Hagnaður stórútgerðarinnar af makrílveiðum 2011-2018

Pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands segir að hreinn hagnaður þeirra útgerða sem ætluðu að sækjast eftir skaðabótum frá íslenska ríkinu af makrílveiðum sé 55,5 milljarðar króna.

Auglýsing

Í kjöl­far mála­til­bún­aðar sem óþarfi er að rekja hér kom upp sú staða að nokkrar stór­út­gerðir töldu fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hafa farið á svig við lög og reglur við úthlutun á rétti til að veiða mak­ríl. Hér er um að ræða útgerð­ar­fyr­ir­tækin Eskju, Gjög­ur, Hug­inn, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­una, Skinn­ey-­Þinga­nes og Vinnslu­stöð­ina. Mak­ríll hafði lítið veiðst innan íslensku efna­hags­lög­sög­unnar uns hann skaut upp „koll­in­um“ árið 2006. Árið 2009 ákváðu íslensk yfir­völd, með reglu­gerð, að hámark á leyfi­legum mak­rílafla íslenskra skipa innan og utan efna­hags­lög­unnar árið 2010 skyldi 130.000 tonn. Afl­anum var þá ekki skipt milli skipa. Í lok mars árið 2010 setti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra reglu­gerð þar sem skipum með veiði­reynslu er áfram úthlutað sam­tals 130.000 tonnum jafn­framt því sem afl­anum er skipt milli þeirra. 

Aðrir aðil­ar, sem ekki voru með veiði­reynslu (höfðu ekki gert til­raun til að veiða mak­ríl und­an­farin 3 sum­ur!) fá síðan heim­ild til að veiða 18.000 tonn. Þannig héldu skipin með veiði­reynslu þriggja sum­ra, óbreyttu magni fyrir árið 2010. „Við­bót­in“ sem ákvörðuð var gekk öll til skipa sem höfðu sinnt ann­ars konar veiðum þessa sum­ar­mán­uði árin 3 á und­an.

Auglýsing
„Veiðireynsluskipin“ héldu þannig 87% af end­an­lega úthlut­uðum kvóta. Hefur sú skipan hald­ist til­tölu­lega óbreytt síð­an, sjá t.d. MS rit­gerð Krist­ins H. Gunn­ars­sonar. Í kjöl­far hæsta­rétt­ar­dóms þar sem sett er út á aðferða­fræði við setn­ingu reglu­gerð­ar­innar í mars 2010 hafa „veiði­reynslu­út­gerð­irn­ar“ sett fram kröfu um bætur vegna þeirra 13% kvót­ans sem þeim ekki var úthlut­að. Reiknað til verð­lags dags­ins í dag hljóðar sam­an­lögð krafa félag­anna upp á 10,3 millj­arða króna.

Virði úthlut­aðs mak­rílkílós eftir útgerðum

Með hlið­sjón af upp­lýs­ingum sem fram koma í svari sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra til Þor­gerðar K. Gunn­ars­dóttur er hægt að reikna út hversu verð­mætt hvert úthlutað kíló mak­ríls er fyrir hverja útgerð fyrir sig. Sjá töflu 1. Það vekur athygli hversu mik­ill breyti­leiki er í töl­unum bæði eftir árum og milli ffyr­ir­tækja.Tafla 1: Verðmæti úthlutaðs makrílkílós eftir útgerðum og eftir árum, verðlag hvers árs, kr/kg

Það gæti bent til þess að end­ur­skoð­un­ar­skrif­stofa sú sem vann kröf­una fyrir fyr­ir­tækin hafi ekki endi­lega beitt sam­bæri­legum aðferðum við að vinna tölur úr bók­haldi fyr­ir­tækj­anna. En það getur líka verið að fram­legð Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Loðnu­vinnslan í þessum veiðum séu að jafn­aði 100 til 200% meiri en lök­ustu og næst lök­ustu útgerð­anna. Hvor til­gátan er rétt er ekki hægt að sann­reyna því sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið hefur ekki gert grund­völl kröfu­gerð­ar­innar opin­ber­an.

Hagn­aður útgerða af 87% sem þau fengu úthlutað gegn „vægu gjaldi“

Töl­urnar í svari ráðu­neyt­is­ins má svo nota til að reikna út hagnað hverrar útgerðar fyrir sig af þeim kvóta sem þau fengu úthlutað gegn vægri greiðslu veiði­gjalds. Þessi hagn­aður kemur fram í töflu 2.Tafla 2: Hagnaður hvers útgerðarfyrirtækis fyrir sig af úthlutuðum afla, í milljónum króna 

Sam­tals nemur hreinn hagn­aður (auð­lind­arenta) þess­ara útgerða 55,5 millj­örðum króna á verð­lagi í mars 2020. Þennan hagnað hafa útgerð­irnar hlotið á grund­velli afla­heim­ilda sem þeim var úthlutað af auð­lind sem skil­greind er sem þjóð­ar­eign! Hefði verið gengið að kröfum útgerð­anna hefði þessi umfram­hagn­aður auk­ist í 65,8 millj­arða króna. Sumir hafa nefnt orðið „græðgi“ í sömu andrá. Ég eft­ir­læt les­and­anum að ákvarða hvort það sé rétt­mæt nafn­gift.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar