Endurskoðun almannavarna

Ari Trausti Guðmundsson skrifar um endurskoðun almannavarna byggt á umræðum um málið við forsætisráðherra.

Auglýsing

Sum okkar muna, á árum Kalda stríðs­ins, Almanna­varnir rík­is­ins sem nefnd og svo stofnun er gekkst fyrir við­vör­un­arflautu­próf­unum tvisvar til þrisvar á ári og safn­aði til dæmis teppum og varn­ar­grím­um. Meg­in­fram­farir í skipu­lagi almanna­varna, sem tóku brátt að snú­ast fyrst og fremst um nátt­úru­vá, fólust í nýrri Sam­hæf­ing­ar­stöð í Reykja­vík 2003 og sér­lögum um almanna­varnir 2008. Umræður um skipu­rit og stjórnun leiddu til þess að stjórn­unará­byrgð lög­reglu við aðgerðir í hér­aði krist­all­að­ist í emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, í umboði dóms­mála­ráð­herra. Nú er unnt að meta reynsl­una af fram­kvæmd og gæðum lag­anna að rúmum ára­tug liðn­um. Umfang verk­efna hefur breyst og aukist, stefnu­mótun þarfn­ast end­ur­skoð­unar (sem hafin er nú þeg­ar) og nýjar áskor­anir aug­ljós­ar. Við end­ur­skoð­un­ina verður að hafa þétta sam­ráð við þá sem koma að almanna­vörnum á ölum stig­um.

Ég tel að sam­hæf­ing björg­un­ar- og hjálp­ar­starfa og stjórn­ar­hlut­verks lög­reglu í hér­aði hafi þró­ast langt í rétta átt, líkt og sam­starfið við sér­fræð­inga á mörgum svið­um. Engu að síður blasir við að mörgum verk­efnum er ábóta­vant, t.d. við­bragðs­á­ætl­un­um, áhættu­mati í hér­aði og sér­lega lands­á­hættu­mat­inu. Nefni efl­ingu við­bragðs­að­ila, þjálfun og menntun þeirra, hliðrun á hluta af ofkeyrðum björg­un­ar­sveitum úr sjálf­boða­mennsku yfir í launuð störf. Sums staðar hefur vantað almanna­varn­ar­nefndir sveit­ar­fé­laga og rann­sókn­ar­nefnd almanna­varna hefur loks­ins hafið störf fyrir atbeina rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Verk­efni almanna­varna er, til upp­rifj­un­ar, að fylgja stefnu stjórn­valda í almanna­varna- og örygg­is­mál­um. Þar rúm­ast eft­ir­lit með skipu­lagi almanna­varna á lands­vísu og að áhættu­mat sé unnið í öllum sveit­ar­fé­lög­um.  Dregið skal saman heild­ar­á­hættu­mat fyrir landið í heild og gert aðgengi­legt fyrir erlenda sam­starfs­að­ila. Vinna þarf að áhættu­varn­ar­að­gerðum en við­bragðs­á­ætl­unum þar sem áhætta er óásætt­an­leg. Við­brögð og aðgerðir eru sam­ræmdar við ham­far­ir.  Gott sam­starf þarf að vera á milli stofn­ana rík­is­ins undir sam­hæf­ing­ar­hatti almanna­varna. Almanna­varnir kalla fyr­ir­tæki í eigu rík­is, sveit­ar­fé­laga og í einka­eigu til sam­ráðs við gerð áhættu­mats og vinnu að við­bragðs­á­ætl­un­um. Til þess að tryggja fag­mennsku við gerð áhættu­mats og mót­væg­is­að­gerða er víð­ast hvar talið mik­il­vægt að stofnun eða skrif­stofa almanna­varna sé sjálf­stæð og óháð öðrum stofn­un­um.

Nátt­úrvá eykst aug­ljós­lega vegna veð­ur­fars­breyt­inga. Aðlögun að afleið­ingum þeirra jafnt og snör við­brögð þegar á bjátar snúa að hluta að almanna­varn­ar­kerf­inu. Stór­viðri, snjó­flóð, skriðu­föll, hrun í bröttum jöklum og sjáv­ar­flóð á land verða vænt­an­lega bæði öfl­ugri og algeng­ari en und­an­farna ára­tugi. Aukin hætta er á gróð­ur­eldum og Covid-19 veiran kennir okkur eitt og ann­að. Nefna má hætt­una af öfl­ugum eld­gos­um, eld­gosum nærri byggð og stórum jarð­skjálft­um, í öllum til­vikum miðað við end­ur­komu­tíma, sem vís­indin leggja okkur til. Aðeins dæmin Öræfa­jök­ull, Katla, Bárð­ar­bunga, Reykja­nesskagi og Tjör­nes­brota­beltið á Norð­aust­ur­landi eru til marks um það. Inn í stóra rammann tengj­ast svo meiri rann­sóknir á nátt­úru­vá, efld vökt­un, sem er nú að mörgu leyti til fyr­ir­mynd­ar, og minna verður á end­ur­skoðun og stofnun sjóða, bæði Ham­fara­sjóðs til fjár­mögn­unar verk­efna og Þjóð­ar­sjóðs til að eiga við stór­á­föll. 

Auglýsing
Ég styð fast að unnið verði að end­ur­skoðun á almanna­vörnum lands­ins. Mark­miðið er að auka öryggi okkar með því að vinna að enn betri sam­hæf­ingu og meira fé til þátta sem efla skil­virkni, þekk­ingu, for­varnir og áætl­an­ir. Mik­il­vægt er að Almanna­varnir verði sjálf­stæð stofn­un, líkt og víð­ast hvar í N-Evr­ópu, undir fag­legri stjórn og með fram­kvæmda­stjóra og næga starfs­menn en við­bragðs­að­il­ar, allt frá lög­reglu, undir stjórn rík­is­lög­reglu­stjóra, og Land­helg­is­gæslu til heil­brigð­is­kerf­is­ins og björg­un­ar­sveita, virki sem sam­hæfð ein­ing. Létta þarf álagi á björg­un­ar­að­ila sem sinna ýmsum verk­efnum öðrum en með­al­stórum eða stórum aðgerð­um. Í þeim eru sjálf­boða­liðar áfram lyk­il­fólk (yfir 4.000 virkir með­lim­ir) og helstu ger­end­ur. Laun­aðir við­bragðs­að­ilar auð­ljós­lega geta sinnt ýmsum verk­efnum á vett­vangi, svo sem lok­unum vega, grunn­að­stoð í  ill­viðrum og aðkomu að sumum slysum en einnig ýmsum rekstrar­störfum sem björg­un­ar­sveit­ar­fólk sinnir nú í sjálf­boða­vinnu. Einnig er brýnt að haldið verði áfram að þróa og styrkja starfs­hætti og skipu­lag Sam­hæf­ing­ar­stöðv­ar­innar og starfs­stöðva og almanna­varn­ar­nefnda sveit­ar­fé­lag­anna. Loks verður að kanna vel, og meta gagn­semi þess, að færa almanna­varnir lands­ins undir for­sæt­is­ráðu­neytið til að tryggja virka sam­hæf­ingu við gerð áhættu­mats, stefnu­mótun og í við­bragðs­að­gerð­um, enda margar stofn­anir og ráðu­neyti undir hverju sinni og tengslin við Þjóðar­ör­ygg­is­ráðið styrk­ari en ella. Þetta er umdeild skoðun meðal stjórn­mála­manna en ég tel hana hæfa.

Ég fagna sér­stak­lega nýjum og viða­miklum áætl­unum rík­is­stjórn­ar­innar er varða við­bragðs­getu  og styrk orku­fyr­ir­tækja, síma- og net­fyr­ir­tækja og stofn­ana/­fyr­ir­tækja sem varða sam­göngur í land­inu og raunar margt fleira - og auð­vitað þeirri efl­ingu almanna­varna­kerf­is­ins sem þar er að finna. Við erum öll á sama báti frammi fyrir verk­efnum og sam­fé­lags­þjón­ustu Almanna­varna og verðum að tryggja sem besta getu okkar í þeim efn­um. Nú er lag.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar