Að lifa bíllausum lífsstíl

Dagný Hauksdóttir hefur búið á bíllausu heimili í 18 mánuði og segir að reynslan af því að nota strætó sé mjög jákvæð.

Auglýsing

Umferð um Ártúns­brekku er um 100.000 bílar á sól­ar­hring sam­kvæmt útreikn­ingum VSÓ ráð­gjaf­ar. Það eru að jafn­aði yfir 4.000 bílar á hverri klukku­stund allan sól­ar­hring­inn. Margir hafa upp­lifað bíla­foss­inn í Ártúns­brekku sem lík­ist helst risa­stórri jóla­ser­íu. Í Reykja­vík fer svifryks­mengun nokkrum sinnum á ári yfir heilsu­við­mið­un­ar­mörk, sem þýðir að börnum og fólki með við­kvæm önd­un­ar­færi er ráð­lagt að vera inni. Þessi mengun berst sér­lega vel til þeirra sem sitja í umferð­inn­i. Árið 2017 var um 32% los­unar af þeirri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem fellur undir skuld­bind­ingar Íslands til­ Par­ís­ar­samn­ings­ins frá vega­sam­göng­um. ­Mark­miðið er að minnka losun frá þessum þætti um 50% fyrir árið 2030 miðað við 2017, það er eftir 10 ár. 

Hlut­deild almenn­ings­sam­gangna í öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2017 var um 4%. 

Til þessa að fleiri not­færi sér strætó sem sam­göngu­máta, þarf að verða breyt­ing á menn­ingu og á við­horfi gagn­vart því að nota strætó. Það er ekki val­kostur fyrir alla að hætta alfarið að nota einka­bíl en fyrir marga væri hægt að nota strætó, ganga eða hjóla stund­um. 

Auglýsing
Síðustu 18 mán­uði hef ég búið á bíl­lausu heim­ili. Í þver­sögn við það sem margir halda er mín reynsla að vera bíl­laus og nota strætó mjög jákvæð. Ég veit lítið um hvernig er þrengt að einka­bíln­um, en ég veit margt jákvætt um að nota almenn­ings­sam­göngur og hef hug­myndir um hvernig mætti gera þá upp­lifun enn betri. 

Góð reynsla af þjón­ustu Strætó – það er ekk­ert vesen nota á strætó (í 99,9% til­fella)

Fyrir leið­ina sem ég hef tekið til vinnu, kemur strætó yfir­leitt akkúrat á réttum tíma, oft­ast á mín­út­unni. Á þeim 18 mán­uðum sem ég hef notað strætó  lenti ég aldrei í því að kom­ast ekki til eða frá vinnu vegna veð­urs, en hef þó flýtt eða seinkað ferðum eftir veð­ur­spá. Þegar það hefur komið fyrir þá hefur veðrið verið þannig að það væri líka erfitt að ferð­ast um á einka­bíl. Ég hef nær aldrei lent í ófyr­ir­séðum töfum umfram 15 mín­út­ur, sirka 3 sinnum á 18 mán­uð­um. Þegar það ger­ist þá er ekk­ert í því að gera, annað en að hringja og láta vita ef þannig stendur á. 

Strætó veit líka fyrir fram af fram­kvæmdum og töf­um, og gerir ráð­staf­anir til að kom­ast sem best leiða sinna í þannig aðstæð­um. Það er ekki endi­lega hægt þegar maður er á eigin bíl. 

Und­an­farin ár hafa stræt­is­vagn­arnir líka orðið snyrti­legri og þægi­legri að sitja í, þó að ein­staka sinnum lendi maður á gömlum dísil skrjóð, sem Strætó mun von­andi end­ur­nýja sem fyrst. Auk þess bíður þjón­usta Strætó upp á snjall­for­rit og þjón­ustu­vef, og svarar fyr­ir­spurnum á vefnum og í síma með miklum sóma. 

Kostir við að nota Strætó

Sparn­aður

Miðað við árlega sam­an­tekt Félags Íslenskra bif­reið­ar­eig­anda frá 2018 kostar um 60-80 þús­und kr. á mán­uði að reka meðal bíl á Íslandi. Árskort í strætó kostar 78.000 kr. Það eru 6.500 kr. á mán­uði. Margir vinnu­staðir bjóða auk þess upp á sam­göngu­styrk fyrir þá sem nota almenn­ings­sam­göngur til ferða til og frá vinnu. Þannig getur sam­göngu­kostn­aður jafn­vel orðið jákvæð­ur. Sá sparn­aður rétt­lætir auð­veld­lega nokkrar leigu­bíla­ferðir á mán­uði og jafn­vel kaup á 66°N úlpu eftir nokkra mán­uði. Fyrir marga væri þetta ríf­legur sparn­aður fyrir íbúð­ar­kaupum og aðstoð við greiðslu­mat vegna minni fjár­hags­legra skuld­bind­inga. 

Ekk­ert umstang vegna bíls

 • Ég þarf aldrei að taka bensín
 • Ég þarf aldrei að skafa snjó
 • Ég þarf aldrei að þrífa bíl
 • Ég þarf aldrei að leita að bíla­stæði eða borga í stöðu­mæli
 • Ég þarf aldrei að borga bif­reiða­tengd gjöld
 • Ég þarf aldrei að hafa áhyggjur vegna við­gerða eða við­halds á bíl

Úti­vera og hreif­ing

Flestum finnst gott að stunda úti­vist og anda að sér frísku lofti, t.d. með heilsu­bót­ar­göngu. Bíl­laus lífs­stíll gerir það hluta af hvers­dags­leik­an­um, á hverjum degi er tími til úti­veru. Maður hreyfir sig án þess að gefa því gaum og helst í kjör­þyngd átaka­laust. 

Það kæmi mörgum á óvart að oft er ekki svo erfitt að ganga stuttar vega­lengdir í roki. Það ger­ist ekk­ert slæmt. Það þarf mikið til að maður fjúki (það verður að vísu að játa að það hefði getað gerst suma daga síð­ast­lið­inn jan­úar síð­ast­liðn­um). Kannski fær maður rjóðar kinnar og mask­ara út á kinn, en það er hægt að laga það. 

Minna stress

Það er afslapp­andi að sitja í strætó. Oft þarf að flýta sér að ná strætó, en þegar í strætó er komið er ekk­ert stress. Maður veitir því lít­inn gaum hvort það sé mikil umferð, hvort aðrir bílar keyri hægt eða hvort vagn­inn lendi á rauðu ljósi.

Auglýsing
Á leið­inni í vinn­una með Strætó getur maður hangið í sím­anum sam­visku­laust; lesið frétt­ir, skoðað tölvu­póst­inn sinn, svæpað til hægri eða vinstri á Tinder eða skrollað niður Face­book vegg­inn. Maður getur líka verið retró hip­ster og lesið bók eða prjón­að, eða bara slappað af og lokað aug­un­um. Fyrir suma er þetta eini tími sól­ar­hrings­ins þar sem hægt er að ein­fald­lega slappa af. Stundum hittir maður óvænt vinnu­fé­laga eða vini í vagn­inum og á þá jafn­vel skemmti­legar sam­ræð­ur. Það er líka sam­eig­in­legur skiln­ingur um að stundum er maður ekk­ert í stuði til að spjalla og langar bara að hanga í sím­an­um.

Þegar maður á ekki bíl er maður minna á spani út um allan bæ. Maður metur betur hvort erindið sé mik­il­vægt eða skoðar hvort það sé hægt að útrétta í göngu­færi, og gefur sér kannski betri tíma þannig að það verður meira næð­i. 

Ókostir

Sum erindi þarfn­ast bíls. Ég hef vissu­lega fengið hjálp frá fjöl­skyldu og vinum sem eiga bíl, en það hefur verið sjaldnar en við mætti að búast og þá oft­ast þannig að við erum að erind­ast eitt­hvað sam­an. Það eina sem hefur verið vesen er að kom­ast út á land. Almenn­ings­sam­göngur ganga ekki á alla staði og inn­an­lands­flug er dýrt. Þá eru fá önnur úrræð­i. 

Hvernig má styðja við bíl­lausa lífið

Þó að það séu helst tíðni ferða, stað­setn­ing strætó­stoppu­stöðva og ferða­tími sem skipti máli fyrir far­þega almenn­ings­sam­gangna, þá er fleira sem hefur áhrif á upp­lifun­ina og sem gæti komið sér vel. 

Það sem er kannski helst van­metið þegar kemur að því að fara ferða sinna án bíls, er mik­il­vægi þess að umhverfið sé aðlað­andi. Það skiptir máli hvort það séu stór bíla­stæði, óaðl­að­andi hús­næði og breiðar umferð­ar­götur eða hvort umhverfið bjóði uppá snyrti­legar gang­stétt­ar, gróður og aðlað­andi bygg­ing­ar. Annað sem hefur mikil áhrif eru hverf­is­búðir og stað­setn­ing þjón­ustu innan hverfa, t.d. lækn­ar, tann­lækn­ar, kaffi­hús, snyrti­stofur og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar. Þessa inn­viði mætti styðja og styrkja. 

Nýlega ákvað Vín­ar­borg að setja upp kerfi þar sem þeir sem fara á milli staða í borg­inni með almenn­ings­sam­göng­um, gang­andi eða hjólandi geta unnið sér inn aðgang að tón­leikum og söfn­um. App fylgist með ferðum not­and­ans og þegar útblástur vegna ferða við­kom­andi hefur sparað jafn­virði 20 kíló­gramma útblást­urs koldí­oxíðs fær hann gjafa­bréf.  

Þetta er skemmti­leg og jákvæð leið til að hvetja fólk til að prófa nýjar leið­ir.  Til að hvetja fólk enn frekar til að fækka ferðum með einka­bílnum eða styðja þá sem nota aðrar sam­göngur væri hægt að leita sam­starfs í formi afslátta hjá fyr­ir­tækjum sem geta auð­veldað bíl­lausan lífs­stíl, t.d. hjá

 • Bíla­leigum
 • Leigu­bíla­fyr­ir­tækjum
 • Inn­an­lands­flugi
 • Úti­vist­ar­versl­anir
 • Skó­búðum
 • Veit­inga­þjón­ustu í nálægð strætó­stöðva
 • Strætó og öðrum far­þega­flutn­inga­fyr­ir­tækjum á lands­byggð­inni
 • Vef­miðlum sem selja hvers­dags­vörur (eins og Heim­kaup)

Það er mikil hvatn­ing að fá sam­göngu­styrk frá vinnu­veit­anda, en vinnu­veit­endur geta skapað frek­ari hvata með því að leyfa 10-15 mín­útna styttri við­veru fyrir þá sem nota almenn­ings­sam­göngur til að vega upp á móti lengri ferða­tíma og með því að hafa aðstöðu til að hengja af sér og skipta um föt áður en í vinnu­rýmið er kom­ið. 

Borgin og Strætó mættu bjóða upp á steypt og þétt­byggð strætó­skýli líkt og því sem stendur Menn­ing­ar­hús­inu í Hamra­borg og smá dekur eins og upp­hit­aða aðstöðu á stærstu skipti­stöðv­un­um. Jafn­vel væri hægt að bjóða upp á ókeypis kaffi og te. 

Það er betra fyrir alla að draga úr umferð

Það er ódýrt að taka strætó og það er raun­hæfur kostur fyrir marga, en ekki alla. Í skýrslu frá VSÓ ráð­gjöf kemur fram að árið 2030 þegar borg­ar­lína og Sunda­braut verða komin í notk­un, munu samt sem áður 85.000 bílar keyra um Ártúns­brekku á sól­ar­hring. Gert er ráð fyrir að þá muni 30.000 bílar fara um Sunda­braut og síðan bæt­ast við umferð á Sæbraut. 

Það er fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eyðir um klukku­stund í bíl á leið til og frá vinnu. Ekki er útlit fyrir að það muni draga úr umferð á næstu miss­erum ef ekk­ert breyt­ist. En eftir því sem fleiri taka strætó, ganga eða hjóla verður minni bíla­um­ferð og betra umferð­ar­flæði. Þá verður meira pláss á götum borg­ar­innar fyrir þá sem velja einka­bíl­inn, minni þörf fyrir vega­fram­kvæmd­ir, betri loft­gæði, minni umferð­ar­nið­ur, minni útblástur koldí­oxíðs og borgin verður almennt meira aðlað­andi staður til að búa á. Það er full ástæða til að hvetja fólk til dáða til að nota þjón­ustu Strætó.  

Ég hvet alla til að skoða strætó sam­göngur og athuga versl­anir og þjón­ustu í göngu­færi við heim­ili eða vinnu­stað. Síðan prófa að fara ferð án bíls­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar