Fellir ellikerling Pútín?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson veltir fyrir hvort Vladimír Pútín muni deyja úr elli í embætti og verði þar með hluti af því „öldungaræði" sem viðgekkst í Sovétríkjunum sálugu.

Auglýsing

Hinn alkó­hólíser­aði Boris Jeltsín, þáver­andi for­seti Rúss­lands, var að nið­ur­lotum kom­inn í emb­ætti þegar hann birt­ist lands­mönnum í sjón­varps­ræðu um ára­mótin 1999/2000 og til­kynnti Rússum að hann hygð­ist láta af emb­ætti. Það var, að því er virtist, gam­all og þjak­aður maður sem birt­ist lands­mönnum á skján­um, þó var hann ekki orð­inn sjö­tugur (fæddur 1931, lát­inn 2007).

Jeltsín var fyrsti lýð­ræð­is­lega kjörni for­seti Rúss­lands, en hann tók við því emb­ætti árið 1991 og gegndi því til árs­ins 1999. Á þessum árum fór rúss­neska þjóðin í gegnum einn hrika­leg­asta hreins­un­ar­eld sem nokkur þjóð hefur farið í gegnum á síð­ari ára­tug­um. Þá er átt við þær raunir sem þjóðin fékk í hend­urnar við fall Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Þetta sést kannski best á því að á árunum frá 1990-1995 minnk­uðu lífslíkur Rússa um 5 ár og fóru niður í um 64 ár að með­al­tali. Nú eru þær um 72 ár, það hefur heldur rofað til.

Nýr vald­hafi kynnt­ur 

Í ára­móta­ræðu sinni árið 1999 til­kynnti Jeltsín um arf­taka sinn, Vla­dimír Pútín, fyrrum yfir­mann FSB (leyni­þjón­ustu Rúss­lands, arf­taka KGB) og þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Þar var á ferð­inni ungir og sprækur kara­tegaur sem smakk­aði ekki áfengi. Þetta var umpól­un!

En rifjum aðeins upp sjúkra og dauða­sögu leið­toga Sov­ét­ríkj­anna og Rúss­lands: Bylt­ing­argaur nr.1, Vla­dimír Lenín, varð leið­togi Rúss­lands (að afstaðnu valdarán­in­u/­bylt­ing­unni í októ­ber 1917) og síðar Sov­ét­ríkj­anna, sá fyrsti í röð­inni. En hann ent­ist ekki lengi, lést vegna þriðja heila­blóð­falls­ins (sem hann fékk árið 1923 ) árið 1924 og þá tók Georg­íu­mað­ur­inn Jósef Stalín við. Lenín var 54 ára þegar hann fór yfir móð­una miklu. 

Auglýsing
Stalín var hins­vegar þaul­set­inn í emb­ætti en lést sjálfur úr heila­blóð­falli þann 5.mars 1953, þá búinn að vera ein­ræð­is­herra Sov­ét­ríkj­anna í 29 ár. Atburða­rásin um dauða hans er umfjöll­un­ar­efni hinnar stór­góðu kvik­mynd­ar, The Death Of Stal­in. Stalín, sem iðn­væddi Sov­ét­rík­in, bar einnig ábyrgð á dauða millj­óna manna, meðal ann­ars vegna hreinsana sem hann fyr­ir­skip­aði innan Komm­ún­ista­flokks Sov­ét­ríkj­anna, Gúlags og almennri ógn­ar­stjórn. Förum ekki nánar út í það, en Stalín var 74 ára þegar hann lést.

Nið­ur­læg­ing Krúst­sjovs

Við af honum tók Niktia Krúst­sjov, Úkra­ínu­mað­ur, sem barði í ræðupúlt, reif kjaft og var með upp­steyt. Eitt þekktasta „afrek“ hans var Kúbu­deilan árið 1962, þegar ein­hverjir fengu þá hug­mynd að það væri snið­ugt að setja upp kjarn­orku­vopn við tún­fót Banda­ríkj­anna, á Kúbu. Kanar tryllt­ust og úr urðu 13 dagar þar sem heim­ur­inn rambaði á barmi þriðju heims­styrj­ald­ar­inn­ar, en allt fór vel að lokum og skyn­semin sigr­aði. Krúst­sjov var bolað frá völdum árið 1964 og var því 11 ár við völd, en hann lést 77 ára gam­all úr hjarta­á­falli. Hann fékk ekki útför á kostnað sov­éska rík­is­ins og því var nið­ur­læg­ing Nikíta Krúst­sjovs algjör.

Við einu valda­mesta emb­ætti í heimi tók Leoníd nokkur Bré­snev (Brezhnev), sem ent­ist í emb­ætt­inu í 18 ár, eða frá 1964 til 1982, þegar hann lést þá um vorið af völdum heila­blóð­falls, 76 ára gam­all. Tími hans við völd er gjarnan sagður hafa ein­kennst af spill­ingu og stöðn­un. Á valda­tíma hans, 1979, réð­ust Rússar inn í Afganistan og síðan þá hefur verið stríð í því landi og Afganistan gjarnan talið með á listum yfir „mis­heppnuð ríki“ (failed states).

Þá koma hér við sögu, tveir „stutt­ir“; Júrí Andropov, fyrrum yfir­maður KGB, arf­taki Bré­snevs, en Andropov tórði í emb­ætti frá nóv­em­ber 1982 til dauða­dags í febr­úar 1984, eða aðeins í um 15 mán­uði. Hann var 69 ára þegar hann lést eftir að hafa fengið lifr­ar­bil­un. Að lok­inni jarð­ar­för tók Kon­stantín Chernenko við, en stopp­aði enn styttra, tók við þann 13. Febr­úar 1984, en lést þann 10. mars 1985, 73 ára að aldri. Dán­ar­mein hans var blanda af hjarta og lifr­ar­bil­un.

Stúku­mað­ur­inn Gor­bat­sjov

Eftir þessa ótrú­legu atburða­rás kemur svo Mikaíl Gor­bat­sjov til sög­unn­ar, fæddur 1931 og er því bara 54 ára „unglamb“ þegar hann tekur við emb­ætti sem Aðal­rit­ari Komm­ún­ista­flokks Sov­ét­ríkj­anna, eins og opin­ber tit­ill þess­ara manna var. „Gor­bi“ eins og hann er gjarnan kall­aður er „stúku­mað­ur“ og það kom í hans hlut að reyna að bjarga þessum risa, Sov­ét­ríkj­un­um, frá falli. Það tókst ekki. Sjúk­ling­ur­inn var of veik­ur, allar önd­un­ar­vélar heims­ins hefðu ekki dugað til!

Fáni Sov­ét­ríkj­anna var því á annan jóla­dag 1991 (vest­rænt tíma­tal) dreg­inn niður í Kreml í síð­asta sinn. Gor­bachev lifir hins­vegar enn og kannski má þakka það áfeng­is­leys­inu, hver veit? Hann verður 90 ára gam­all á næsta ári.

Hreysti­mennið Pútín

En hvað með Pútín? Hann er fæddur 1952 og verður því sjö­tugur eftir tvö ár (7. októ­ber). Hann er ekki sama „unglambið“ og þegar hann tók við, 47 ára gam­all, þó hann sé bara yfir­leitt eld­hress (sjáum að minnsta kosti ekki ann­að). Kannski er það áfeng­is­leysið hér líka, hve veit? Og ekki er því að neita að Pútín hefur allan sinn valda­feril reynt eftir fremsta megni að sýna af sér ímynd hreysti og karl­mennsku

Auglýsing
Eftir að hafa leyst þreyttan Jeltsín af var Pútín for­seti Rúss­lands til 2008, mátti Pútín ekki vera lengur sam­kvæmt stjórn­ar­skrá Rússa. Því var leik­inn milli­leikur og besti vinur og holl­asti liðs­maður Pútíns, Dimitrý Med­vedev, sat í fjögur ár. Sá tími var not­aður til að breyta stjórn­ar­skránni, þannig að Pútín gat orðið for­seti aft­ur. Til 2024 sögðu all­ir, bara þangað til um dag­inn.

Kosmónát­konan stígur fram

Þá steig fyrsta konan sem fór út í geim­inn, „kosmónát­inn“ Val­ent­ína Ter­eskóva, á stokk í rúss­neska þing­inu og bar upp til­lögu þess efnis að gera Pútín kleift að sitja sem fast­ast. Til­lagan gengur meðal ann­ars út að „núll­stilla“ eða þurrka út emb­ætt­is­tíma Pútíns. Hún var sam­þykkt á rúss­neska þing­inu með 383 atkvæðum gegn 0. Þetta kall­ast „rúss­nesk kosn­ing“! 

Ætl­unin var að kjósa um þetta þann 22. apríl næst­kom­andi, en öllum kosn­ingum hefur verið frestað fram í júní í Rúss­landi vegna kór­ónu­veirunn­ar.  Þegar þessar kosn­ingar fara hins­vegar fram eru yfir­gnæf­andi líkur á að þetta verði sam­þykkt og þá ætti Pútín að geta setið í emb­ætti til 2036, eða í tólf ár í við­bót. Hætti hann þá, verður hann því búinn að vera for­seti og leið­togi Rúss­lands í 30 ár, ári lengur en Stalín. Þá verður Pútín, lifi hann þetta allt saman af, 83 ára gam­all. 

Í mynd­bandi um þetta á rúss­neska þing­inu sést Pútín einmitt ræða þessar breyt­ingar og rétt­læta þær meðal ann­ars með því að þetta „sé í takti við þróun mála í nágranna­löndum okk­ar“ eins og hann seg­ir. Sem og í nafni stöð­ug­leika, en svo virð­ist vera sem Pútín sé eini mað­ur­inn í öllu Rúss­landi sem getur veitt land­inu stöð­ug­leika. Að minnsta kosti að hans eigin mati. For­múlan er ein­föld; Pútín = stöð­ug­leiki.

Valda­karlar fram­lengja völd sín

Fjöld­inn allur af valda­köllum hefur gripið til þess ráðs á und­an­förnum miss­erum að láta breyta stjórn­ar­skrám til að þeir geti setið sem allra lengst eða fengið sem mest völd, t.d. Erdogan í Tyrk­landi, Xi Jing­p­ing í Kína og Abdel Sissi for­seti Egypta­lands. Og fyrir skömmu tók Viktor Orban, for­seti Ung­verja­lands, sér alræð­is­vald, vegna ástands­ins sem kór­ónu­veiran hefur valdið í land­inu. Engin tak­mörk eða tíma­mörk eru sett á alræð­is­vald Orbans og tíma­ritið For­eign Policy kallar þetta „kór­óna­valdaránið“. Einu sinni var Orban tals­maður lýð­ræðis og frels­is, en það gildir greini­lega ekki leng­ur. Aðgerðir þess­ara valda­karla eru afskræm­ing á lýð­ræð­inu og ekk­ert annað (þó Kína sé að sjálf­sögðu ekki lýð­ræð­is­rík­i).

Rúss­land er einnig ríki sem erfitt er að tengja við orðið lýð­ræði og hug­tök á borð við „fram­hlið­ar­lýð­ræði“ eða „sýnd­ar­lýð­ræði“ eiga mun betur við. Rúss­nesku sam­fé­lagi er stýrt af fámennri valda­klíku í kringum Pút­in, rétt eins og á tímum Sov­ét­ríkj­anna. Yfir­stétt­in, „nomenkla­t­úran“, virð­ist enn lifa þar góðu lífi. Og senni­lega mun hún lifa Pútín af.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar