Stjórnvöld taki mannúðlega afstöðu í reynd með þeim sem biðja um alþjóðlega vernd

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé ólíðandi að íslensk stjórnvöld sendi fólk aftur til Grikklands miðað við núverandi aðstæður.

Auglýsing

Staðan við landa­mæri Grikk­lands og Tyrk­lands er óbæri­leg. Eftir linnu­lausar árásir Rússa og Tyrkja á Idlib-hérað í Sýr­landi und­an­farnar vikur hafa um 900 þús­und manns flúið það­an, lang­flestir að landa­mærum Tyrk­lands. Og Erdogan, Tyrk­lands­for­seti, hefur gjör­nýtt sér þessa stöðu og margt bendir til þess að tyrk­nesk yfir­völd hafi hvatt flótta­menn til að fara yfir grísku landa­mær­in, bæði land­leið­ina og sjó­leið­ina. Grikk­land brást hart við og stöðv­uðu um 24 þús­und manns við landa­mær­in, enda hafa grísk stjórn­völd ekki ráðið við þann fjölda flótta­fólks sem hafa flúið borg­ara­stríðið í Sýr­landi und­an­farin ár og flótta­fólk sem hefur komið frá Afganistan og Írak og munu ekki ráða við meir. Um það vitnar óboð­legt ástand á grísku eyj­unni Les­bos, þar sem flótta­manna­búðir eru löngu sprungn­ar, ástandið þar væg­ast sagt hörmu­legt og aðstæður fólks þar ömur­leg­ar. 

Spennan við landa­mæri Grikk­lands og Tyrk­lands hefur verið gríð­ar­leg, ásak­anir á báða bóga um að ann­ars­vegar hafi gríska landamæra­lög­reglan skotið á flótta­fólk sem kom yfir landa­mærin og sjó­leiðis og hins vegar að tyrk­nesk stjórn­völd leið­beini flótta­fólki hvernig fara eigi yfir landa­mærin og hvetji það óspart til þess. Fundir Pútíns og Erdogan um helg­ina og vopna­hlé í Idlib, gefa vonir um að árás­unum þar linni um stund og hætti von­and­i. 

Skammar­leg­asti samn­ingur sem ESB hefur gert

Það var bara tíma­spurs­mál hvenær Erdogan myndi nota spilið á Evr­ópu sem hann hefur haft uppi í erminni. Spilið er samn­ing­ur­inn við Evr­ópu­sam­bandið frá 2016 um að Tyrk­land myndi halda 3,2 millj­ónum flótta­fólks sem flúði hörmu­legt stríð hjá sér, í stað þess að leyfa þeim að flýja áfram upp Evr­ópu og láta þau lönd taka á móti þeim. Evr­ópu­sam­bandið borg­aði sig frá því að axla mann­úð­lega ábyrgð á flótta­fólki í neyð sem flúði skelfi­legt Sýr­lands­stríð­ið, því ekki náð­ist sam­komu­lag meðal allra ESB land­anna um að taka við fólk­inu. Sum lönd í Evr­ópu­sam­band­inu öxl­uðu þó sann­ar­lega ábyrgð eins og Þýska­land sem tók við rúm­lega milljón Sýr­lend­ing­um. Sú ákvörðun varð þó Ang­elu Merkel afar erfið póli­tískt.  Sví­þjóð stóð líka sína plikt með því að taka á móti um 170 þús­und Sýr­lend­ingum á flótta en það sama gerð­ist þar og í Þýska­landi, hægri-öfga öflin í Sví­þjóð mis­not­uðu neyð fólks á flótta og mann­úð­ina sem þeim var sýnd, til að ala á hat­ri, ótta og andúð á inn­flytj­end­um. Allt sér í hag til að vinna sér fylgi hjá ótta­slegnum kjós­endum sem vissi ekki hvað það var hrætt við. 

Auglýsing
Og nú- eftir margar hót­anir til Evr­ópu­ríkja – hafa tyrk­nesk stjórn­völd sýnt hvers þau eru megn­ug. Eftir mikið mann­fall Tyrkja í Norð-Vestur Sýr­landi, hvar Tyrkir höfðu reynt að skapa öruggt svæði til að snúa til­baka hund­ruðum þús­unda Sýr­lend­inga sem Tyrkir tóku á móti vegna stríðs­ins, þá gáfust þeir upp og tóku ákvörðun um að hleypa flótta­fólki frá Sýr­landi áfram með því að opna landa­mæri sín til Evr­ópu. Það sem margir Evr­ópu­búar ótt­ast mest. 

Samn­ing­ur­inn hefur alls ekki verið auð­veldur fyrir Tyrki, heldur mikið álag á tyrk­neskt sam­fé­lag og skapað póli­tíska og efna­hags­lega spenn­u. 

Og álagið vegna Sýr­lands­stríðs­ins hefur líka verið gríð­ar­legt á Grikk­land. Skömmu eftir þjóð­ar­gjald­þrot Grikk­lands bætt­ist við fjöld­inn allur af fólki að flýja stríðs­rekst­ur, dráp, hræði­lega eymd og algjöra eyði­legg­ingu heima­haga sinna og leita verndar hjá Grikkjum sem varla höfðu náð að byggja upp inn­viði sína eftir fjár­hags­hrun þeirra. 

Ólíð­andi að Ísland sendi fólk aftur Grikk­lands við núver­andi aðstæður

Grísk stjórn­völd hafa þó reynt sitt besta við erf­iðar aðstæð­ur, en nú er svo við­búið að Grikkir geta ekki meir. Neyð­ar­kall barst frá grískum stjórn­völdum fyrir nokkrum dögum sem meðal ann­ars báðu Evr­ópu­ríki alla­vega að taka við eitt­hvað af þeim 20 þús­und börnum sem eru á flótta innan Grikk­lands…Finnsk stjórn­völd, frönsk stjórn­völd og portú­gölsk stjórn­völd hafa brugð­ist við og ræða hvernig þau geta aðstoðað Grikki og þýsk stjórn­völd hafa til­kynnt að þau muni taka á móti 1000-1500 flótta­börnum sem eru í Grikk­land­i. 

Og hvað gerir Ísland ? Íslensk stjórn­völd ætla ekki að svara neyð­ar­kalli Grikkja og taka við eitt­hvað af þeim börn­um. Nei, íslensk stjórn­völd ætla að standa fyrir því að fimm barna­fjöl­skyldur verði sendar aftur til Grikk­lands, jafn­vel þó þessar barna­fjöl­skyldur hafi óskað eftir því að vera frekar á Íslandi og byggja upp sitt líf hér. For­eldrar barna sem telja sig geta veitt börnum sínum miklu betra og örugg­ara líf á Íslandi en á Grikk­landi, jafn­vel þó að þau hafi fengið stöðu hæl­is­leit­enda þar í landi sem veitir þeim ákveðin rétt­ind­i. 

Því staða fyrir flótta­fólk og hæl­is­leit­endur í Grikk­landi er óboð­leg við núver­andi aðstæð­ur. 

Við Íslend­ingar ætlum greini­lega ekki að sýna sam­stöðu með ríkjum sem hafa reynt að axla þús­und­falt meiri ábyrgð en við þegar kemur að mót­töku flótta­fólks frá stríðs­hrjáðu Sýr­landi síð­ast­liðin ár heldur vísa fólki þangað og segja við Grikki; „Gjörið svo vel, við höfum ekk­ert með þetta fólk að gera, þið getið sinnt skyldu ykk­ar.“ 

En það sem er mun verra er að íslensk stjórn­völd ætla greini­lega ekki heldur að sýna sam­stöðu með börnum sem hafa flúið óboð­legar aðstæður með for­eldrum sínum og óska eftir því að lifa sínu lífi hér. 

Það er komin tími til að rík­is­stjórn Íslands taki skýra ákvörð­un. Ákvörðun um að sýna mann­úð, veita börnum skjól og standa við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sín­ar. Með því að setja niður stefnu í mál­efnum flótta­fólks en ekki bregð­ast við í ein­staka mál­um. Ekki láta end­ur­skoðun útlend­inga­laga halda áfram að lafa í ein­hverju gervi­-­ferli, heldur taka skýra ákvörðun um mannúð og fylgja henni í raun og veru. Því mikil verður skömm íslenskra ráða­manna ef fjöl­skyldum og börnum á flótta í leit að mann­sæm­andi lífi verður í enn eitt skiptið vísað frá Íslandi í óviss­una. 

Höf­undur er þing­maður og vara­for­maður flótta­manna­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar