Glötum ekki norræna gullinu

Forseti Norðurlandaráðs segir að með því að setja lýðræði og falskar fréttir á dagskrá í formennskuáætlun Ísland árið 2020 sé vonast til þess að það skapist meiri umræðu um málefnið.

Auglýsing

Traust er ein af mik­il­væg­ustu und­ir­stöðum lýð­ræð­is­legra sam­fé­laga. Traust mælist hátt til opin­berra stofn­ana á Norð­ur­löndum í sam­an­burði við mörg önnur ríki. Norð­ur­löndin tala stundum um traustið sem „nor­ræna gullið“. Falskar fréttir og upp­lýs­inga­óreiða eru raun­veru­leg ógn við lýð­ræð­ið. Þegar fólk getur ekki treyst þeim upp­lýs­ingum sem það fær þá er ómögu­legt að taka upp­lýsta ákvörðun og upp­fylla lýð­ræð­is­lega skyldu sína. Við höfum ekki efni á að glata gull­inu okk­ar.

Stöndum vörð

Ísland fer með for­mennsku í Norð­ur­landa­ráði 2020. Yfir­skrift for­mennsku­á­ætl­unar okkar er  „Stöndum vörð“ og þar undir eru gildi sem Norð­ur­löndin leggja alla jafna áherslu á; þ.e. lýð­ræði, líf­fræði­leg fjöl­breytni og nor­rænu tungu­mál­in. Nýlega bár­ust þær fréttir frá frétta­miðl­inum NRK í Nor­egi að Aften­posten, Dag­bla­det, NRK, TV 2 og VG not­uðu efni frá Inter­net Res­e­arch Agency, sem er rúss­neskur fals­frétta­mið­ill. 

Saman erum við sterk­ari

Dreif­ing vill­andi og falskra upp­lýs­inga er aðferð sem hefur oft verið skipu­lega beitt í deilum og átök­um. Með þeirri bylt­ingu sem orðið hefur í net- og upp­lýs­inga­tækni, ekki síst með til­komu og hröðum vexti sam­fé­lags­miðla, hefur þessi ógn tekið á sig ugg­væn­legri mynd. 

Auglýsing
Hægt er að safna marg­vís­legum upp­lýs­ingum um not­endur miðl­anna og beina í kjöl­farið að þeim sér­sniðnum fals­fréttum og áróðri sem ætla má að þeir séu mót­tæki­legir fyr­ir. Ljóst er að stjórn­völd geta ekki ein ráðið fram úr þessum vanda. Við þörfum öll að taka höndum saman og verj­ast þess­ari nýju ógn.

Eldra fólk deilir frekar fölskum fréttum

Það kom m.a. fram á mál­þingi Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands, sem haldið var fyrir skömmu að fólk 60 ára og eldra er lík­leg­ast til að deila fölskum fréttum á sam­fé­lags­miðl­um. Börn og ung­menni eru almennt tæknilæs­ari en eldra fólk og alast upp við að birtar upp­lýs­ingar séu ekki endi­lega sann­ar. Við erum því að fást við breytta heims­mynd og nýjar ógn­ir. Alltaf þarf að velta fyrir sér með gagn­rýnum hætti hvaðan upp­lýs­ing­arnar koma, hvort heim­ildin sé áreið­an­leg.

Með því að setja lýð­ræði og falskar fréttir á dag­skrá í for­mennsku­á­ætlun okkar árið 2020 von­umst við til að skapa meiri umræðu um mál­efnið og auka með­vit­und og þekk­ingu almenn­ings.

Höf­undur er þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­seti Norð­ur­landa­ráðs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar