Sjúklingar borga minna

Heilbrigðisráðherra skrifar um greiðsluþátttöku sjúklinga á Íslandi.

Auglýsing

Lækkun greiðslu­þátt­töku sjúk­linga er afger­andi þáttur í því að tryggja jafnt aðgengi fólks að heil­brigð­is­þjón­ustu. Gögn frá Evr­ópsku töl­fræði­stofn­un­inni, Eurosta­t, ­sýna að um um það bil 3,5 pró­sent Íslend­inga þurftu að neita sér um lækn­is­þjón­ustu vegna kostn­að­ar, fjar­lægðar eða bið­tíma árið 2016. Um 5% allra tekju­hópa þurftu að neita sér um tann­lækna­þjón­ustu á sama tíma. Óupp­fyllt þörf fyrir lækn­is- og tann­lækna­þjón­ustu er mun meiri á meðal hinna tekju­lægstu, eða um 5% vegna lækn­is­þjón­ustu. Sam­svar­andi hlut­fall þeirra sem þurfti að neita sér um tann­lækna­þjón­ustu var um 15%.

Unnið er mark­visst að lækkun greiðslu­þátt­töku sjúk­linga, þannig að sjúk­lingar borgi minna fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu og lyf, en ríkið borgi stærri hlut. Lækk­unin er ein stærsta jöfn­un­ar­að­gerð sem rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í á þessu kjör­tíma­bili og jafn­framt eitt þeirra atriða sem ég hef sett í sér­stakan for­gang í emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra.

Lækkun kostn­aðar sjúk­linga er hafin

Við höfum nú þegar lækkað greiðslu­þátt­töku öryrkja og líf­eyr­is­þega í tann­lækna­kostn­aði, og aukið þátt rík­is­ins í greiðslum vegna þeirrar þjón­ustu. Nú nemur end­ur­greiðslan 50% fyrir þessa hópa en sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun er svig­rúm til að auka fram­lögin árlega um 200 millj­ónir króna árin 2021 – 2024 og lækka með því greiðslu­þátt­töku líf­eyr­is­þega vegna tann­lækn­inga úr 50% í 25% á tíma­bil­inu. Við höfum líka fellt niður komu­gjöld fyrir öryrkja og aldr­aða á heilsu­gæslu­stöðvar og hjá heim­il­is­lækn­um. Um ára­mótin tóku svo gildi enn frek­ari lækk­anir á greiðslu­þátt­töku sjúk­linga.

Auglýsing
Í fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda til árs­ins 2024 eru 3,5 millj­arðar króna sér­stak­lega ætl­aðir til að draga úr kostn­aði sjúk­linga vegna heil­brigð­is­þjón­ustu og auka á móti fram­lög hins opin­bera. Fyrsta skrefið í því að fella niður komu­gjöld í heilsu­gæslu var stigið 1. jan­úar 2020, þegar almenn komu­gjöld í heilsu­gæslu lækk­uðu úr 1.200 krónum í 700 krón­ur. Þetta á við um komur fólks á dag­vinnu­tíma á heilsu­gæslu­stöð þar sem við­kom­andi er skráð­ur. Börn, aldr­aðir og öryrkjar greiða eftir sem áður ekki komu­gjöld í heilsu­gæslu.

Þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn voru horm­óna­tengdar getn­að­ar­varnir felldar undir lyfja­greiðslu­þátt­töku­kerfið fyrir konur sem eru 20 ára eða yngri. Þá var öllum börnum sem fæð­ast með skarð í efri tann­boga eða með klof­inn góm með reglu­gerð tryggður réttur til end­ur­greiðslu vegna tann­lækn­inga og tann­rétt­inga sem nemur 95% af gjald­skrá tann­lækn­is. Ný reglu­gerð um ferða­kostnað sjúkra­tryggðra og aðstand­enda þeirra inn­an­lands tók líka gildi í byrjun árs. Með reglu­gerð­inni verður m.a. komið til móts við þá sem þurfa reglu­lega að ferð­ast um lengri veg vegna blóð­skil­unar og enn fremur er það nýmæli að greitt verður far­gjald fylgd­ar­manns konu sem þarf að takast ferða­lag á hendur til að fæða barn á heil­brigð­is­stofnun eða sjúkra­húsi.

Komu­gjöld í heilsu­gæslu verða felld niður

Framundan eru enn frek­ari aðgerðir til að draga úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga. Komu­gjöld í heilsu­gæslu verða áfram lækkuð og árið 2022 verða almenn komu­gjöld í  heilsu­gæslu felld alveg nið­ur. Lög um heil­brigð­is­þjón­ustu segja að heilsu­gæslan skuli vera fyrsti við­komu­staður fólks í heil­brigð­is­kerf­inu – og í heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2030 er þetta mik­il­vægt leið­ar­stef. Því er aukið aðgengi allra að þjón­ustu heilsu­gæsl­unnar mik­il­vægt mark­mið. 

Þak vegna lyfja­kaupa ein­stak­linga lækk­ar 

Árið 2021 er líka gert ráð fyrir um 50 millj­ónum króna til að lækka þak á árleg hámarks­út­gjöld ein­stak­linga vegna lyfja­kaupa og ráð­gert er að verja um 20 millj­ónum króna í nið­ur­greiðslur á horm­óna­lykkj­unni fyrir konur sem þurfa á henni að halda af klínískum ástæð­um, t.d. vegna endó­metríósu. Nið­ur­greiðslur hins opin­bera vegna hjálp­ar­tækja og tann­lækn­inga verða einnig auknar enn frek­ar. Sam­tals er áformað að verja 2,3 millj­arði í lækkun greiðslu­þátt­töku fram til árs­ins 2022.

Þessar breyt­ingar eru mik­il­væg skref í átt að því marki að greiðslu­þátt­taka sjúk­linga í heil­brigð­is­þjón­ustu verði á pari við það sem best ger­ist á Norð­ur­lönd­un­um, en þangað stefnum við. Lækkun greiðslu­þátt­töku sjúk­linga er mik­il­væg jöfn­un­ar­að­gerð og til þess fallin að tryggja enn betra aðgengi að þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Með jafn­ara aðgengi er spornað við heilsu­fars­legum ójöfn­uði af félags­legum og fjár­hags­legum ástæð­um. Þannig tryggjum við betra heil­brigð­is­kerfi fyrir alla.

Höf­undur er heil­brigð­is­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar