Ef ekki núna, hvenær þá?

Guðmundur Guðmundsson bendir á að það að hafa þak yfir höfuðið séu ekki forréttindi, heldur mannréttindi. Ný verkalýðsforysta þurfi því að horfa á húsnæðismál og launamál sem órjúfanlega heild.

Auglýsing

Eitt af veik­leika­merkjum fyrr­ver­andi verka­lýðs­for­ystu var vöntun á skil­yrtri kröfu í samn­ingum um öruggt og ódýrt hús­næði. Fyrir félags­menn og almenn­ing. Þessi krafa ætti vit­an­lega að vera fastur fylgi­fiskur í öllum kjara­samn­ing­um. Vakn­ing hefur vissu­lega fylgt með nýrri for­ystu. Þó eru hús­næð­is- og launapólítík enn að miklu leyti eins og tvö fyr­ir­bæri í sitt hvorum kass­an­um.

Þess vegna hefur það við­geng­ist árum, jafn­vel ára­tugum saman að lægst laun­uðu þjóð­fé­lags­hóp­arnir horfa á eftir rýrum launa­hækk­unum beint í hækkun hús­næð­is­kostn­að­ar. Þetta á einkum við um lág­laun­aða á leigu­mark­aði. Fátt, ef nokkuð í kerf­inu spyrnir á móti.

Í Reykja­vík er borgin sjálf stærsti vinnu­stað­ur­inn. Borgin rekur lág­launa­stefnu í grunn­störfum sín­um. Hús­næð­is­stefnan er hins vegar „mark­aðs“- eða bras­kvædd. Birt­ing­ar­myndin er offram­boð af lúxus­í­búð­um. Og þeim mun sár­ari skortur á venju­legum íbúð­um, fyrir venju­legt fólk. Á venju­legum verð­um. Á núver­andi borg­ar­töxtum eru lægstu útborguð mán­að­ar­laun á pari við mán­að­ar­leigu á venju­legri blokkar­í­búð. Við­kom­andi laun­þegi þarf svo að reiða fram ígildi þokka­legs fólks­bíls í fyr­ir­fram­greiðslu og trygg­ingu.

Auglýsing

Hörð­ustu fylg­is­menn brask­stefnu borg­ar­innar héldu því fyrst fram að fok­dýrar íbúðir mið­borg­ar­innar mynd­uðu flutn­ings­keðju. Sem myndi svo losa um ódýrt hús­næði í hinum end­an­um. Þessar raddir eru þagn­að­ar. Keðjur eru jafn sterkar og veikasti hlekk­ur­inn.

Þótt fall­ist verði á allar kröfur Efl­ingar er enn fátt sem segir að þessar hækk­anir hverfi ekki eins og venju­lega beint í auk­inn hús­næð­is­kostn­að. Furðu hljótt er um það höfr­unga­hlaup í opin­berri umræðu.

Ef Reykja­vík er borin saman við nágranna­lönd­in, t.d. Vasteras í Sví­þjóð sést eft­ir­far­andi: Vasteras (nán­ast sami fólks­fjöldi og RVK) á og rekur um 11.000 leigu­í­búðir í 31 hverfi borg­ar­innar fyrir almenn­ing. Hús­næð­is­fé­lagið heitir MIMER, og er rekið sem hver önnur borg­ar­þjón­usta. Án hagn­að­ar­kröfu. Þess utan eru einka­að­ilar umsvifa­miklir á leigu­mark­aði svæð­is­ins. Fyr­ir­fram­greiðsla er einn mán­uð­ur, ótak­mark­aður leigu­tími. Í Vasteras ræður borgin leigu­verði svæð­is­ins í krafti stærð­ar­inn­ar. Þar þekk­ist ekki að fólk búi í iðn­að­ar­hverf­um. Eða að einka­að­ilar leigi út mis­góðar eignir og segi upp leigj­endum eftir eigin duttl­ung­um. Nægi­legt fram­boð af ofan­greindum íbúðum er skýr­ing­in.

Sam­svar­andi í búðir í Reykja­vík eru „fé­lags­leg­ar“ með tekju­tak­marki fyrir búsetu. Fjöldi þeirra er u.þ.b. þriðj­ungur miðað við Vaster­as. Sem er nán­ast með sama íbúa­fjölda og Reykja­vík. Í inn­lendri umræðu um hús­næð­is­vand­ann í Reykja­vík er borgin nær ein­göngu borin saman við nágranna­sveit­ar­fé­lög­in. Þar ber hún höfuð og herðar yfir í hús­næð­is­mál­um. Bæði í fjölda og hlut­falli félags­legra íbúða.

Það er ekki í tísku að bera hús­næð­is­mál borg­ar­innar við það sem best ger­ist erlend­is. Þá sést hversu langt út í skurð íslensk hús­næð­ispólítík er kom­in.

Það er löngu komin tími til að end­ur­reisa íslenskt íbúða­kerfi fyrir almenn­ing. Sem var illu heilli aflagt fyrir um ald­ar­fjórð­ungi. Það þarf stór­á­tak. Rétti tím­inn er núna. Þörfin er til staðar sam­tímis og fyr­ir­sjá­an­leg nið­ur­sveifla á bygg­ing­ar­mark­aði. Er yfir­leitt hægt að hugsa sér öllu hag­kvæm­ari inn­spýt­ingu í hag­kerf­ið? Í sam­fé­lags­legu til­liti? Sem gerði höf­uð­borg­ar­svæðið og lands­byggð­ina sam­an­burð­ar­hæfa við nágranna­löndin í hús­næð­is­mál­um?

Kór stjórn­valda kyrjar nú kunn­ug­lega með­al­tals­mön­tru. Við höfum það best allra á byggðu bóli. Er þá of mikið að verka­fólk geti ekki bara lifað af launum sín­um? Heldur búið í mann­sæm­andi hús­næði líka? Þar sem börn geta búið við öryggi? Þar sem hús­næð­is­kostn­að­ur­inn er ekki spenni­treyja fátækt­ar? Hús­næði er ekki for­rétt­indi. Það er mann­rétt­indi.

Ný verka­lýðs­for­ysta þarf að líta á launa- og hús­næð­is­mál sem órjúf­an­lega heild.

Tími leið­rétt­ingar er löngu kom­inn.

Ef ekki núna, þá hvenær?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar