Hvað eiga COVID-19 og hamfarahlýnun sameiginlegt og hvað getum við lært?

Finnur Ricart Andrason, 17 ára, skrifar um hvernig megi tengja viðbrögð við COVID-19 við þau viðbrögð sem vanti gagnvart hamfarahlýnun.

Auglýsing

Útbreiðsla COVID-19 veirunnar er alþjóð­legt vanda­mál sem mann­kynið berst nú við að öllu afli. Með­vit­und um þessa nýju hættu breidd­ist hratt út og bæði almenn­ingur og stjórn­völd hafa brugð­ist hratt við henni með sam­komu­bönn­um, lok­unum skóla, ferða­tak­mörk­unum og fleiri ráð­stöf­un­um. 

Ham­fara­hlýnun er einnig alþjóð­legt vanda­mál, sem hefur verið þekkt í ára­tugi. Með­vit­und um þetta fyr­ir­bæri og hætt­urnar sem stafa af því hefur auk­ist und­an­farin ár, en við­brögð almenn­ings og stjórn­valda virð­ast enn vera langt frá því að vera full­nægj­andi til þess að koma í veg fyrir frekara tjón á sam­fé­lagi okkar umfram það sem þegar er óhjá­kvæmi­leg­t. 

Það eru mörg tengsl milli þess­ara tveggja hætta og má læra og nýta mikið af við­brögðum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar í bar­átt­unni við ham­fara­hlýnun og afleið­ingar henn­ar. Veiran er fyrst og fremst heilsu­far­s­vanda­mál sem leggur mikið álag á heil­brigð­is­kerfi um allan heim og mun þetta álag aukast með frek­ari útbreiðslu henn­ar. Sam­bæri­lega hefur hlýnun jarðar og breyt­ingar á lofts­lagi nei­kvæð áhrif á heilsu­far fólks um allan heim. Meðal ann­ars má nefna auk­inn vatns­skort, mat­ar­skort og vannær­ingu vegna fleiri og lengri þurrka, og aukna útbreiðslu  ýmsa sjúk­dóma svo sem malaríu eftir því sem lofts­lagið hlýnar til norð­urs. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) reiknar með 250.000 við­bót­ar­dauðs­föllum árlega frá og með árinu 2030 af völdum ham­fara­hlýn­un­ar. Einnig hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar áætlað að á bil­inu 200 millj­ónir til eins millj­arðs manna þurfi að leggja á flótta vegna lofts­lags­breyt­inga á næstu 30 árun­um. Þessar tölur lýsa alvar­leika ham­fara­hlýn­unar og setur í sam­hengi hversu lítið leið­togar heims eru til­búnir að gera í þágu lofts­lags­ins í sam­an­burði við COVID-19 útbreiðsl­una.

Auglýsing
Vissulega er veiran hættu­leg og stjórn á útbreiðslu hennar krefst sam­starfs milli landa og sam­stöðu ein­stak­linga innan hvers lands. Það sama má segja um ham­fara­hlýnun þrátt fyrir mis­mun­andi tímara­mma. Ef mann­kynið vill ná tökum á lofts­lags­breyt­ingum þurfa öll lönd og allir ein­stak­lingar að vinna saman og leggja sitt af mörk­um. Lang­flestar rík­is­stjórnir ásamt alþjóða­sam­tökum brugð­ust hratt við útbreiðslu COVID-19 veirunnar til að fækka dauðs­föllum eins og kostur er. Nei­kvæðar afleið­ingar þess­ara við­bragða á efna­hags­kerfið hafa þegar sagt til sín og munu lík­lega aukast á næstu mán­uð­um, en sam­fé­lagið virð­ist til­búið til að taka þessum afleið­ing­um. Þetta hug­ar­far vantar í bar­átt­una við ham­fara­hlýn­un. Þörf er á að öll lönd bregð­ist hratt við og séu reiðu­búin að taka þeim afleið­ingum sem munu fylgja. Það sem ætti að ein­falda það að koma í veg fyrir frek­ari ham­fara­hlýnun er upp­runi henn­ar. Ólíkt COVID-19 veirunnar þá er ham­fara­hlýnun af manna­völd­um. Áfram­hald­andi ósjálf­bær neysla á jarð­efna­elds­neyti í þágu hag­vaxt­ar, ásamt annarri ofneyslu, knýr hlýnun jarðar áfram. Þetta er eitt­hvað sem við getum og verðum að breyta.

Ákveðnir hópar fólks búa við meiri hættu en aðrir þegar það kemur að smiti COVID-19 veirunn­ar. Eldri borg­arar og ein­stak­lingar með und­ir­liggj­andi veik­indi eiga í mestri hættu á að deyja ef þau smit­ast af veirunn­i.  Í til­viki ham­fara­hlýn­unar eru það fátækar þjóð­ir, sem búa nú þegar við mat­ar­skort og veik­burða heil­brigð­is- og efna­hags­kerfi, sem munu finna fyrst og mest fyrir áhrif­un­um. Það er á ábyrgð þró­aðra þjóða eins og Íslands að bregð­ast við, að hrinda af stað aðgerðum til að koma í veg fyrir frek­ari ham­fara­hlýnun og til að takast á við þær afleið­ingar sem þegar eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Eins er það á ábyrgð ungs fólks sem sjálft virð­ist veikj­ast lítið við smit COVID-19 veirunnar að forð­ast smit til að koma í veg fyrir frek­ari útbreiðslu á veirunni til að verja eldri borg­ara og aðra í áhættu­hóp­um. 

Útbreiðsla COVID-19 hefur sýnt fram á það að stjórn­völd og almenn­ingur heims geta brugð­ist hratt við og unnið saman á áhrifa­ríkan hátt við það að berj­ast gegn alþjóð­legum hætt­um. Ekki þurfti tugi alþjóð­legra ráð­stefna til að lönd heims gripu til rót­tækara aðgerða til að stöðva COVID-19 og ekki ætti að þurfa þess til að stöðva frek­ari ham­fara­hlýn­un. Vís­inda­leg þekk­ing er til stað­ar, lausn­irnar eru til stað­ar, hefj­umst handa saman strax og gerum það sem gera þarf. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar