Glötum ekki norræna gullinu

Forseti Norðurlandaráðs segir að með því að setja lýðræði og falskar fréttir á dagskrá í formennskuáætlun Ísland árið 2020 sé vonast til þess að það skapist meiri umræðu um málefnið.

Auglýsing

Traust er ein af mik­il­væg­ustu und­ir­stöðum lýð­ræð­is­legra sam­fé­laga. Traust mælist hátt til opin­berra stofn­ana á Norð­ur­löndum í sam­an­burði við mörg önnur ríki. Norð­ur­löndin tala stundum um traustið sem „nor­ræna gullið“. Falskar fréttir og upp­lýs­inga­óreiða eru raun­veru­leg ógn við lýð­ræð­ið. Þegar fólk getur ekki treyst þeim upp­lýs­ingum sem það fær þá er ómögu­legt að taka upp­lýsta ákvörðun og upp­fylla lýð­ræð­is­lega skyldu sína. Við höfum ekki efni á að glata gull­inu okk­ar.

Stöndum vörð

Ísland fer með for­mennsku í Norð­ur­landa­ráði 2020. Yfir­skrift for­mennsku­á­ætl­unar okkar er  „Stöndum vörð“ og þar undir eru gildi sem Norð­ur­löndin leggja alla jafna áherslu á; þ.e. lýð­ræði, líf­fræði­leg fjöl­breytni og nor­rænu tungu­mál­in. Nýlega bár­ust þær fréttir frá frétta­miðl­inum NRK í Nor­egi að Aften­posten, Dag­bla­det, NRK, TV 2 og VG not­uðu efni frá Inter­net Res­e­arch Agency, sem er rúss­neskur fals­frétta­mið­ill. 

Saman erum við sterk­ari

Dreif­ing vill­andi og falskra upp­lýs­inga er aðferð sem hefur oft verið skipu­lega beitt í deilum og átök­um. Með þeirri bylt­ingu sem orðið hefur í net- og upp­lýs­inga­tækni, ekki síst með til­komu og hröðum vexti sam­fé­lags­miðla, hefur þessi ógn tekið á sig ugg­væn­legri mynd. 

Auglýsing
Hægt er að safna marg­vís­legum upp­lýs­ingum um not­endur miðl­anna og beina í kjöl­farið að þeim sér­sniðnum fals­fréttum og áróðri sem ætla má að þeir séu mót­tæki­legir fyr­ir. Ljóst er að stjórn­völd geta ekki ein ráðið fram úr þessum vanda. Við þörfum öll að taka höndum saman og verj­ast þess­ari nýju ógn.

Eldra fólk deilir frekar fölskum fréttum

Það kom m.a. fram á mál­þingi Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands, sem haldið var fyrir skömmu að fólk 60 ára og eldra er lík­leg­ast til að deila fölskum fréttum á sam­fé­lags­miðl­um. Börn og ung­menni eru almennt tæknilæs­ari en eldra fólk og alast upp við að birtar upp­lýs­ingar séu ekki endi­lega sann­ar. Við erum því að fást við breytta heims­mynd og nýjar ógn­ir. Alltaf þarf að velta fyrir sér með gagn­rýnum hætti hvaðan upp­lýs­ing­arnar koma, hvort heim­ildin sé áreið­an­leg.

Með því að setja lýð­ræði og falskar fréttir á dag­skrá í for­mennsku­á­ætlun okkar árið 2020 von­umst við til að skapa meiri umræðu um mál­efnið og auka með­vit­und og þekk­ingu almenn­ings.

Höf­undur er þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­seti Norð­ur­landa­ráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar