Ef ekki núna, hvenær þá?

Guðmundur Guðmundsson bendir á að það að hafa þak yfir höfuðið séu ekki forréttindi, heldur mannréttindi. Ný verkalýðsforysta þurfi því að horfa á húsnæðismál og launamál sem órjúfanlega heild.

Auglýsing

Eitt af veik­leika­merkjum fyrr­ver­andi verka­lýðs­for­ystu var vöntun á skil­yrtri kröfu í samn­ingum um öruggt og ódýrt hús­næði. Fyrir félags­menn og almenn­ing. Þessi krafa ætti vit­an­lega að vera fastur fylgi­fiskur í öllum kjara­samn­ing­um. Vakn­ing hefur vissu­lega fylgt með nýrri for­ystu. Þó eru hús­næð­is- og launapólítík enn að miklu leyti eins og tvö fyr­ir­bæri í sitt hvorum kass­an­um.

Þess vegna hefur það við­geng­ist árum, jafn­vel ára­tugum saman að lægst laun­uðu þjóð­fé­lags­hóp­arnir horfa á eftir rýrum launa­hækk­unum beint í hækkun hús­næð­is­kostn­að­ar. Þetta á einkum við um lág­laun­aða á leigu­mark­aði. Fátt, ef nokkuð í kerf­inu spyrnir á móti.

Í Reykja­vík er borgin sjálf stærsti vinnu­stað­ur­inn. Borgin rekur lág­launa­stefnu í grunn­störfum sín­um. Hús­næð­is­stefnan er hins vegar „mark­aðs“- eða bras­kvædd. Birt­ing­ar­myndin er offram­boð af lúxus­í­búð­um. Og þeim mun sár­ari skortur á venju­legum íbúð­um, fyrir venju­legt fólk. Á venju­legum verð­um. Á núver­andi borg­ar­töxtum eru lægstu útborguð mán­að­ar­laun á pari við mán­að­ar­leigu á venju­legri blokkar­í­búð. Við­kom­andi laun­þegi þarf svo að reiða fram ígildi þokka­legs fólks­bíls í fyr­ir­fram­greiðslu og trygg­ingu.

Auglýsing

Hörð­ustu fylg­is­menn brask­stefnu borg­ar­innar héldu því fyrst fram að fok­dýrar íbúðir mið­borg­ar­innar mynd­uðu flutn­ings­keðju. Sem myndi svo losa um ódýrt hús­næði í hinum end­an­um. Þessar raddir eru þagn­að­ar. Keðjur eru jafn sterkar og veikasti hlekk­ur­inn.

Þótt fall­ist verði á allar kröfur Efl­ingar er enn fátt sem segir að þessar hækk­anir hverfi ekki eins og venju­lega beint í auk­inn hús­næð­is­kostn­að. Furðu hljótt er um það höfr­unga­hlaup í opin­berri umræðu.

Ef Reykja­vík er borin saman við nágranna­lönd­in, t.d. Vasteras í Sví­þjóð sést eft­ir­far­andi: Vasteras (nán­ast sami fólks­fjöldi og RVK) á og rekur um 11.000 leigu­í­búðir í 31 hverfi borg­ar­innar fyrir almenn­ing. Hús­næð­is­fé­lagið heitir MIMER, og er rekið sem hver önnur borg­ar­þjón­usta. Án hagn­að­ar­kröfu. Þess utan eru einka­að­ilar umsvifa­miklir á leigu­mark­aði svæð­is­ins. Fyr­ir­fram­greiðsla er einn mán­uð­ur, ótak­mark­aður leigu­tími. Í Vasteras ræður borgin leigu­verði svæð­is­ins í krafti stærð­ar­inn­ar. Þar þekk­ist ekki að fólk búi í iðn­að­ar­hverf­um. Eða að einka­að­ilar leigi út mis­góðar eignir og segi upp leigj­endum eftir eigin duttl­ung­um. Nægi­legt fram­boð af ofan­greindum íbúðum er skýr­ing­in.

Sam­svar­andi í búðir í Reykja­vík eru „fé­lags­leg­ar“ með tekju­tak­marki fyrir búsetu. Fjöldi þeirra er u.þ.b. þriðj­ungur miðað við Vaster­as. Sem er nán­ast með sama íbúa­fjölda og Reykja­vík. Í inn­lendri umræðu um hús­næð­is­vand­ann í Reykja­vík er borgin nær ein­göngu borin saman við nágranna­sveit­ar­fé­lög­in. Þar ber hún höfuð og herðar yfir í hús­næð­is­mál­um. Bæði í fjölda og hlut­falli félags­legra íbúða.

Það er ekki í tísku að bera hús­næð­is­mál borg­ar­innar við það sem best ger­ist erlend­is. Þá sést hversu langt út í skurð íslensk hús­næð­ispólítík er kom­in.

Það er löngu komin tími til að end­ur­reisa íslenskt íbúða­kerfi fyrir almenn­ing. Sem var illu heilli aflagt fyrir um ald­ar­fjórð­ungi. Það þarf stór­á­tak. Rétti tím­inn er núna. Þörfin er til staðar sam­tímis og fyr­ir­sjá­an­leg nið­ur­sveifla á bygg­ing­ar­mark­aði. Er yfir­leitt hægt að hugsa sér öllu hag­kvæm­ari inn­spýt­ingu í hag­kerf­ið? Í sam­fé­lags­legu til­liti? Sem gerði höf­uð­borg­ar­svæðið og lands­byggð­ina sam­an­burð­ar­hæfa við nágranna­löndin í hús­næð­is­mál­um?

Kór stjórn­valda kyrjar nú kunn­ug­lega með­al­tals­mön­tru. Við höfum það best allra á byggðu bóli. Er þá of mikið að verka­fólk geti ekki bara lifað af launum sín­um? Heldur búið í mann­sæm­andi hús­næði líka? Þar sem börn geta búið við öryggi? Þar sem hús­næð­is­kostn­að­ur­inn er ekki spenni­treyja fátækt­ar? Hús­næði er ekki for­rétt­indi. Það er mann­rétt­indi.

Ný verka­lýðs­for­ysta þarf að líta á launa- og hús­næð­is­mál sem órjúf­an­lega heild.

Tími leið­rétt­ingar er löngu kom­inn.

Ef ekki núna, þá hvenær?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar