Hvað eiga COVID-19 og hamfarahlýnun sameiginlegt og hvað getum við lært?

Finnur Ricart Andrason, 17 ára, skrifar um hvernig megi tengja viðbrögð við COVID-19 við þau viðbrögð sem vanti gagnvart hamfarahlýnun.

Auglýsing

Útbreiðsla COVID-19 veirunnar er alþjóð­legt vanda­mál sem mann­kynið berst nú við að öllu afli. Með­vit­und um þessa nýju hættu breidd­ist hratt út og bæði almenn­ingur og stjórn­völd hafa brugð­ist hratt við henni með sam­komu­bönn­um, lok­unum skóla, ferða­tak­mörk­unum og fleiri ráð­stöf­un­um. 

Ham­fara­hlýnun er einnig alþjóð­legt vanda­mál, sem hefur verið þekkt í ára­tugi. Með­vit­und um þetta fyr­ir­bæri og hætt­urnar sem stafa af því hefur auk­ist und­an­farin ár, en við­brögð almenn­ings og stjórn­valda virð­ast enn vera langt frá því að vera full­nægj­andi til þess að koma í veg fyrir frekara tjón á sam­fé­lagi okkar umfram það sem þegar er óhjá­kvæmi­leg­t. 

Það eru mörg tengsl milli þess­ara tveggja hætta og má læra og nýta mikið af við­brögðum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar í bar­átt­unni við ham­fara­hlýnun og afleið­ingar henn­ar. Veiran er fyrst og fremst heilsu­far­s­vanda­mál sem leggur mikið álag á heil­brigð­is­kerfi um allan heim og mun þetta álag aukast með frek­ari útbreiðslu henn­ar. Sam­bæri­lega hefur hlýnun jarðar og breyt­ingar á lofts­lagi nei­kvæð áhrif á heilsu­far fólks um allan heim. Meðal ann­ars má nefna auk­inn vatns­skort, mat­ar­skort og vannær­ingu vegna fleiri og lengri þurrka, og aukna útbreiðslu  ýmsa sjúk­dóma svo sem malaríu eftir því sem lofts­lagið hlýnar til norð­urs. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) reiknar með 250.000 við­bót­ar­dauðs­föllum árlega frá og með árinu 2030 af völdum ham­fara­hlýn­un­ar. Einnig hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar áætlað að á bil­inu 200 millj­ónir til eins millj­arðs manna þurfi að leggja á flótta vegna lofts­lags­breyt­inga á næstu 30 árun­um. Þessar tölur lýsa alvar­leika ham­fara­hlýn­unar og setur í sam­hengi hversu lítið leið­togar heims eru til­búnir að gera í þágu lofts­lags­ins í sam­an­burði við COVID-19 útbreiðsl­una.

Auglýsing
Vissulega er veiran hættu­leg og stjórn á útbreiðslu hennar krefst sam­starfs milli landa og sam­stöðu ein­stak­linga innan hvers lands. Það sama má segja um ham­fara­hlýnun þrátt fyrir mis­mun­andi tímara­mma. Ef mann­kynið vill ná tökum á lofts­lags­breyt­ingum þurfa öll lönd og allir ein­stak­lingar að vinna saman og leggja sitt af mörk­um. Lang­flestar rík­is­stjórnir ásamt alþjóða­sam­tökum brugð­ust hratt við útbreiðslu COVID-19 veirunnar til að fækka dauðs­föllum eins og kostur er. Nei­kvæðar afleið­ingar þess­ara við­bragða á efna­hags­kerfið hafa þegar sagt til sín og munu lík­lega aukast á næstu mán­uð­um, en sam­fé­lagið virð­ist til­búið til að taka þessum afleið­ing­um. Þetta hug­ar­far vantar í bar­átt­una við ham­fara­hlýn­un. Þörf er á að öll lönd bregð­ist hratt við og séu reiðu­búin að taka þeim afleið­ingum sem munu fylgja. Það sem ætti að ein­falda það að koma í veg fyrir frek­ari ham­fara­hlýnun er upp­runi henn­ar. Ólíkt COVID-19 veirunnar þá er ham­fara­hlýnun af manna­völd­um. Áfram­hald­andi ósjálf­bær neysla á jarð­efna­elds­neyti í þágu hag­vaxt­ar, ásamt annarri ofneyslu, knýr hlýnun jarðar áfram. Þetta er eitt­hvað sem við getum og verðum að breyta.

Ákveðnir hópar fólks búa við meiri hættu en aðrir þegar það kemur að smiti COVID-19 veirunn­ar. Eldri borg­arar og ein­stak­lingar með und­ir­liggj­andi veik­indi eiga í mestri hættu á að deyja ef þau smit­ast af veirunn­i.  Í til­viki ham­fara­hlýn­unar eru það fátækar þjóð­ir, sem búa nú þegar við mat­ar­skort og veik­burða heil­brigð­is- og efna­hags­kerfi, sem munu finna fyrst og mest fyrir áhrif­un­um. Það er á ábyrgð þró­aðra þjóða eins og Íslands að bregð­ast við, að hrinda af stað aðgerðum til að koma í veg fyrir frek­ari ham­fara­hlýnun og til að takast á við þær afleið­ingar sem þegar eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Eins er það á ábyrgð ungs fólks sem sjálft virð­ist veikj­ast lítið við smit COVID-19 veirunnar að forð­ast smit til að koma í veg fyrir frek­ari útbreiðslu á veirunni til að verja eldri borg­ara og aðra í áhættu­hóp­um. 

Útbreiðsla COVID-19 hefur sýnt fram á það að stjórn­völd og almenn­ingur heims geta brugð­ist hratt við og unnið saman á áhrifa­ríkan hátt við það að berj­ast gegn alþjóð­legum hætt­um. Ekki þurfti tugi alþjóð­legra ráð­stefna til að lönd heims gripu til rót­tækara aðgerða til að stöðva COVID-19 og ekki ætti að þurfa þess til að stöðva frek­ari ham­fara­hlýn­un. Vís­inda­leg þekk­ing er til stað­ar, lausn­irnar eru til stað­ar, hefj­umst handa saman strax og gerum það sem gera þarf. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar