Gildi íslenskunnar fyrir okkur

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, mun á næstunni birta pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þriðji pistillinn.

Auglýsing

3. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að skilja að íslenska er ekki merki­legri eða dýr­mæt­ari en önnur tungu­mál – nema fyrir not­endur henn­ar.

Oft er sagt að íslenska sé dýr­mætasta eign þjóð­ar­innar og jafn­vel heyr­ist sú skoðun að hún sé öðrum málum fremri á ein­hvern hátt. Árið 1926 flutti Sig­urður Nor­dal pró­fessor erindi sem nefnd­ist „Mál­frelsi“ og birt­ist síðar í Les­bók Morg­un­blaðs­ins. Fyrsti hluti þess nefn­ist „Hverjir eru sjer­stakir yfir­burðir íslenskunn­ar“ og þar seg­ir:

„Því má halda fram með rök­um, að íslensk­unni sje margt stór­vel gef­ið. Hún er gagn­orð og þrótt­mik­il, ljós og skýr, svo að hún fellur vel að rök­fastri hugs­un. Mál­fræðin er tor­veld, og mikil tamn­ing að læra hana. Orða­forð­inn er geysi­mik­ill á sumum svið­um. Þá er hún og skemmra komin frá frum­lindum sínum en flestar aðrar tung­ur. Orðin eru ekki jafn­slitið gang­silfur og ann­ars ger­ist, auð­veld­ara að nema hugsun þá, er hefir mótað þau í önd­verðu, og hún er oft furðu spak­leg. Þetta og annað fleira, hljóð­vörp, við­skeyti og sam­setn­ing­ar, veldur grósku í mál­inu. Á íslensku er kostur meiri rit­snildar en á flestum öðrum tung­um, ný orð spretta upp af sjálfum sjer til þess að láta í ljós nýjar hugs­an­ir, og virð­ast þó vera göm­ul. Þau hlaupa í skörð­in, sem af ein­hverri til­viljun hafa staðið opin handa þeim.“

Auglýsing­Ís­lenskan er líka bein­teng­ing okkar við sögu og menn­ingu þjóð­ar­innar fyrr á tím­um. Við njótum þeirra for­rétt­inda umfram flestar aðrar þjóðir að geta til­tölu­lega auð­veld­­lega lesið texta allar götur frá upp­hafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútíma­mál. Ef íslenskan tekur rót­tækum breyt­ing­um, eða hættir að vera lif­andi tungu­mál, missum við ekki bara bein tengsl við Háva­mál og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslands­klukk­una, Engla alheims­ins og Kalda­­ljós, og meira að segja Svíns­höfuð og Seltu. Þar með væri hið marg­róm­aða sam­hengi í ís­­lensk­um bók­menntum og menn­ingu fokið út í veður og vind.

Þetta þýðir samt ekki að íslenskan sé eitt­hvað betri eða merki­legri en önnur tungu­mál. „Ís­lenskan er eins og við öll vit­um, móð­ur­málið okkar og það ber okkur að varð­veita hverja stund. En við eigum líka að bera virð­ingu fyrir öllum erlendum tungu­málum og skilja að þau eru jafn dýr­mæt og íslenskan er okk­ur“ er haft eftir  Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, og í fram­haldi af því sem Sig­urður Nor­dal skrif­aði um kosti íslensk­unnar og vitnað er til hér að framan sagði hann: „En svo er um móð­ur­málið sem sumt ann­að, sem nákomn­ast er manni, að hverjum þykir sinn fugl fag­ur. Ef aðrar þjóðir færi að telja fram kosti sinna tungna, mætti íslenskan vara sig.“

Þetta er grund­vall­ar­at­riði. Íslenskan er dýr­mætasta mál í heimi fyrir okkur sem eigum hana að móð­ur­máli. Hún er hluti af okkur sjálf­um, útrás fyrir til­finn­ingar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköp­un­ar, miðl­unar og frjórrar hugs­un­ar. Tungu­mál sem við til­einkum okkur á mál­töku­skeiði, móð­ur­­­mál okk­ar, er einka­eign okkar jafn­framt því að vera sam­­eign alls mál­sam­fé­lags­ins og í vissum skiln­ingi alls mann­kyns. Við berum ábyrgð á vel­ferð þess – gagn­vart mál­sam­fé­lag­inu og öllu mann­kyni, en fyrst og fremst gagn­vart okkur sjálf­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit