Gildi íslenskunnar fyrir okkur

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, mun á næstunni birta pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þriðji pistillinn.

Auglýsing

3. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að skilja að íslenska er ekki merki­legri eða dýr­mæt­ari en önnur tungu­mál – nema fyrir not­endur henn­ar.

Oft er sagt að íslenska sé dýr­mætasta eign þjóð­ar­innar og jafn­vel heyr­ist sú skoðun að hún sé öðrum málum fremri á ein­hvern hátt. Árið 1926 flutti Sig­urður Nor­dal pró­fessor erindi sem nefnd­ist „Mál­frelsi“ og birt­ist síðar í Les­bók Morg­un­blaðs­ins. Fyrsti hluti þess nefn­ist „Hverjir eru sjer­stakir yfir­burðir íslenskunn­ar“ og þar seg­ir:

„Því má halda fram með rök­um, að íslensk­unni sje margt stór­vel gef­ið. Hún er gagn­orð og þrótt­mik­il, ljós og skýr, svo að hún fellur vel að rök­fastri hugs­un. Mál­fræðin er tor­veld, og mikil tamn­ing að læra hana. Orða­forð­inn er geysi­mik­ill á sumum svið­um. Þá er hún og skemmra komin frá frum­lindum sínum en flestar aðrar tung­ur. Orðin eru ekki jafn­slitið gang­silfur og ann­ars ger­ist, auð­veld­ara að nema hugsun þá, er hefir mótað þau í önd­verðu, og hún er oft furðu spak­leg. Þetta og annað fleira, hljóð­vörp, við­skeyti og sam­setn­ing­ar, veldur grósku í mál­inu. Á íslensku er kostur meiri rit­snildar en á flestum öðrum tung­um, ný orð spretta upp af sjálfum sjer til þess að láta í ljós nýjar hugs­an­ir, og virð­ast þó vera göm­ul. Þau hlaupa í skörð­in, sem af ein­hverri til­viljun hafa staðið opin handa þeim.“

Auglýsing­Ís­lenskan er líka bein­teng­ing okkar við sögu og menn­ingu þjóð­ar­innar fyrr á tím­um. Við njótum þeirra for­rétt­inda umfram flestar aðrar þjóðir að geta til­tölu­lega auð­veld­­lega lesið texta allar götur frá upp­hafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútíma­mál. Ef íslenskan tekur rót­tækum breyt­ing­um, eða hættir að vera lif­andi tungu­mál, missum við ekki bara bein tengsl við Háva­mál og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslands­klukk­una, Engla alheims­ins og Kalda­­ljós, og meira að segja Svíns­höfuð og Seltu. Þar með væri hið marg­róm­aða sam­hengi í ís­­lensk­um bók­menntum og menn­ingu fokið út í veður og vind.

Þetta þýðir samt ekki að íslenskan sé eitt­hvað betri eða merki­legri en önnur tungu­mál. „Ís­lenskan er eins og við öll vit­um, móð­ur­málið okkar og það ber okkur að varð­veita hverja stund. En við eigum líka að bera virð­ingu fyrir öllum erlendum tungu­málum og skilja að þau eru jafn dýr­mæt og íslenskan er okk­ur“ er haft eftir  Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, og í fram­haldi af því sem Sig­urður Nor­dal skrif­aði um kosti íslensk­unnar og vitnað er til hér að framan sagði hann: „En svo er um móð­ur­málið sem sumt ann­að, sem nákomn­ast er manni, að hverjum þykir sinn fugl fag­ur. Ef aðrar þjóðir færi að telja fram kosti sinna tungna, mætti íslenskan vara sig.“

Þetta er grund­vall­ar­at­riði. Íslenskan er dýr­mætasta mál í heimi fyrir okkur sem eigum hana að móð­ur­máli. Hún er hluti af okkur sjálf­um, útrás fyrir til­finn­ingar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköp­un­ar, miðl­unar og frjórrar hugs­un­ar. Tungu­mál sem við til­einkum okkur á mál­töku­skeiði, móð­ur­­­mál okk­ar, er einka­eign okkar jafn­framt því að vera sam­­eign alls mál­sam­fé­lags­ins og í vissum skiln­ingi alls mann­kyns. Við berum ábyrgð á vel­ferð þess – gagn­vart mál­sam­fé­lag­inu og öllu mann­kyni, en fyrst og fremst gagn­vart okkur sjálf­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit