Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar hugleiðingu í tilefni konudagsins en þar fjallar hún um baráttu og samstöðu láglaunakvenna.

Sólveig Anna og vinkonur
Auglýsing

„Reikn­ing­arnir eru kannski ekki margir, en öll launin mín fara í þá.“ Elżbieta Kołacz, frá Pól­landi.

„Okkar tími er nún­a.“ Niu­vis Sagó Suceta, frá Kúbu.

„For it is only through a mix of brute coercion and constructed con­sent that the system can sustain itself in the best of times.“ Fem­in­ism for the 99%, bls. 33.

Auglýsing

Ég þekki konur sem hingað á eyj­una hafa komið frá hinni stóru ver­öld. Þær hafa komið til að vinna. Þær hafa komið til að eiga lífið sitt hér. Þær dvelja, ásamt konum sem hér fæddust, á útsölu­mark­aði sam­ræmdrar íslenskrar lág­launa­stefnu. Þær vinna við umönn­un­ar­störf. Þær vinna við að snúa hjólum vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Þær eru grunn­þátt­ur­inn í því að hjól atvinnu­lífs­ins geti snú­ist.

Þær skildu svo margt eftir þegar þær komu hing­að. Mömmu sína. Stór­fjöl­skyld­una. Upp­runa­landið sitt. Til að kom­ast „heim“ í heim­sókn þurfa þær að vinna og vinna, fara í vinnu númer 2, spara og spara, bíða og bíða. Segja nei við sjálfar sig og börnin sín, aftur og aft­ur; nei, það er ekki hægt að kaupa pizzu, nei, það er ekki hægt að fara í bíó, nei, það er ekki hægt að fara í klipp­ingu. Að segja svona mörg nei getur kramið hjartað í konu. Þau eru eins­konar fanga­vist, öll þessi nei. Þú ert dæmd til að afplána á útsölu­mark­aðn­um. Þrátt fyrir að hafa ekk­ert gert af þér. Glæp­ur­inn er að vera ekki „réttu meg­in“ við gjána; þessa risatóru gjá sem búin er til úr for­rétt­indum og tæki­færum, mis­skipt­ingu og arðráni.

Á þessum konu­degi segi ég og leita inn­blást­urs hjá þeim sem útskýrt hafa fyrir mér bar­átt­una og hvað við er að fást, öllum fræði og bar­áttu­kon­un­um:

For­rétt­inda­hóp­arn­ir, alþjóð­legir og þeir sem ráða innan þjóð­ríkj­anna, taka að sér hlut­verk gam­al­dags karls, aft­ur­halds­ins í fjöl­skyld­unni; fullir af til­ætl­un­ar­semi, skiln­ings­leysi, algjörri van­getu til að sjá og heyra á meðan að lág­launa­kon­an, neðst í stig­veld­inu, á að halda áfram að vera und­ir­gef­in, þög­ul, hlýð­in, fórn­fús. Á að halda áfram að ástunda hin konu­legu gildi. Á að halda áfram að veita aðgang að vinnu­afl­inu sínu, vöðv­unum sín­um, heil­an­um, hjart­anu. Á að halda áfram að veita aðgang að sjálfri sér fyrir smá­ræði. Á að sam­þykkja að hún sé bara svona lít­ils virði. Svona ódýr kona. Bara svona pínku­lít­il, næstum ósýni­leg.

Þrátt fyrir að vera ómissandi fyrir alla.

Mætti ég fá örlítið meira, herra minn?

„The per­son who has preci­ous labor to sell can be made to feel one down, way down, like a supp­licant with her hand stretched out.“ Úr Nickled and dimed, eftir Bar­böru Ehren­reich, bls 84.

En ekki leng­ur. Ekki hér í Reykja­vík. Við höfum gert hið ósýni­lega sýni­legt. Það verður aldrei hægt að gera okkur ósýni­legar aft­ur. Við höfum sagt kerf­inu stríð á hend­ur, kerf­inu sem nær­ist á því að hafa okkur und­ir­gefn­ar, nær­ist á því að hafa enda­lausan aðgang að alþjóð­legu vinnu­afli lág­launa­kvenna.

Við stöndum sam­an, við sem fædd­umst hér og við sem komum frá hinni stóru ver­öld. Sam­staða okkar er algjör. Við eigum hana sjálfar og við gefum hvor ann­ari hana. Ég fæ sam­stöðu frá þér og þú færð sam­stöðu frá mér. Við lofum hvor ann­ari því. Hún er það sem mun færa okkur sig­ur.

Heims­reisan okkar er inn í okkur sjálf­um. Hún hófst þegar að við kynnt­umst í vinn­unni, þegar við unnum sam­an, frá Íslandi, Kúbu, Úkra­ínu, Pól­landi, Spáni, Fil­ips­eyj­um. Hún hófst þegar við hlust­uðum hvor á aðra, unnum hvor með ann­ari, hjálp­uðum hvor ann­ari. Alþjóða­væð­ing lág­launa­kon­unnar er okkar heims­reisa. Við höfum fært miklar fórnir vegna hennar en nú er að því komið að við ætlum að nota hana fyrir okkur sjálf­ar. ­Fyrst tökum við Reykja­vík. Og svo höldum við áfram. Með sam­stöð­una að vopni. Óstöðv­andi.

„I am no lon­ger accept­ing the things I cannot change. I am chang­ing the things I cannot accept.“ Ang­ela Dav­is.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar