Arðsóknarlaus samfélagsþjónusta

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að í stað sölu til einkarekstrar á að breyta báðum ríkisbönkunum í sjálfseignarstofnanir sem starfi að arðsóknarlausri samfélagsþjónustu.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin vinnur að því að efna í nýja banka­sölu með einka­rekstur rík­is­bank­anna tveggja að mark­miði. Reynsla stað­festir að þetta er hættu­spil. Útsala bank­anna til einka­rekstrar er áreið­an­lega mis­ráð­in. 

Hins vegar er það líka ljóst að rík­is­rekstur við­skipta­banka er kveikj­ari lagður við púð­ur­tunnu. Ríkið á ekki að koma beint að slíkum rekstri. Virk áhætta rík­is­ins af fjár­mála­kerf­inu er ótví­ræð, eins og dæmin sanna, og stór­hættu­legt að bæta þar nokkru við.

Skilj­an­legt er að rík­is­valdið vilji koma fingri að í einum við­skipta­banka, en til slíks eru margar leiðir færar aðrar en bein eign­ar­að­ild. Auk þess er aug­ljóst að setja verður bönk­unum reglur sem mið­ast við fengna reynslu um ráð­deild, vand­virkni, reglu­festu og þjóð­hags­var­úð.

Í stað sölu til einka­rekstrar á að breyta báðum rík­is­bönk­unum í sjálfs­eign­ar­stofn­anir sem starfa að arð­sókn­ar­lausri sam­fé­lags­þjón­ustu. Þá er átt við almenna banka­þjón­ustu við ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur, fyr­ir­greiðslu við hús­næð­is­mál almenn­ings og venju­legar fjár­hags­legar þarfir fólks­ins. Í þess­ari starf­semi getur fyr­ir­greiðsla við náms­fólk vel átt sess, svo og við einka­rekstur ein­stak­linga, byggða­tengd verk­efni og önnur sam­bæri­leg menn­ingar - og sam­fé­lags­mál.  

Auglýsing
Bankarnir ann­ast fleira en þjón­ustu við almenn­ing. Eðli­legt er við end­ur­skipu­lagn­ingu bank­anna að taka önnur svið þeirra öðru taki. Þá er átt við þau svið sem snúa að fjár­fest­ing­um, verð­bréf­um, nýsköp­un, viða­meiri atvinnu­fyr­ir­tækj­um, við­skipta­fyr­ir­greiðslu, eigna- og sjóða­stýr­ingu, alþjóða­sam­skiptum og gjald­eyr­is­mál­um, áhættu­töku og öðru sam­bæri­legu.

Þessi svið geta eðli­lega orðið arð­sækin dótt­ur­fyr­ir­tæki nýrra við­skipta­banka. Og vilji rík­is­valdið fá til sín end­ur­gjald fyrir bank­ana koma ákvæði í stofn­sam­þykktum þeirra vel til greina um að slík dótt­ur­fé­lög greiði af arði sínum ein­hvern hlut til rík­is­ins. 

Stjórnun bank­anna getur orðið með þeim hætti að mynduð séu full­trúa­ráð með full­trúum frá fjár­mála­kerf­inu, atvinnu­líf­inu og aðilum vinnu­mark­að­ar­ins og sveit­ar­fé­lög­um. Þá getur rík­is­valdið átt sína full­trúa þar, bæði kjörna á Alþingi og ráð­herra­skip­aða. Full­trúa­ráð kýs síðan banka­ráð. Ákvæði í sam­þykktum kveða á um það, eftir því sem mönnum þykir best henta, að full­trúa­ráðið eða banka­ráðið velji banka­stjórn.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar