Hefur þú of miklar áhyggjur?

Ingrid Kuhlman skrifar um kvíða landsmanna vegna COVID-19.

Auglýsing

Sam­kvæmt nýlegum Þjóð­ar­púlsi Gallup finnur um fjórð­ungur lands­manna fyrir kvíða vegna COVID-19 og 70% lands­manna hafa áhyggjur af efna­hags­legum áhrifum veirunn­ar. Kvíði og áhyggjur eru eðli­leg við­brögð við þeim fáheyrðu aðstæðum sem erum að upp­lifa í dag. Þegar áhyggj­urnar verða hins vegar óraun­hæfar eða við­var­andi geta þær valdið van­líðan og haft nei­kvæð áhrif á dag­legt líf.  

Með­fylgj­andi eru nokkrar góðar leiðir til að takast á við áhyggjur og kvíða:

 • Að iðka núvit­und: Með því að koma auga á kvíða­vekj­andi hugs­anir og færa athygl­ina mark­visst að augna­blik­inu og því sem er að ger­ast hér og nú, náum við að draga úr áhyggjum og „hvað ef“ hugs­un­um. Sann­leik­ur­inn er sá að við höfum aðeins þetta augna­blik.
 • Að velja athafnir sínar og fók­us: Í þessu felst að velja á hverju augna­bliki það sem við erum að gera og kjósum að veita athygli. Í stað þess að vera stans­laust á sam­fé­lags­miðlum eða fylgj­ast mikið með fréttum er gott að vera virk­ur, gera jákvæða hluti og ein­beita sér að upp­byggi­legum áþreif­an­legum atriðum í lífi sínu, eins og t.d. sam­veru með fjöl­skyld­unni, áhuga­máli eða góðri tón­list.
 • Að koma ró á hug­ann: Önd­unaræf­ingar geta dregið úr kvíða og haft róandi áhrif á tauga­kerf­ið. Vöðva­slak­andi æfingar eru einnig áhrifa­rík aðferð til að ná slök­un. Gott er að spenna vöðva­na, halda spenn­unni stutta stund og sleppa henni síðan og finna slök­un­ar­til­finn­ing­una hrísl­ast um lík­amann. 
 • Að setja hlut­ina í sam­hengi og sýna sam­kennd: Gott er að átta sig á því að við erum ekki ein í þessum aðstæð­um. Margir standa frammi fyrir stærri áskor­unum en við sjálf og eru sem dæmi í áhættu­hópi fyrir veirunni eða komnir í sótt­kví. Á meðan höfum við sjálf kannski aðeins þurft að breyta ferða­á­ætl­unum eða flytja vinnu­stöð­ina heim. Reynum að setja okkur í spor ann­arra og skilja hvað þeir eru að upplifa.
  Auglýsing
   
 • Að sam­þykkja það sem við höfum ekki stjórn á er við­horf sem dregur veru­lega úr kvíða. Að hafa áhyggjur breytir engu auk þess sem margar áhyggjur reyn­ast óþarfar og óraun­hæf­ar. Að sam­þykkja það sem er í gangi á hverju augna­bliki fyrir sig og verja ekki óþarfa orku í hugs­anir um fram­tíð­ina bætir and­lega líð­an. 
 • Að sleppa tök­unum og sam­þykkja hvernig hlut­irnir eru gerir okkur sveigj­an­legri til að fram­kvæma nauð­syn­legar breyt­ingar á lífi okk­ar, eins og t.d. varð­andi inn­kaupa­ferðir og kennslu á net­inu á meðan skólar eru lok­að­ir.
 • Að sleppa dómum. Þegar við erum opin fyrir nýjum upp­lif­unum og forð­umst að dæma þær komumst við hjá því að merkja það sem við upp­lifum sem „gott“ eða „slæmt“. Hlut­irnir ein­fald­lega eru og við göng­umst við þeim nákvæm­lega eins og þeir eru. Án dóma erum við fær­ari til að velja hugs­anir okk­ar, til­finn­ingar og athafn­ir. Ástandið í dag er frá­bært tæki­færi til að æfa sig í að halda aftur af dóm­um. 

Hug­ar­far og við­horf skiptir miklu máli á þessum óvissu­tím­um. Veljum okkar við­horf.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar