Nýsköpun í máli

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur níundi pistillinn.

Auglýsing

9. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að hika ekki við að beita nýsköpun í máli – setja orð í nýstár­legt sam­hengi og búa til ný orð ef þeirra er þörf.

Öll nýsköpun í máli er ein­hvers konar frá­vik frá hefð. Við þurfum sífellt á nýjum orðum að halda til að geta talað um það sem er í gangi í sam­fé­lag­inu á hverjum tíma – hug­tök og fyr­ir­bæri í hug­mynd­um, tækni, vís­ind­um, bók­mennt­um, list­um, félags­málum og hvar sem er. Þess vegna er öflug nýyrða­starf­semi mik­il­væg fyrir vel­ferð íslensk­unnar og nauð­syn­legt að hlúa að henni og efla eftir mætti.

Vit­an­lega er engin hefð fyrir þessum nýju orðum í upp­hafi, enda amast fólk oft við þeim – er skólaforðun tækt orð? Er hægt að vera lyfj­að­ur, verkj­aður og vím­aður? Má kalla brauðrist rista­vél? Á ekki frekar að tala um kven­for­seta en konu­for­seta? Um þetta deilir fólk oft og vissu­lega tekur tíma að sætta sig við nýtt orð – haft er eftir Hall­dóri Hall­dórs­syni pró­fessor að það þurfi að segja nýtt orð sex­tíu sinnum til að venj­ast því. Sum ný orð sem fara á flot eru líka klúð­urs­leg eða óheppi­leg af ein­hverjum sökum – en viljum við samt ekki frekar fá íslensk orð en taka erlend orð beint upp?

Skáld og rit­höf­undar stunda líka ýmiss konar mál­lega nýsköp­un, bæði með nýyrða­smíð og með því að setja orð í nýstár­legt sam­hengi. Orða­smíð þeirra er ekki endi­lega vegna þess að orð vanti, þótt mörg rómuð nýyrði Jónasar Hall­gríms­sonar séu vissu­lega þess eðl­is, heldur ekki síður til að auðga og end­ur­nýja mál­ið. Í sam­tím­anum kemur þetta sér­lega vel fram í verkum Hall­gríms Helga­sonar sem er ótrú­lega hug­kvæmur orða­smiður. Slík nýj­unga­girni er for­senda þess að við­halda íslensku sem frjóu bók­mennta­máli.

Auglýsing

Börn eru yfir­leitt ekki í vand­ræðum með að tala um fyr­ir­bæri sem þau þekkja ekki heiti á – þau búa bara til sín eigin orð. Það er mik­il­vægt að ýta undir þennan sköp­un­ar­kraft en berja hann ekki niður þótt orðin sem börnin búa til séu ekki mynduð eftir hefð­bundnum orð­mynd­un­ar­regl­um, eða séu óþörf vegna þess að hefð sé fyrir öðrum orðum í þess­ari merk­ingu. En þótt við tökum orð­myndun barn­anna vel má það ekki koma í veg fyrir að við kynnum þeim hefðir máls­ins – komum því var­lega á fram­færi að til­tekið orð sé til og kannski væri betra að nota það, að venja sé að orða eitt­hvað á til­tek­inn hátt og kannski sé betra að halda því áfram, o.s.frv.

En nýsköpun í máli kemur einnig fram í margs kyns aðlögun máls­ins að sam­fé­lags- og tækni­breyt­ing­um, breyttum við­horfum o.s.frv. Breyttir sam­skipta­hættir og tækninýj­ungar kalla líka á ný mál­snið. Sam­fé­lags­miðlum fylgir t.d. mál­snið sem er í eðli sínu rit­mál en ein­kenn­ist þó af und­ir­bún­ings­leysi, hraða og örum lotu­skiptum eins og tal­mál. Þessu fylgja ýmis ein­kenni eins og skamm­staf­anir og stytt­ing­ar, kæru­leysi um staf­setn­ingu o.þ.h. Á síð­ustu árum hefur svo notkun tjákna (emoji) bæst við, og fleira mætti telja.

Meg­in­at­riðið er að íslenskan er og verður að vera lif­andi mál sem getur lagað sig að breyttum aðstæð­um. Það er á okkar ábyrgð að gefa henni tæki­færi til þess og skapa henni skil­yrði til þess.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit