Auglýsing

Legg við, fað­ir, líkn­ar­eyra,

leið oss ein­hvern hjálp­ar­stig;

en vilj­irðu ekki orð mín heyra,

eilíf náðin guð­dóm­lig,

skal mitt hróp af heitum dreyra

him­in­inn rjúfa kringum þig.

Svona orti Bólu-Hjálmar 1851 og kall­aði eftir hjálp­ræði guðs við þjak­aða þjóð. Þá voru tímar guðsótta og vondra siða. Það þurfti kjark og mann­lega reisn til að hóta guði að rjúfa him­in­inn í kringum hann ef ekki rakn­aði úr neyð­inn­i. 

Nú er til­efni til að rjúfa varn­ar­múra póli­tíkusa og emb­ætt­is­manna sem skýla sér bak við laga­bók­stafi og stjórn­sýslu­reglur til að fremja óhæfu­verk, að senda börn í von­lausar aðstæður í Grikk­landi eftir að hafa stundað á þeim and­legar pynd­ingar dögum og vikum sam­an. Enn mun barn vera í með­ferð vegna tauga­á­falls á BUGL eftir þær aðfar­ir. 

Varn­ar­múrar laga­bók­stafs og stjórn­sýslu firra engan ábyrgð. Þeir eru birt­ing­ar­mynd lág­kúru illsk­unnar sem er ágæt þýð­ing á einu merkasta hug­taki stjórn­mála­heim­speki 20. ald­ar, „bana­lity of evil“ sem Hannah Arendt not­aði um Adolf Eich­mann, dyggan emb­ætt­is­mann Hitlers sem vann að því að skipu­leggja útrým­ing­ar­búðir þriðja rík­is­ins (Þýð­ing hug­taks­ins er í afbragðs­góðum inn­gangi Sig­ríðar Þor­geirs­dóttur að úrvali úr verkum Arendt: Af ást til heims­ins, Him­speki­stofnun – Háskóla­út­gáfan, Reykja­vík 2011. Kjarn­góð útlistun hug­taks­ins er á bls. 40 í inn­gangi Sig­ríð­ar­). 

Hann hlýddi skip­unum stjórn­valda og taldi sig því vera að gera rétt. Með því aftengdi hann eigin hugs­un, skýldi sér á bak við vald­boð og hlýddi í blindn­i. 

Auglýsing
Lágkúra illsk­unnar er að baki þeirra brott­vís­ana sem standa fyrir dyr­um. Úti­lokun mann­úðar og kerf­is­fest mis­kunn­ar­leysi ráða för í skjóli laga­bók­stafs og reglu­gerða. Þegar hugsun og sam­hengi mann­legra athafna eru aftengd eru mennska og mannúð afnumin og börnum fórnað á alt­ari bók­stafs­ins.

Bólu-Hjálmar reis gegn trú­ar­bók­stafn­um. Nú þurfum við að rísa gegn þeim emb­ætt­is­mönnum og stjórn­mála­mönnum sem fela sig bak við laga­bók­stafi. 

Lög og túlkun þeirra eru manna­setn­ingar sem eiga að lúta almanna­vilja. Þegar þau eru notuð til illra verka sem ganga heimsku­lega í ber­högg við hug­myndir lang­flestra um mannúð og náunga­kær­leika þarf að breyta þeim, setja þá af sem skýla sér á bak við þau og leggja niður stofn­anir sem virð­ast hafa það hlut­verk eitt að níð­ast á fólki. Lög og fram­kvæmd þeirra verða að end­ur­spegla hug­myndir almenn­ings um mannúð og náunga­kær­leika.

Lág­kúru illsk­unnar verður varla aftur beitt til að smala fólki í gasklefa en váleg teikn eru þó á lofti. Evr­ópu­búum fækkar og flótta­fólki fjölgar vegna umhverf­is­ham­fara og stríðs­á­taka. Þá grípa öfga­hópar til van­hugs­aðra aðgerða til varnar ímynd­uðum verð­mætum á borð við kyn­þætti og „þjóð­menn­ing­u“. Og ekki er úti­lokað að Íslend­ingar sjálfir þurfi að flýja landið ef allra verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga verða að veru­leika. Hvernig sem það velt­ist væri lands­mönnum hollt að hug­leiða þann mögu­leika.

Mannúð og skyn­semi verða að ráða. Fram­koma okkar við flótta­menn og börn þeirra er próf­steinn á mennsku okkar og vits­muni því lág­kúra illsk­unnar sprettur af hreinni heimsku og getu­leysi til að sjá hlut­ina í sam­hengi. Getu­leysi sem felur í sér rót­gróna kreddu­festu og hugs­un­ar­leysi sem oft  er ruglað saman við skyn­semi.

Grund­vall­ar­at­riðin í þessu máli – spurn­ingin um það hvort mannúð og bræðra­lag eigi að víkja fyrir kald­rifj­aðri þjónkun við bók­staf­inn – eru svo djúp­stæð í sam­hengi mann­legs sam­fé­lags að fram­tíð þess er í húfi.  

Þess vegna ætti þetta mál að vera til­efni stjórn­ar­slita ef því er að skipta og stjórn­mála­menn sem láta þetta yfir sig ganga verða örugg­lega dæmdir af þeim heig­uls­hætti, ekki síst þeir sem kenna sig við ein­hvers konar sam­fé­lags­legt rétt­læti frekar en kreddur laga­tækni og auð­ræð­is. 

Stjórn­mála­menn sem skreyta sig með guðs­trú eða kirkju­rækni þurfa að heyra þetta líka. Vel mætti kaf­færa þá ræki­lega með bibl­íutil­vitn­unum um kær­leiks­boð­skap Krists og fram­komu við börn og okkar minnstu bræð­ur. 

Verði börnin send úr landi á næstu dögum ber öll rík­is­stjórnin ábyrgð á því og allir þing­menn sem hana styðja. 

Nú verður almenn­ingur að rísa upp og koma í veg fyrir þessa óhæfu. 

MÆTUM Á MÓT­MÆLA­GÖNGU FRÁ HLEMMI Á MÁNU­DAG­INN KL. 17.30.

MINN­UMST REISNAR BÓLU-HJÁLM­ARS OG LÁTUM HRÓP AF HEITUM DREYRA RJÚFA VARN­AR­MÚRA ILLSKUNN­AR!

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar