Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar hugleiðingu í tilefni konudagsins en þar fjallar hún um baráttu og samstöðu láglaunakvenna.

Sólveig Anna og vinkonur
Auglýsing

„Reikn­ing­arnir eru kannski ekki margir, en öll launin mín fara í þá.“ Elżbieta Kołacz, frá Pól­landi.

„Okkar tími er nún­a.“ Niu­vis Sagó Suceta, frá Kúbu.

„For it is only through a mix of brute coercion and constructed con­sent that the system can sustain itself in the best of times.“ Fem­in­ism for the 99%, bls. 33.

Auglýsing

Ég þekki konur sem hingað á eyj­una hafa komið frá hinni stóru ver­öld. Þær hafa komið til að vinna. Þær hafa komið til að eiga lífið sitt hér. Þær dvelja, ásamt konum sem hér fæddust, á útsölu­mark­aði sam­ræmdrar íslenskrar lág­launa­stefnu. Þær vinna við umönn­un­ar­störf. Þær vinna við að snúa hjólum vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Þær eru grunn­þátt­ur­inn í því að hjól atvinnu­lífs­ins geti snú­ist.

Þær skildu svo margt eftir þegar þær komu hing­að. Mömmu sína. Stór­fjöl­skyld­una. Upp­runa­landið sitt. Til að kom­ast „heim“ í heim­sókn þurfa þær að vinna og vinna, fara í vinnu númer 2, spara og spara, bíða og bíða. Segja nei við sjálfar sig og börnin sín, aftur og aft­ur; nei, það er ekki hægt að kaupa pizzu, nei, það er ekki hægt að fara í bíó, nei, það er ekki hægt að fara í klipp­ingu. Að segja svona mörg nei getur kramið hjartað í konu. Þau eru eins­konar fanga­vist, öll þessi nei. Þú ert dæmd til að afplána á útsölu­mark­aðn­um. Þrátt fyrir að hafa ekk­ert gert af þér. Glæp­ur­inn er að vera ekki „réttu meg­in“ við gjána; þessa risatóru gjá sem búin er til úr for­rétt­indum og tæki­færum, mis­skipt­ingu og arðráni.

Á þessum konu­degi segi ég og leita inn­blást­urs hjá þeim sem útskýrt hafa fyrir mér bar­átt­una og hvað við er að fást, öllum fræði og bar­áttu­kon­un­um:

For­rétt­inda­hóp­arn­ir, alþjóð­legir og þeir sem ráða innan þjóð­ríkj­anna, taka að sér hlut­verk gam­al­dags karls, aft­ur­halds­ins í fjöl­skyld­unni; fullir af til­ætl­un­ar­semi, skiln­ings­leysi, algjörri van­getu til að sjá og heyra á meðan að lág­launa­kon­an, neðst í stig­veld­inu, á að halda áfram að vera und­ir­gef­in, þög­ul, hlýð­in, fórn­fús. Á að halda áfram að ástunda hin konu­legu gildi. Á að halda áfram að veita aðgang að vinnu­afl­inu sínu, vöðv­unum sín­um, heil­an­um, hjart­anu. Á að halda áfram að veita aðgang að sjálfri sér fyrir smá­ræði. Á að sam­þykkja að hún sé bara svona lít­ils virði. Svona ódýr kona. Bara svona pínku­lít­il, næstum ósýni­leg.

Þrátt fyrir að vera ómissandi fyrir alla.

Mætti ég fá örlítið meira, herra minn?

„The per­son who has preci­ous labor to sell can be made to feel one down, way down, like a supp­licant with her hand stretched out.“ Úr Nickled and dimed, eftir Bar­böru Ehren­reich, bls 84.

En ekki leng­ur. Ekki hér í Reykja­vík. Við höfum gert hið ósýni­lega sýni­legt. Það verður aldrei hægt að gera okkur ósýni­legar aft­ur. Við höfum sagt kerf­inu stríð á hend­ur, kerf­inu sem nær­ist á því að hafa okkur und­ir­gefn­ar, nær­ist á því að hafa enda­lausan aðgang að alþjóð­legu vinnu­afli lág­launa­kvenna.

Við stöndum sam­an, við sem fædd­umst hér og við sem komum frá hinni stóru ver­öld. Sam­staða okkar er algjör. Við eigum hana sjálfar og við gefum hvor ann­ari hana. Ég fæ sam­stöðu frá þér og þú færð sam­stöðu frá mér. Við lofum hvor ann­ari því. Hún er það sem mun færa okkur sig­ur.

Heims­reisan okkar er inn í okkur sjálf­um. Hún hófst þegar að við kynnt­umst í vinn­unni, þegar við unnum sam­an, frá Íslandi, Kúbu, Úkra­ínu, Pól­landi, Spáni, Fil­ips­eyj­um. Hún hófst þegar við hlust­uðum hvor á aðra, unnum hvor með ann­ari, hjálp­uðum hvor ann­ari. Alþjóða­væð­ing lág­launa­kon­unnar er okkar heims­reisa. Við höfum fært miklar fórnir vegna hennar en nú er að því komið að við ætlum að nota hana fyrir okkur sjálf­ar. ­Fyrst tökum við Reykja­vík. Og svo höldum við áfram. Með sam­stöð­una að vopni. Óstöðv­andi.

„I am no lon­ger accept­ing the things I cannot change. I am chang­ing the things I cannot accept.“ Ang­ela Dav­is.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar