Ákall um menntasókn

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnvöld verði að taka alvarlega vísbendingar um að innan fárra ára fækki störfum verulega ef ekkert verður að gert.

Auglýsing

Ráð­herr­arnir skauta fram hjá sér­stakri stöðu á vinnu­mark­aði þegar þau dásama efna­hags­leg afrek sín.

Atvinnu­leysi fer vax­andi og er nú 9% á Suð­ur­nesjum!

Við­skipta­bank­arnir halda að sér höndum í lán­veit­ingum til fyr­ir­tækja enda lítið um fýsi­legar fjár­fest­ing­ar. Í ferða­þjón­ustu hefur fjár­fest­ingin verið mikil und­an­farin ár en nú fækkar ferða­mönnum og sam­dráttur blasir við.

Í nið­ur­sveifl­unni er við­búið að sumar þess­ara fjár­fest­inga endi með skelli fyrir fyr­ir­tæk­in, starfs­fólk, lán­veit­endur og við­kom­andi sam­fé­lög.

Nið­ur­sveiflan gæti orðið lengri en spár gera ráð fyrir því það mun draga úr ferða­lögum á næst­unni, líka hingað til lands. Ástæðan er fyrst og fremst breyt­ing á neyslu­venjum vegna lofts­lags­breyt­inga sem ekki er hægt að kalla annað en ham­far­ir.

Auglýsing
Við verðum að búa í hag­inn núna strax og und­ir­búa ferða­lagið upp úr nið­ur­sveifl­unni. Það má ekki verða með eggja­söfnun í eina körfu eins og gert var þegar veðjað var á öran vöxt ferða­þjón­ust­unnar til langs tíma með skatta­styrkjum og án inn­viða­upp­bygg­ingar á vaxt­ar­tím­an­um.

Við erum því miður að tapa því veð­máli.

Stjórn­völd verða því að leggja nýsköpun og sprota­fyr­ir­tækjum lið af miklum þunga og styrkja fjöl­breytt atvinnu­líf um allt land. Raun­veru­leg mennta­sókn verður að eiga sér stað með fjöl­breyttu náms­fram­boði og góðu aðgengi að námi fyrir alla. Sér­stak­lega þarf að styrkja starfs­mennta­skól­ana og skapa fleiri tæki­færi til end­ur- og símennt­un­ar. 

Menntun og nýsköpun eru lyk­ill­inn að lausn­unum í því óum­flýj­an­lega breyt­inga­ferli sem framundan er. Hvort sem litið er til aðgerða sem vinna gegn hlýnun jarðar eða til örra tækni­fram­fara á flestum svið­um, er mennt­unar og nýsköp­unar þörf. Ekki bara svo finna megi lausnir fyrir atvinnu­starf­sem­ina og arð­semi fyr­ir­tækja heldur einnig til að tryggja að breyt­ing­arnar verði til góðs og auki jöfnuð í land­in­u. 

Stjórn­völd verða að taka alvar­lega vís­bend­ingar um að innan fárra ára fækki störfum veru­lega ef ekk­ert verður að gert og atvinnu­leysi skapi vax­andi og  alvar­legan vanda með nei­kvæðum félags­legum afleið­ing­um.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar