Kjarabarátta Eflingar: höfrungar eða mörgæsir?

Fullltrúi í miðstjórn ASÍ segir að það eigi að ræða hvað það kostar samfélagið að halda niðri launum hjá stórum hópum sem sinna mikilvægri grunnþjónustu og hvar sá kostnaður lendir í formi langvarandi veikinda eða örorku áður en starfsævi lýkur.

Auglýsing

Hvenær verðum við sem þjóð til­búin að taka alvöru umræðu um kjara­mál? Um­ræðu sem snýst um sann­girni og hvernig við í sam­ein­ingu við­ur­kennum og styðjum við þær stéttir sem sinna mik­il­vægri grunn­þjón­ustu í sam­fé­lag­in­u. Nú er Efl­ing í við­ræðum við Reykja­vík­ur­borg um kjara­samn­ing og vísar þar til þess að borgin hefur samið við aðra hópa um ákveðna leið­rétt­ingu. Af hverju er ekki hægt að við­ur­kenna að ófag­lærðir starfs­menn á leik­skólum fái leið­rétt­ingu á mik­il­vægu fram­lagi sínu til upp­eldis næstu kyn­slóða þar sem þessir starfs­menn ganga í störf sem ekki er hægt að manna með fag­fólki? 

Við verðum sem sam­fé­lag að átta okkur á að lægstu laun ófag­lærða duga ekki til þess að sinna grunn­þörfum til lengri tíma og vinna að því að leið­rétta þann mis­mun sem í þessu felst. Efl­ing hefur sýnt ræki­lega fram á þá ósann­girni sem ófag­lærðir starfs­menn búa við í launa­kjörum og fer fram á ákveðna leið­rétt­ingu sem ætti ekki að þurfa að hreyfa við for­sendum lífs­kjara­samn­ings þar sem um sér­tæka aðgerð er að ræða og við ættum öll að vera sam­mála um að skiptir miklu máli.

Auglýsing
Við eigum að ræða frekar hvað það kostar sam­fé­lagið að halda niðri launum hjá stórum hópum sem sinna mik­il­vægri grunn­þjón­ustu og hvar sá kostn­aður lendir í formi langvar­andi veik­inda eða örorku áður en starfsævi lýk­ur. 

Kaup­máttur hefur auk­ist á und­an­förnum árum sem er frá­bært og við finnum öll fyrir því að það munar miklu að hafa stöðugt verð­lag og styrka hag­stjórn­. Á þeirri braut eigum við að halda áfram og tryggja stöð­ug­leika og horfa til lengri fram­tíð­ar. Ef við sem þjóð­fé­lag við­ur­kennum að „launa­gólfið“ er of lágt og vinnum að því að hífa upp lægstu launin til þess að lægstu tekju­hóp­arnir finni líka fyrir kaup­mátt­ar­aukn­ingu þá mun okkur vegna vel.

Hið marg­um­talað höfr­unga­hlaup lýsir ekki kjara­bar­áttu Efl­ingar þar sem kaup­hækkun eða ásætt­an­leg leið­rétt­ing vegna þess fram­lags sem ófag­lærðir starfs­menn leggja til sam­fé­lags­ins mun ekki hafa þau áhrif á hag­stjórn eða önnur mark­mið lífs­kjara­samn­ings að nota þurfi það við­mið sem felst í höfr­unga­hlaupi þegar rætt er um kjara­samn­inga. Það eru engir höfr­ungar í Efl­ingu en kannski mætti kanna hvort þar finn­ist mör­gæs­ir?

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði og full­trúi í mið­stjórn ASÍ. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar