Málið vanreifað – frávísun eðlileg

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, skrifar um dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn félaginu.

Auglýsing

Vegna nokkuð ítar­legrar frétta­skýr­ingar Kjarn­ans um úrskurð hér­aðs­dóms í Reykja­vík í máli sem Glitnir HoldCo höfð­aði gegn Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur (ÚR) vil und­ir­rit­aður fram­kvæmda­stjóri Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur (ÚR) gera örfáar athuga­semdir og koma með nokkrar ábend­ingar fyrir þá sem áhuga­samir eru um þetta mál.

­Fyrst skal nefna að af frétta­skýr­ingu Kjarn­ans má skilja að ÚR hafi helst borið fyrir sig að Glitnir hafi haft hag að því að geng­is­fella íslensku krón­una.  Það er vissu­lega ein af 14 ástæðum sem ÚR lagði fram í vörn sinni en ekki sú helsta. Rétt er geta þess að sú máls­á­stæða byggir á nið­ur­stöðu þriggja mats­gerða sem lágu fyrir í mál­inu sem sýna að Glitnir hagn­að­ist um tugi millj­arða á geng­is­falli íslensku krón­unnar árið 2008 og að uppi­staðan í ávinn­ingi Glitnis var stöðu­taka með afleiðu­samn­ingum við­skipta­vina Glitn­is. Með vísun til laga um verð­bréfa­við­skipti þar sem segir að fjár­mála­stofnun skuli forð­ast hags­muna­á­rekstra við við­skipta­vini og upp­lýsa við­skipta­vini um alla hags­muna­á­rekstra er það óskilj­an­legt fyrir und­ir­rit­aðan að lesa það í dómi hér­aðs­dóms sem segir á bls 54 : „Jafn­vel þótt gögn máls­ins bendi til þess að Glitnir hafi hagnast, amk. til skamms tíma litið , af lækk­andi gengi íslensku krón­unnar telur dóm­ur­inn ekki fram kom­ið  að Glitnir hafi mark­visst stuðlað að lækkun íslensku krón­unnar eða búið yfir sér­tækum upp­lýs­ingum um þróun gengis hennar sem honum var skylt að upp­lýsa við­skipta­vini sína um.“ ÚR hefur ekki haldið því fram sem þarna segir heldur ein­ungis að Glitnir hafi verið skylt að upp­lýsa um hags­muna­á­rekstra sem eru bann­aðir sam­kvæmt gr. 8. í verð­bréfalögum no. 108/2007. Þá er jafn­framt rétt að geta þess að í ofan­greindum mats­gerðum kemur fram að Glitnir var í raun orð­inn gjald­þrota í októ­ber 2008 þegar samn­ing­arnir sem deilt er um áttu að hafa verið gerð­ir. Því eru þeir ógildir því bank­inn hafði rangt við í sínum upp­gjör­um.

Aðal máls­á­stæðan siem ÚR hefur byggt á í þessu máli er að ekki nokkur starfs­maður ÚR hvorki bað um, gerð né stað­festi 23 af 31 samn­ingum sem deilt er um og mynda þeir samn­ingar um 90% af heild­ar­kröfu Glitnis á hendur ÚR. Í 8 ár eða frá 2008 til 2016 hélt Glitnir því fram að fyrr­ver­andi starfs­maður ÚR sem lét af störfum í sept­em­ber 2008 hefði gert afleiðu­samn­inga í októ­ber 2008. Þegar ÚR fékk loks­ins eftir langan mála­rekstur afrit af sam­tölum sem stað­festu að Glitnir var með allar upp­lýs­ingar og starfs­menn Glitnir vissu að umræddur maður var ekki starfs­maður ÚR, lét Glitnir vísa mál­inu frá með því að mæta ekki í fyr­ir­töku. Mál­inu var stefnt aftur í maí 2016 og þá hélt Glitnir því fram að ungur maður sem var ný byrj­aður að vinna hjá ÚR hefði gert  þessa samn­inga. Lög­maður Glitnis hafði í hót­unum við unga mann­inn en hátt­semi lög­manns Glitnis var kærð til Lög­manna­fé­lags­ins sem ávítti lög­mann­inn.  Glitnir lagði fram einn tug sam­tala af nokkur hund­ruðum slíkra sem Glitnir átti við starfs­menn ÚR. Af þessum 10 sam­tölum sem voru hljóð­rituð og lögð fram var ekk­ert sem stað­festir gerð umræddra samn­inga. Bæði starfs­menn Glitnis og starfs­menn ÚR stað­festu það fyrir dómi.

Auglýsing
Ein af mik­il­væg­ari máls­á­stæðum í vörn ÚR og vikið er að í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans er það mat ÚR að Glitnir sé ekki aðili máls­ins sökum þess að þrota­búið hafði afsalað kröf­urnar með und­ir­ritun stöð­ug­leika­samn­ing við rík­is­sjóð ári áður en málið var höfðað að nýju 2016. Sökum þess að umræddur samn­ingur er ekki opin­ber voru tveir menn sem þekkja til hans kall­aðir sem vitni í hér­aðs­dómi, þ.e. þeir Haukur C. Bene­dikts­son núver­andi starfs­maður Seðla­banka Íslands og Steinar Þór Guð­geirs­son for­svars­maður eigna­um­sjóna­fé­lags­ins Lind­ar­hvols. Þeir sögðu báðir að umræddar kröfur væru eign Glitnis þó svo þeirra væri ekki getið í árs­reikn­ingi Glitnis sem lá fyrir dóm­in­um. Eftir að umræddir menn báru vitni fyrir dómi hefur und­ir­rit­aður aflað sér meiri upp­lýs­inga ma. úr rík­is­reikn­ingi 2016 og þar segir á bls 95: „ Á árinu 2016 eru að fullu tekju- og eign­færð stöð­ug­leika­fram­lög sam­kvæmt nauða­samn­ingum fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja sem stað­festir voru af hér­aðs­dómi undir lok árs 2015 og í jan­úar 2016. Í heild voru stöð­ug­leika­fram­lög frá þrota­búum metin á um 384.209 millj. kr. í upp­hafi árs sem var tekju­fært að fullu. Þessar eignir skipt­ast í 95% eign­ar­hlut í Íslands­banka 184.771 millj. kr., skulda­bréf Kaup­þings 84.000 millj. kr., afkomu­skipta­samn­ing vegna Arion banka hf. 19.500 millj. kr., ýmsar hluta­fjár­eignir 10.909 millj. kr. og aðrar eignir 85.030 millj. kr.” 

Í fyr­ir­spurn til Rík­is­end­ur­skoð­anda sem und­ir­rit­aður sá eftir að mál­flutn­ingi lauk seg­ir: „Það liggur skýrt fyrir að svo­kall­aðar eft­ir­stæðar eignir (retained assets) voru hluti af eigna­safn­inu sem slitabú Glitnis fram­seldi rík­inu með samn­ingi, dags. 10. des­em­ber 2015, um upp­gjör á stöð­ug­leika­eign­um.„Um þessar eignir sagði starfs­maður Rík­is­end­ur­skoð­anda enn­frem­ur: „Eft­ir­stæðar eign­ir, þ.m.t. afleiðu­samn­ing­ar, hafa allar verið metnar og færðar upp til eignar í efna­hags­reikn­ingi rík­is­sjóðs…”

Fram­burður Hauks C og Stein­ars Þórs er því ekki í sam­ræmi við árs­reikn­inga Glitnis 2015 til 2019, Rík­is­reikn­ings 2016 og svar frá Rík­is­end­ur­skoð­anda eftir að málið var dóm­tek­ið.

Það er rétt í frétta­skýr­ingu Kjar­ans sem segir „Því blasir við að Útgerð­ar­fé­lagið hefur getu til þess að greiða skuld­ina við Glitni HoldCo, sem mun að óbreyttu renna í rík­is­sjóð sem hluti af stöð­ug­leika­fram­lag­in­u”. Ástæðan fyrir því að Hér­aðs­dómur átti að vísa mál­inu frá er að Glitnir er annað hvort rangur aðili máls eða málið var svo stór­lega van­reifað að dómur átti aldrei að falla í mál­in­u. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri ÚR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar