Auglýsing

Það er komin kreppa. Hún verður sú dýpsta frá hruni og allt ann­ars eðlis en það sem við höfum und­ir­búið okkur fyr­ir. Þannig er það vana­lega. Orsakir kreppu eru sjaldn­ast þær sömu og síð­ast og oft­ast ein­hverjar sem koma flestum í opna skjöldu.

Allar fyrri áætl­anir og spár eru á nokkrum vikum orðnar úr sér gengn­ar. Fyrir örskömmu síðan stóðum við sem þjóð frammi fyrir því að sam­drátt­ur­inn vegna gjald­þrots WOW air, loðnu­brests og kyrr­setn­ingu 737 Max-­véla Icelandair var í raun ekki sam­drátt­ur, heldur hafði ein­ungis hægst á hag­vext­in­um. Nýj­ustu bráða­birgða­tölur sýndu að hann hefði verið 1,9 pró­sent. 

Samt var til­efni til að bregð­ast við og hið opin­bera hafði boðað miklar inn­viða­fjár­fest­ing­ar, helst eftir að það tæk­ist að selja banka. Nú, á rúmum tveimur vik­um, er allt breytt. Það er eng­inn lengur að tala um að selja banka, enda hluta­bréfa­mark­aðir í frjálsu falli og flestir fjár­festar sem geta að flýja með pen­ing­anna sína í gull eða rík­is­skulda­bréf ýmis kon­ar. 

Ástæðan er útbreiðsla veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum og áhrif þess á efna­hags­mál heims­ins.

Fram­úr­skar­andi frammi­staða fag­að­ila

Almanna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, sótt­varn­ar­lækn­ir, land­læknir hafa staðið sig frammúr­skar­andi vel í sínum við­brögðum við því að smit greind­ist í fólki á Íslandi. Heil­brigð­is­kerfið er sömu­leiðis að virka eins og það gerir best og sýnir svart á hvítu hversu mik­il­vægur grunnur undir sam­fé­lagi okkar sterkt vel­ferð­ar­kerfi er.

Auglýsing
Það er mik­il­vægt að gera allt sem í skyn­sam­legu valdi stendur til að reyna að hefta útbreiðslu smita, halda öllum almenn­ingi vel upp­lýstum um þróun mála, leið­beina um hvernig megi verða að liði til að hraða lokum þessa ástands en sýna líka still­ingu og tala ekki upp afleið­ing­arnar upp í ein­hvers­konar ragnarök sem eru ekki fyr­ir­liggj­and­i. 

Sömu­leiðis mun það reyn­ast okkur far­sælt að hafa hratt og örugg­lega kveðið niður umræður um að fólk í sótt­kví ætti ekki að fá borgað laun. Sú staða er til að mynda talin vera ein helsta ástæða frek­ari útbreiðslu í Banda­ríkj­unum þar sem fjöldi fólks í lág­launa­störfum í miklum tengslum við aðra, til dæmis á mat­sölu­stöðum eða við akstur á fólki, mun margt hvert ekki telja sig geta tekið veik­inda­leyfi ef það finnur fyrir ein­kennum af kór­óna­veirunni.

Snið­göngum póli­tíska tæki­fær­is­mennsku

Það er sér­stak­lega mik­il­vægt við aðstæður sem þessar að snið­ganga múgæs­ing­ar­til­burði tæki­fær­is­sinn­aðra stjórn­mála­manna sem eru að reyna að nýta sér ástandið til að slá póli­tískar keil­ur, meðal ann­ars með því að kalla eftir að land­inu verði lokað án nokk­urra skyn­sam­legra raka eða að neyð­ar­lög verði sett til að „verja ís­­lensk­an land­­búnað og inn­­­lenda fram­­leiðslu mat­væla.“

Öllum verður samt sem áður að vera ljóst að heilsa og vel­ferð lands­manna nýtur for­gangs yfir efna­hags­legar afleið­ing­ar.

Fyrir liggur að þær afleið­ingar verða miklar, sér­stak­lega á fyr­ir­tæki sem starfa í ferða­þjón­ustu. Sviðs­myndir sem teikn­aðar hafa verið upp af Alþjóða­sam­tökum flug­fé­laga (IATA) gera ráð fyrir því að fjöldi þeirra ferða­manna sem heim­sækja Íslands gæti farið niður í 1,6-1,8 millj­ónir í ár. Svart­ari sviðs­myndin myndi þýða að ferða­menn hefðu ekki verið færri hér­lendis frá árinu 2015. 

Til að setja þessar tölur í sam­hengi þá heim­sóttu 2,3 millj­ónir ferða­manna Ísland heim á árinu 2018. Því gæti sú staða verið uppi að á tveggja ára tíma­bili muni ferða­mönnum fækka um nán­ast tvær íslenskar þjóð­ir, en í byrjun árs bjuggu hér­lendis 364 þús­und manns. 

Það mun bíta marga fast, sér­stak­lega þá sem selja gist­ingu í ódýr­ari kant­in­um, mat­sölu­staði og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hafa skuld­sett sig út frá óraun­hæfum vænt­ingum um áfram­hald­andi vöxt í fjölda ferða­manna um ókomin ár. Mörg fyr­ir­tæki innan þessa mengis höktu í gegnum síð­asta ár með þá einu von fyrir augum að árið 2020 myndi bjarga mál­un­um. Nú er fyr­ir­liggj­andi að sú von er úti. Þau munu fara á hlið­ina.

Krón­unni leyft að veikj­ast

Í upp­gangi síð­ustu ára hefur íslenska krónan orðið ansi sterk. Því hefur fylgt auk­inn kaup­máttur fyrir launa­fólk í land­inu sem hefur getað keypt sér ódýr­ari vörur og þjón­ustu og upp­lifað að krón­urnar þeirra hafa verið meira virði í útlönd­um. 

Frá því að höft voru afnumin að mestu snemma árs 2017 hefur Seðla­banki Íslands notað gjald­eyr­is­vara­forða sinn, sem var orð­inn 822 millj­arðar króna í lok síð­asta árs, til að kaupa eða selja gjald­eyri þegar mikið flökt var á krón­unni. Það var gert til að við­halda stöð­ug­leika. Á síð­asta ári lækk­aði gengi krón­unnar um 3,1 pró­sent, aðal­lega vegna þess að Seðla­bank­inn greip alls tólf sinnum inn í gjald­eyr­is­mark­að­inn til að stilla af kúrs henn­ar. 

Nú er hún hins vegar að veikjast, og veikj­ast hratt. Alls hefur hún gengi hennar lækkað um tæp sjö pró­sent frá ára­mótum og er um 14 pró­sent veik­ari en hún var að jafn­aði á árinu 2018. Nokkrar ástæður geta verið fyrir þessu. Nokkuð ljóst er að ein­hverjir fjár­magns­eig­end­ur, meðal ann­ars erlendis skamm­tíma­sjóð­ir, hafa verið að selja sig niður hér­lendis og flytja fé út úr íslenska hag­kerf­inu. Auk þess hafa útflutn­ings­tekjur vegna ferða­þjón­ustu dreg­ist saman frá því sem áætlað var.

Við­búið er að krón­unni verði „leyft“ að veikj­ast meira til að fjölga krón­unum sem útflutn­ings­grein­arnar fá þegar þær skipta evrum og döl­um. Þetta er hinn venju­bundni sveigj­an­leiki krón­unnar sem margir von­uð­ust til að heyrði sög­unni til.

Afleið­ingin verður sú að við­skipta­jöfn­uður verður hag­felld­ari, aðstæður sumra fyr­ir­tækja til að halda fólki í vinnu betri en kaup­máttur almenn­ings minnkar sam­hliða. Aðlög­unin er tekin út í gegnum vas­ann á launa­fólki.

Veikar aðgerðir

Í gær kynnti rík­is­stjórnin áætlun sína um frek­ari aðgerðir til að mæta efna­hags­legum áhrifum af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19. Þær eru sjö tals­ins. Almennt eru aðgerð­irnar frekar veik­ar. 

Auglýsing
Fyrirtækjum sem lenda í því sem er skil­greint sem „tíma­bundnir rekstr­ar­erf­ið­leik­ar“ mun fá svig­rúm til að borga skatta og önnur opin­ber gjöld síðar en lög gera ráð fyr­ir. Fella á tíma­bundið niður skatta og álögur á fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, til dæmis gis­in­átta­skatt, sem er 300 krónur fyrir hverja selda gistnótt og skilar um 1,2 millj­arðar króna á ári. Í því sam­hengi má þó rifja upp að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði á flokks­þingi flokks­ins fyrir tveimur árum síðan að ætl­unin væri að gistin­átta­skatt­ur­inn færð­ist alfarið yfir til sveit­ar­fé­laga. Því er ríkið að gefa eftir tíma­bundið tekju­stofn sem til stóð, að minnsta kosti sam­kvæmt sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, yfir til sveit­ar­fé­laga. 

Í jafn eins­leitu efna­hags­kerfi og okkar er líka aug­ljóst að áhrifin verða ekki bara á ferða­þjón­ustu, heldur allt atvinnu­líf­ið. Það er skamm­sýnt að ein­blína á sér­tækar aðgerðir fyrir eina atvinnu­grein.

Færa á 30 millj­arða króna sem Íbúða­lána­sjóður á í Seðla­bank­anum inn á inn­láns­reikn­inga í bönkum til að styðja við svig­rúm þeirra til að lána við­skipta­vinum sínum sem lenda í erf­ið­leik­um. Þetta er ekki ný aðgerð enda var greint frá því í nóv­em­ber í fyrra að fækka ætti þeim sem gætu geymt pen­inga á inn­láns­reikn­ingum í Seðla­bank­anum fyrir 1. apríl 2020. Eftir þá dag­setn­ingu, sem er eftir tæpar þrjár vik­ur, má Íbúða­lána­sjóður ekki geyma pen­inga í Seðla­bank­anum hvort eð er. Þegar hafa verið færðar umtals­verðar inn­stæður hans inn í bank­anna, en Íbúða­lána­sjóður geymdi um 80 millj­arða króna í Seðla­bank­anum um mitt á í fyrra.

Grípa á til ráð­staf­ana sem örvað geta einka­neyslu og eft­ir­spurn, til dæmis með skatta- eða stuðn­ings­kerf­um, en það er hvorki útfært né metið í krónum í til­lögum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þá á að setja auk­inn kraft „í fram­kvæmdir á vegum opin­berra aðila á yfir­stand­andi ári og þeim næst­u,“ en það stóð hvort eð er til og er heldur ekki útfært sér­stak­lega né metið í krón­um. 

Til við­bótar kalla helstu tals­menn sam­taka atvinnu­lífs­ins og banka eftir því að eig­in­fjár­aukar sem lagðir eru á banka verði afnumd­ir, að banka­skattur verði látin heyra sög­unni til, að ríkið kaupi sér­tryggð skulda­bréf af fast­eigna­fé­lögum og taki hluta af áhætt­unni sem fylgir því að lána meira. 

Í morgun lækk­aði svo Seðla­banki Íslands vexti sína niður í 2,25 pró­sent. Þeir hafa nú helm­ing­ast á tíu mán­uðum og hafa aldrei í sög­unni verið lægri. Sam­hliða ákvað pen­inga­stefnu­nefnd hans að lækka með­al­tals­bindi­skyldu inn­láns­stofn­ana niður í núll pró­sent.

Til­færsla og sam­þjöppun eigna

Við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi á Íslandi er lík­legt að mis­skipt­ing eigna og tekna geti auk­ist. Líkt og Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, skrif­aði í Vís­bend­ingu 14. febr­úar síð­ast­lið­inn þá er vert fyrir þá sem fagna öllum vaxta­lækk­unum að minna á að vaxta­lækkun felur í sér til­færslu á tekjum frá fjár­magns­eig­endum til skuld­ara. Og stærstu fjár­magns­eig­end­urnir hér­lendis eru líf­eyr­is­sjóðir lands­manna með eigir upp á rúm­lega fimm þús­und millj­arða króna. 

Gylfi benti líka á aðrar óæski­legar afleið­ing­ar. „Lágt vaxta­stig verður til þess að verð hluta­bréfa hækkar og dýrar fast­eignir hækka meira en þær sem minni eru sem eykur mis­skipt­ingu eigna og tekna. Skuld­setn­ing heim­ila og fyr­ir­tækja eykst sem gerir þau við­kvæm fyrir vaxta­hækk­unum í fram­tíð­inni – efna­hags­reikn­ingar verða brot­hætt­ir. Fyr­ir­tæki taka lán til þess að fjár­magna óarð­bærar fjár­fest­ingar og fjár­festar taka meiri áhættu í fjár­fest­ingum sín­um. Eftir að hafa haft mjög lága vexti árum saman þá er arð­semi nýfjár­fest­inga orðin lítil og erfitt að hækka vaxta­stigið aftur eins og Evr­ópu­lönd­in, Bret­land og Banda­ríkin eru að reyna um þessar mund­ir­.“ 

Hvað er líf­væn­legt fyr­ir­tæki?

Á fundi for­svars­manna rík­is­stjórn­ar­innar í gær, þar sem aðgerðir vegna aðstæðna voru kynnt­ar, sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að rík­is­stjórnin hefði þegar hafið sam­starf við ­Sam­tök fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja til að tryggja greiðar boð­­leiðir á milli. „Eins lík­a til þess að gera kröfu um að sam­hliða mög­u­­legum slíkum aðgerðum stjórn­­­valda að þá séu menn skipu­lagðir í því að veita líf­væn­­legum fyr­ir­tækjum sem lenda í tíma­bundnum lausa­­fjár­­skorti súr­efn­i.“

Auglýsing
Því stöndum við frammi fyrir þeirri spurn­ingu að ein­hver innan hins opin­bera eða bank­anna er að fara að ákveða hvaða fyr­ir­tæki í heilum geira, ferða­þjón­ust­unni, séu líf­væn­leg og hver ekki. Ljóst er að þegar hefur skap­ast úlfúð vegna aðgerð­anna innan þess geira, þar sem einu nýju beinu aðgerð­irnar sem kynntar hafa ver­ið, afnám gistin­átta­skatts, bein­ast ein­ungis að þeim sem selja gist­ingu innan ferða­þjón­ust­u. 

Við þessar aðstæður skap­ast líka freistni­vandi til að velja og hafna út frá öðrum for­sendum en sann­girni. Fyrir þeim freistni­vanda stóðum við líka frammi fyrir eftir banka­hrunið og það er óhætt að full­yrða að skiptar skoð­anir eru uppi um hversu vel hafi verið haldið á end­ur­út­deil­ingu gæð­anna þá.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á blaða­manna­fund­inum að við­náms­þróttur íslenska kerf­is­ins til að takast á við þær aðstæður sem væru uppi væri mik­ill. Auk þess byggjum við yfir reynslu úr hrun­inu til að takast á við svona hluti „eins og við munum öll.“

Það er rétt hjá for­sæt­is­ráð­herra. Geta okkar til að takast á við áfall er ein sú besta í heimi. Skulda­staðan þjóð­ar­bús­ins hefur kúvenst á örfáum árum. Svig­rúm er til staðar til að auka opin­berar fjár­fest­ingar hratt ef með þarf, meðal ann­ars með lán­töku sem býðst nú á nei­kvæðum vöxt­um. Óskuld­settur gjald­eyr­is­vara­forði þjóð­ar­bús­ins er risa­stór, eða á níunda hund­rað millj­arðar króna. Banka­kerfið er nán­ast ein­ungis íslenskt og var þrifið eftir end­ur­reisn með handafli fyrir rúmum ára­tug síð­an. Sömu sögu er að segja um stóran hluta atvinnu­lífs­ins.

Talið til allra

En lyk­il­at­riðið er að gæta að heild­rænum áhrifum þeirra aðgerða sem gripið verður til. Líkt og Drífa Snædal, for­seti ASÍ, benti rétti­lega á í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær þá skorti til­finn­an­lega uppá skila­boð rík­is­stjórn­ar­innar til launa­fólks og almenn­ings í land­inu á blaða­manna­fund­inum um aðgerðir vegna COVID-19. „Hvergi var minnst á sam­ráð við sam­tök vinn­andi fólks, aðeins sam­ráð við sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja. Ekki var minnst á við­brögð við stór­auknu atvinnu­leysi sem nú þegar er orðið að veru­leika og fyr­ir­sjá­an­legum sam­drætti næstu vikur og mán­uði. Hvergi var minnst á að efla hin félags­legu stuðn­ings­kerfi sem sann­an­lega er þörf á þegar gefur á bát­inn. Því miður var farið í gam­al­kunn við­brögð þar sem ein­blínt er á efna­hags­kerfið án þess að ræða félags­leg úrræði og aðgerðir til stuðn­ings við launa­fólk og allan almenn­ing.“

Þetta er rétt­mæt athuga­semd, sér­stak­lega í ljósi þess að við erum enn að glíma við margar nei­kvæðu afleið­ingar þeirra aðgerða sem gripið var til í hrun­inu, og styrktu stöðu margra fjár­magns­eig­enda en gerðu ekk­ert til að bæta stöðu margra lægri settra hópa. Þvert á móti má færa rök fyrir því að þeim sé kerf­is­lega haldið niðri með aðgerðum sem leiða til þess að stærri hluti af ráð­stöf­un­ar­tekjum þeirra fara í að borga fyrir hús­næð­is­kostn­að.

Síðan þá hefur verið ráð­ist í ýmis konar „leið­rétt­ing­ar“ sem nær allar hafa beinst af öðrum en þeim sem þurfa mest á þeim að halda. Fyrir vikið hefur mynd­ast vísir að stétta­stríði á Íslandi þar sem fátækt og fáskipt fólk sem hefur verið skilið eftir hefur risið upp og kraf­ist úrbóta. 

Við erum í dauða­færi til þess að takast vel á við þær krefj­andi aðstæður sem íslenskt sam­fé­lag stendur efna­hags­lega frammi fyr­ir. Til þess þurfa ráða­menn að stiga upp, ráð­ast í ákveðnar aðgerðir sem bein­ast að sem flestum sviðum sam­fé­lags­ins og tala til allra. 

Ekki bara val­inna „líf­væn­legra“ fyr­ir­tækja eða fjár­magns­eig­enda. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari