Auglýsing

Legg við, fað­ir, líkn­ar­eyra,

leið oss ein­hvern hjálp­ar­stig;

en vilj­irðu ekki orð mín heyra,

eilíf náðin guð­dóm­lig,

skal mitt hróp af heitum dreyra

him­in­inn rjúfa kringum þig.

Svona orti Bólu-Hjálmar 1851 og kall­aði eftir hjálp­ræði guðs við þjak­aða þjóð. Þá voru tímar guðsótta og vondra siða. Það þurfti kjark og mann­lega reisn til að hóta guði að rjúfa him­in­inn í kringum hann ef ekki rakn­aði úr neyð­inn­i. 

Nú er til­efni til að rjúfa varn­ar­múra póli­tíkusa og emb­ætt­is­manna sem skýla sér bak við laga­bók­stafi og stjórn­sýslu­reglur til að fremja óhæfu­verk, að senda börn í von­lausar aðstæður í Grikk­landi eftir að hafa stundað á þeim and­legar pynd­ingar dögum og vikum sam­an. Enn mun barn vera í með­ferð vegna tauga­á­falls á BUGL eftir þær aðfar­ir. 

Varn­ar­múrar laga­bók­stafs og stjórn­sýslu firra engan ábyrgð. Þeir eru birt­ing­ar­mynd lág­kúru illsk­unnar sem er ágæt þýð­ing á einu merkasta hug­taki stjórn­mála­heim­speki 20. ald­ar, „bana­lity of evil“ sem Hannah Arendt not­aði um Adolf Eich­mann, dyggan emb­ætt­is­mann Hitlers sem vann að því að skipu­leggja útrým­ing­ar­búðir þriðja rík­is­ins (Þýð­ing hug­taks­ins er í afbragðs­góðum inn­gangi Sig­ríðar Þor­geirs­dóttur að úrvali úr verkum Arendt: Af ást til heims­ins, Him­speki­stofnun – Háskóla­út­gáfan, Reykja­vík 2011. Kjarn­góð útlistun hug­taks­ins er á bls. 40 í inn­gangi Sig­ríð­ar­). 

Hann hlýddi skip­unum stjórn­valda og taldi sig því vera að gera rétt. Með því aftengdi hann eigin hugs­un, skýldi sér á bak við vald­boð og hlýddi í blindn­i. 

Auglýsing
Lágkúra illsk­unnar er að baki þeirra brott­vís­ana sem standa fyrir dyr­um. Úti­lokun mann­úðar og kerf­is­fest mis­kunn­ar­leysi ráða för í skjóli laga­bók­stafs og reglu­gerða. Þegar hugsun og sam­hengi mann­legra athafna eru aftengd eru mennska og mannúð afnumin og börnum fórnað á alt­ari bók­stafs­ins.

Bólu-Hjálmar reis gegn trú­ar­bók­stafn­um. Nú þurfum við að rísa gegn þeim emb­ætt­is­mönnum og stjórn­mála­mönnum sem fela sig bak við laga­bók­stafi. 

Lög og túlkun þeirra eru manna­setn­ingar sem eiga að lúta almanna­vilja. Þegar þau eru notuð til illra verka sem ganga heimsku­lega í ber­högg við hug­myndir lang­flestra um mannúð og náunga­kær­leika þarf að breyta þeim, setja þá af sem skýla sér á bak við þau og leggja niður stofn­anir sem virð­ast hafa það hlut­verk eitt að níð­ast á fólki. Lög og fram­kvæmd þeirra verða að end­ur­spegla hug­myndir almenn­ings um mannúð og náunga­kær­leika.

Lág­kúru illsk­unnar verður varla aftur beitt til að smala fólki í gasklefa en váleg teikn eru þó á lofti. Evr­ópu­búum fækkar og flótta­fólki fjölgar vegna umhverf­is­ham­fara og stríðs­á­taka. Þá grípa öfga­hópar til van­hugs­aðra aðgerða til varnar ímynd­uðum verð­mætum á borð við kyn­þætti og „þjóð­menn­ing­u“. Og ekki er úti­lokað að Íslend­ingar sjálfir þurfi að flýja landið ef allra verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga verða að veru­leika. Hvernig sem það velt­ist væri lands­mönnum hollt að hug­leiða þann mögu­leika.

Mannúð og skyn­semi verða að ráða. Fram­koma okkar við flótta­menn og börn þeirra er próf­steinn á mennsku okkar og vits­muni því lág­kúra illsk­unnar sprettur af hreinni heimsku og getu­leysi til að sjá hlut­ina í sam­hengi. Getu­leysi sem felur í sér rót­gróna kreddu­festu og hugs­un­ar­leysi sem oft  er ruglað saman við skyn­semi.

Grund­vall­ar­at­riðin í þessu máli – spurn­ingin um það hvort mannúð og bræðra­lag eigi að víkja fyrir kald­rifj­aðri þjónkun við bók­staf­inn – eru svo djúp­stæð í sam­hengi mann­legs sam­fé­lags að fram­tíð þess er í húfi.  

Þess vegna ætti þetta mál að vera til­efni stjórn­ar­slita ef því er að skipta og stjórn­mála­menn sem láta þetta yfir sig ganga verða örugg­lega dæmdir af þeim heig­uls­hætti, ekki síst þeir sem kenna sig við ein­hvers konar sam­fé­lags­legt rétt­læti frekar en kreddur laga­tækni og auð­ræð­is. 

Stjórn­mála­menn sem skreyta sig með guðs­trú eða kirkju­rækni þurfa að heyra þetta líka. Vel mætti kaf­færa þá ræki­lega með bibl­íutil­vitn­unum um kær­leiks­boð­skap Krists og fram­komu við börn og okkar minnstu bræð­ur. 

Verði börnin send úr landi á næstu dögum ber öll rík­is­stjórnin ábyrgð á því og allir þing­menn sem hana styðja. 

Nú verður almenn­ingur að rísa upp og koma í veg fyrir þessa óhæfu. 

MÆTUM Á MÓT­MÆLA­GÖNGU FRÁ HLEMMI Á MÁNU­DAG­INN KL. 17.30.

MINN­UMST REISNAR BÓLU-HJÁLM­ARS OG LÁTUM HRÓP AF HEITUM DREYRA RJÚFA VARN­AR­MÚRA ILLSKUNN­AR!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar