem bregð­ast þarf hratt við. 

Aðgerðir til að sporna við hröðum lofts­lags­breyt­ingum verða að vera skýr­ar, afdrátt­ar­lausar og mark­vissar og því þurfum við að fara í stefnu­mótun á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Alþjóða­sam­vinna og utan­rík­is­stefna getur leikið þar lyk­il­hlut­verk. 

Höf­undur er vara­for­maður utan­rík­is­mála­nefndar Alþingis og þing­maður Vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar