Gildi íslenskunnar fyrir okkur

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, mun á næstunni birta pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þriðji pistillinn.

Auglýsing

3. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að skilja að íslenska er ekki merki­legri eða dýr­mæt­ari en önnur tungu­mál – nema fyrir not­endur henn­ar.

Oft er sagt að íslenska sé dýr­mætasta eign þjóð­ar­innar og jafn­vel heyr­ist sú skoðun að hún sé öðrum málum fremri á ein­hvern hátt. Árið 1926 flutti Sig­urður Nor­dal pró­fessor erindi sem nefnd­ist „Mál­frelsi“ og birt­ist síðar í Les­bók Morg­un­blaðs­ins. Fyrsti hluti þess nefn­ist „Hverjir eru sjer­stakir yfir­burðir íslenskunn­ar“ og þar seg­ir:

„Því má halda fram með rök­um, að íslensk­unni sje margt stór­vel gef­ið. Hún er gagn­orð og þrótt­mik­il, ljós og skýr, svo að hún fellur vel að rök­fastri hugs­un. Mál­fræðin er tor­veld, og mikil tamn­ing að læra hana. Orða­forð­inn er geysi­mik­ill á sumum svið­um. Þá er hún og skemmra komin frá frum­lindum sínum en flestar aðrar tung­ur. Orðin eru ekki jafn­slitið gang­silfur og ann­ars ger­ist, auð­veld­ara að nema hugsun þá, er hefir mótað þau í önd­verðu, og hún er oft furðu spak­leg. Þetta og annað fleira, hljóð­vörp, við­skeyti og sam­setn­ing­ar, veldur grósku í mál­inu. Á íslensku er kostur meiri rit­snildar en á flestum öðrum tung­um, ný orð spretta upp af sjálfum sjer til þess að láta í ljós nýjar hugs­an­ir, og virð­ast þó vera göm­ul. Þau hlaupa í skörð­in, sem af ein­hverri til­viljun hafa staðið opin handa þeim.“

Auglýsing­Ís­lenskan er líka bein­teng­ing okkar við sögu og menn­ingu þjóð­ar­innar fyrr á tím­um. Við njótum þeirra for­rétt­inda umfram flestar aðrar þjóðir að geta til­tölu­lega auð­veld­­lega lesið texta allar götur frá upp­hafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútíma­mál. Ef íslenskan tekur rót­tækum breyt­ing­um, eða hættir að vera lif­andi tungu­mál, missum við ekki bara bein tengsl við Háva­mál og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslands­klukk­una, Engla alheims­ins og Kalda­­ljós, og meira að segja Svíns­höfuð og Seltu. Þar með væri hið marg­róm­aða sam­hengi í ís­­lensk­um bók­menntum og menn­ingu fokið út í veður og vind.

Þetta þýðir samt ekki að íslenskan sé eitt­hvað betri eða merki­legri en önnur tungu­mál. „Ís­lenskan er eins og við öll vit­um, móð­ur­málið okkar og það ber okkur að varð­veita hverja stund. En við eigum líka að bera virð­ingu fyrir öllum erlendum tungu­málum og skilja að þau eru jafn dýr­mæt og íslenskan er okk­ur“ er haft eftir  Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, og í fram­haldi af því sem Sig­urður Nor­dal skrif­aði um kosti íslensk­unnar og vitnað er til hér að framan sagði hann: „En svo er um móð­ur­málið sem sumt ann­að, sem nákomn­ast er manni, að hverjum þykir sinn fugl fag­ur. Ef aðrar þjóðir færi að telja fram kosti sinna tungna, mætti íslenskan vara sig.“

Þetta er grund­vall­ar­at­riði. Íslenskan er dýr­mætasta mál í heimi fyrir okkur sem eigum hana að móð­ur­máli. Hún er hluti af okkur sjálf­um, útrás fyrir til­finn­ingar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköp­un­ar, miðl­unar og frjórrar hugs­un­ar. Tungu­mál sem við til­einkum okkur á mál­töku­skeiði, móð­ur­­­mál okk­ar, er einka­eign okkar jafn­framt því að vera sam­­eign alls mál­sam­fé­lags­ins og í vissum skiln­ingi alls mann­kyns. Við berum ábyrgð á vel­ferð þess – gagn­vart mál­sam­fé­lag­inu og öllu mann­kyni, en fyrst og fremst gagn­vart okkur sjálf­um.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiÁlit