Þetta er leiðin

Íris Ólafsdóttir fjallar um nýsköpun í aðsendri grein en hún segir að styrkir til nýsköpunar séu ekki ölmusa, heldur fjárfesting í framtíðinni.

Auglýsing

Við lifum á skrítnum tímum umbreyt­inga þar sem stærsta ógnin er hrun vist­kerfa. Til að koma í veg fyrir ham­fara­hlýnun þarf að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hvetja sér­fræð­ingar fólk til að draga úr flug­ferðum og neyslu. Á vef OR er frá­bær reikni­vél sem sýnir hvernig ein­stak­lingar geta lagt sitt af mörk­um.

Minni flug­um­ferð og sam­dráttur í neyslu af ýmsum ástæðum veldur kólnun í hag­kerf­inu. Gert er ráð fyrir að útflutn­ings­tekjur geti minnkað um allt að 7,7% og er fyr­ir­hugað að fara í stórt mark­aðsá­tak til að bjarga ferða­iðn­að­in­um, sem ekki er víst að beri árang­ur. En til er mun árang­urs­rík­ari lausn. Hún er ein­föld, vel tíma­sett og er fram­tíð­ar­lausn. Í febr­úar nefndi seðla­banka­stjóri hana sem mik­il­væg­asta þátt­inn í að auka hag­vöxt.

Lausnin er að sjálf­sögðu að styrkja frum­kvöðla­starf­semi og nýsköpun og liggur bein­ast við að styrkja Tækni­þró­un­ar­sjóð um eins og 5-10 millj­arða sem og aðra sjóði sem hafa jafn afdrátt­ar­laust jákvæð og mæl­an­leg áhrif. Áhrifa­mat Tækni­þró­un­ar­sjóðs fyrir síð­asta kreppu­tíma­bil, þ.e. 2009-2013, sýnir skýrt jákvæð áhrif sjóðs­ins á fram­gang nýrra sprota­fyr­ir­tækja og umbætur á sam­keppn­is­stöðu þeirra á alþjóða­mark­aði. Og vissuð þið að lítil fyr­ir­tæki skapa flest ný störf?

Auglýsing

Það skýtur því skökku við að skv. fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar verða fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs lækkuð um 50 millj­ónir króna á hverju ári eins langt og áætl­unin nær, í stað þess að efla sjóð­inn. Á sama tíma hefur sjóðnum aldrei borist jafn margar styrk­hæfar umsóknir með A ein­kunn og má búast við að þeim fjölgi með auknu atvinnu­leysi. Ef litið er á þróun síð­ustu 3ja ára má sjá að árið 2017 hlutu 43% styrk­hæfra verk­efna styrk en 2019 var hlut­fallið komið niður í 27%. Það þýðir að 73% af verk­efnum með A ein­kunn var hafnað í fyrra, sam­tals 178 verk­efn­um. Hol­skefla fram­bæri­legs fólks með mikla sér­þekk­ingu hefur misst vinn­una og er gullið tæki­færi fólgið í að búa svo um að auð­velt verði að stofna og reka ný fyr­ir­tæki. Von­andi bíður þess­ara nýju fyr­ir­tækja síðan aukin tæki­færi til vaxtar með til­komu Kríu­sjóðs­ins sem er í vinnslu.

Aðsend mynd

Munum að styrkir til nýsköp­unar er ekki ölmusa, heldur fjár­fest­ing í fram­tíð­inni. Það verður með nýsköpun sem vanda­mál fram­tíð­ar­innar verða leyst og núna er tími hug­rekkis, að þora að taka þá stefnu­breyt­ingu sem þarf til að við getum gengið inn í fram­tíð þar sem hinn nýji hag­vöxtur tekur mið af heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þetta er leið­in, this is the way!

Höf­undur er for­maður Sam­taka sprota­fyr­ir­tækja, SSP.

---

Dæmi um 10 fyr­ir­tæki sem hafa hlotið styrki: Meniga, Vaki, Nox Med­ical, ORF líf­tækni, Valka, Stjörn­u-Oddi, Flor­ealis, GEO sil­ica, Lauf Forks, Stik­i. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjúklingur á gjörgæsludeild í Buenos Aires. Heilbrigðiskerfi Argentínu er komið að þolmörkum.
„Milljónamæringa-skattur“ lagður á
Nýr skattur á stóreignafólk hefur verið tekinn upp í Argentínu til að standa straum af kostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Skatttekjurnar verða m.a. notaðar til að kaupa lækningavörur.
Kjarninn 5. desember 2020
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar