Hvað veldur raka og myglu í íslenskum húsum?

Dr. Guðmundur Guðmundsson spyr af hverju myglumyndun í húsnæði sé ekki tekin fastari tökum.

Auglýsing

Þriðju­dag­inn 11. febr­úar var hald­inn aðal­fundur GRÓ, sem eru sam­tök um tengsl heilsu við raka og myglu. Af fréttum má ráða að vand­inn vegna myglu­mynd­unar í hús­næði hér­lendis sé mik­ill og flók­inn. Hér er um mjög sér­stætt fyr­ir­bæri að ræða, afleið­ingar mygl­unnar eru heilsu­fars­lega alvar­leg­ar, en orsakir virð­ast lítt greindar né skýrð­ar. Því hlýtur sú spurn­ing að vakna: hvers vegna er málið ekki tekið fast­ari tökum af opin­berri hálfu, hvers vegna er ekki hafin heild­stæð opin­ber rann­sókn á umfangi þess hús­næðis þar sem mygla hefur myndast, fjölda sýk­inga og jafn­framt reynt að kom­ast að bygg­inga­tækni­legum orsökum raka innan húss? Ekki virð­ast heldur til tölu­legar upp­lýs­ingar um ­fjölda myglu­skað­aðra húsa, umfang sjúk­dóma af völdum myglu, né upp­lýs­ingar um aðgerðir til handa þeim er sýkj­ast. 

Í byrjun þess­arar aldar fór að bera meira á myglu­gróðri víða í húsum hér á landi en áður var þekkt. Í kjöl­far mygl­unnar fylgdu ýmis sjúk­dóms­ein­kenni þeirra er störf­uðu eða bjuggu í við­kom­andi hús­næði. Orsök þess eru öreindir (gró mygl­unn­ar) sem ber­ast frá henni út í and­rúms­loft­ið. Sum gró bera í sér eit­ur­efni, og gró yfir­höf­uð, geta valdið ýmsum ofnæm­is- eða sjúk­dóms­ein­kennum fyrir vissa við­kvæma ein­stak­linga. 

Lítið fór fyrir þessum myglu­far­aldri fyrstu árin, var senni­lega þá mest áber­andi í íbúð­ar­hús­um, þar sem eig­endur höfðu ekki áhuga á að aug­lýsa hann. Með tím­anum fer myglan þó að valda vanda­málum í opin­berum bygg­ingum og bygg­ingum stærri fyr­ir­tækja, þar sem margir störf­uðu. Urðu þá sjúk­dóms­vanda­málin meira áber­andi, atvinnu­rek­endur urð­u ­með ýmsum ráðum að leysa vanda­mál starfs­manna sinna. En þó að myglu­far­ald­ur­inn hafi nú þró­ast með auknum þunga í heilan ára­tug, hafa yfir­völd lítt sinnt hon­um, ekki sett í gang rann­sókna­vinnu hvorki til þess að greina hann né leysa. 

Einnig hafa fréttir eða upp­lýs­ingar um þró­un­ina eða umfang vand­ans lítt verið kann­aðar né upp­lýs­inga­streymi verið stofn­uð. Helst er að finna upp­lýs­ingar frá bygg­ing­ar­deild Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, en henni stýrir Dr. Ólafur Wal­levik. Honum hefur ofboðið afskipta­leysi bygg­ing­ar­yf­ir­valda gagn­vart mál­efn­inu eins og fram kemur t.d. í við­tali hans og Kjart­ans Guð­munds­sonar lekt­ors við Stokk­hólms­há­skóla við Morg­un­blaðið í júlí 2017. 

Auglýsing
Ólafur segir í byrjun við­tals­ins: „Nán­ast er hægt að tala um far­aldur þegar kemur að útbreiðslu og fjölda til­fella myglu, sem komið hafa upp í hús­næði hér á landi síð­asta ára­tug eða svo, bæði hvað varðar eigna- og heilsutjón. Ekk­ert sam­bæri­legt hefur átt sér stað í nágranna­lönd­un­um.“ Þá segir Ólafur að hann hafi reynt að fá fjár­magn til rann­sókna á vanda­mál­inu en án árang­urs. Svo segir Ólaf­ur: „Fyrir vikið höfum við dreg­ist langt aftur úr í þekk­ingu og erum ekki nógu með­vituð um fyr­ir­byggj­andi aðgerðir gegn vand­an­um, sem virð­ist mjög umfangs­mik­ill hér á land­i.“ Telur Ólafur að mjög víða sé myglu að finna og við­gerð­ar­kostn­aður mik­ill, jafn­vel millj­arðar króna í stærstu verk­efn­in. Þá telur hann vanda­málið hér vera stærra en á Norð­ur­lönd­un­um, sér­stak­lega hvað varðar heilsu fólks. Vísar hann þar sér­stak­lega til Sví­þjóð­ar, þar sem vanda­mál komu upp um 1970-1980.

Þá nefnir hann nokkur dæmi af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem mygla hefur komið fram, svo sem Íslands­banka­húsið á Kirkju­sandi, sem varð að tæma, svo og hús Orku­veitu Reykja­vík­ur. Þá var hæð hjá Vega­gerð­inni tæmd vegna myglu, til­felli kom fram á Lands­spít­al­an­um, í ráðu­neyt­um, ýmsum skólum og svo má lengi telja. Ólafur segir í við­tal­inu, að merki­legt sé meðan ráðu­neytin berj­ist við vand­ann, fáist ekki fjár­magn til þess að rann­saka orsakir hans. Þarna segir hann Íslend­inga t.d. vera langt á eftir Svíum og tekur Kjartan Guð­munds­son undir það, í Sví­þjóð sé líka mögu­legt að fá trygg­ing­ar. 

Nú liggur það í augum uppi að hér er um það stórt vanda­mál að ræða, að ekki dugir ein­göngu að ræða það og semja um ein­stakar óskil­greindar skaða­bæt­ur. Þegar skaði verður í bygg­ingum af völdum myglu, og ekki síst ef það leiðir til heilsu­skaða, er rann­sókn á orsökum óhjá­kvæmi­leg.

Hvað myglu­vanda­málið varðar er um tvenns konar orsaka­sam­band að ræða. Ann­ars veg­ar er það bygg­ing­ar­tækni­legt vanda­mál, þar sem mygla mynd­ast á innra byrði húsa, sér­stak­lega útveggjum vegna raka, hins vegar er myglan eða gró hennar orsök sjúk­dóms­ein­kenn­anna. En grunn­lausn heild­ar­vand­ans er sú bygg­inga­tækni­lega, þ.e. hvernig koma má í veg fyrir innan húss rak­ann.

Sjúk­dóms­ein­kennin hafa orðið til­efni til umræðna, þar sem orsakir þeirra geta verið margs konar og þekk­ing jafn­framt af skornum skammti. Þar hafa stór orð fall­ið, talið af ýmsum að um ímynduð ein­kenni sé að ræða. Ekki skal um það deilt, en benda má t.d. á skýrslu Alþjóða­heilsu­stofn­un­ar­inn­ar, World Health Org­an­ization (WHO) þar sem fram kemur í sam­an­tekt, að nægj­an­legar sann­anir séu fyrir hendi, úr rann­sóknum frá ýmsum löndum og við mis­mun­andi lofts­lags­skil­yrði, að íbúar í rökum og myglu­grónum bygg­ing­um, hvort heldur íbúða­bygg­ingum eða opin­berum þjón­ustu­bygg­ingum séu í auk­inni áhættu að fá önd­un­ar­færa­sjúk­dóma vegna áhrifa myglu. Í lok síð­asta árs til­kynnti Land­læknir að emb­ættið hefði skipað vinnu­hóp, til þess að gera til­lögur um lausn vand­ans, enda höfðu myglu­skaðar fund­ist í hús­næði emb­ætt­is­ins.

En sjúk­dóms­ein­kennin vegna myglu eru afleið­ing en ekki orsök vanda­máls­ins. Tak­ist að koma veg fyrir myglu­mynd­un­ina í bygg­ingum er málið leyst. Því er nauð­syn­legt að koma í veg fyr­ir, að innan húss mynd­ist svo mik­ill raki, að mygla geti mynd­ast og þrif­ist. Raki í húsum er flókið fyr­ir­bæri, hann getur mynd­ast af mis­mun­andi ástæð­um. Erlend­is, í hlýju tíð­ar­fari (og veru­legum loft­raka), er algengt að raki falli út á veggjum inn­an­húss, því þar er kald­ara en úti. Því kald­ara sem loft er því minni raka ber það. Hlýrra loft sem berst inn í kalt hús kólnar og rak­inn fellur út á köldum veggj­un­um. Þá eykur eins og kunn­ugt er ýmis starf­semi inn­an­húss eins og böð og elda­mennska enn á þennan vanda, ef hús­næðið er ekki nægi­lega vel loft­að. ­Notkun loft­kæl­ingar eykur þessa hætt­u. 

Auglýsing
Þar sem þessi þróun inniraka er algeng orsök myglu­mynd­unar víða erlend­is, er hún oft­ast nefnd í umræð­unni hér­ og flestar aðgerðir til að losna við mygl­una mið­aðar við það. Hér á landi hefur þess­ari skýr­ingu mjög verið hampað og brýnt er fyrir hús­ráð­endum að lofta vel húsa­kynnin og reyna að koma í veg fyrir þétt­ingu raka sem mynd­ast innan dyra. Sé þessi orsök skoðuð nánar fyrir íslenskar aðstæð­ur­, hlýtur til­finn­ingin að vera gegn þess­ari skýr­ingu, þar sem hita­stig úti hér­lendis er jafnan lægra en inni­hiti, og hús hér jafnan betur upp­hituð en erlend­is. En hér er aðeins um til­finn­ingu að ræða, rann­sóknir vantar á raka­skemmdum hús­um. Ein rann­sókn hefur þó verið gerð hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands á vegum Háskól­ans í Stokk­hólmi, sem gaf ótví­rætt til kynna, að raki, sem mynd­ast innan dyra í hús­næði á Ísland­i þétt­ist ekki á köldum útveggj­u­m. 

Útveggir í bygg­ingum á Íslandi eru jafnan úr stein­steypu. Stein­steypa á að vera vatns­þétt en lík­leg­asta ­skýr­ingin á orsökum bleytu á innri byrði útveggja er að vatn ber­ist gegn um vegg­inn t.d. í gegn um hár­sprungur eða hár­pípur eða ann­ars konar vatnsleki er fyrir hendi svo sem þakleki, lek útveggja­klæðn­ing, lek vatns­rör o.þ.u.l. Hlið­stætt vanda­mál var rann­sakað í sam­bandi við alkali- og frost­skemmdir í útveggjum húsa á tutt­ug­ustu öld­inni, sér­stak­lega á tíma­bil­inu 1956-1981. Þetta var rann­sakað þá af Rann­sókna­stofnun bygg­inga­iðn­að­ar­ins fyrir Stein­steypu­nefnd. Þar sem útveggir íslenskra húsa eru venju­lega úr stein­steypu var augum beint að gerð hennar og skemmd hús tekin til skoð­un­ar. Í ljós kom, að útveggirnir inni­héldu mik­inn raka. ­Frost- og alkal­í­skemmdir koma aðeins fram, ef steypan hefur veru­legt raka­inni­hald. Miðað við íslenskar veð­ur­að­stæð­ur, t.d. öfl­ugt slagregn, var beint vatns­flæði gegn um steypuna talin lík­leg­asta orsök svo mik­ils raka.

Nið­ur­stöður Stein­steypu­nefndar um þetta efni eru skráðar í bók­inni:

Í ljósi vís­ind­anna, saga hag­nýtra rann­sókna á Íslandi, rit III í rit­röð Verk­fræð­inga­fé­lags Íslands árið 2005, á bls. 259 – 260. 

Þar stendur um gerð og hrærslu stein­steypu: „Við hrærsl­una þarf sér­stak­lega að huga að magni þess vatns sem notað er. Sem við­miðun er stuðst við þyngd­ar­hlut­fall milli sem­ents og vatns, þannig að vatnið sé um helm­ingur þyngdar sem­ents í hrærunni. Á bygg­ing­ar­stað má ekki breyta þessu hlut­falli með auknu vatns­magni þó að steypan gangi illa í mót­in. Slíkt verður best lagað með bættri korna­sam­setn­ingu steypu­efn­anna. Þó að steypan sé komin í mótin er gerð hennar ekki lok­ið. Gæta verður að hún þorni ekki of fljótt út og því má ekki slá mót of fljótt frá.“

Síðar á bls. 267 – 268 í sömu bók kemur fram: „Rann­sókn­irnar sýndu að upp­taka vatns í út­veggja­steypu var mikil og í ósam­ræmi við við­teknar skoð­an­ir. Ástæður vatns­óþétt­leika á þessum árum eru ekki nægj­an­lega skýrð­ar, en kenn­ingin um að alkal­í­skemmdir kæmu ekki fram í íbúð­ar­húsum byggð­ist á nægj­an­legum vatns­þétt­leika útveggja­steypu. Sömu lög­mál gilda um frost­skemmdir og eftir því sem menn töldu sig nálg­ast lausn í alka­lí­mál­inu var sjónum og rann­sóknum í rík­ara mæli beint að öðrum skemmda­völdum og bættum gæðum stein­steypunnar í heild sinni. Rann­sókn­irnar sýndu að frost­skemmdir voru útbreiddar svo og hönn­un­ar- og þurrkrýrn­un­ar­skemmd­ir. Nær­tæk­ast er að kenna steypu­gæð­unum um flestar þessar skemmd­ir. Helst má ætla að of mikið vatn hafi verið notað við gerð steypunn­ar, sem veldur því að hún sogar í sig vatn. Skortur á aðhlynn­ingu og að mótum hefur verið slegið frá of snemma veldur einnig þurrkrýrnun og örsprung­um, sem valda vatnsísog­i.“ 

Frost- og alka­lí­vanda­málið var svo á sínum tíma leyst með íblöndun poss­óla­nefna í sem­ent­ið, steypan var aftur á móti áfram óþétt fyrir vatni. Það virð­ist hafa haft þær afleið­ingar að áfram hefur steypti útvegg­ur­inn safnað í sig vatni og myglu­vanda­málið varð til. Það er því löngu kom­inn tími til þess að gera gang­skör að álíka rann­sókna-fram­kvæmdum og gerðar voru hjá Rann­sókna­stofnun bygg­inga­iðn­að­ar­ins á árunum allt fram til 1990 og nefnd­ust „ástandskönnun á hús­um“ og „innri gerð stein­steypu“, verði fram hald­ið, til þess að fá það end­an­lega stað­fest, hvers vegna steypan hefur ekki nægan vatns­þétt­leika eða að ann­ars konar vatnsleki, svo sem leki úr vatns­leiðslum eða gegn um þök eða utan­húss klæðn­ing­ar, sé fyrir hendi. Í því sam­hengi er mik­il­vægt að vísa til fyrr­nefndrar rann­sóknar Stokk­hólms­há­skóla frá árinu 2018 og nið­ur­staðna hennar (á ensku): 

„This study investigated moist­ure problems in the typical Icelandic exter­ior wall reg­ar­ding the risk of condensation and mould growth on the interface of the concrete and insulation. The foll­owing conclusions were drawn accor­ding to the assumptions made throug­hout this work. 

Simulation results ind­icate that there is no condensation at the inter­ior surface of the concrete in the Icelandic wall. 

The Icelandic wall had ex-treme vari­ations in tempera­t­ure rang­ing between -7°C in the wintertime up to 29°C in the sum­mertime.The total water content of the Icelandic wall does not dry out and is between 28 and 36 kg/m2 with Icelandic concret­e.“ 

Að lokum er rétt að vísa til bók­unar full­trúa Sjálf­stæð­is- og Mið­flokks í borg­ar­stjórn Reykja­víkur á síð­asta ári um myglu­vand­ann í skólum borg­ar­innar í þessu til­viki Foss­vogs­skóla. Bók­unin hljóð­aði svo:

„Langvar­andi fjársvelti meiri­hlut­ans í Reykja­vík hvað snýr að við­haldi á hús­eignum borg­ar­innar er nú að birt­ast í þeirri myrku mynd sem nú blasir við. Þetta ástand er afleið­ing af upp­söfn­uðum við­halds­skorti og rangri for­gangs­röðun í stjórn borg­ar­inn­ar. Ljóst er að end­ur­skoða þarf alla verk­lags­þætti og verk­ferla er varða úttektir á skóla­hús­næði og setja fram raun­hæfa áætlun um end­ur­bætur og við­hald. Ljóst er að fara þarf í alls­herj­ar­út­tekt á skóla­hús­næði í borg­inni í ljósi þeirra til­vika sem komin eru upp. Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks hafa nú þegar lagt fram til­lögu þess efnis í borg­ar­ráð­i,“ segir enn fremur í bókun sjálf­stæð­is­manna í umhverf­is- og heil­brigð­is­ráði.

Hér koma fram full­yrð­ingar um orsakir myglu­gróð­urs­ins, sem vantar rök­stuðn­ing rann­sókna á við­kom­andi bygg­ing­um. Miðað við túlkun fyrri rann­sókna væru bygg­ing­argall­ar, svo sem hár­pípuís og steypu eða ­leki gegnum vatns­leiðsl­ur, þök eða utan­húss klæðn­ing­ar, lík­legri orsök mygl­unnar en skortur á við­haldi og sýnir enn og aftur nauð­syn þess, að vönduð rann­sókn fari fram á myglu­sköð­uðu hús­næði, í Reykja­vík og öðrum stöðum lands­ins. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri tækni­mála Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar