Fyrirmyndarríkið

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um bók franska hagfræðingsins Tómasar Piketty.

Auglýsing

Kost­ur­inn við fjand­ans veiru­far­ald­ur­inn (ef það má kom­ast svo kald­rana­lega að orði) er sá, að þá gefst næði til að lesa nýjasta stór­virki franska hag­fræð­ings­ins, Tómasar Piketty: Capi­tal et Ideo­logie upp á 1093 bls. Á maður ekki alltaf að líta á björtu hlið­arn­ar?  

Það er nán­ast útgöngu­bann svo það er ekk­ert betra við tím­ann að gera. Ég er kom­inn fram á bls. 486, þar sem Piketty fjallar um fyr­ir­mynd­ar­ríkið Sví­þjóð og hina sós­í­alde­mókrat­ísku gullöld í Evr­ópu (og Amer­íku eftir New Deal) fyrstu þrjá ára­tug­ina eftir Seinna stríð. Hann lýsir því býsna vel, hvernig sænski jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn og verka­lýðs­hreyf­ingin byggðu upp ann­ars konar þjóð­fé­lag – val­kost við ann­ars vegar amer­íska óða­kap­ít­al­ismann, sem hrundi og hratt af stað heimskrepp­unni; og hins vegar vald­beit­ing­arsós­í­al­ismann  í Sov­ét­inu, sem hrundi fyrir eigið getu­leysi til að full­nægja frum­þörfum fólks, eftir 70 ára til­rauna­starf­sem­i. 

En það sem er nýstár­legt hjá Piketty í þess­ari bók er, að hann gagn­rýnir hið evr­ópska sós­í­alde­mókrati sam­tím­ans harð­lega fyrir að hafa brugð­ist þeirri skyldu sinni að gefa fólki raun­hæfan val­kost við hinum amer­íska upp­vakn­ing óða­kap­ít­al­ism­ans,  undir merkjum nýfrjáls­hyggju, sem riðið hefur yfir heims­byggð­ina, eins og hver annar smit­far­ald­ur, á ára­tug­unum eftir Reagan og Thatcher. Um það mun ég fjalla um í annarri grein.

Sam­komu­lag við saltan sjó

Fyrst þetta:  Piketty fjallar ræki­lega um sænska vinnu­mark­aðs­mód­el­ið, sem margir lof­syngja en fáir skilja. Það gefur mér til­efni til að rifja upp, að fyrir meira en hálfri öld sat ég  heilan vetur á bóka­safni Þjóð­hags­stofn­unar Svía og las mér til um sænska mód­el­ið. Í hléum frá lestr­inum sótti ég sér­stakt nám­skeið um sænska vinnu­mark­aðs­mód­el­ið, sem haldið var á ensku handa fáfróðum útlend­ing­um, þ.á.m. handa stúd­entum frá van­þró­uðum ríkj­um  (sjálfur ég þar með tal­inn). Þeir sem stóðu að nám­skeið­inu voru Þjóð­hags­stofn­unin sænska (National ökonomiska Institut) , Alþýðu­sam­bandið (LO) og Vinnu­veit­enda­sam­band­ið(SAF). 

Auglýsing
Þetta nám­skeið nægði alveg til að rétta af hall­ann eftir gömlu frjáls­hyggju-hag­fræð­ina, sem þá var enn kennd við Edin­borg­ar­há­skóla , þrátt  fyrir að Key­nes hefði koll­varpað henna 20 árum áður.

Hvað er svona merki­legt við það?

Hvað er svona merki­legt við sænska (nor­ræna) vinnu­mark­aðs­mód­el­ið? Það sem vakti mesta athygli á alþjóða­vísu var, að það hafði ríkt vinnu­friður í Sví­þjóð þá í ald­ar­fjórð­ung, þrátt fyrir að allt log­aði í verk­föllum vítt og breitt um Evr­ópu, ekki síst á Bret­landseyj­um, þar sem verk­föll voru nán­ast dag­legt brauð. Hver er skýr­ing­in? Í sem skemmstu máli þetta: 

Árið 1938 gerðu verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur (þ.m.t. bænd­ur)  með atbeina rík­is­valds­ins með sér alls­herjar sam­komu­lag - eins konar stjórn­ar­skrá um leik­reglur um rétt­láta skipt­ingu þjóð­ar­tekna milli fjár­magns og vinnu: fjár­magns­eig­enda og vinnu­sala. Sam­komu­lagið er kennt við Salt­sjöbaden – eyju í sænska skerja­garð­in­um.

 Að­ilar voru sam­mála um , að vinnu­mark­að­ur­inn – fram­leiðslu­vél  þjóð­fé­lags­ins - sem allir áttu líf sitt undir að skil­aði öllum ásætt­an­legri nið­ur­stöðu –væri mik­il­væg­ari en svo, að mark­aðs­öflin ein réðu þar lögum og lof­um. Það væri ójafn leik­ur.  Valdið til að ráða og reka er í höndum atvinnu­rek­enda. Ákvörð­un­ar­valdið um fjár­fest­ingar (at­vinnu­sköp­un) er líka í þeirra hönd­um. Atvinnu­leysi sviftir verka­mann­inn og fjöl­skyldu hans lífs­björg­inni. Aðilar urðu sam­mála um, að sam­eig­in­lega bæru allir ábyrgð á að tryggja fulla atvinnu og „rétt­láta” skipt­ingu þjóð­ar­tekn­anna.

Ef vinnu­salar misstu vinn­una, bæri sam­fé­lagið ábyrgð á að tryggja þeim og fjöl­skyldum þeirra lág­marks­af­komu. Og meira en það. Þeir ættu að bjóða upp á starfs­þjálfun til und­ir­bún­ings nýjum störf­um. Skóla­kerfið skyldi virkjað í þessu skyni í sam­vinnu við aðila vinnu­mark­að­ar­ins. 

Solida­ritet - sam­staða

Hitt aðal­at­riðið er þetta: Skipu­lag verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar byggir á vinnu­staðnum sem grunn­ein­ingu. Þar þurfa allir að standa sam­an. Tökum sem dæmi bygg­ing­ing­ar­iðn­að­inn. Þar „leggja margir hönd á plóg”. Ófag­lærðir verka­menn, vél­stjór­ar, múr­ar­ar, járna­bind­ing­ar­menn, tré­smið­ir, mál­ar­ar, skrif­stofu­fólk, sölu­menn o.s. frv. Allt þetta fólk er í einu og sama stétt­ar­fé­lag­inu: Lands­sam­bandi bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins. Þetta þýð­ir, að allir starfs­menn sama fyr­ir­tækis á sama vinnu­staðnum eru í sam­eig­in­legu stétt­ar­fé­lagi. Samn­ingar um kaup og kjör fara fram á lands­vísu. Allir aðilar (Þjóð­hags­stofn­un, Hag­deildir LO og SAF) leggja fram nauð­syn­legar upp­lýs­ingar um stöðu þjóð­ar­bús, afkomu við­kom­andi atvinnu­grein­ar, hagnað fyr­ir­tækja, verð­bólgu og raun­vöxt, fram­leiðni o.s. frv. Meg­in­á­herslan er á „tran­sparency” - aðgengi allra að réttum upp­lýs­ing­um.

Auglýsing
Kostir þessa skipu­lags eru marg­ir. Allir vinnu­salar (launtakar) hafa sam­eig­in­legra hags­muna að gæta. Það heitir á skand­in­av­ísku „solida­ritet”. Það er ekk­ert „höfr­unga­hlaup”. Engin inn­byrðis sam­keppni, sem sundrar þeim, sem saman eiga að standa. Það er ekki samið fyrst fyrir ófag­lærða (eða hina lægst­laun­uð­u), og síðan tekur við kapp­hlaup allra sér­hópa um að toppa það – eins og hér á land­i.  Ann­að: Þetta skipu­lag felur í sér inn­byggðan hvata til að halda uppi lægstu launum og til að halda aftur af óhæfi­legum launa­mun. Aftur „solida­ritet” í verki. 

Dæmi: Starfs­hópar með sterka mark­aðs­stöðu (t.d. tölvu­tækn­ar) geta ekki sprengt upp skal­ann. Það er gott fyrir sprota­fyr­ir­tæki, enda sýnir reynslan, að þeim vegnar vel.Ef fyr­ir­tæki er vel rek­ið, heldur það eftir stærri parti af hagn­að­in­um, sem styrkir  sam­keppn­is­stöðu þess (og þar með atvinnu­grein­ar­inn­ar). Þrátt fyrir allt tal um háa skatta hafa sænsk fyr­ir­tæki reynst vera vel sam­keppn­is­fær á alþjóða­mörk­uð­um, ekki síst í nýsköp­un. Reynslan af þess­ari íhlutun í starf­semi (vinn­u)­mark­að­ar­ins hefur því reynst vera góð fyrir alla aðila.­Fyrir þjóð­fé­lagið í heild stuðlar þetta að  vinnu­friði, stöð­ug­leika og félags­legri sam­heldni.

Hróp­and­inn í eyði­mörk­inni

Þegar ég kom heim frá Sví­þjóð vorið 1964, fékk ég fyrir til­viljun viku­blaðið Frjálsa þjóð upp í hend­urn­ar. Það hafði áður ver­ið  mál­gagn Þjóð­varn­ar­flokks­ins, en var, þegar hér var komið sögu, orðið mun­að­ar­laust. Næstu árin skrif­aði ég hverja grein­ina á fætur annarri um nauð­syn þess að verka­lýðs­hreyf­ingin tæki upp sam­stöðu­skipu­lag að nor­rænni fyr­ir­mynd og efldi tengsl sín við sam­ein­aðan verka­lýðs­flokk  jafn­að­ar­manna, sem gætti hags­muna vinn­andi fólks í lands­stjórn­inni.

Þetta vakti reyndar athygli Björns Jóns­son­ar, for­manns verka­lýðs­fé­lags­ins Ein­ingar á Akur­eyri og síðar for­seta ASÍ, þar sem hann var arf­taki Hanni­bals. Björn sendi mig norður til að halda nám­skeið á Akur­eyri um nor­ræna mód­elið fyrir stjórnir stétt­ar­fé­laga í Norð­ur­lands­kjör­dæmi eystra. Það var reyndar ógleym­an­leg lífs­reynsla, því að nem­end­urnir reynd­ust vera svo vel lærðir í skóla lífs­ins, að ég lærði meira af þeim en þeir af mér.

Þegar ég var að vafra á net­inu til að tékka á heim­ildum í þessa grein, rakst ég á grein eftir sjálfan mig í Frjálsri þjóð undir fyr­ir­sögn­inni: „Fram­tíð­ar­verk­efni íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ing­ar”. Greinin er meira en hálfrar aldar göm­ul, enda skrifuð í til­efni af 50 ára afmæli Alþýðu­sam­bands­ins (og Alþýðu­flokks­ins) árið 1966.

Þar segir meðal ann­ars:

„Hund­rað og sex­tíu verka­lýðs­fé­lög, flest þeirra örsmá og varla til nema að nafn­inu, eru ekki heppi­legar grund­vallar­ein­ingar Alþýðu­sam­bands­ins. Þau eru of mörg og smá og of lít­ils meg­and­i”. 

Og svo þetta:

„Á hálfrar aldar afmæli Alþýðu­sam­bands­ins eru heild­ar­sam­tök íslenskra laun­þega fjár­hags­lega á von­ar­völ. Þau hafa ekki fjár­hags­legt bol­magn til að hafa í þjón­ustu sinni þá starfs­krafta sem þarf til þess að veita aðild­ar­fé­lög­unum lífs­nauð­syn­lega þjón­ust­u.  Á þeirra vegum eru engar rann­sóknir fram­kvæmdar á íslensku þjóð­fé­lagi út frá sjón­ar­miðum og hags­munum verka­manna og laun­þega. Engin útgáfu­starf­semi. Eng­inn verka­lýðs­skóli. Engin nám­skeið. Engin skipu­lögð fræðslu­starf­semi af neinu tag­i”.

Loks segir þar:

„Og samt. Samt er verka­lýðs­hreyf­ingin sterkasta aflið í íslensku þjóð­fé­lagi, þegar á reyn­ir......­Samt bindum við trú okkar og vonir við íslenzka verka­lýðs­hreyf­ingu vegna þess, að hvað svo sem kann að hafa farið aflaga í starfi hennar og þróun und­an­farin ár, er hún SAMT sterkasta umbóta­aflið í íslensku nútíma­þjóð­fé­lag­i.  En það þarf að virkja það eins og Þjórsá, ef afl þess á að fá notið sín...... Sá aflgjafi þjóð­fé­lags­legra umbóta í stórum stíl, sem verka­lýðs­hreyf­ingin ræður yfir, verður að sönnu aldrei nýttur að gagni, fyrr en hinn ill­vígi og úrelti póli­tíski sundr­ung­ar­fjandi hefur verið sendur út á sex­tugt djúp; og upp er ris­inn öfl­ugur verka­lýðs­flokk­ur, sem sam­einar innan sinna vébanda yfir­gnæf­andi meiri­hluta íslenskra laun­þega”. 

Þetta var skrifað fyrir meira en hálfri öld. Hvað hefur breyst á? Voru ekki Ragnar Þór í VR og Vil­hjálmur Skaga­maður að segja sig úr mið­stjórn ASÍ á dög­un­um? Nú þegar mest ríður á að standa saman – solida­ritet! Hvað er að?

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins – flokks íslenskra jafn­að­ar­manna (1984-96) Nýjasta bók hans nefn­ist : „Tæpitungu­laust  - lifs­skoðun jafn­að­ar­manns,”, HB AV 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar