Þetta er leiðin

Íris Ólafsdóttir fjallar um nýsköpun í aðsendri grein en hún segir að styrkir til nýsköpunar séu ekki ölmusa, heldur fjárfesting í framtíðinni.

Auglýsing

Við lifum á skrítnum tímum umbreyt­inga þar sem stærsta ógnin er hrun vist­kerfa. Til að koma í veg fyrir ham­fara­hlýnun þarf að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hvetja sér­fræð­ingar fólk til að draga úr flug­ferðum og neyslu. Á vef OR er frá­bær reikni­vél sem sýnir hvernig ein­stak­lingar geta lagt sitt af mörk­um.

Minni flug­um­ferð og sam­dráttur í neyslu af ýmsum ástæðum veldur kólnun í hag­kerf­inu. Gert er ráð fyrir að útflutn­ings­tekjur geti minnkað um allt að 7,7% og er fyr­ir­hugað að fara í stórt mark­aðsá­tak til að bjarga ferða­iðn­að­in­um, sem ekki er víst að beri árang­ur. En til er mun árang­urs­rík­ari lausn. Hún er ein­föld, vel tíma­sett og er fram­tíð­ar­lausn. Í febr­úar nefndi seðla­banka­stjóri hana sem mik­il­væg­asta þátt­inn í að auka hag­vöxt.

Lausnin er að sjálf­sögðu að styrkja frum­kvöðla­starf­semi og nýsköpun og liggur bein­ast við að styrkja Tækni­þró­un­ar­sjóð um eins og 5-10 millj­arða sem og aðra sjóði sem hafa jafn afdrátt­ar­laust jákvæð og mæl­an­leg áhrif. Áhrifa­mat Tækni­þró­un­ar­sjóðs fyrir síð­asta kreppu­tíma­bil, þ.e. 2009-2013, sýnir skýrt jákvæð áhrif sjóðs­ins á fram­gang nýrra sprota­fyr­ir­tækja og umbætur á sam­keppn­is­stöðu þeirra á alþjóða­mark­aði. Og vissuð þið að lítil fyr­ir­tæki skapa flest ný störf?

Auglýsing

Það skýtur því skökku við að skv. fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar verða fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs lækkuð um 50 millj­ónir króna á hverju ári eins langt og áætl­unin nær, í stað þess að efla sjóð­inn. Á sama tíma hefur sjóðnum aldrei borist jafn margar styrk­hæfar umsóknir með A ein­kunn og má búast við að þeim fjölgi með auknu atvinnu­leysi. Ef litið er á þróun síð­ustu 3ja ára má sjá að árið 2017 hlutu 43% styrk­hæfra verk­efna styrk en 2019 var hlut­fallið komið niður í 27%. Það þýðir að 73% af verk­efnum með A ein­kunn var hafnað í fyrra, sam­tals 178 verk­efn­um. Hol­skefla fram­bæri­legs fólks með mikla sér­þekk­ingu hefur misst vinn­una og er gullið tæki­færi fólgið í að búa svo um að auð­velt verði að stofna og reka ný fyr­ir­tæki. Von­andi bíður þess­ara nýju fyr­ir­tækja síðan aukin tæki­færi til vaxtar með til­komu Kríu­sjóðs­ins sem er í vinnslu.

Aðsend mynd

Munum að styrkir til nýsköp­unar er ekki ölmusa, heldur fjár­fest­ing í fram­tíð­inni. Það verður með nýsköpun sem vanda­mál fram­tíð­ar­innar verða leyst og núna er tími hug­rekkis, að þora að taka þá stefnu­breyt­ingu sem þarf til að við getum gengið inn í fram­tíð þar sem hinn nýji hag­vöxtur tekur mið af heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þetta er leið­in, this is the way!

Höf­undur er for­maður Sam­taka sprota­fyr­ir­tækja, SSP.

---

Dæmi um 10 fyr­ir­tæki sem hafa hlotið styrki: Meniga, Vaki, Nox Med­ical, ORF líf­tækni, Valka, Stjörn­u-Oddi, Flor­ealis, GEO sil­ica, Lauf Forks, Stik­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar