Gildi íslenskunnar fyrir okkur

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, mun á næstunni birta pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þriðji pistillinn.

Auglýsing

3. Til að efla íslensku og tryggja framtíð hennar er mikilvægt að skilja að íslenska er ekki merkilegri eða dýrmætari en önnur tungumál – nema fyrir notendur hennar.

Oft er sagt að íslenska sé dýrmætasta eign þjóðarinnar og jafnvel heyrist sú skoðun að hún sé öðrum málum fremri á einhvern hátt. Árið 1926 flutti Sigurður Nordal prófessor erindi sem nefndist „Málfrelsi“ og birtist síðar í Lesbók Morgunblaðsins. Fyrsti hluti þess nefnist „Hverjir eru sjerstakir yfirburðir íslenskunnar“ og þar segir:

„Því má halda fram með rökum, að íslenskunni sje margt stórvel gefið. Hún er gagnorð og þróttmikil, ljós og skýr, svo að hún fellur vel að rökfastri hugsun. Málfræðin er torveld, og mikil tamning að læra hana. Orðaforðinn er geysimikill á sumum sviðum. Þá er hún og skemmra komin frá frumlindum sínum en flestar aðrar tungur. Orðin eru ekki jafnslitið gangsilfur og annars gerist, auðveldara að nema hugsun þá, er hefir mótað þau í öndverðu, og hún er oft furðu spakleg. Þetta og annað fleira, hljóðvörp, viðskeyti og samsetningar, veldur grósku í málinu. Á íslensku er kostur meiri ritsnildar en á flestum öðrum tungum, ný orð spretta upp af sjálfum sjer til þess að láta í ljós nýjar hugsanir, og virðast þó vera gömul. Þau hlaupa í skörðin, sem af einhverri tilviljun hafa staðið opin handa þeim.“

Auglýsing


Íslenskan er líka beintenging okkar við sögu og menningu þjóðarinnar fyrr á tímum. Við njótum þeirra forréttinda umfram flestar aðrar þjóðir að geta tiltölulega auð­veld­lega lesið texta allar götur frá upphafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútímamál. Ef íslenskan tekur róttækum breytingum, eða hættir að vera lifandi tungumál, missum við ekki bara bein tengsl við Hávamál og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslandsklukkuna, Engla alheimsins og Kalda­ljós, og meira að segja Svínshöfuð og Seltu. Þar með væri hið margrómaða samhengi í ís­lensk­um bókmenntum og menningu fokið út í veður og vind.

Þetta þýðir samt ekki að íslenskan sé eitthvað betri eða merkilegri en önnur tungumál. „Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur“ er haft eftir  Vigdísi Finnbogadóttur, og í framhaldi af því sem Sigurður Nordal skrifaði um kosti íslenskunnar og vitnað er til hér að framan sagði hann: „En svo er um móðurmálið sem sumt annað, sem nákomnast er manni, að hverjum þykir sinn fugl fagur. Ef aðrar þjóðir færi að telja fram kosti sinna tungna, mætti íslenskan vara sig.“

Þetta er grundvallaratriði. Íslenskan er dýrmætasta mál í heimi fyrir okkur sem eigum hana að móðurmáli. Hún er hluti af okkur sjálfum, útrás fyrir tilfinningar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköpunar, miðlunar og frjórrar hugsunar. Tungumál sem við tileinkum okkur á máltökuskeiði, móður­mál okkar, er einkaeign okkar jafnframt því að vera sam­eign alls málsamfélagsins og í vissum skilningi alls mannkyns. Við berum ábyrgð á velferð þess – gagnvart málsamfélaginu og öllu mannkyni, en fyrst og fremst gagnvart okkur sjálfum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit