Hvað eiga COVID-19 og hamfarahlýnun sameiginlegt og hvað getum við lært?

Finnur Ricart Andrason, 17 ára, skrifar um hvernig megi tengja viðbrögð við COVID-19 við þau viðbrögð sem vanti gagnvart hamfarahlýnun.

Auglýsing

Útbreiðsla COVID-19 veirunnar er alþjóð­legt vanda­mál sem mann­kynið berst nú við að öllu afli. Með­vit­und um þessa nýju hættu breidd­ist hratt út og bæði almenn­ingur og stjórn­völd hafa brugð­ist hratt við henni með sam­komu­bönn­um, lok­unum skóla, ferða­tak­mörk­unum og fleiri ráð­stöf­un­um. 

Ham­fara­hlýnun er einnig alþjóð­legt vanda­mál, sem hefur verið þekkt í ára­tugi. Með­vit­und um þetta fyr­ir­bæri og hætt­urnar sem stafa af því hefur auk­ist und­an­farin ár, en við­brögð almenn­ings og stjórn­valda virð­ast enn vera langt frá því að vera full­nægj­andi til þess að koma í veg fyrir frekara tjón á sam­fé­lagi okkar umfram það sem þegar er óhjá­kvæmi­leg­t. 

Það eru mörg tengsl milli þess­ara tveggja hætta og má læra og nýta mikið af við­brögðum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar í bar­átt­unni við ham­fara­hlýnun og afleið­ingar henn­ar. Veiran er fyrst og fremst heilsu­far­s­vanda­mál sem leggur mikið álag á heil­brigð­is­kerfi um allan heim og mun þetta álag aukast með frek­ari útbreiðslu henn­ar. Sam­bæri­lega hefur hlýnun jarðar og breyt­ingar á lofts­lagi nei­kvæð áhrif á heilsu­far fólks um allan heim. Meðal ann­ars má nefna auk­inn vatns­skort, mat­ar­skort og vannær­ingu vegna fleiri og lengri þurrka, og aukna útbreiðslu  ýmsa sjúk­dóma svo sem malaríu eftir því sem lofts­lagið hlýnar til norð­urs. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) reiknar með 250.000 við­bót­ar­dauðs­föllum árlega frá og með árinu 2030 af völdum ham­fara­hlýn­un­ar. Einnig hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar áætlað að á bil­inu 200 millj­ónir til eins millj­arðs manna þurfi að leggja á flótta vegna lofts­lags­breyt­inga á næstu 30 árun­um. Þessar tölur lýsa alvar­leika ham­fara­hlýn­unar og setur í sam­hengi hversu lítið leið­togar heims eru til­búnir að gera í þágu lofts­lags­ins í sam­an­burði við COVID-19 útbreiðsl­una.

Auglýsing
Vissulega er veiran hættu­leg og stjórn á útbreiðslu hennar krefst sam­starfs milli landa og sam­stöðu ein­stak­linga innan hvers lands. Það sama má segja um ham­fara­hlýnun þrátt fyrir mis­mun­andi tímara­mma. Ef mann­kynið vill ná tökum á lofts­lags­breyt­ingum þurfa öll lönd og allir ein­stak­lingar að vinna saman og leggja sitt af mörk­um. Lang­flestar rík­is­stjórnir ásamt alþjóða­sam­tökum brugð­ust hratt við útbreiðslu COVID-19 veirunnar til að fækka dauðs­föllum eins og kostur er. Nei­kvæðar afleið­ingar þess­ara við­bragða á efna­hags­kerfið hafa þegar sagt til sín og munu lík­lega aukast á næstu mán­uð­um, en sam­fé­lagið virð­ist til­búið til að taka þessum afleið­ing­um. Þetta hug­ar­far vantar í bar­átt­una við ham­fara­hlýn­un. Þörf er á að öll lönd bregð­ist hratt við og séu reiðu­búin að taka þeim afleið­ingum sem munu fylgja. Það sem ætti að ein­falda það að koma í veg fyrir frek­ari ham­fara­hlýnun er upp­runi henn­ar. Ólíkt COVID-19 veirunnar þá er ham­fara­hlýnun af manna­völd­um. Áfram­hald­andi ósjálf­bær neysla á jarð­efna­elds­neyti í þágu hag­vaxt­ar, ásamt annarri ofneyslu, knýr hlýnun jarðar áfram. Þetta er eitt­hvað sem við getum og verðum að breyta.

Ákveðnir hópar fólks búa við meiri hættu en aðrir þegar það kemur að smiti COVID-19 veirunn­ar. Eldri borg­arar og ein­stak­lingar með und­ir­liggj­andi veik­indi eiga í mestri hættu á að deyja ef þau smit­ast af veirunn­i.  Í til­viki ham­fara­hlýn­unar eru það fátækar þjóð­ir, sem búa nú þegar við mat­ar­skort og veik­burða heil­brigð­is- og efna­hags­kerfi, sem munu finna fyrst og mest fyrir áhrif­un­um. Það er á ábyrgð þró­aðra þjóða eins og Íslands að bregð­ast við, að hrinda af stað aðgerðum til að koma í veg fyrir frek­ari ham­fara­hlýnun og til að takast á við þær afleið­ingar sem þegar eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Eins er það á ábyrgð ungs fólks sem sjálft virð­ist veikj­ast lítið við smit COVID-19 veirunnar að forð­ast smit til að koma í veg fyrir frek­ari útbreiðslu á veirunni til að verja eldri borg­ara og aðra í áhættu­hóp­um. 

Útbreiðsla COVID-19 hefur sýnt fram á það að stjórn­völd og almenn­ingur heims geta brugð­ist hratt við og unnið saman á áhrifa­ríkan hátt við það að berj­ast gegn alþjóð­legum hætt­um. Ekki þurfti tugi alþjóð­legra ráð­stefna til að lönd heims gripu til rót­tækara aðgerða til að stöðva COVID-19 og ekki ætti að þurfa þess til að stöðva frek­ari ham­fara­hlýn­un. Vís­inda­leg þekk­ing er til stað­ar, lausn­irnar eru til stað­ar, hefj­umst handa saman strax og gerum það sem gera þarf. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar