Ákall um menntasókn

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnvöld verði að taka alvarlega vísbendingar um að innan fárra ára fækki störfum verulega ef ekkert verður að gert.

Auglýsing

Ráð­herr­arnir skauta fram hjá sér­stakri stöðu á vinnu­mark­aði þegar þau dásama efna­hags­leg afrek sín.

Atvinnu­leysi fer vax­andi og er nú 9% á Suð­ur­nesjum!

Við­skipta­bank­arnir halda að sér höndum í lán­veit­ingum til fyr­ir­tækja enda lítið um fýsi­legar fjár­fest­ing­ar. Í ferða­þjón­ustu hefur fjár­fest­ingin verið mikil und­an­farin ár en nú fækkar ferða­mönnum og sam­dráttur blasir við.

Í nið­ur­sveifl­unni er við­búið að sumar þess­ara fjár­fest­inga endi með skelli fyrir fyr­ir­tæk­in, starfs­fólk, lán­veit­endur og við­kom­andi sam­fé­lög.

Nið­ur­sveiflan gæti orðið lengri en spár gera ráð fyrir því það mun draga úr ferða­lögum á næst­unni, líka hingað til lands. Ástæðan er fyrst og fremst breyt­ing á neyslu­venjum vegna lofts­lags­breyt­inga sem ekki er hægt að kalla annað en ham­far­ir.

Auglýsing
Við verðum að búa í hag­inn núna strax og und­ir­búa ferða­lagið upp úr nið­ur­sveifl­unni. Það má ekki verða með eggja­söfnun í eina körfu eins og gert var þegar veðjað var á öran vöxt ferða­þjón­ust­unnar til langs tíma með skatta­styrkjum og án inn­viða­upp­bygg­ingar á vaxt­ar­tím­an­um.

Við erum því miður að tapa því veð­máli.

Stjórn­völd verða því að leggja nýsköpun og sprota­fyr­ir­tækjum lið af miklum þunga og styrkja fjöl­breytt atvinnu­líf um allt land. Raun­veru­leg mennta­sókn verður að eiga sér stað með fjöl­breyttu náms­fram­boði og góðu aðgengi að námi fyrir alla. Sér­stak­lega þarf að styrkja starfs­mennta­skól­ana og skapa fleiri tæki­færi til end­ur- og símennt­un­ar. 

Menntun og nýsköpun eru lyk­ill­inn að lausn­unum í því óum­flýj­an­lega breyt­inga­ferli sem framundan er. Hvort sem litið er til aðgerða sem vinna gegn hlýnun jarðar eða til örra tækni­fram­fara á flestum svið­um, er mennt­unar og nýsköp­unar þörf. Ekki bara svo finna megi lausnir fyrir atvinnu­starf­sem­ina og arð­semi fyr­ir­tækja heldur einnig til að tryggja að breyt­ing­arnar verði til góðs og auki jöfnuð í land­in­u. 

Stjórn­völd verða að taka alvar­lega vís­bend­ingar um að innan fárra ára fækki störfum veru­lega ef ekk­ert verður að gert og atvinnu­leysi skapi vax­andi og  alvar­legan vanda með nei­kvæðum félags­legum afleið­ing­um.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar