Ef ekki núna, hvenær þá?

Guðmundur Guðmundsson bendir á að það að hafa þak yfir höfuðið séu ekki forréttindi, heldur mannréttindi. Ný verkalýðsforysta þurfi því að horfa á húsnæðismál og launamál sem órjúfanlega heild.

Auglýsing

Eitt af veik­leika­merkjum fyrr­ver­andi verka­lýðs­for­ystu var vöntun á skil­yrtri kröfu í samn­ingum um öruggt og ódýrt hús­næði. Fyrir félags­menn og almenn­ing. Þessi krafa ætti vit­an­lega að vera fastur fylgi­fiskur í öllum kjara­samn­ing­um. Vakn­ing hefur vissu­lega fylgt með nýrri for­ystu. Þó eru hús­næð­is- og launapólítík enn að miklu leyti eins og tvö fyr­ir­bæri í sitt hvorum kass­an­um.

Þess vegna hefur það við­geng­ist árum, jafn­vel ára­tugum saman að lægst laun­uðu þjóð­fé­lags­hóp­arnir horfa á eftir rýrum launa­hækk­unum beint í hækkun hús­næð­is­kostn­að­ar. Þetta á einkum við um lág­laun­aða á leigu­mark­aði. Fátt, ef nokkuð í kerf­inu spyrnir á móti.

Í Reykja­vík er borgin sjálf stærsti vinnu­stað­ur­inn. Borgin rekur lág­launa­stefnu í grunn­störfum sín­um. Hús­næð­is­stefnan er hins vegar „mark­aðs“- eða bras­kvædd. Birt­ing­ar­myndin er offram­boð af lúxus­í­búð­um. Og þeim mun sár­ari skortur á venju­legum íbúð­um, fyrir venju­legt fólk. Á venju­legum verð­um. Á núver­andi borg­ar­töxtum eru lægstu útborguð mán­að­ar­laun á pari við mán­að­ar­leigu á venju­legri blokkar­í­búð. Við­kom­andi laun­þegi þarf svo að reiða fram ígildi þokka­legs fólks­bíls í fyr­ir­fram­greiðslu og trygg­ingu.

Auglýsing

Hörð­ustu fylg­is­menn brask­stefnu borg­ar­innar héldu því fyrst fram að fok­dýrar íbúðir mið­borg­ar­innar mynd­uðu flutn­ings­keðju. Sem myndi svo losa um ódýrt hús­næði í hinum end­an­um. Þessar raddir eru þagn­að­ar. Keðjur eru jafn sterkar og veikasti hlekk­ur­inn.

Þótt fall­ist verði á allar kröfur Efl­ingar er enn fátt sem segir að þessar hækk­anir hverfi ekki eins og venju­lega beint í auk­inn hús­næð­is­kostn­að. Furðu hljótt er um það höfr­unga­hlaup í opin­berri umræðu.

Ef Reykja­vík er borin saman við nágranna­lönd­in, t.d. Vasteras í Sví­þjóð sést eft­ir­far­andi: Vasteras (nán­ast sami fólks­fjöldi og RVK) á og rekur um 11.000 leigu­í­búðir í 31 hverfi borg­ar­innar fyrir almenn­ing. Hús­næð­is­fé­lagið heitir MIMER, og er rekið sem hver önnur borg­ar­þjón­usta. Án hagn­að­ar­kröfu. Þess utan eru einka­að­ilar umsvifa­miklir á leigu­mark­aði svæð­is­ins. Fyr­ir­fram­greiðsla er einn mán­uð­ur, ótak­mark­aður leigu­tími. Í Vasteras ræður borgin leigu­verði svæð­is­ins í krafti stærð­ar­inn­ar. Þar þekk­ist ekki að fólk búi í iðn­að­ar­hverf­um. Eða að einka­að­ilar leigi út mis­góðar eignir og segi upp leigj­endum eftir eigin duttl­ung­um. Nægi­legt fram­boð af ofan­greindum íbúðum er skýr­ing­in.

Sam­svar­andi í búðir í Reykja­vík eru „fé­lags­leg­ar“ með tekju­tak­marki fyrir búsetu. Fjöldi þeirra er u.þ.b. þriðj­ungur miðað við Vaster­as. Sem er nán­ast með sama íbúa­fjölda og Reykja­vík. Í inn­lendri umræðu um hús­næð­is­vand­ann í Reykja­vík er borgin nær ein­göngu borin saman við nágranna­sveit­ar­fé­lög­in. Þar ber hún höfuð og herðar yfir í hús­næð­is­mál­um. Bæði í fjölda og hlut­falli félags­legra íbúða.

Það er ekki í tísku að bera hús­næð­is­mál borg­ar­innar við það sem best ger­ist erlend­is. Þá sést hversu langt út í skurð íslensk hús­næð­ispólítík er kom­in.

Það er löngu komin tími til að end­ur­reisa íslenskt íbúða­kerfi fyrir almenn­ing. Sem var illu heilli aflagt fyrir um ald­ar­fjórð­ungi. Það þarf stór­á­tak. Rétti tím­inn er núna. Þörfin er til staðar sam­tímis og fyr­ir­sjá­an­leg nið­ur­sveifla á bygg­ing­ar­mark­aði. Er yfir­leitt hægt að hugsa sér öllu hag­kvæm­ari inn­spýt­ingu í hag­kerf­ið? Í sam­fé­lags­legu til­liti? Sem gerði höf­uð­borg­ar­svæðið og lands­byggð­ina sam­an­burð­ar­hæfa við nágranna­löndin í hús­næð­is­mál­um?

Kór stjórn­valda kyrjar nú kunn­ug­lega með­al­tals­mön­tru. Við höfum það best allra á byggðu bóli. Er þá of mikið að verka­fólk geti ekki bara lifað af launum sín­um? Heldur búið í mann­sæm­andi hús­næði líka? Þar sem börn geta búið við öryggi? Þar sem hús­næð­is­kostn­að­ur­inn er ekki spenni­treyja fátækt­ar? Hús­næði er ekki for­rétt­indi. Það er mann­rétt­indi.

Ný verka­lýðs­for­ysta þarf að líta á launa- og hús­næð­is­mál sem órjúf­an­lega heild.

Tími leið­rétt­ingar er löngu kom­inn.

Ef ekki núna, þá hvenær?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar