Hvað eiga COVID-19 og hamfarahlýnun sameiginlegt og hvað getum við lært?

Finnur Ricart Andrason, 17 ára, skrifar um hvernig megi tengja viðbrögð við COVID-19 við þau viðbrögð sem vanti gagnvart hamfarahlýnun.

Auglýsing

Útbreiðsla COVID-19 veirunnar er alþjóð­legt vanda­mál sem mann­kynið berst nú við að öllu afli. Með­vit­und um þessa nýju hættu breidd­ist hratt út og bæði almenn­ingur og stjórn­völd hafa brugð­ist hratt við henni með sam­komu­bönn­um, lok­unum skóla, ferða­tak­mörk­unum og fleiri ráð­stöf­un­um. 

Ham­fara­hlýnun er einnig alþjóð­legt vanda­mál, sem hefur verið þekkt í ára­tugi. Með­vit­und um þetta fyr­ir­bæri og hætt­urnar sem stafa af því hefur auk­ist und­an­farin ár, en við­brögð almenn­ings og stjórn­valda virð­ast enn vera langt frá því að vera full­nægj­andi til þess að koma í veg fyrir frekara tjón á sam­fé­lagi okkar umfram það sem þegar er óhjá­kvæmi­leg­t. 

Það eru mörg tengsl milli þess­ara tveggja hætta og má læra og nýta mikið af við­brögðum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar í bar­átt­unni við ham­fara­hlýnun og afleið­ingar henn­ar. Veiran er fyrst og fremst heilsu­far­s­vanda­mál sem leggur mikið álag á heil­brigð­is­kerfi um allan heim og mun þetta álag aukast með frek­ari útbreiðslu henn­ar. Sam­bæri­lega hefur hlýnun jarðar og breyt­ingar á lofts­lagi nei­kvæð áhrif á heilsu­far fólks um allan heim. Meðal ann­ars má nefna auk­inn vatns­skort, mat­ar­skort og vannær­ingu vegna fleiri og lengri þurrka, og aukna útbreiðslu  ýmsa sjúk­dóma svo sem malaríu eftir því sem lofts­lagið hlýnar til norð­urs. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) reiknar með 250.000 við­bót­ar­dauðs­föllum árlega frá og með árinu 2030 af völdum ham­fara­hlýn­un­ar. Einnig hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar áætlað að á bil­inu 200 millj­ónir til eins millj­arðs manna þurfi að leggja á flótta vegna lofts­lags­breyt­inga á næstu 30 árun­um. Þessar tölur lýsa alvar­leika ham­fara­hlýn­unar og setur í sam­hengi hversu lítið leið­togar heims eru til­búnir að gera í þágu lofts­lags­ins í sam­an­burði við COVID-19 útbreiðsl­una.

Auglýsing
Vissulega er veiran hættu­leg og stjórn á útbreiðslu hennar krefst sam­starfs milli landa og sam­stöðu ein­stak­linga innan hvers lands. Það sama má segja um ham­fara­hlýnun þrátt fyrir mis­mun­andi tímara­mma. Ef mann­kynið vill ná tökum á lofts­lags­breyt­ingum þurfa öll lönd og allir ein­stak­lingar að vinna saman og leggja sitt af mörk­um. Lang­flestar rík­is­stjórnir ásamt alþjóða­sam­tökum brugð­ust hratt við útbreiðslu COVID-19 veirunnar til að fækka dauðs­föllum eins og kostur er. Nei­kvæðar afleið­ingar þess­ara við­bragða á efna­hags­kerfið hafa þegar sagt til sín og munu lík­lega aukast á næstu mán­uð­um, en sam­fé­lagið virð­ist til­búið til að taka þessum afleið­ing­um. Þetta hug­ar­far vantar í bar­átt­una við ham­fara­hlýn­un. Þörf er á að öll lönd bregð­ist hratt við og séu reiðu­búin að taka þeim afleið­ingum sem munu fylgja. Það sem ætti að ein­falda það að koma í veg fyrir frek­ari ham­fara­hlýnun er upp­runi henn­ar. Ólíkt COVID-19 veirunnar þá er ham­fara­hlýnun af manna­völd­um. Áfram­hald­andi ósjálf­bær neysla á jarð­efna­elds­neyti í þágu hag­vaxt­ar, ásamt annarri ofneyslu, knýr hlýnun jarðar áfram. Þetta er eitt­hvað sem við getum og verðum að breyta.

Ákveðnir hópar fólks búa við meiri hættu en aðrir þegar það kemur að smiti COVID-19 veirunn­ar. Eldri borg­arar og ein­stak­lingar með und­ir­liggj­andi veik­indi eiga í mestri hættu á að deyja ef þau smit­ast af veirunn­i.  Í til­viki ham­fara­hlýn­unar eru það fátækar þjóð­ir, sem búa nú þegar við mat­ar­skort og veik­burða heil­brigð­is- og efna­hags­kerfi, sem munu finna fyrst og mest fyrir áhrif­un­um. Það er á ábyrgð þró­aðra þjóða eins og Íslands að bregð­ast við, að hrinda af stað aðgerðum til að koma í veg fyrir frek­ari ham­fara­hlýnun og til að takast á við þær afleið­ingar sem þegar eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Eins er það á ábyrgð ungs fólks sem sjálft virð­ist veikj­ast lítið við smit COVID-19 veirunnar að forð­ast smit til að koma í veg fyrir frek­ari útbreiðslu á veirunni til að verja eldri borg­ara og aðra í áhættu­hóp­um. 

Útbreiðsla COVID-19 hefur sýnt fram á það að stjórn­völd og almenn­ingur heims geta brugð­ist hratt við og unnið saman á áhrifa­ríkan hátt við það að berj­ast gegn alþjóð­legum hætt­um. Ekki þurfti tugi alþjóð­legra ráð­stefna til að lönd heims gripu til rót­tækara aðgerða til að stöðva COVID-19 og ekki ætti að þurfa þess til að stöðva frek­ari ham­fara­hlýn­un. Vís­inda­leg þekk­ing er til stað­ar, lausn­irnar eru til stað­ar, hefj­umst handa saman strax og gerum það sem gera þarf. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar