Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum

Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.

Glitnir
Auglýsing

Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar sem er stærsti eigandi Brim, kærði þann 17. apríl í fyrra háttsettsemi Glitni HoldCo sem í fólst að, að sögn fyrirtækisins, að „rangfæra sönnunargögn“ í dómsmáli milli aðila. Í ársreikningi félagsins segir að sú háttsemi hafi falið í sér „að „klippa“ eða fjarlægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samningum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerðu.“


Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur verið í deilum við þrotabú Glitnis banka, sem nú heitir Glitnir HoldCo, árum saman vegna 31 afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, rétt áður en að íslenska bankakerfið hrundi. Samningarnir eru upp á alls um tvo milljarða króna. Útgerðarfélagið hefur ávallt neitað kröfunni og hún ekki verið færð í rekstur eða efnahag fyrirtækisins. 

Glitnir höfðaði mál sumarið 2012 og krafðist þess að Útgerðarfélagið, sem þá hét enn Brim, myndi greiða milljarðanna tvo auk dráttarvaxta. Málið hefur þvælst um innan dómskerfisins alla tíð síðan og er enn óleyst, en í ársreikningi Útgerðarfélags Reykjavíkur segir m.a. um þetta mál að fyrir liggi „að enginn starfsmaður Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. hafi beðið um eða gert 23 af 31 samningi sem gerð er krafa um greiðslu á í dómsmálinu og mynda um 90 prósent af kröfu Glitnis Holdco ehf.“

Auglýsing
Málið hefur tekið á sig margskonar myndir. Meðal annars kærði Útgerðarfélagið framferði Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis HoldCo, í dómsmálinu til Úrskurðarnefndar lögmanna sem úrskurðaði í málinu þann í lok janúar í fyrra. Þar var háttsemi hans, sem í fólst að veita lykilvitni rangar upplýsingar um staðreyndir og láta hjá líða að tilkynna Útgerðarfélaginu að til stæði að hafa samband við vitnið, sögð vera aðfinnsluverð. 

Þá kærði Útgerðarfélag Reykjavíkur til lögreglu, þann 17. apríl 2018, það sem í ársreikningi fyrirtækisins er kallað þá „háttsemi að rangfæra sönnunargögn“ í dómsmálinu. Sú háttsemi á að hafa falið í sér „að „klippa“ eða fjarlægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samningum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerðu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent