Að viðhalda vellíðan á tímum kórónuveirunnar

Ingrid Kuhlman tiltekur fjögur atriði sem geta hjálpað til þegar fólk er að óttast hið óþekkta.

Auglýsing

Áhrifa kór­ónu­veirunnar er farið að gæta víða. Yfir 500 manns eru í tveggja vikna sótt­kví eða ein­angrun eftir skíða­ferðir erlend­is. Og öll þekkjum við fólk með áhættu­þætti fyrir alvar­legri COVID-19 sýk­ingu sem við þurfum sér­stak­lega að passa upp á með því að huga vel að eigin hrein­læti og hegð­un, innan og utan heim­il­is­ins. Sums stað­ar, eins og t.d. í Ástr­alíu og Bret­landi, flykk­ist fólk í búð­irnar til að hamstra kló­sett­pappír og dósa­mat þannig að hill­urnar tæm­ist. Ástæðan fyrir því er ótti við hið óþekkta: Fólk trúir að for­dæma­lausar aðstæður rétt­læti for­dæma­laus við­brögð. 

En hvernig er hægt að við­halda vellíðan á þessum við­sjár­verðu tím­um? Eft­ir­far­andi fjögur atriði geta hjálpað til:Tilfinningar geta verið ýmis konar.

1. Að skilja til­finn­ingar sínar

Í fyrsta lagi þurfum við að skilja til­finn­ingar okk­ar. Rann­sóknir Nico Fri­jda og félaga hafa sýnt að til­finn­ingar okkar eru tengdar hugs­unum okkar og við­brögð­um. Þær tengj­ast aðgerðum eða aðgerða­leysi og stjórn eða stjórn­leysi. Sem dæmi taldi fólk sem upp­lifði gleði að það hefði stjórn á aðstæð­um; það vildi hitta aðra og upp­lifa skemmti­lega hluti. Fólk sem upp­lifði ótta og kvíða taldi á hinn bóg­inn að það hefði litla stjórn á aðstæð­um. Óvissan sem það upp­lifði leiddi til sjálfs­varn­ar­við­bragða. 

Um leið og við skiljum hvað við erum að upp­lifa getum við reynt að kom­ast að því hvaða áhyggjur tengj­ast til­finn­ingum okkar og fundið leiðir til að bregð­ast við þeim. Það er lík­legt að við upp­lifum kvíða og ótta af því að við vitum af þess­ari „óværu“ þarna úti en við vitum ekki hversu mikið við þurfum að und­ir­búa okkur eða hvort við getum stjórnað henni að ein­hverju leyti. Við gætum jafn­vel fundið fyrir reiði.

Auglýsing
Þegar við erum reið, beinum við nei­kvæðum til­finn­ingum okkar að öðru eða öðrum til að auka til­finn­ingu okkar um stjórn. Reiðin gæti t.d. beinst að opin­berum aðilum fyrir skort á full­nægj­andi upp­lýs­ing­um. Því miður getur reiði haft nei­kvæðar afleið­ing­ar. Í fyrsta lagi getur hún leitt til kyn­þátta­for­dóma, eins og sumir Kín­verjar fundu fyrir hér­lendis þegar þeim var kennt um veiruna. Í öðru lagi getur hún haft þau áhrif að við öflum ekki upp­lýs­inga, en það eru ekki hjálpleg við­brögð við kvíða.The Cure.

2. Að afla upp­lýs­inga á réttum stöðum

Vit­andi að kvíði stafar af óvissu og hinu óþekkta er mik­il­vægt að afla upp­lýs­inga. Það getur hins vegar verið erf­ið­ara en maður heldur að finna og skilja upp­lýs­ing­arnar sem eru aðgengi­leg­ar. Við höfum til­hneig­ingu til að velja frekar upp­lýs­ingar sem stað­festa trú okk­ar. Ef við viljum t.d. ekki líta á okkur sem veika, gæti verið að við tökum ekki mark á greinum sem benda til að við séum í áhættu­hópi. Það getur leitt til þess að við vöfrum um á net­inu þangað til við finnum upp­lýs­ingar sem við viljum finna, frekar en upp­lýs­ingar sem við þurf­um. Til að forð­ast flökku­sögur og fals­fréttir er gott að ákveða fyr­ir­fram hvaða vef­síður maður ætlar að skoða. Heima­síða Emb­ættis Land­lækn­is, www.land­la­ekn­ir.is inni­heldur sem dæmi áreið­an­legar og grein­ar­góðar upp­lýs­ingar sem eru upp­færðar dag­lega.Skrautleg vírusvörn.

3. Að grípa til aðgerða 

Þegar við höfum vopnað okkur með upp­lýs­ingum getum við gripið til aðgerða. Gott er að velja aðgerðir sem auka trú okkar á eigin getu og til­finn­ingu fyrir stjórn. Trú á eigin getu er sú til­finn­ing að telja sig hafa nauð­syn­leg úrræði til að takast á við þær áskor­anir sem við stöndum frammi fyr­ir. Hvað varðar kór­ónu­veiruna er um að ræða tvenns konar getu, ann­ars vegar getu okkar til að forð­ast smit og hins vegar trú okkur á getu okkar til að takast á við mögu­leg veik­indi. Hand­þvottur með vatni og sápu, notkun hand­spritts og það að forð­ast manna­mót eru dæmi um aðgerðir sem við getum gripið til til að minnka lík­urnar á smiti. En þær aðgerðar nægja hugs­an­lega ekki til að draga úr kvíða ef okkur finnst við ekki í stakk búin til að takast á við mögu­legt smit. Að hamstra kló­sett­pappír og mat er fyrir marga leið til að upp­lifa meiri stjórn og aukna trú á get­una til að takast á við sótt­kví eða smit. Aðrar leiðir geta verið að skoða heim­send­ingar á mat, deila áætl­unum með vin­um, eða und­ir­búa sam­veru­stundir fyrir full­orðna og börn sem eru heima (í sótt­kví eða veik). Gagn­legt getur einnig verið að ná tökum á nauð­syn­legri tækni til að geta unnið heima. Ofan­greind atriði auka trú okkar á að við getum tek­ist á við hvað sem er.Dæmi um húmor.

4. Að tapa ekki húmorn­um 

Sam­kvæmt lausn­ar­kenn­ingu Sig­munds Freud virkar húmor og hlátur sem nokk­urs konar vent­ill sem losar um spennu ein­stak­lings eða sam­fé­lags og veitir útrás fyrir bældum til­finn­ing­um. Til að eyða óör­yggi og óvissu snúum við myrkr­inu upp í grín. Húmor­inn hjálpar okkur við að takast á við erf­ið­leika með því að skapa ákveðna fjar­lægð. Húmor gefur okkur færi á að tjá til­finn­ingar okkar án þess að and­rúms­loftið verði of alvar­legt. Hann gerir það líka að verkum að við finnum fyrir sam­stöðu innan sam­fé­lags­ins og betri tengslum við aðra.

Kór­ónu­veiran hefur ekki aðeins áhrif á lungu okkar heldur einnig huga okkar og líð­an. For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, hitti naglann á höf­uðið þegar hann sagði um dag­inn að við ættum ekki láta ótt­ann ná tökum á okkur og leyfa áhyggjum að breyt­ast í ang­ist. Stöndum vörð um vellíðan okkar með því að skilja hvað við erum að upp­lifa, afla áreið­an­legra upp­lýs­inga, grípa til aðgerða og hafa húmor fyrir sjálfum okkur og aðstæð­un­um. Tök­umst á við þessa áskorun saman með umhyggju fyrir öðrum, skyn­semi, og umfram allt óbilandi við­leitni til að leita sann­leik­ans, stað­reynda og þekk­ing­ar.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar. Hún er með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar