Styrmir Gunnarsson og „frelsun Breta“ frá ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að í umræðunni um útgöngu Breta úr ESB séu þreyttar klisjur um ESB dregnar fram.

Auglýsing

Það er merki­legt hvernig hægt er að snúa út úr og snúa á haus hlutum sem eru svo aug­ljós­ir. Eitt skýrasta dæmið um það er pist­ill fyrrum rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, Styrmis Gunn­ars­sonar um Brex­it, útgöngu Bret­land úr ESB í Morg­un­blað­in­u 1. febr­ú­ar ­síð­ast­lið­inn (Frels­un Bret­lands). Þar eru ­dregnar fram allar gömlu og þeyttu klisjurnar um ESB („emb­ætt­is­mannaklík­an“/„ægi­vald emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins“ ) og svo fram­veg­is. En það er hins ­vegar stað­reynd að öll ríki ESB og öll nútíma ríki nota skrifræði („bur­eaucracy”) og reglu­verk, enda eru það stjórn­ar­hættir sið­aðra þjóða. 

Styrmir notar pistil sinn til þess að hamra á þeirri ­megnu andúð (nánast hat­ur) á ESB, sem hefur þrif­ist á síðum Morg­un­blaðs­ins síðan Davíð Odds­son, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Íslands, tók við rit­stjórn blaðs­ins árið 2009. ­Senni­lega hefur hund­ruð­u­m ­dálk­metra verið eytt í gremju rit­stjór­ans út í ESB og ­út­gerð­ar­greif­ar hafa ausið hund­ruðum millj­óna í ta­p­rekst­ur ­blaðs­ins. ­Fengnir hafa verið til­ liðs við blaðið margir af helstu „andúð­ar­penn­um“ lands­ins, til að setja á hina og þessa staði í því. 

Mark­miðið að sverta ESB 

Allt er þetta ­með það að mark­miði að sverta ESB ­sem mest og annað mark­mið var að ­sjálf­sögð­u að vinna hat­ramm­lega gegn aðild­ar­um­sókn Íslands að ESB og verja þar með sér­hags­muni sjáv­ar­út­vegs og land­bún­að­ar á kostnað almanna­hags­muna. Það tókst og aðild­ar­um­sóknin að ESB sett á ís á sínum tíma. 

Styrmir byrjar á að segja að stórir hópar í Bret­landi líti á það sem „eins­konar frels­un“ að landið fari út úr ESB. Það má vel ver­a ­fyrir þann hóp sem kaus að fara út, en vert er að minna á að það er álíka stór hópur sem vildi vera áfram innan ESB (48.1% vildu ver­a á­fram, 51.9 vildu út). Varla lítur því þessi stóri minni­hlut­i á þessa aðgerð ­sem frels­un. Í Skotland­i vildu 62% Skota vera áfram, en aðeins 38% vildu út. Þetta er því alls ekki frelsun fyrir þá. 

Síðan má hrein­lega velta því fyrir sér almennt hvort Bretar séu eitt­hvað „ófrjáls­ari” en aðrar þjóðir í Evr­ópu. Þeir geta jú gert nán­ast það sem þeim dettur í hug, þ.e.a.s al­menn­ing­ur, farið hvert á land sem er, stund­að „bis­ness” út um allar jarð­ir. ­Styrmir lætur hins ­vegar í það skína að Bretar og Bret­land sé að losna undan alls­herj­ar helsi. 

ESB aðild lyk­il­at­riði í hag­sæld Bret­lands 

Lang­flestir fræði­menn á sviði Evr­ópu­mála eru hins ­vegar á því að aðild að ESB hafi gert Bret­landi mjög gott, en þegar landið gekk inn fyrir um 40 árum síðan var það frekar staðnað og útlitið ekki bjart. Í skjóli aðildar að ESB hefur t.d. ein helsta mið­stöð nú­tíma fjár­mála í heim­in­um („City”) verið byggð upp­. Um þessi mál má lesa hér. Og aðgang­ur­inn að Innri mark­aði ESB er tal­in hafa skipt lyk­il­máli ­fyrir aukna hag­sæld í Bret­landi (rétt eins og hér á Ísland­i.) 

Annað sem Styrmir ræði í grein sinni er það sem hann kallar „virð­ing­ar­leysi fyrir sér­kennum og menn­ingu hverrar þjóð­ar­“ og hroka „lít­illar emb­ætt­is­mannaklíku, sem taldi sig ekki þurfa að taka neitt til­lit til lýð­ræð­is­legra stjórn­ar­hátta.“ Und­ir­rit­aður áttar sig ekki á hvert ­Styrmir er að fara hér. Und­ir­rit­aður fylgd­ist (og fylgist) mjög vel með öllu því sem teng­ist Brex­it og fær ekki betur séð en að ESB hafi tekið full­kom­lega til­lit til þeirrar ákvörð­unar sem breska þjóðin tók. 

Fullt til­lit tekið til Breta 

Í Brus­sel þótti mönnum leitt að landið skyldi vilja yfir­gefa ESB. Það féllu vissu­lega hörð orð á Evr­ópu­þing­inu, en frá degi eitt var það stefna ESB að ná samn­ingum við ESB og láta „emb­ætt­is­mannaklík­una“ vinna sitt verk. Enda var það þannig að á fyrsta samn­inga­fundi kom hin „hroka­fulla emb­ætt­is­mannsklíka“ vel und­ir­búin til leiks, Bret­ar hins ­veg­ar tóm­hent­ir, eins og fræg mynd af þessu ­sýn­ir. Nið­ur­staðan er því sú að fullt til­lit hafi verið tekið til óska og vilja Breta í þessu mál­um, en staða ESB er auð­vitað sú að sam­bandið er (og var) að verja hags­muni 27 aðild­ar­ríkja. Annað væri full­kom­lega óeðli­leg­t. 

Auglýsing
Auðvitað voru (og eru) mjög erf­iðir hlutir í gangi og Brex­it er í raun rétt að byrja, best dæmið um það eru landa­mærin á milli­ N-Ír­lands (sem til­heyrir Bret­landi) og Írlands, nokkuð sem krafð­ist gríð­ar­legrar útsjón­ar­semi og er nán­ast ófram­kvæm­an­leg­t. En þar sætt­ust menn á ákveðna lausn (Back­stop) sem látið verður reyna á, þ.e.a.s ­mála­miðlun var náð. 

Síð­an ­segir Styrmir að lýð­ræði hafi ekki verið „í hávegum haft í upp­bygg­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins,“ en hefur t.d. ­ferlið í sam­bandi við Brex­it ekki verið mjög lýð­ræð­is­leg­t? ­Menn hafa hist („emb­ætt­is­mannaklík­ur“ vænt­an­lega, bæði frá ESB og Bret­land­i), málin hafa verið rædd og menn kom­ist að sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu (t.d. ­út­göngu­samn­ing­ur), með hags­muni beggja að leið­ar­ljósi. Hvað er lýð­ræð­is­legra en það? 

Heima­til­bú­in Brex­it-vand­ræði 

Aðal vand­ræðin við Brex­it, var hins ­veg­ar alls­herjar vand­ræða­gangur á breska þing­inu um málið og hvernig brást ESB við því? Kúg­uðu þeir Breta? Nei, Bretum var veittur frestur á frest ofan meðan menn engd­ust sundur og sam­an­ í London. Var ESB ólýð­ræð­is­leg­t hér? Nei, Brus­sel, sýndi hér­ ó­trú­legt lang­lund­ar­geð. Höggvið var svo á þennan hnút í kosn­ingum í des­em­ber síð­ast­liðn­um, þar sem Íhalds­flokk­ur­inn fékk ótví­ræðan meiri­hluta á breska þing­in­u. 

Allt tal ­Styrmis­ um að ESB hafi reynt að kúga Breta og „unn­ið ­skipu­lega að því að koma í veg fyrir útgöngu Breta með aðstoð „fimmtu her­deild­ar““ er því óskilj­an­legt. Hverjir voru í þess­ari „fimmtu her­deild“? Voru það t.d. Írar, sem reyna hvað þeir geta til að verja hags­muni sína, enda geis­aði borg­ara­styrj­öld á árunum 1969-1999 þar í landi (N-Ír­land­i), sem kost­að­i um og yfir­ 3000 ­manns­líf? Það vill engin nýtt stríðs­á­stand á N-Ír­land­i/Ír­landi! Voru það Norð­ur­landa­þjóð­ir ES­B? ­Spán­verjar? Ítal­ir? Hverjir voru á fullu að reyna að koma í veg fyrir útgöngu Breta? 

Styrmir heldur svo „kúg­un­ar­tali“ sínu áfram og slær þar á strengi sem allir and­stæð­ingar ESB á Íslandi slá á, þ.e.a.s. að ef Ísland gengi í ESB, yrði það fyrsta verk ­sam­bands­ins að kúga okkar litlu þjóð með ein­hverjum hætt­i, rétt eins og ESB sé eitt­hvað ­sam­an­safn af sa­d­ist­um, sem bara bíða eftir því að geta kúgað litla Ísland. 

Nú hef­ur Ís­land verið í EES-­sam­starf­inu í 25 ár, sem þýðir að við erum nán­ast með annan fót­inn í ESB. Af hverju er ESB ekki búið að kúga okk­ur linnu­laust í gegnum EES? Já, hrein­lega bara níð­ast á örþjóð­inn­i? ­Síðan er það sam­dóma álit nán­ast allra (nema ein­hverra örfárra „kver­úlanta”) að EES-­samn­ing­ur­inn sé eitt mesta fram­fara­spor í sög­u Ís­lands­. Þetta er meira að segja skoð­un ­fyrrum ­for­sæt­is­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Geir­s Haar­de og fleiri ráða­manna inn­an­ hans. Enda er eng­inn vilji innan flokks­ins að fara úr EES. Þetta er því gjör­sam­lega óskilj­an­leg­t, „­kúg­un­ar­talið“ um ESB. 

Í lok pistils­ins segir Styrmir svo að breskir emb­ætt­is­menn sem voru hlynnt­ir að­ild lands­ins að ESB hafi litið á það sem aðferð til að tryggja Bretum alþjóð­leg áhrif, en það hafi ekki tek­ist. Þetta tengir Styrmir við nýlendu­sögu Breta (sem er ­reynd­ar ekki fögur eins og hann bendir rétti­lega á) og ýmis ævin­týri þeirra sem nýlendu­veldi (Sú­ez-­deil­una). Nú, ef það er svo að Bretar eru svona fúlir yfir því að þeir réðu ekki öllu í ESB, þá eru þeir á leið­inni út og það er bara allt í lagi. Þeir kusu það, þeir voru ekki stopp­aðir í því að gera það og nú verða þeir þá bara að spjara sig. 

Auglýsing
En hafi hugsun þeirra verið að ráða öllu í ESB, þá hafa þeir illi­lega mis­skilið sam­band­ið, sem að stórum hluta gengur út á mála­miðl­anir og sátta­vinnu, hafa alla glaða. Því miður vor­u Bret­ar  aldrei neitt sér­stak­lega glaðir innan ESB (­sér­stak­lega íhalds­menn) og er þá ekki bara fínt að þeir séu farn­ir? Hags­bætur fyrir breskan almenn­ing vegna veru lands­ins í sam­band­inu, eru hins ­veg­ar ótví­ræð­ar, t.d. að geta búið á á Spáni á breskum eft­ir­launum og notið veð­ur­blíð­unn­ar! 

Tími að end­ur­skoða aðild­ar­um­sókn? 

Það er hins ­veg­ar um­hugs­un­ar­efni fyrir Ísland og vest­ur­væng ­Evr­ópu og þeirra landa sem liggja að Atl­ants­haf­inu, hvernig þau ætla að bregð­ast við því tóma­rúmi sem nú skap­ast við útgöngu Breta, með sínar tæpu 68 millj­ónir manna. 

Það er að mínu mat full á­stæða til þess að hefja í alvöru end­ur­skoðun og jafn­vel end­ur­upp­töku á aðild­ar­um­sókn Íslands að sam­band­inu. Fyrir því eru marg­vís­leg rök sem ekki verða tíunduð hér (kannski í annarri grein) en nefna mætti t.d. auknar erlendar fjár­fest­ingar í kjöl­far mögu­legrar aðildar (hefur gerst hjá öllum aðild­ar­þjóð­u­m), aukin fjöl­breytni í atvinnu­lífi, aukin sam­keppni, stór og sterkur alþjóð­legur gjald­mið­ill, umhverf­is­mál og fleira. 

Áskor­anir fram­tíðar eru marg­vís­legar og með aðild væri hægt að hugsa sér nýja „Nor­ræna vídd,“ ­sem mögu­lega gæti styrkst enn frekar með aðild Skota, ef þannig færi að Skotland myndi verða frjálst land (Scex­it-frá Betland­i) og sækja um að­ild að ESB. Þeir myndu örugg­lega fá þar inni. En nú erum við komin nokkurn spotta inn í fram­tíð­ina, en hún kemur einn dag­inn. Hægt að bóka það. 

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræð­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar