Hefur þú of miklar áhyggjur?

Ingrid Kuhlman skrifar um kvíða landsmanna vegna COVID-19.

Auglýsing

Sam­kvæmt nýlegum Þjóð­ar­púlsi Gallup finnur um fjórð­ungur lands­manna fyrir kvíða vegna COVID-19 og 70% lands­manna hafa áhyggjur af efna­hags­legum áhrifum veirunn­ar. Kvíði og áhyggjur eru eðli­leg við­brögð við þeim fáheyrðu aðstæðum sem erum að upp­lifa í dag. Þegar áhyggj­urnar verða hins vegar óraun­hæfar eða við­var­andi geta þær valdið van­líðan og haft nei­kvæð áhrif á dag­legt líf.  

Með­fylgj­andi eru nokkrar góðar leiðir til að takast á við áhyggjur og kvíða:

 • Að iðka núvit­und: Með því að koma auga á kvíða­vekj­andi hugs­anir og færa athygl­ina mark­visst að augna­blik­inu og því sem er að ger­ast hér og nú, náum við að draga úr áhyggjum og „hvað ef“ hugs­un­um. Sann­leik­ur­inn er sá að við höfum aðeins þetta augna­blik.
 • Að velja athafnir sínar og fók­us: Í þessu felst að velja á hverju augna­bliki það sem við erum að gera og kjósum að veita athygli. Í stað þess að vera stans­laust á sam­fé­lags­miðlum eða fylgj­ast mikið með fréttum er gott að vera virk­ur, gera jákvæða hluti og ein­beita sér að upp­byggi­legum áþreif­an­legum atriðum í lífi sínu, eins og t.d. sam­veru með fjöl­skyld­unni, áhuga­máli eða góðri tón­list.
 • Að koma ró á hug­ann: Önd­unaræf­ingar geta dregið úr kvíða og haft róandi áhrif á tauga­kerf­ið. Vöðva­slak­andi æfingar eru einnig áhrifa­rík aðferð til að ná slök­un. Gott er að spenna vöðva­na, halda spenn­unni stutta stund og sleppa henni síðan og finna slök­un­ar­til­finn­ing­una hrísl­ast um lík­amann. 
 • Að setja hlut­ina í sam­hengi og sýna sam­kennd: Gott er að átta sig á því að við erum ekki ein í þessum aðstæð­um. Margir standa frammi fyrir stærri áskor­unum en við sjálf og eru sem dæmi í áhættu­hópi fyrir veirunni eða komnir í sótt­kví. Á meðan höfum við sjálf kannski aðeins þurft að breyta ferða­á­ætl­unum eða flytja vinnu­stöð­ina heim. Reynum að setja okkur í spor ann­arra og skilja hvað þeir eru að upplifa.
  Auglýsing
   
 • Að sam­þykkja það sem við höfum ekki stjórn á er við­horf sem dregur veru­lega úr kvíða. Að hafa áhyggjur breytir engu auk þess sem margar áhyggjur reyn­ast óþarfar og óraun­hæf­ar. Að sam­þykkja það sem er í gangi á hverju augna­bliki fyrir sig og verja ekki óþarfa orku í hugs­anir um fram­tíð­ina bætir and­lega líð­an. 
 • Að sleppa tök­unum og sam­þykkja hvernig hlut­irnir eru gerir okkur sveigj­an­legri til að fram­kvæma nauð­syn­legar breyt­ingar á lífi okk­ar, eins og t.d. varð­andi inn­kaupa­ferðir og kennslu á net­inu á meðan skólar eru lok­að­ir.
 • Að sleppa dómum. Þegar við erum opin fyrir nýjum upp­lif­unum og forð­umst að dæma þær komumst við hjá því að merkja það sem við upp­lifum sem „gott“ eða „slæmt“. Hlut­irnir ein­fald­lega eru og við göng­umst við þeim nákvæm­lega eins og þeir eru. Án dóma erum við fær­ari til að velja hugs­anir okk­ar, til­finn­ingar og athafn­ir. Ástandið í dag er frá­bært tæki­færi til að æfa sig í að halda aftur af dóm­um. 

Hug­ar­far og við­horf skiptir miklu máli á þessum óvissu­tím­um. Veljum okkar við­horf.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar