Gildi íslenskunnar fyrir okkur

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, mun á næstunni birta pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur þriðji pistillinn.

Auglýsing

3. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að skilja að íslenska er ekki merki­legri eða dýr­mæt­ari en önnur tungu­mál – nema fyrir not­endur henn­ar.

Oft er sagt að íslenska sé dýr­mætasta eign þjóð­ar­innar og jafn­vel heyr­ist sú skoðun að hún sé öðrum málum fremri á ein­hvern hátt. Árið 1926 flutti Sig­urður Nor­dal pró­fessor erindi sem nefnd­ist „Mál­frelsi“ og birt­ist síðar í Les­bók Morg­un­blaðs­ins. Fyrsti hluti þess nefn­ist „Hverjir eru sjer­stakir yfir­burðir íslenskunn­ar“ og þar seg­ir:

„Því má halda fram með rök­um, að íslensk­unni sje margt stór­vel gef­ið. Hún er gagn­orð og þrótt­mik­il, ljós og skýr, svo að hún fellur vel að rök­fastri hugs­un. Mál­fræðin er tor­veld, og mikil tamn­ing að læra hana. Orða­forð­inn er geysi­mik­ill á sumum svið­um. Þá er hún og skemmra komin frá frum­lindum sínum en flestar aðrar tung­ur. Orðin eru ekki jafn­slitið gang­silfur og ann­ars ger­ist, auð­veld­ara að nema hugsun þá, er hefir mótað þau í önd­verðu, og hún er oft furðu spak­leg. Þetta og annað fleira, hljóð­vörp, við­skeyti og sam­setn­ing­ar, veldur grósku í mál­inu. Á íslensku er kostur meiri rit­snildar en á flestum öðrum tung­um, ný orð spretta upp af sjálfum sjer til þess að láta í ljós nýjar hugs­an­ir, og virð­ast þó vera göm­ul. Þau hlaupa í skörð­in, sem af ein­hverri til­viljun hafa staðið opin handa þeim.“

Auglýsing­Ís­lenskan er líka bein­teng­ing okkar við sögu og menn­ingu þjóð­ar­innar fyrr á tím­um. Við njótum þeirra for­rétt­inda umfram flestar aðrar þjóðir að geta til­tölu­lega auð­veld­­lega lesið texta allar götur frá upp­hafi ritaldar fyrir 900 árum, án þess að þeir séu þýddir á nútíma­mál. Ef íslenskan tekur rót­tækum breyt­ing­um, eða hættir að vera lif­andi tungu­mál, missum við ekki bara bein tengsl við Háva­mál og Njálu, heldur líka við Íslenskan aðal og Íslands­klukk­una, Engla alheims­ins og Kalda­­ljós, og meira að segja Svíns­höfuð og Seltu. Þar með væri hið marg­róm­aða sam­hengi í ís­­lensk­um bók­menntum og menn­ingu fokið út í veður og vind.

Þetta þýðir samt ekki að íslenskan sé eitt­hvað betri eða merki­legri en önnur tungu­mál. „Ís­lenskan er eins og við öll vit­um, móð­ur­málið okkar og það ber okkur að varð­veita hverja stund. En við eigum líka að bera virð­ingu fyrir öllum erlendum tungu­málum og skilja að þau eru jafn dýr­mæt og íslenskan er okk­ur“ er haft eftir  Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, og í fram­haldi af því sem Sig­urður Nor­dal skrif­aði um kosti íslensk­unnar og vitnað er til hér að framan sagði hann: „En svo er um móð­ur­málið sem sumt ann­að, sem nákomn­ast er manni, að hverjum þykir sinn fugl fag­ur. Ef aðrar þjóðir færi að telja fram kosti sinna tungna, mætti íslenskan vara sig.“

Þetta er grund­vall­ar­at­riði. Íslenskan er dýr­mætasta mál í heimi fyrir okkur sem eigum hana að móð­ur­máli. Hún er hluti af okkur sjálf­um, útrás fyrir til­finn­ingar okkar – ást og gleði, hatur og reiði, sorg og hryggð, vonir og þrár – en líka tæki okkar til sköp­un­ar, miðl­unar og frjórrar hugs­un­ar. Tungu­mál sem við til­einkum okkur á mál­töku­skeiði, móð­ur­­­mál okk­ar, er einka­eign okkar jafn­framt því að vera sam­­eign alls mál­sam­fé­lags­ins og í vissum skiln­ingi alls mann­kyns. Við berum ábyrgð á vel­ferð þess – gagn­vart mál­sam­fé­lag­inu og öllu mann­kyni, en fyrst og fremst gagn­vart okkur sjálf­um.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiÁlit