Þetta er leiðin

Íris Ólafsdóttir fjallar um nýsköpun í aðsendri grein en hún segir að styrkir til nýsköpunar séu ekki ölmusa, heldur fjárfesting í framtíðinni.

Auglýsing

Við lifum á skrítnum tímum umbreyt­inga þar sem stærsta ógnin er hrun vist­kerfa. Til að koma í veg fyrir ham­fara­hlýnun þarf að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hvetja sér­fræð­ingar fólk til að draga úr flug­ferðum og neyslu. Á vef OR er frá­bær reikni­vél sem sýnir hvernig ein­stak­lingar geta lagt sitt af mörk­um.

Minni flug­um­ferð og sam­dráttur í neyslu af ýmsum ástæðum veldur kólnun í hag­kerf­inu. Gert er ráð fyrir að útflutn­ings­tekjur geti minnkað um allt að 7,7% og er fyr­ir­hugað að fara í stórt mark­aðsá­tak til að bjarga ferða­iðn­að­in­um, sem ekki er víst að beri árang­ur. En til er mun árang­urs­rík­ari lausn. Hún er ein­föld, vel tíma­sett og er fram­tíð­ar­lausn. Í febr­úar nefndi seðla­banka­stjóri hana sem mik­il­væg­asta þátt­inn í að auka hag­vöxt.

Lausnin er að sjálf­sögðu að styrkja frum­kvöðla­starf­semi og nýsköpun og liggur bein­ast við að styrkja Tækni­þró­un­ar­sjóð um eins og 5-10 millj­arða sem og aðra sjóði sem hafa jafn afdrátt­ar­laust jákvæð og mæl­an­leg áhrif. Áhrifa­mat Tækni­þró­un­ar­sjóðs fyrir síð­asta kreppu­tíma­bil, þ.e. 2009-2013, sýnir skýrt jákvæð áhrif sjóðs­ins á fram­gang nýrra sprota­fyr­ir­tækja og umbætur á sam­keppn­is­stöðu þeirra á alþjóða­mark­aði. Og vissuð þið að lítil fyr­ir­tæki skapa flest ný störf?

Auglýsing

Það skýtur því skökku við að skv. fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar verða fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs lækkuð um 50 millj­ónir króna á hverju ári eins langt og áætl­unin nær, í stað þess að efla sjóð­inn. Á sama tíma hefur sjóðnum aldrei borist jafn margar styrk­hæfar umsóknir með A ein­kunn og má búast við að þeim fjölgi með auknu atvinnu­leysi. Ef litið er á þróun síð­ustu 3ja ára má sjá að árið 2017 hlutu 43% styrk­hæfra verk­efna styrk en 2019 var hlut­fallið komið niður í 27%. Það þýðir að 73% af verk­efnum með A ein­kunn var hafnað í fyrra, sam­tals 178 verk­efn­um. Hol­skefla fram­bæri­legs fólks með mikla sér­þekk­ingu hefur misst vinn­una og er gullið tæki­færi fólgið í að búa svo um að auð­velt verði að stofna og reka ný fyr­ir­tæki. Von­andi bíður þess­ara nýju fyr­ir­tækja síðan aukin tæki­færi til vaxtar með til­komu Kríu­sjóðs­ins sem er í vinnslu.

Aðsend mynd

Munum að styrkir til nýsköp­unar er ekki ölmusa, heldur fjár­fest­ing í fram­tíð­inni. Það verður með nýsköpun sem vanda­mál fram­tíð­ar­innar verða leyst og núna er tími hug­rekkis, að þora að taka þá stefnu­breyt­ingu sem þarf til að við getum gengið inn í fram­tíð þar sem hinn nýji hag­vöxtur tekur mið af heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þetta er leið­in, this is the way!

Höf­undur er for­maður Sam­taka sprota­fyr­ir­tækja, SSP.

---

Dæmi um 10 fyr­ir­tæki sem hafa hlotið styrki: Meniga, Vaki, Nox Med­ical, ORF líf­tækni, Valka, Stjörn­u-Oddi, Flor­ealis, GEO sil­ica, Lauf Forks, Stik­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar