Þetta er leiðin

Íris Ólafsdóttir fjallar um nýsköpun í aðsendri grein en hún segir að styrkir til nýsköpunar séu ekki ölmusa, heldur fjárfesting í framtíðinni.

Auglýsing

Við lifum á skrítnum tímum umbreytinga þar sem stærsta ógnin er hrun vistkerfa. Til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hvetja sérfræðingar fólk til að draga úr flugferðum og neyslu. Á vef OR er frábær reiknivél sem sýnir hvernig einstaklingar geta lagt sitt af mörkum.

Minni flugumferð og samdráttur í neyslu af ýmsum ástæðum veldur kólnun í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að útflutningstekjur geti minnkað um allt að 7,7% og er fyrirhugað að fara í stórt markaðsátak til að bjarga ferðaiðnaðinum, sem ekki er víst að beri árangur. En til er mun árangursríkari lausn. Hún er einföld, vel tímasett og er framtíðarlausn. Í febrúar nefndi seðlabankastjóri hana sem mikilvægasta þáttinn í að auka hagvöxt.

Lausnin er að sjálfsögðu að styrkja frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun og liggur beinast við að styrkja Tækniþróunarsjóð um eins og 5-10 milljarða sem og aðra sjóði sem hafa jafn afdráttarlaust jákvæð og mælanleg áhrif. Áhrifamat Tækniþróunarsjóðs fyrir síðasta krepputímabil, þ.e. 2009-2013, sýnir skýrt jákvæð áhrif sjóðsins á framgang nýrra sprotafyrirtækja og umbætur á samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði. Og vissuð þið að lítil fyrirtæki skapa flest ný störf?

Auglýsing

Það skýtur því skökku við að skv. fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verða framlög til Tækniþróunarsjóðs lækkuð um 50 milljónir króna á hverju ári eins langt og áætlunin nær, í stað þess að efla sjóðinn. Á sama tíma hefur sjóðnum aldrei borist jafn margar styrkhæfar umsóknir með A einkunn og má búast við að þeim fjölgi með auknu atvinnuleysi. Ef litið er á þróun síðustu 3ja ára má sjá að árið 2017 hlutu 43% styrkhæfra verkefna styrk en 2019 var hlutfallið komið niður í 27%. Það þýðir að 73% af verkefnum með A einkunn var hafnað í fyrra, samtals 178 verkefnum. Holskefla frambærilegs fólks með mikla sérþekkingu hefur misst vinnuna og er gullið tækifæri fólgið í að búa svo um að auðvelt verði að stofna og reka ný fyrirtæki. Vonandi bíður þessara nýju fyrirtækja síðan aukin tækifæri til vaxtar með tilkomu Kríusjóðsins sem er í vinnslu.

Aðsend mynd

Munum að styrkir til nýsköpunar er ekki ölmusa, heldur fjárfesting í framtíðinni. Það verður með nýsköpun sem vandamál framtíðarinnar verða leyst og núna er tími hugrekkis, að þora að taka þá stefnubreytingu sem þarf til að við getum gengið inn í framtíð þar sem hinn nýji hagvöxtur tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er leiðin, this is the way!

Höfundur er formaður Samtaka sprotafyrirtækja, SSP.

---

Dæmi um 10 fyrirtæki sem hafa hlotið styrki: Meniga, Vaki, Nox Medical, ORF líftækni, Valka, Stjörnu-Oddi, Florealis, GEO silica, Lauf Forks, Stiki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar