Glötuð tækifæri – Ný framtíðarsýn

Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands skrifar grein í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að Litháen endurheimti sjálfstæði sitt.

Auglýsing

Þann 11. mars fagna Lit­háar 30 ára afmæli síns end­ur­heimta sjálf­stæð­is. Eft­ir­far­andi grein er byggð á fyr­ir­lestri sem höf­undur átti að flytja á afmæl­is­há­tíð­inni við háskól­ann í Vilni­us. Öllum hátíð­ar­höldum hefur hins vegar verið slegið á frest, út af COVID19.  Greinin birt­ist í fjöl­miðlum í Lit­háen og Eist­landi og á ensku í Baltic Times. 

 „Leið­togar Vest­ur­landa stóðu frammi fyrir því að hrun Sov­ét­ríkj­anna fékk þeim upp í hendur ein­stakt tæki­færi til að gróð­ur­setja lýð­ræði og rétt­ar­ríki í Rúss­landi. Samt mátti öllum ljóst vera að þessu fylgdi mikil áhætta“.„Exiting the Cold War – Entering a New World“, ritstjórar: Hamilton og Spohr, Johns Hopkins University). 

(Steph­ane Kien­inger í „Mo­ney for Moscow: The West and the question of fin­ancial assistance for Mik­hail Gor­bachev“ (í bók­inni Exit­ing the Cold War – Enter­ing a New World“, rit­stjór­ar: Hamilton og Spohr, Johns Hop­k­ins Uni­versity). 

FALL BERLÍN­AR­MÚRS­INS 9. nóv­em­ber 1989 mark­aði tíma­mót. Það gerð­ist eig­in­lega bara fyrir slysni. Mis­skiln­ingur milli lágt­setts landamæra­varðar og yfir­manna hans í Aust­ur-Þýska­landi hratt þessu öllu af stað.  Þar með hófst atburða­rás sem breytti sög­unni. Þetta var hvorki fyr­ir­séð, und­ir­búið né fyr­ir­skipað af yfir­völd­um. 

Upp­reisn almenn­ings

Þetta var „lýð­ræð­i“, í hinni eig­in­legu merk­ingu orðs­ins: gras­rót­ar­lýð­ræð­i.  Eitt leiddi af öðru. Ríki mið- og austur Evr­ópu losn­uðu undan oki Sov­ét­ríkj­anna.  Sam­ein­ing Þýska­lands gekk frið­sam­lega fyrir sig. Eystra­salts­þjóðir end­ur­heimtu sjálf­stæði sitt.  Og tveimur árum síðar voru hin fyrrum vold­ugu Sov­ét­ríki ekki lengur til. Þau leyst­ust upp í frumparta sína – frið­sam­lega – án þess að þriðja heims­styrj­öldin skylli á. Eng­inn sá þetta fyr­ir.  Frægt er að Kohl Þýska­landskansl­ari sagði skömmu áður: „Ekki meðan ég lifi“. Samt voru sjúk­dóms­ein­kennin – bana­mein sov­éska nýlendu­veld­is­ins - lýðum ljós. En mað­ur­inn sem vildi ráða bót á þeim mein­semdum – sem boð­aði opnun og kerf­is­breyt­ingu (Gla­snost og Per­estroiku) – Mik­hail Gor­bachev - varð í stað­inn sjálfur fórn­ar­lamb breyt­inga, sem hann réði ekk­ert við. 

Þess­ara atburða er nú víða minnst á 30 ára afmæl­inu. Johns Hop­k­ins Uni­versity í Was­hington DC gaf á s.l. hausti út meiri háttar rit í sam­vinnu við Brook­ings Institute þar sem höf­undar leit­ast við að leggja mat á orsakir og afleið­ingar þess­ara sögu­legu við­burða. Rit­stjór­arn­ir, Daniel S. Hamilton og Krist­ina Spohr, láta hér leiða saman hesta sína ein­stak­linga, sem á þessum tíma voru í innsta hring Gor­bachev, Bush eldra, Kohl kansl­ara, Mitt­errand Frakka­for­seta og ann­arra sem þarna komu við sög­u. 

Tveir höf­und­anna, þ.á.m. und­ir­rit­aður og Mart Laar fv. for­sæt­is­ráð­herra Eista, fjalla um sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­þjóða sem und­an­fara að upp­lausn og hruni Sov­ét­ríkj­anna. Þarna er einnig að finna inn­blásnar greinar eftir hugs­uði pólsku frels­is­hreyf­ing­ar­inn­ar, Solid­arnosc, sem afhjúpa miskun­ar­laust and­lega örbirgð sov­ét­komm­ún­ism­ans. Einnig er þarna að finna grein­ingar fræði­manna af yngri kyn­slóð sem hafa sökkt sér ofan í hin sögu­legu skjöl um þessa atburði, sem aðgengi­leg eru orðin á skjala­söfn­um. 

Allir þessir höf­und­ar, sem nálg­ast við­fangs­efnið frá ólíkum sjón­ar­mið­um, leita svara við ótal spurn­ing­um. Hvers vegna hrundu Sov­ét­rík­in? Hver voru við­brögð leið­toga vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja? Gripu þeir hið ein­staka tæki­færi sem þeim gafst þarna til að stuðla að gróð­ur­setn­ingu lýð­ræðis og rétt­ar­ríkis í Rúss­landi og Evr­asíu? Eða vissu þeir ein­fald­lega ekki hvaðan á þá stóð veðrið og brugð­ust því við atburð­ar­rásinni – of lítið og of seint – fremur en að stýra henn­i?  Er loka­niðu­stað­an, sú að þeir hafi í grund­ar­vall­ar­at­riðum brugð­ist – glutrað niður þessu ein­staka tæki­færi til þess að búa jarð­ar­búum meira örygg­i? 

Hrun Sóvet­ríkj­anna

HVERS VEGNA HRUNDU SOV­ÉT­RÍK­IN? Sendi­herra hennar hátignar í Moskvu (1987-90), Roder­ick Lyme, svarar spurn­ing­unni á þessa leið: 

„Það voru þjóðir Sov­ét­ríkj­anna og Var­sjár­banda­lags­ins, sem bundu endi á Kalda stríðið og koll­vörp­uðu komm­ún­ism­an­um. Það var ekki Ron­ald Reagan að þakka að Kalda stríðið fjar­aði út þegar það gerð­ist. Ger­and­inn, sem hratt þess­ari atburð­ar­rás af stað, var Mik­hail Gor­bachev, sem lagði upp í þennan leið­angur með það að leið­ar­ljósi að bjarga sov­ét­kerf­inu, en end­aði með því að vera sópað burt með því.“

Þetta má einnig orða á annan veg: Undir lok valda­tíma Gor­bachev (1985-92) voru Sov­ét­ríkin ein­fald­lega gjald­þrota, bæði efna­hags­lega og hug­mynda­lega. Það varð að lokum hlut­skipti Gor­bachevs að ganga aftur og aftur með betlistaf í hendi á fund vest­rænna leið­toga, til að betla um lán til þess að halda kerf­inu á floti frá degi til dags. Eft­ir­maður hans, Boris Yelts­in, fékk við ekk­ert ráðið og sat hjálp­ar­vana uppi í rúst­un­um.  

Auglýsing
Rússar áttu ekki fyrir brýn­ustu lífs­nauð­synj­um. Þótt biðrað­irnar lengd­ust stóðu hillur versl­an­anna tóm­ar. Hinar stoltu stríðs­hetjur Rauða hers­ins seldu heið­urs­merki sín á torgum og gatna­mótum til að eiga fyrir tóbaki; og ekkj­urnar leit­uðu á rusla­haugum að mat­ar­leifum til að seðja hungur barn­anna. Eitt dæmi sem lýsir ástand­inu í hnot­skurn: Árið 1992 þurfti yfir­maður Norð­ur­flot­ans, Gromov flota­for­ingi, að betla hjá norskum kol­legum við landa­mærin um mat handa her­mönnum sín­um. Lægra verður varla lagst fyrir heims­veld­ið. 

David C. Gompert, fyrrum aðstoð­ar­maður Henrys Kiss­in­ger, utan­rík­is­ráð­herra BNA og sov­ét­sér­fræð­ing­ur, lýsir ástand­inu undir lokin á þessa leið:

„Sov­ét­veldið var ósam­stæð blanda af marxískri hug­mynda­fræði, mið­stýrðum áætl­un­ar­bú­skap, ofvöxnu skrifræði flokks og rík­is, rúss­neskri nýlendu­stefnu og átakapóli­tík við Vest­ur­lönd. Allt þetta hátimbraða bákn hrundi undan eigin þunga. Hug­mynda­fræðin hafði ofnæmi fyrir sann­leik­an­um; áætl­un­ar­bú­skap­ur­inn úti­lok­aði frum­kvæði og nýsköp­un; skrifræðið var dauð­anum vígt; áróð­ursmask­ínan var veru­leikafirrt; ofvaxið hern­að­ar­báknið slig­aði hag­kerf­ið; víg­bún­að­ar­kapp­hlaupið sog­aði til sín allt fjár­fest­ing­ar­fjár­magn og rekstur heims­valda­kerf­is­ins, þ.m.t. hern­að­ar­í­hlut­anir á Kúbu, í Afr­íku og undir lokin í Afganistan leiddu til gjald­þrots. Sov­ét­ríkin voru ein­fald­lega ósam­keppn­is­fær við Vest­ur­lönd, hvort heldur varð­aði tækni og nýsköp­un, hag­vöxt, hern­að­ar­mátt, eða sam­keppni póli­tískra hug­mynda. Þegar heims­mark­aðs­verð á olíu og gasi – sem var eina auðs­upp­spretta þessa van­þró­aða kerfis – hrundi, má segja að það hafi veitt þessu aðfram­komna kerfi nábjarg­irn­ar.“

Annar sendi­herra Breta í Moskvu (1988-92), Sir Roder­ich Brait­hvaite, orðar sjúk­dóms­grein­ingu sína á þennan veg: 

„Fjör­brot Sov­ét­kerf­is­ins stóðu í heilan ára­tug og leiddu af sér póli­tíska upp­lausn og efna­hags­lega örbirgð á tíma­bili Yelts­ins. Svo­kall­aðir sér­fræð­ingar á vegum stofn­ana Vest­ur­landa eins og Alþjóða­bank­ans og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (IM­F/AGS) kunnu lítt til verka og höfðu við enga reynslu að styðj­ast um það, hvernig ætti að hreinsa upp rúst­irnar og leggja und­ir­stöður að starf­hæfu mark­aðs­kerfi. Þetta var tómt hálf­kák. Eft­irá undr­uð­ust margir hvers vegna Pól­verjar kunnu mun betur til verka við að verk­stýra umskipt­un­um. Svarið er að finna að hluta í því að stærð Rúss­lands var óvið­ráð­an­leg; Rússar höfðu enga reynslu af starf­hæfu mark­aðs­kerfi; sú stað­reynd að Rússar höfðu sjálfir byggt upp þetta kerfi, sjálfum sér að fjör­tjóni og því næst þröngvað því upp á Pól­verja og aðrar þjóðir Aust­ur-­Evr­ópu, olli því að hinar síð­ar­nefndu þjóðir voru til­tölu­lega fljótar að varpa af sér okinu.“

ÞETTA ER HÁLF­SANN­LEIK­UR. Vissu­lega er það rétt að sov­ét­kerfið var við dauð­ans dyr. Því var ekki við bjarg­andi fremur en nýlendu­veldum Breta eða Frakka eftir lok seinni heims­styrj­ald­ar. Umbóta­mað­ur­inn, Mik­hail Gor­bachev, sem vildi koma fram umbótum til að bjarga kerf­inu frá fyr­ir­sjá­an­legu hruni, hafði hvorki hug­myndir né reynslu við að styðj­ast um, hvernig ætti að gera það, né heldur hafði hann fjár­hags­lega burði til þess.  Hann þurfti póli­tíska áfalla­hjálp. Og það strax.

Mars­hall-­á­ætl­un?

Hver voru við­brögð leið­toga Vest­ur­landa? Þeir bundu allt sitt trúss við það að halda Gor­bachev við völd, án þess að gera nokkuð sem að gagni kom, til að gera það mögu­legt. Olíu­mað­ur­inn frá Texas, George H. W. Bush Sr. (1988-92) sem átti að ráða för á þeim tíma­mótum sem skiptu sköp­um, þrá­stag­að­ist á því alla sína tíð, að fjár­hags­að­stoð kæmi ekki til greina, nema fyrir lægi áætlun um fram­kvæmd­ina. En liðið í kringum hann kunni ekk­ert til þeirra verka. 

ÞAÐ SEM ÞURFTI VAR NÝ MARS­HALL-­Á­ÆTL­UN. Hún hefði þurft að vera sam­bæri­leg að umfangi og sú Mars­hall-­á­ætlun sem Banda­ríkin veittu Evr­ópu eftir stríð (ekki síst af ótta við valda­töku komm­ún­ista t.d. á Ítalíu og í Frakk­landi) til að reisa hana við úr rúst­um. Auð­vitað átti ekki að dæla fjár­magni ofan í svart­hol sov­ét­komm­ún­ism­ans. Það þurfti að vinna eftir þaul­hugs­aðri áætlun um fram­kvæmd umskipt­anna. Yavl­insky-­á­ætl­un­in, sem var unnin í sam­starfi Rússa (Ya­vl­insky og Gaid­ar) og Harvard háskóla var not­hæf til síns brúks. Fram­kvæmdin hefði kostað u.þ.b. 150 millj­arða dala á 5 ára tíma­bil­i.  Þetta var spurn­ing um að vera eða vera ekki. Hætta fúsk­inu, en leggja það und­ir, sem þyrfti, til að ná árangri. Þarna var tæki­færið til þess að hjálpa lýð­ræð­is­öfl­unum í Rúss­landi við að „láta frelsi og lýð­ræði skjóta rótum í rúss­neskum jarð­veg­i“. 

Eini vest­ræni leið­tog­inn sem skildi þetta og greip tæki­færið var Kohl Þýska­landskansl­ari. Sá hinn sami og hafði sagt að þetta tæki­færi kæmi ekki á hans ævi­skeiði. Það kom nú samt. Og hann reynd­ist vera vand­anum vax­inn. Hann náði samn­ingum við Gor­bachev í nokkrum áföngum um frið­sam­lega sam­ein­ingu Þýska­lands og áfram­hald­andi veru sam­ein­aðs Þýska­lands í NATÓ. Og hann reiddi fram það fé sem þurfti. Upp­haf­lega 20 millj­arða þýskra marka til að inn­sigla gjörn­ing­inn. Að lokum nálg­að­ist reikn­ing­ur­inn 100 millj­arða marka fram að árinu 1994 til þess að kosta brott­flutn­ing Rauða hers­ins frá A-Þýska­landi. Kohl borg­aði reikn­ing­inn og fékk það sem hann vildi. Og átti þó eftir að borga mun hærri reikn­inga fyrir end­ur­reisn A-Þýska­lands og aðlögun þess að vest­ur­-þýska hag­kerf­in­u. 

Bush Banda­ríkja­for­seti lét hins vegar tæki­færið sér úr greipum ganga. Hann var alger­lega óvið­bú­inn. Við­brögðin voru fát og fum. Því til sönn­unar er hin alræmda „kjúklinga-ræða“, svo köll­uð, sem hann flutti í þing­inu (Verkovna Rada) í Kyiv 1. ágúst 1991, þremur vikum áður en Úkra­ína lýsti yfir sjálf­stæði; og nákvæm­lega 145 dögum áður en Sov­ét­ríkin hrund­u.  Og hver var boð­skap­ur­inn? Hann skor­aði á Úkra­ínu­menn að „ánetj­ast ekki öfga­kenndri þjóð­ern­is­hyggju“, heldur að „halda Sov­ét­ríkj­unum saman – í nafni friðar og stöð­ug­leika“. „Heims­met í dóm­greind­ar­leysi“ að mati stjórn­mála­skýranda NYTi­mes, Willi­ams Safire. Það er síst ofmælt. 

ÞAÐ VAR ÞARNA sem tæki­fær­inu var glutrað niður – þessu ein­staka tæki­færi til að breyta heim­inum til hins betra fyrir nýjar kyn­slóð­ir. Það var þarna sem leið­togum lýð­ræð­is­ríkja vest­ur­landa brást boga­list­inn.  Bush hefur oft verið gagn­rýndur fyrir að hann skorti alla fram­tíð­ar­sýn – „the vision-t­hing“ – eins og hann kall­aði það sjálfur með niðr­andi orð­bragði. Gor­bachev var sam­starfs­fús, enda lá póli­tísk líf hans við. 

Hefðu lýð­ræð­is­öfl Rúss­lands getað lagt traustan grunn að lýð­ræð­is­legum stofn­unum og starf­hæfu mark­aðs­kerfi í Rúss­landi, ef þeim hefði staðið til boða Mars­hall-­á­ætlun af því tagi, sem hér hefur verið lýst? Og nauð­syn­legur fjár­hags­stuðn­ingur til að hrinda henni í fram­kvæmd? Hefðum við þar með getað látið vonir okkar ræt­ast um nýtt örygg­is­kerfi til fram­búðar – „a Eurasi­an-Atl­antic security system“?  Ég veit það ekki. Það veit það eng­inn. Vegna þess að leið­togar Vest­ur­landa létu tæki­færið sér úr greipum ganga. En fyr­ir­fram er engin ástæða til að halda að þetta hefði verið óvinn­andi verk – mission impossi­ble. 

Sós­íal­ískt mark­aðs­kerfi?

Var aðferða­fræðin við umskiptin frá mið­stýrðu hag­kerfi af sov­ésku gerð­inni yfir í vald­dreift en starf­hæft mark­aðs­kerfi undir lýð­ræð­is­legri stjórn óþekkt fyr­ir­bæri – terra incognita – í hag­fræð­inni? Fjarri því. Mód­elið er alþekkt. Það heitir hið félags­lega mark­aðs­kerfi, sem byggt var upp úr rústum Evr­ópu eftir stríð. 

Kunnur hag­fræð­ing­ur, Acemoglu við MIT háskól­ann, lýsir þessu svona: 

„Þetta félags­lega mark­aðs­kerfi festi rætur í Evr­ópu – með bestum árangri á Norð­ur­löndum – á seinni helft 20stu ald­ar.  Það snýst um að halda aftur af óbeisl­uðum mark­aðs­öfl­um, draga úr ójöfn­uði og bæta lífs­kjör hinna verst sett­u... Í stuttu máli sagt: Evr­ópskt „soci­al-democracy“ er kerfi sem snýst um að hafa stjórn á mark­aðs­kerf­inu en ekki að leggja það nið­ur­.“ 

Acemoglu hefur ýmis­legt að segja um þann árangur sem þetta mark­aðs­kerfi hefur náð:

„Fé­lags­legt mark­aðs­kerfi – „soci­al-democracy“ – lagði grunn­inn að efna­hags­legri vel­megun hvar­vetna í hinum iðn­vædda heimi eftir seinna stríð. Þetta á líka við um Banda­ríkin þar sem New Deal Roos­evelts og aðrar umbætur í fram­haldi af því festu í sessi veiga­mikla þætti hins félags­lega mark­aðs­kerf­is, þ.á.m. samn­inga stétt­ar­fé­laga um kaup og kjör, félags­legar trygg­ingar og gjald­frjálsan aðgang að mennt­un“.

VORU LEIЭTOGAR AND­ÓFSAFLA innan Sov­ét­ríkj­anna og í löndum mið- og austur Evr­ópu fáfróðir um þessa aðferða­fræði? Vissu­lega ekki. Innan hag­fræð­innar er vel þekkt kenn­inga­kerfi undir nafn­inu „sós­íal­ískt mark­aðs­kerf­i“, sem kennt er við nafn pólska útlaga­hag­fræð­ings­ins Oskars Lange.  Það var á sínum tíma m.a.s. kennt við nafn hans og Chicago skól­ann: Chicago skóli Oskars Lange, til aðgrein­ingar frá Chicago skól­an­um, sem kenndur er við nýfrjáls­hyggju Miltons Fried­m­an. 

Fyrir langa löngu, nánar til­tekið árið 1961, gafst mér tæki­færi til þess að slást í hóp fáeinna hag­fræð­istúd­enta frá Norð­ur­löndum og Bret­landseyjum til að taka þátt í sér­stöku nám­skeiði í Sakopane í Tatra­fjöll­unum í Pól­landi, þar sem kennslu­efnið var nákvæm­lega þetta: „The soci­alist-­mar­ket economy“: Leið­bein­endur okkar voru lærðir fræði­menn frá Pól­landi (Bobrow­sky) og Tékkóslóvakíu (Ota Sik).  Þarna var farið yfir aðferða­fræð­ina við það að aflétta hinum mið­stýrða áætl­un­ar­bú­skap í áföngum og að inn­leiða sam­keppni á mark­aði í stað­inn. 

Í land­bún­aði átti þetta að ger­ast með því að afleggja rík­is­þving­aðan samyrkju­bú­skap og leyfa þeim sem erj­uðu jörð­ina að selja afurðir sínar á mörk­uðum í nær­liggj­andi borg­um. Næsta verk var að við­ur­kenna ýmis form eign­ar­réttar (einka­eign, sam­vinnu­fé­lög o.fl.) í efna­hags­starf­sem­inni, allt undir merkjum sam­keppni á mark­aði, bæði varð­andi fram­leiðslu og dreif­ingu á vörum og þjón­ustu. Nátt­úru­auð­lindir ættu hins vegar að vera í opin­berri eigu (eins og er á Norð­ur­lönd­um). Og ríki eða sveit­ar­fé­lög ættu að hafa á hendi grunn­þjón­ustu (eins og mennta­kerfi, heil­brigð­is­þjón­ustu, orku­fram­leiðslu og dreif­ingu, og almanna­sam­göng­ur), sem væri veitt sem almanna­þjón­usta, án hagn­að­ar­sjón­ar­miða. 

Nor­ræna mód­elið

ÞETTA ER NOR­RÆNA MÓD­EL­IÐ. Það er nú þegar við­ur­kennt af þeim sem skyn bera á sem árang­ur­rík­asta sam­fé­lags- og efna­hags­módel sam­tím­ans. Á umþótt­un­ar­tím­anum frá mið­stýrðu þjóð­nýt­ing­ar­hag­kerfi til hins félags­lega mark­aðs­kerfis þarf fyrst og fremst að tryggja fjár­hags­legan stuðn­ing við stöðu­leika gjald­mið­ils­ins; fjár­hags­lega bak­trygg­ingu til að ráða við verð­bólgu­voð­ann við umskipti til frjálsrar verð­mynd­un­ar; svo þarf að tryggja aðgang að erlendu fjár­magni til fjár­fest­ing­ar, sem og til að inn­leiða nýja tækni. Skatta­kerfið þarf að hafa inn­byggða hvata til þess að gera þetta kleift. Kín­verjar kalla þetta kerfi nútil­dags „kín­verska mód­el­ið“. Og telja að Deng Xia­op­ing eigi höf­und­ar­rétt að því.  Það hefur skilað ein­stæðum sögu­legum árangri. Það hefur lyft hund­ruðum millj­óna manna úr örbirgð til bjarg­álna, á ótrú­lega skömmum tíma. 

EF HRUN SOV­ÉT­RÍKJ­ANNA skap­aði tæki­færi til að leggja grunn að lýð­ræð­is­legu Rúss­landi, sem byggt yrði upp á rústum komm­ún­ism­ans, þá vitum við nú að þetta ein­staka tæki­færi fór for­görð­um. Eftir upp­lausn Yelts­in-­tíma­bils­ins hefur Rúss­land nú snúið aftur til for­tíðar sem vald­stjórn­ar­ríki, með aft­ur­gengna nýlendutil­burði. Og er þess vegna hættu­legt nágrönnum sín­um.  Það er þetta sem átti að koma í veg fyr­ir. Það er þetta sem hefur brugð­ist. Þetta eru hin sögu­legu mis­tök leið­toga vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna. 

Á þeim tíma ólum við með okkur háleitar hug­myndir um nýja heims­skip­an, sem yrði byggð á traustum grunnu félags­legs mark­aðs­kerf­is, lýð­ræðis og rétt­ar­rík­is. Þessir bjart­sýnu fram­tíð­ar­draumar hafa ekki ræst. Við höfum sveifl­ast frá einum öfgum til ann­arra; Frá mið­stýrðu þjóð­nýt­ing­ar­kerfi, sem skil­aði ekki vör­unum og end­aði í svelt­andi sós­í­al­isma; til óham­ins mark­aðs­kerf­is, sem lætur ekki að lýð­ræð­is­legri stjórn og skilur eftir sig sívax­andi og óboð­legan ójöfnuð eigna og tekna. Hvort tveggja ógnar lýð­ræð­inu. Upp­gangur alls­ráð­andi auð­klíkna – bæði í Banda­ríkj­unum og Rúss­landi - er ógnun við sjálft lýð­ræð­ið.  Ég ætla að gefa pró­fessor Acemoglu loka­orðin – nú í aðdrag­andi Banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna:

„Það sem við þurfum er ekki óheft mark­aðs­kerfi í blóra við lýð­ræð­is­lega stjórn; það sem við þurfum er „soci­al-democracy“ að nor­rænni fyr­ir­mynd. Í Banda­ríkj­unum þurfum við á að halda atbeina rík­iss­ins við að hafa taum­hald á ofvöxnu mark­aðs­valdi auð­hringa. Það þarf að efla áhrif vinn­andi fólks á lífs­kjör og stjórn­ar­far og það þarf að styrkja opin­bera þjón­ustu og örygg­is­net hinna verst settu. Síð­ast en ekki síst þurfum við Banda­ríkja­menn að ná tökum á tækniris­un­um, sem eru að vaxa lýð­ræð­inu yfir höf­uð. Og skapa skil­yrði fyrir því að afrakstri efna­hags­starf­sem­innar verði dreift, öllum þjóð­fé­lags­þegnum til hags­bóta.“

Þetta er hverju orði sann­ara. Og á líka við um okkur hin.

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins, flokks íslenskra jafn­að­ar­manna og fjár­mála-og utan­rík­is­ráð­herra 1988-1995. Nýj­ustu bækur hans eru: The Baltic Road to Freedom – Iceland‘s role, The Nor­dic Model vs The Neoli­beral Chal­lenge, (Lamb­ert Academic publications) og Tæpitungu­laust: Lífs­skoðun jafn­að­ar­manns - (HB Av 2019). Þeir sem vilja kynna sér málið betur sjá heim­ild­ar­mynd­ina Those who dare.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar