Að viðhalda vellíðan á tímum kórónuveirunnar

Ingrid Kuhlman tiltekur fjögur atriði sem geta hjálpað til þegar fólk er að óttast hið óþekkta.

Auglýsing

Áhrifa kór­ónu­veirunnar er farið að gæta víða. Yfir 500 manns eru í tveggja vikna sótt­kví eða ein­angrun eftir skíða­ferðir erlend­is. Og öll þekkjum við fólk með áhættu­þætti fyrir alvar­legri COVID-19 sýk­ingu sem við þurfum sér­stak­lega að passa upp á með því að huga vel að eigin hrein­læti og hegð­un, innan og utan heim­il­is­ins. Sums stað­ar, eins og t.d. í Ástr­alíu og Bret­landi, flykk­ist fólk í búð­irnar til að hamstra kló­sett­pappír og dósa­mat þannig að hill­urnar tæm­ist. Ástæðan fyrir því er ótti við hið óþekkta: Fólk trúir að for­dæma­lausar aðstæður rétt­læti for­dæma­laus við­brögð. 

En hvernig er hægt að við­halda vellíðan á þessum við­sjár­verðu tím­um? Eft­ir­far­andi fjögur atriði geta hjálpað til:Tilfinningar geta verið ýmis konar.

1. Að skilja til­finn­ingar sínar

Í fyrsta lagi þurfum við að skilja til­finn­ingar okk­ar. Rann­sóknir Nico Fri­jda og félaga hafa sýnt að til­finn­ingar okkar eru tengdar hugs­unum okkar og við­brögð­um. Þær tengj­ast aðgerðum eða aðgerða­leysi og stjórn eða stjórn­leysi. Sem dæmi taldi fólk sem upp­lifði gleði að það hefði stjórn á aðstæð­um; það vildi hitta aðra og upp­lifa skemmti­lega hluti. Fólk sem upp­lifði ótta og kvíða taldi á hinn bóg­inn að það hefði litla stjórn á aðstæð­um. Óvissan sem það upp­lifði leiddi til sjálfs­varn­ar­við­bragða. 

Um leið og við skiljum hvað við erum að upp­lifa getum við reynt að kom­ast að því hvaða áhyggjur tengj­ast til­finn­ingum okkar og fundið leiðir til að bregð­ast við þeim. Það er lík­legt að við upp­lifum kvíða og ótta af því að við vitum af þess­ari „óværu“ þarna úti en við vitum ekki hversu mikið við þurfum að und­ir­búa okkur eða hvort við getum stjórnað henni að ein­hverju leyti. Við gætum jafn­vel fundið fyrir reiði.

Auglýsing
Þegar við erum reið, beinum við nei­kvæðum til­finn­ingum okkar að öðru eða öðrum til að auka til­finn­ingu okkar um stjórn. Reiðin gæti t.d. beinst að opin­berum aðilum fyrir skort á full­nægj­andi upp­lýs­ing­um. Því miður getur reiði haft nei­kvæðar afleið­ing­ar. Í fyrsta lagi getur hún leitt til kyn­þátta­for­dóma, eins og sumir Kín­verjar fundu fyrir hér­lendis þegar þeim var kennt um veiruna. Í öðru lagi getur hún haft þau áhrif að við öflum ekki upp­lýs­inga, en það eru ekki hjálpleg við­brögð við kvíða.The Cure.

2. Að afla upp­lýs­inga á réttum stöðum

Vit­andi að kvíði stafar af óvissu og hinu óþekkta er mik­il­vægt að afla upp­lýs­inga. Það getur hins vegar verið erf­ið­ara en maður heldur að finna og skilja upp­lýs­ing­arnar sem eru aðgengi­leg­ar. Við höfum til­hneig­ingu til að velja frekar upp­lýs­ingar sem stað­festa trú okk­ar. Ef við viljum t.d. ekki líta á okkur sem veika, gæti verið að við tökum ekki mark á greinum sem benda til að við séum í áhættu­hópi. Það getur leitt til þess að við vöfrum um á net­inu þangað til við finnum upp­lýs­ingar sem við viljum finna, frekar en upp­lýs­ingar sem við þurf­um. Til að forð­ast flökku­sögur og fals­fréttir er gott að ákveða fyr­ir­fram hvaða vef­síður maður ætlar að skoða. Heima­síða Emb­ættis Land­lækn­is, www.land­la­ekn­ir.is inni­heldur sem dæmi áreið­an­legar og grein­ar­góðar upp­lýs­ingar sem eru upp­færðar dag­lega.Skrautleg vírusvörn.

3. Að grípa til aðgerða 

Þegar við höfum vopnað okkur með upp­lýs­ingum getum við gripið til aðgerða. Gott er að velja aðgerðir sem auka trú okkar á eigin getu og til­finn­ingu fyrir stjórn. Trú á eigin getu er sú til­finn­ing að telja sig hafa nauð­syn­leg úrræði til að takast á við þær áskor­anir sem við stöndum frammi fyr­ir. Hvað varðar kór­ónu­veiruna er um að ræða tvenns konar getu, ann­ars vegar getu okkar til að forð­ast smit og hins vegar trú okkur á getu okkar til að takast á við mögu­leg veik­indi. Hand­þvottur með vatni og sápu, notkun hand­spritts og það að forð­ast manna­mót eru dæmi um aðgerðir sem við getum gripið til til að minnka lík­urnar á smiti. En þær aðgerðar nægja hugs­an­lega ekki til að draga úr kvíða ef okkur finnst við ekki í stakk búin til að takast á við mögu­legt smit. Að hamstra kló­sett­pappír og mat er fyrir marga leið til að upp­lifa meiri stjórn og aukna trú á get­una til að takast á við sótt­kví eða smit. Aðrar leiðir geta verið að skoða heim­send­ingar á mat, deila áætl­unum með vin­um, eða und­ir­búa sam­veru­stundir fyrir full­orðna og börn sem eru heima (í sótt­kví eða veik). Gagn­legt getur einnig verið að ná tökum á nauð­syn­legri tækni til að geta unnið heima. Ofan­greind atriði auka trú okkar á að við getum tek­ist á við hvað sem er.Dæmi um húmor.

4. Að tapa ekki húmorn­um 

Sam­kvæmt lausn­ar­kenn­ingu Sig­munds Freud virkar húmor og hlátur sem nokk­urs konar vent­ill sem losar um spennu ein­stak­lings eða sam­fé­lags og veitir útrás fyrir bældum til­finn­ing­um. Til að eyða óör­yggi og óvissu snúum við myrkr­inu upp í grín. Húmor­inn hjálpar okkur við að takast á við erf­ið­leika með því að skapa ákveðna fjar­lægð. Húmor gefur okkur færi á að tjá til­finn­ingar okkar án þess að and­rúms­loftið verði of alvar­legt. Hann gerir það líka að verkum að við finnum fyrir sam­stöðu innan sam­fé­lags­ins og betri tengslum við aðra.

Kór­ónu­veiran hefur ekki aðeins áhrif á lungu okkar heldur einnig huga okkar og líð­an. For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, hitti naglann á höf­uðið þegar hann sagði um dag­inn að við ættum ekki láta ótt­ann ná tökum á okkur og leyfa áhyggjum að breyt­ast í ang­ist. Stöndum vörð um vellíðan okkar með því að skilja hvað við erum að upp­lifa, afla áreið­an­legra upp­lýs­inga, grípa til aðgerða og hafa húmor fyrir sjálfum okkur og aðstæð­un­um. Tök­umst á við þessa áskorun saman með umhyggju fyrir öðrum, skyn­semi, og umfram allt óbilandi við­leitni til að leita sann­leik­ans, stað­reynda og þekk­ing­ar.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar. Hún er með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar