Hugleiðingar í COVID-19 alheimskrísu

Ragnheiður H. Magnúsdóttir segir að nýsköpun blómstri í ringulreið eins og sést hafi í fyrri krísum. Allir fari í að leita lausna.

Auglýsing

Enda­laus frétta­flutn­ingur er í gangi varð­and­i COVID-19 smit, stöðu þjóða, fjár­mála­mark­aði og fleira en hverjar verða mögu­legar sam­fé­lags­legar breyt­ingar vera mitt í þess­ari COVID-19 krísu?

Hér er til­raun til að taka saman það sem mögu­lega mun breyt­ast á þessum skrýtnu tím­um. Til­raun til að horfa á jákvæðu punkt­ana, þó þetta þessi veira sé langt frá því að vera gam­an­mál.

Fleiri munu nota vef­versl­anir (til fram­búð­ar)

Notk­un vef­versl­ana ­fyrir mat­vöru er að aukast og mun stór­aukast á næstu vikum og mun þetta verður að breyt­ingu til fram­tíð­ar. En ekki aðeins fyrir mat­vöru, því að á næstu mán­uðum verður fólk mikið heima við, og er sjálf­sagt að sjá þörf fyrir breyt­ingar á heim­ili sínu, t.d. tengt því að koma sér fyrir með vinnu­að­stöðu heima. 

Auglýsing
Þannig að ef I­KEA og fleiri hús­gagna­versl­anir eru ekki þegar farnar að bjóða upp á ókeypis eða ódýrar heim­send­ingar er lík­lega alveg kom­inn tími til þess núna.

Fleiri munu byrja að nota snerti­lausar greiðslu­lausnir

Lík­lega munu versl­anir ekki alveg hverfa, en á tímum sem þessum þar sem við öll erum svo vör um hvað og hvern við snert­um, getur það verið mik­ill kostur að geta sveiflað sím­anum sínum eða kort­inu sínu í stað þess að nota fingur til að slá inn P­IN kóða á takka­borð sem margir snerta á hverjum degi.

Fleiri munu vilja þjón­ustu í gegnum vef­spjall og mynd­fundi á net­inu og þörfin fyrir raf­rænar und­ir­skriftir eykst

Nú eru margir byrj­aðir að vinna heima og veffundir í mynd hafa auk­ist gríð­ar­lega, svo mikið að Teams ­sam­vinnu­tól Microsoft ­fór á hlið­ina á dög­un­um. Krísa eins og þessi hefur þau áhrif að fólk lærir fljótt á nýja tækni og tól og leitar nýrra leiða þegar ekki er hægt að hitt­ast til að leysa hlut­ina.

Vef­spjall í öllum þjón­ustu­fyr­ir­tækjum verður aðal leiðin til að fá þjón­ustu þegar fólk forð­ast að hitta annað fólk. Hið opin­bera verður líka að geta ­þjón­u­stað ­fólk í gegnum vef­spjall og breyta sínum háttum hratt. Mik­il­vægt er líka að fólk geti notað raf­rænar und­ir­skriftir til að klára málin án þess að mæta á stað­inn.

Lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, sál­fræð­ing­ar, sjúkra­þjálf­arar o.fl. þess háttar sér­fræð­ingar munu von­andi byrja í að nota mynd­fundi í meira mæli til að aðstoða skjól­stæð­inga sína.

Eldri borg­arar læra á snjall­sím­ana og spjald­tölvur

Ljóst er að fólk vill ekki bera smit inn á heim­ili þeirra sem eldri eru og inn á hjúkr­un­ar­heim­ili er það nán­ast öruggt að eldra fólk fer í að setja sig meira inn í tækn­ina til þess að geta fengið fréttir af fólk­inu sínu og til að geta fengið þjón­ustu. Þau munu mörg hver læra á mynd­sím­töl og nota þau til að geta fylgst með lífi sinna nán­ustu og fengið fréttir af því helsta. 

Sum munu jafn­vel vilja fylgj­ast með Instagram og Snapchat og við sem yngri erum eigum að gera í því að deila með þeim því sem við erum að gera svo að þau geti fylgst með og viti hvað við erum að kljást við frá degi til dags. Knús eru ekki mikið í boði og þá þarf eitt­hvað annað að koma í stað­inn.

Fleiri munu vilja vinna heiman frá

Þegar stór hluti þjóð­ar­innar hefur fengið að prófa að vinna heima í nokkrar vikur (kannski mán­uði) verður það mögu­lega að nýj­u­m lífs­stíl að vinna heima og sumum kann að þykja þessi nýi lífs­stíll henta sér vel. Mögu­lega sér fólk kost­ina við að þurfa ekki að eyða tíma í að ferð­ast til og frá vinnu, geta sinnt heim­il­inu í stuttum pásum frá vinnu og þar fram eftir göt­un­um. Sem leiðir að næsta punkti.

Fleiri munu vilja flytja út á land

Ein­hverjir munu opna augu sín fyrir því að það er bæði hægt að vera mjög afkasta­mik­ill í vinnu heima hjá sér og njóta þess að búa í kyrrð­inni úti á landi. Þetta gæti mögu­lega orðið til þess að ungt fólk sem vill vera nær nátt­úr­unni sjái kosti í því að vinna heima og búa ann­ars staðar á land­inu en á Suð­vest­ur­horn­inu. Hér er tæki­færi sem sam­fé­lög á lands­byggð­inn­i ættu að nýta sér. Við sem hér búum erum nátt­úru­börn.

Kolefn­is­spor mun lækka

Þegar fólk notar bíl­inn minna og ferð­ast minna með flugi munum við vænt­an­lega sjá mun á kolefn­is­spori okk­ar, hér­lendis og erlend­is. Það verður því áhuga­verður lær­dómur fyrir heims­byggð­ina að sjá nýjar tölur spretta fram mitt í lofts­lags­bar­átt­unni sem við höfum átt svo erfitt að díla við, en erum núna nán­ast neydd í að kljást við.

Tæki­færið í atvinnu­líf­inu

Við höfum und­an­farin ár stutt okkur mikið við þrjá atvinnu­vegi: sjáv­ar­út­veg, stór­iðju og ferða­þjón­ustu. Þegar sjáv­ar­út­veg­ur­inn er tak­mörkuð auð­lind, ferða­þjón­ustan í vondum málum og stór­iðjan (les­ist álfram­leiðslan) í vand­ræð­um, þá er ljóst hvað við þurfum að gera til að sækja erlendar tekj­ur: Nýsköp­un.

Nýsköpun er eitt af því sem blómstrar í ringul­reið eins og við höfum séð í fyrri krís­um. Allir fara í að leita lausna. Okkar besta tæki­færi í þessu öllu er að byggja brú á milli þeirra fag­legu vís­inda sem stunduð eru hér á landi og skap­andi frum­kvöðla sem Ísland á nóg af.

Höf­undur er í Vís­inda- og tækni­ráði og stjórn­andi hjá Veit­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar