Kjarabarátta Eflingar: höfrungar eða mörgæsir?

Fullltrúi í miðstjórn ASÍ segir að það eigi að ræða hvað það kostar samfélagið að halda niðri launum hjá stórum hópum sem sinna mikilvægri grunnþjónustu og hvar sá kostnaður lendir í formi langvarandi veikinda eða örorku áður en starfsævi lýkur.

Auglýsing

Hvenær verðum við sem þjóð til­búin að taka alvöru umræðu um kjara­mál? Um­ræðu sem snýst um sann­girni og hvernig við í sam­ein­ingu við­ur­kennum og styðjum við þær stéttir sem sinna mik­il­vægri grunn­þjón­ustu í sam­fé­lag­in­u. Nú er Efl­ing í við­ræðum við Reykja­vík­ur­borg um kjara­samn­ing og vísar þar til þess að borgin hefur samið við aðra hópa um ákveðna leið­rétt­ingu. Af hverju er ekki hægt að við­ur­kenna að ófag­lærðir starfs­menn á leik­skólum fái leið­rétt­ingu á mik­il­vægu fram­lagi sínu til upp­eldis næstu kyn­slóða þar sem þessir starfs­menn ganga í störf sem ekki er hægt að manna með fag­fólki? 

Við verðum sem sam­fé­lag að átta okkur á að lægstu laun ófag­lærða duga ekki til þess að sinna grunn­þörfum til lengri tíma og vinna að því að leið­rétta þann mis­mun sem í þessu felst. Efl­ing hefur sýnt ræki­lega fram á þá ósann­girni sem ófag­lærðir starfs­menn búa við í launa­kjörum og fer fram á ákveðna leið­rétt­ingu sem ætti ekki að þurfa að hreyfa við for­sendum lífs­kjara­samn­ings þar sem um sér­tæka aðgerð er að ræða og við ættum öll að vera sam­mála um að skiptir miklu máli.

Auglýsing
Við eigum að ræða frekar hvað það kostar sam­fé­lagið að halda niðri launum hjá stórum hópum sem sinna mik­il­vægri grunn­þjón­ustu og hvar sá kostn­aður lendir í formi langvar­andi veik­inda eða örorku áður en starfsævi lýk­ur. 

Kaup­máttur hefur auk­ist á und­an­förnum árum sem er frá­bært og við finnum öll fyrir því að það munar miklu að hafa stöðugt verð­lag og styrka hag­stjórn­. Á þeirri braut eigum við að halda áfram og tryggja stöð­ug­leika og horfa til lengri fram­tíð­ar. Ef við sem þjóð­fé­lag við­ur­kennum að „launa­gólfið“ er of lágt og vinnum að því að hífa upp lægstu launin til þess að lægstu tekju­hóp­arnir finni líka fyrir kaup­mátt­ar­aukn­ingu þá mun okkur vegna vel.

Hið marg­um­talað höfr­unga­hlaup lýsir ekki kjara­bar­áttu Efl­ingar þar sem kaup­hækkun eða ásætt­an­leg leið­rétt­ing vegna þess fram­lags sem ófag­lærðir starfs­menn leggja til sam­fé­lags­ins mun ekki hafa þau áhrif á hag­stjórn eða önnur mark­mið lífs­kjara­samn­ings að nota þurfi það við­mið sem felst í höfr­unga­hlaupi þegar rætt er um kjara­samn­inga. Það eru engir höfr­ungar í Efl­ingu en kannski mætti kanna hvort þar finn­ist mör­gæs­ir?

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði og full­trúi í mið­stjórn ASÍ. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar