Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum

Matthildur Björnsdóttir fjallar um það í aðsendri grein hvað það þýðir að vera útlendingur.

Auglýsing

Við erum öll jarð­ar­bú­ar. En sem jarð­ar­búar höfum við öll fæðst á ein­hverjum einum stað. Þar höfum við van­ist siðum og við­horfum og hvað var í boði fyrir okkur af mat og öðrum jarð­ar­gæð­um, eða ekki.

Svo var flestum kennt að stað­ur­inn sem þau fædd­ust á væri sá besti í heimi og réttur fyrir þau. Það er kallað þjóð­ern­is­hyggja og þjóð­ern­isstolt.

Stað­ur­inn sem við fæð­umst á séður sem hafa ein­stakt mik­il­vægi fyrir okkur og rætur okk­ar. Sem sál er hugs­an­lega mögu­leiki á að við höfum kosið það þegar við ákváðum inn í hvaða móð­ur­líf við skut­umst þegar færi gafst? Eða að það var blind send­ing á okkur þang­að.

Auglýsing

Við erum öll mann­verur en litur húðar fer eftir lög­málum sem hafa ekki verið útskýrð nægi­lega vel, og mann­kyn er greini­lega enn í vand­ræðum með sjá þau mál á heil­brigðan hátt. Ég tel að þau séu frá því hvaða magn sólar var á staðnum þar sem hóp­ur­inn var skap­aður og stað­settur á í upp­hafi eða við fæð­ingu á stað þar sem þess er þörf.

Litum húðar er að fjölga við að fólk gift­ist og eign­ast börn með ein­stak­lingum með annan húð­lit og dæmið er þess vegna að breyt­ast og það til góðs til að skilja að for­dómar gegn húð­lit einum séu ekki réttir til að meta mann­ver­ur.

En það að tala sama tungu­máli þýðir ekki að hugsun og til­finn­ingar eða við­horf séu endi­lega þau sömu í systk­in­um, eða ætt­ingjum þó að við komum frá sömu lík­ömum for­eldra. Af því að það að tengjast, er að tala saman og finna að það séu sam­eig­in­leg við­horf, áhuga­mál, verð­mæta­mat og hvað okkur líki í líf­inu og í þeim heimi sem við þekkjum þá.

Og sam­kvæmt því sem Stephen Hawk­ing sagði í síð­ustu bók­inni sinni höfum við heil reið­innar ósköp af vali við fæð­ingu í gena­bank­anum sé á við magn upp­lýs­inga á síðum hund­rað Harry Potter bóka, þegar við eða hvað sem það er sem sér um sköpun og bygg­ingu á lík­ama okkar í móð­ur­kviði ger­ist. Það ger­ist með því sjálf­virka kerfi sem þar er. Kerfi sem stýrir blönd­unni svo að allt fari á réttan stað á réttum tíma.

Sú fjöl­breytni á það til að gera börn að útlend­ingum í sinni eigin fjöl­skyldu, en kannski meira á full­orð­ins­aldri. Sum börn upp­lifa sig samt sem útlend­ing á eigin heim­ili frá unga aldri. ­Til­finn­ingin að upp­lifa sig sem passa inn í hóp­inn er það sem flestir vilja upp­lifa sem börn. Ef þau eru ekki að upp­lifa það líður þeim eins og þau séu útlend­ingar í eigin fjöl­skyldu, það er blóð­fjöl­skyldu, og er erfið til­finn­ing þangað til að þau læra að skilja hver þau séu í raun sem ein­stak­ling­ar.

Það að sjá og upp­lifa útlend­inga sem koma til Íslands vera með­tekna með mis­-vin­sam­legu við­horfi er sorg­legt, ekki síst þegar þau eru venju­legar fjöl­skyldur í leit að friði á nýjum stað. Vilja upp­lifa að tengj­ast nýjum hópi.

Orðið út-­lend­ingur er athygl­is­vert í þessu sam­hengi. Af því að hver mann­vera er í raun útlend­ingur þegar kemur að næstu mann­veru.

Við þekkjum for­eldra og systk­ini í raun ekki að neinu gagni né magni, fyrr en við erum eldri og náum að spyrja for­eldra og systk­ini okkar ótal spurn­inga um hvað skipti þau máli, drauma og þrár og ann­að, sem og auð­vitað frá hegðun þeirra gagn­vart okk­ur.

Álykt­unin sem var svo algeng að við þekktum systk­ini okkar af því að þau voru frá sömu for­eldrum reyn­ist oft vera blekk­ing.

Blekk­ingin sem fólki var inn­rætt af trú­ar­brögðum að við þekkt­umst sjálf­virkt af því að við hefðum sama húð­lit og töl­uðum sama tungu­mál, gerir lífið oft erfitt.

Það er af því að það er ekki lögð nærri næg áhersla á að fjöl­skyldu­með­limir verji nægum tíma frá upp­hafi æsku til full­orð­ins­ára fyrir alla til að læra hvað býr í þeim sjálfum og öllum hin­um.

Þegar þau kynni eru ekki gerð frá upp­hafi eru líkur til að sumir ein­stak­lingar fari að upp­lifa sig sem útlend­inga í eigin fjöl­skyldu, þó að allir séu með sama húð­lit og frá sömu ein­stak­lingum sem for­eldrum og borði við sama mat­ar­borð­ið. Sál­ar­skyld­leiki er nefni­lega ekki sá sami og blóð­skyld­leiki og eftir því sem fólk verður eldra áttar það sig oft á því varð­andi systk­ini og ætt­ingja.

Annað tungu­mál og annar húð­litur

Um aldir áður en flug­vélar komu til sög­unnar gerði fólk sér það að góðu að halda sig til í land­inu þar sem það fædd­ist. Um aldir lifði hver á sínu skeri og sá engar aðrar eða öðru­vísi hör­unds­litar mann­ver­ur.

Seinna og með tækni fjöl­miðla fór þetta dæmi að breyt­ast. Um aldir sá mann­kyn sig sem mjög aðskilið frá fólki sem hafði fæðst í öðru landi. Aðskilið til­finn­inga­lega sem and­lega og stundum fylgdi því ótti við hinn aðil­ann bara af því að húð þeirra var öðru­vísi á lit­inn.

Íslenska nafnið var útlend­ing­ur. Það er athygl­is­vert að skoða hvað orð segja í raun. Því að það orð segir að mann­veran sé í raun utan við þá sem eiga heima þar ef mann­vera frá öðru landi birt­ist.

Lit­skrúð mann­kyns er stór­kost­legt og nú á tímum hraðra ferða heimsenda á milli, er dæmið að breyt­ast. Æ fleiri af einum húð­ar­lit sem hafði aldrei séð mann­veru með öðrum húð­ar­lit eru að sjá og upp­lifa ein­stak­linga af öllum litum og það líka á sjón­varps­skjám og í kvik­mynd­um. Og fólk er í auknum mæli að gift­ast ein­stak­lingum með allt annan húð­ar­lit. Og börn þeirra fá oft blöndu af lit beggja.

Þeim mun meira sem fólk af öllum litum eiga tjá­skipti við hvert annað þegar sama mál er tal­að, þá smá­breyt­ist þessi upp­lifun um hver sé í raun útlend­ing­ur.

Það ger­ist af því að þá fer að koma í ljós hvaða ein­stak­lingur og hvaðan svo sem hann eða hún hefur komið í heim­inn geta átt mjög margt sam­eig­in­legt þegar upp er staðið og farið er að tala sam­an. Þá kemur mann­veran fram og lit­ur­inn skiptir ekki lengur máli.

Hvað gerir hinn aðil­ann að öðrum?

Áður en flug­vélar komu til sög­unnar og allir lifðu með fólki með sama húð­lit var lífið tak­markað hvað varð­aði fjöl­breyti­leika, en flestir voru sáttir við þann kunn­ug­leika.

Það sem svo gerir hinn að öðrum og óvel­komnum útlend­ingi, er ef og þegar þeir hafa mjög ólíkt verð­mæta­mat, eins og því til dæmis að trúa því að það sé rétt að drepa fólk. Til dæmis eins og sumir trúa því að hann fái með því sjö hreinar meyjar á himni sem verð­laun fyrir að drepa sem flesta.

Út-­lensk hugsun sem finnur hvergi neinn hug­rænan sama­stað í þeim sem sjá það ekki sem rétt að drepa aðra, og sjá það ekki sem satt eða rétt að slík verð­laun séu til eða ger­ist. Né er hægt að fá stað­festar sann­anir um slíkt frekar en um margt annað sem er okkur ósýni­legt og ekk­ert slíkt komið upp í tímum þegar ég hef fengið sögur um fyrri líf ein­stak­linga. Þó að ein­stak­lingar fái stundum að upp­lifa hinn ósýni­lega heim á athygl­is­verðan hátt í núinu hér á jörðu.

Svo núna á síð­ari árum þegar þús­undir ein­stak­linga hafa orðið að flýja sitt eigið fæð­ing­ar­land, föð­ur­land, móð­ur­land. Og það ekki vegna nátt­úru­ham­fara heldur vegna bil­aðra leið­toga og þeirra ein­stak­linga sem trúa á að sprengja bygg­ingar upp og drepa þegna sína sí svona, af því að þeim dettur það í hug. Og kom­ast því miður upp með það eins og leið­togi þeirra í Sýr­landi.

Þá upp­lifa þeir ein­stak­lingar sig sem eru frið­ar­sinnar sem útlend­inga í sínu eigin föð­ur­landi, af því að þau eru ekki sam­mála þessum aðil­um.

Hvað er þá eðli­legra en að þegn­arnir sem halda lífi flýi og vilji finna nýjan stað til að verja lífi sínu í.

Af hverju stoppar eng­inn þessa bil­uðu leið­toga?

Það sem er sorg­legt, er að það eru engin alheims­yf­ir­völd sem sjá um að stöðva og refsa þessum leið­togum og setja þá í fang­elsi.

Á hinn veg­inn er ekki nokkur leið að ein þjóð geti tekið við millj­ónum flótta­manna sem eru útlend­ingar og með annað tungu­mál. Það eru ekki til millj­ónir íbúða sem bíði eftir hugs­an­legum flótta­að­il­um, það er ekki til nægt fólk í þessum löndum til að þjóna svo mik­illi við­bót ein­stak­linga inn í land­ið.

Það er ekki heldur nein heims­hreyf­ing til að stoppa slíkt eða hafa ótal hús til að hýsa fórn­ar­lömb slíkra atvika. Svo er ekki heldur nægi­leg opnun í hugum fólks sem er þar fyr­ir, til að leiða allt þetta fólk vel inn í sam­fé­lag­ið.

Ang­ela Merkel kom sjálfri sér í vand­ræði með að leyfa svo stórum hópi fólks með útlent verð­mæta­mat inn í Þýska­land, af því að hún skildi svo vel hvernig til­finn­ing það er að vera í þeim kring­um­stæðum frá að hafa alist upp í Aust­ur-Þýska­landi.

Sú hjarta­hlýja og mikla mannúð hennar gagn­vart öllum þessum útlend­ingum setti svo fyrr­ver­andi frið lands­ins í upp­nám vegna þeirra sem höfðu kom­ist inn án þess að nægi­lega gagn­legar sam­ræður hefðu verið gerð­ar.

Það eru engar vélar enn sem skanna hryðju­verka­heila. ­Mann­fjöld­inn sem náði að kom­ast inn í landið var það mik­ill að engin leið var til að sjá um að sigta út svörtu sauð­ina frá þeim sem kæmu með þrá eftir friði og ró fyrir líf sitt og fjöl­skyld­una sem þó var trú­lega meiri­hluti þeirra sem voru komin þang­að.

Landið og þjóðin end­aði samt því miður uppi með slatta af ein­stak­lingum sem höfðu svo útlend við­horf, sjón­ar­horn og verð­mæta­mat og trú­lega líka með reiði bull­andi hið innra.

Sömu staf­róf en skapa önnur hljóð

Þar er marg­falt útlend­inga­dæmi til staðar á marga vegu. Flótta­fólk upp­lifir fólkið í land­inu sem þeir koma til, trú­lega sem útlend­inga í sínum augum af því að allt er fram­andi þar, og tungu­málið og hljóðin eru allt önnur í mál­inu þó að verið sé að tala sama mál­ið.

Ég átt­aði mig á því eftir langan tíma hér í Ástr­alíu að það er til­fellið að staf­rófið þó að það líti eins út á mörgum málum þýðir ekki að A hljómi eins og A á Íslandi né aðrir stafir af því að hvert mál hefur sitt eigið hljóð­kerfi. Maður upp­lifir það ekki í venju­legu töl­uðu máli á ensku hér, bara þegar maður þarf að stafa nafnið sitt.

Samt vakn­aði ekki til þess­ara atriða að því magni hvað varðar þessi hljóð í ein­staka stöfum hér í Ástr­alíu fyrr en ansi seint.

Dæmi um þetta er til dæmis með íslensku og hin norð­ur­landa­málin sem hafa hrein­lega nærri það sama staf­róf og við getum lesið hin málin ef við höfum lært eitt þeirra en um leið og kemur að því að tala þau er allt annar heimur og hljóðin önnur sem við þurfum að finna í heil­an­um.

Það að reyna að tala dönsku um árið í Dan­mörku virk­aði ekki af því að ég var útlend­ingur þar þá og kunni ekki að skapa hljóðin sem danskan kref­ur, en ég get lesið hana á prenti.

Fólk með annað upp­runa­legt tungu­mál talar hitt málið frá þeim hljóðum sem það er fætt til að nota yfir þá stafi.

Ó-að­gengi­legri lönd sleppa mun betur

Þjóðir sem búa á eyjum þar sem flótta­fólk getur ekki gengið til, eru mun betur settar hvað varðar ágengi án inn­flutn­ings­papp­íra, af því að það er ekki hægt að ganga þang­að, og því ná mun færri að kom­ast þang­að.

Í mörg ár tóku áströlsk yfir­völd við flestum þeirra sem komu á bát­unum og höfðu einnig sent full­trúa til ann­arra landa fyrir nokkrum ára­tugum síðan til að fá meiri starfs­kraft og þegna inn í land­ið. Þeir komu líka til Íslands og fengu fjöl­skyldur þaðan til að flytja yfir öll höfin til hins enda jarð­ar.

Millj­ónir flótta­að­ila hafa fengið búsetu hér og ver­ið. En það er ekki hægt að taka enda­laust við fólki.

Það eru trú­lega til­tölu­lega fáir sem hugsa sér að leita ásjár á Íslandi til að fá frið­samt líf fyrir sig og fjöl­skyldu sína. Svo að það ætti að vera mun auð­veld­ara að veita þeim ein­stak­lingum skjól sem hafa valið Ísland sem sitt út-land og von­andi nýja heima­land til að verja því sem eftir er ævinnar á og í.

Útlenska sem þroska­tæki­færi

Þessi orð, útlenska og útlend­ingur virt­ust oft hafa vakið ótta í fólki og þegar ég sagði konu á Íslandi um árið, að ég hafði farið í ferð til Amer­íku til að heim­sækja systur mína, og farið ein í þá ferð. Þá sagði hún nei, það er ekki hægt, konur fara ekki neitt ein­ar.

Það er ein teg­und af „út­-­lensku“ af því að það var út úr veru­leika hennar að slíkt væri hægt.

Þegar ég fór á sjálfs­styrktar nám­skeið hér til að finna mig, þá vissi ég að ég yrði að opna hug minn og leggja niður alla varn­ar­stöðu í mér til að með­taka þær gagn­legu ráð­legg­ingar og inn­sæi í mig, sem kæmu að mér frá kenn­ar­anum til að nauð­syn­leg leið­rétt­ing gæti orðið í sjálf­virði mínu og vit­und. Slíkt væri mikil út-­lenska fyrir marga.

Það getur verið mik­ill ávinn­ingur í að með­taka og leyfa fólki frá öðrum löndum og þjóðum inn í land sitt, af því að þeir sem koma utan að frá, og eru ekki innan frá og hafa hugs­an­lega aðra sýn á margt en þeir sem fyrir eru í sam­fé­lag­inu. Svo að þau geta opnað nýjar gáttir í þeim sem þar eru fyr­ir. Sýnt heima­fólki siði og venjur í nýju ljósi frá fersku sjón­ar­horni.

Fjöl­breytni jókst í fæðu hjá Áströlum

Ítalir bættu til dæmis kaffi­menn­ingu Ástr­ala alveg stór­kost­lega ásamt því að flytja inn mikið holl­ari mat­ar­venjur sem lyfti fjöl­breytn­inni frá því sem oft var mikið djúp­steiktur fiskur og kart­öflur með litlu græn­meti.

Ástr­alía var og verður von­andi áfram rík af landi til að rækta allt græn­metið og ávext­ina sem Ítalir urðu dug­legir að fara að rækta við kom­una hing­að. Og það von­andi líka núna þrátt fyrir hina hræði­legu skóg­ar­bruna sem gengið hafa yfir að und­an­förnu, og eru enn þegar þetta er skrifað en á fáum stöð­um.

Nú er hægt að borða frá mat­ar­-­menn­ingu stórs hluta heims hér í Ástr­al­íu, en eng­inn hefur opnað íslenskan stað með hákarli, sviðum og öðru sem teld­ist sér íslenskt fæði, og væri svo sann­ar­lega nýstár­legt hér og út-­lent. Hvort inn­flutn­ings­leyfi fyrir þær vörur feng­ist er spurn­ing.

Það er þess virði að með­taka þá stað­reynd að við getum verið mestu útlend­ingar gagn­vart okkur sjálfum og skiljum það kannski ekki eða sjáum fyrr en ein­hver utan­að­kom­andi gefur okkur þau orð sem vekja okkur upp frá van­anum til að fá nýtt sjón­ar­horn. Veru­leik­inn út-­lend­ingur er oft mun nær en við sjá­um, fyrr en við lærum það frá öðr­um.

Því að eins og að vera frá við­kom­andi landi með þeim siðum og við­horfum sem þar eru, getum við orðið stranda­glóp­ar. Og í raun verið útlend­ingar í okkur sjálf­um, af því að við fengum ekki þá hvatn­ingu sem við þurftum til að finna hinn útlend­ing­inn sem beið í okkur til að sýna okkur fleiri eig­in­leika sem væru í okk­ur.

Ég hef verið hér í Adelaide í 32 ár, og tel mig ekki hafa upp­lifað þessa útlend­ings­til­finn­ingu sem ég heyrði um á Íslandi sem ein­hvers­konar ógn, og er það vegna þess að hér er ég auð­vitað útlend­ingur í algerum útlend­inga kok­teil fólks frá flestum löndum jarð­ar. En fólk sem ég tala við segir alltaf við mig að nú sé ég orð­inn alger „Aussie“ sem er gælu­nafn fyrir að vera orðin og með­tekin sem ein af okkur Áströl­u­m. Það að finna fólk til að ving­ast við í svo fjöl­mennu sam­fé­lagi er svo annar geiri. Þá er það um að tengja við fólk á allt öðrum for­sendum en var, sam­eig­in­legum áhuga­mál­um, sam­eig­in­legu verð­mæta mati og lífs­reynslu. Blóð­tengda fólkið er ekki alltaf þeir sem verða manns mestu lífs­ferða­lang­ar. Þeim mun minni sem heim­ur­inn verður með til­komu ótal fjöl­miðla á þetta með að fólk ferð­ast svo mikið meira og lærir hluti frá öllum löndum heims á hug­takið útlend­ingur trú­lega eftir að breytast í að við verðum meira heims­borg­arar en útlend­ingar hvar sem við finnum okkur næt­ur­stað til langs eða skamms tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar