Að viðhalda vellíðan á tímum kórónuveirunnar

Ingrid Kuhlman tiltekur fjögur atriði sem geta hjálpað til þegar fólk er að óttast hið óþekkta.

Auglýsing

Áhrifa kór­ónu­veirunnar er farið að gæta víða. Yfir 500 manns eru í tveggja vikna sótt­kví eða ein­angrun eftir skíða­ferðir erlend­is. Og öll þekkjum við fólk með áhættu­þætti fyrir alvar­legri COVID-19 sýk­ingu sem við þurfum sér­stak­lega að passa upp á með því að huga vel að eigin hrein­læti og hegð­un, innan og utan heim­il­is­ins. Sums stað­ar, eins og t.d. í Ástr­alíu og Bret­landi, flykk­ist fólk í búð­irnar til að hamstra kló­sett­pappír og dósa­mat þannig að hill­urnar tæm­ist. Ástæðan fyrir því er ótti við hið óþekkta: Fólk trúir að for­dæma­lausar aðstæður rétt­læti for­dæma­laus við­brögð. 

En hvernig er hægt að við­halda vellíðan á þessum við­sjár­verðu tím­um? Eft­ir­far­andi fjögur atriði geta hjálpað til:Tilfinningar geta verið ýmis konar.

1. Að skilja til­finn­ingar sínar

Í fyrsta lagi þurfum við að skilja til­finn­ingar okk­ar. Rann­sóknir Nico Fri­jda og félaga hafa sýnt að til­finn­ingar okkar eru tengdar hugs­unum okkar og við­brögð­um. Þær tengj­ast aðgerðum eða aðgerða­leysi og stjórn eða stjórn­leysi. Sem dæmi taldi fólk sem upp­lifði gleði að það hefði stjórn á aðstæð­um; það vildi hitta aðra og upp­lifa skemmti­lega hluti. Fólk sem upp­lifði ótta og kvíða taldi á hinn bóg­inn að það hefði litla stjórn á aðstæð­um. Óvissan sem það upp­lifði leiddi til sjálfs­varn­ar­við­bragða. 

Um leið og við skiljum hvað við erum að upp­lifa getum við reynt að kom­ast að því hvaða áhyggjur tengj­ast til­finn­ingum okkar og fundið leiðir til að bregð­ast við þeim. Það er lík­legt að við upp­lifum kvíða og ótta af því að við vitum af þess­ari „óværu“ þarna úti en við vitum ekki hversu mikið við þurfum að und­ir­búa okkur eða hvort við getum stjórnað henni að ein­hverju leyti. Við gætum jafn­vel fundið fyrir reiði.

Auglýsing
Þegar við erum reið, beinum við nei­kvæðum til­finn­ingum okkar að öðru eða öðrum til að auka til­finn­ingu okkar um stjórn. Reiðin gæti t.d. beinst að opin­berum aðilum fyrir skort á full­nægj­andi upp­lýs­ing­um. Því miður getur reiði haft nei­kvæðar afleið­ing­ar. Í fyrsta lagi getur hún leitt til kyn­þátta­for­dóma, eins og sumir Kín­verjar fundu fyrir hér­lendis þegar þeim var kennt um veiruna. Í öðru lagi getur hún haft þau áhrif að við öflum ekki upp­lýs­inga, en það eru ekki hjálpleg við­brögð við kvíða.The Cure.

2. Að afla upp­lýs­inga á réttum stöðum

Vit­andi að kvíði stafar af óvissu og hinu óþekkta er mik­il­vægt að afla upp­lýs­inga. Það getur hins vegar verið erf­ið­ara en maður heldur að finna og skilja upp­lýs­ing­arnar sem eru aðgengi­leg­ar. Við höfum til­hneig­ingu til að velja frekar upp­lýs­ingar sem stað­festa trú okk­ar. Ef við viljum t.d. ekki líta á okkur sem veika, gæti verið að við tökum ekki mark á greinum sem benda til að við séum í áhættu­hópi. Það getur leitt til þess að við vöfrum um á net­inu þangað til við finnum upp­lýs­ingar sem við viljum finna, frekar en upp­lýs­ingar sem við þurf­um. Til að forð­ast flökku­sögur og fals­fréttir er gott að ákveða fyr­ir­fram hvaða vef­síður maður ætlar að skoða. Heima­síða Emb­ættis Land­lækn­is, www.land­la­ekn­ir.is inni­heldur sem dæmi áreið­an­legar og grein­ar­góðar upp­lýs­ingar sem eru upp­færðar dag­lega.Skrautleg vírusvörn.

3. Að grípa til aðgerða 

Þegar við höfum vopnað okkur með upp­lýs­ingum getum við gripið til aðgerða. Gott er að velja aðgerðir sem auka trú okkar á eigin getu og til­finn­ingu fyrir stjórn. Trú á eigin getu er sú til­finn­ing að telja sig hafa nauð­syn­leg úrræði til að takast á við þær áskor­anir sem við stöndum frammi fyr­ir. Hvað varðar kór­ónu­veiruna er um að ræða tvenns konar getu, ann­ars vegar getu okkar til að forð­ast smit og hins vegar trú okkur á getu okkar til að takast á við mögu­leg veik­indi. Hand­þvottur með vatni og sápu, notkun hand­spritts og það að forð­ast manna­mót eru dæmi um aðgerðir sem við getum gripið til til að minnka lík­urnar á smiti. En þær aðgerðar nægja hugs­an­lega ekki til að draga úr kvíða ef okkur finnst við ekki í stakk búin til að takast á við mögu­legt smit. Að hamstra kló­sett­pappír og mat er fyrir marga leið til að upp­lifa meiri stjórn og aukna trú á get­una til að takast á við sótt­kví eða smit. Aðrar leiðir geta verið að skoða heim­send­ingar á mat, deila áætl­unum með vin­um, eða und­ir­búa sam­veru­stundir fyrir full­orðna og börn sem eru heima (í sótt­kví eða veik). Gagn­legt getur einnig verið að ná tökum á nauð­syn­legri tækni til að geta unnið heima. Ofan­greind atriði auka trú okkar á að við getum tek­ist á við hvað sem er.Dæmi um húmor.

4. Að tapa ekki húmorn­um 

Sam­kvæmt lausn­ar­kenn­ingu Sig­munds Freud virkar húmor og hlátur sem nokk­urs konar vent­ill sem losar um spennu ein­stak­lings eða sam­fé­lags og veitir útrás fyrir bældum til­finn­ing­um. Til að eyða óör­yggi og óvissu snúum við myrkr­inu upp í grín. Húmor­inn hjálpar okkur við að takast á við erf­ið­leika með því að skapa ákveðna fjar­lægð. Húmor gefur okkur færi á að tjá til­finn­ingar okkar án þess að and­rúms­loftið verði of alvar­legt. Hann gerir það líka að verkum að við finnum fyrir sam­stöðu innan sam­fé­lags­ins og betri tengslum við aðra.

Kór­ónu­veiran hefur ekki aðeins áhrif á lungu okkar heldur einnig huga okkar og líð­an. For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, hitti naglann á höf­uðið þegar hann sagði um dag­inn að við ættum ekki láta ótt­ann ná tökum á okkur og leyfa áhyggjum að breyt­ast í ang­ist. Stöndum vörð um vellíðan okkar með því að skilja hvað við erum að upp­lifa, afla áreið­an­legra upp­lýs­inga, grípa til aðgerða og hafa húmor fyrir sjálfum okkur og aðstæð­un­um. Tök­umst á við þessa áskorun saman með umhyggju fyrir öðrum, skyn­semi, og umfram allt óbilandi við­leitni til að leita sann­leik­ans, stað­reynda og þekk­ing­ar.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar. Hún er með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar