Þegar himnarnir hrynja

Herbert Herbertsson segir að ef ekki tekst með einhverjum ráðum að þjóðnýta fiskveiðarnar fljótlega muni verða nokkuð löng bið á því að úr rætist fjárhagslega fyrir þessa þjóð.

Auglýsing

Þegar Exxon­Mobil er komið á fram­færi Banda­ríkja­stjórnar og Bláa lónið á styrk Seðla­bank­ans á Íslandi, þá er eitt­hvað veru­legt að ske. Það er margt að ske á heims­vísu þessa dag­ana og Ísland er ekki und­an­skil­ið.

Skyndigróði frá millj­ónum erlendra ferða­manna er horf­inn, eins og hann leggur sig, og kemur ekki aftur í bráð, ef þá nokkurn tíma. Það er því óþarfi að kasta fé í rúst­irn­ar, ekki frekar en rústir ann­arra löngu lið­inna síldar­æv­in­týra Íslend­inga. Eftir munu standa tómar glugga­tóftir hálf­byggðra hót­ela og ferða­manna­staða, sem voru þó löngu komnar á haus­inn áður en tjaldið féll vegna óyf­ir­stíg­an­legrar skuld­setn­ing­ar. E.t.v. má breyta öllu þessu hús­næði í ódýrar íbúðir fyrir þá sem ekki höfðu efni á að kaupa hús­næði á góðum stað á upp­sprengdu verði. Það er þó alveg víst, að dans­inum kringum gull­kálfinn er lok­ið. Hvað verður þá til bjargar hníp­inni þjóð með offram­leiðslu á ungum spreng­lærðum meðal­jónum og -gunnum sem ganga um atvinnu­laus og horfa á tóma rík­is­jöt­una sorg­bitnum aug­um? Fólk sem ekki kann einu sinni að halda á skóflu eða sinna sínum eigin börnum og gam­al­menn­um. Bók­vitið verður víst ekki alltaf í ask­ana lát­ið. 

Ekki verður hægt að horfa til raf­magns­sölu fyrir álver í núver­andi formi. Allur flug­floti heims­ins er sestur til langrar dvalar á jörðu niðri og engin þörf á áli í nýjar flug­vél­ar, né ann­arrar stór­fram­leiðslu sem nú þegar er komin í lággír. Allt stór­iðju­raf­magnið mun því að óbreyttu renna ónotað til sjáv­ar. Gott hefði verið nú að hafa kap­al­inn umdeilda til­bú­inn til ann­arra landa og geta sett raf­magns­mæl­inn á hann.

Hvað er þá til ráða svo kaupa megi salt í graut­inn og smjör á dag­legt brauð? 

Frá því tog­ar­inn Jón for­seti kom til lands­ins árið 1907, hafa tog­veiðar verið hald­reipi íslensks efna­hags í blíðu og stríðu. Magar fólks þurfa sífellt sitt og sú þörf gengur fyrir öðr­um. Vanda­málið nú er hins­vegar það, að nú getur þjóðin ekki reitt sig á þann frum­burð­ar­rétt sinn sem fisk­veiðar voru. Í algleymi dans­ins í kringum gull­kálfinn, var frum­burð­ar­rétt­ur­inn seldur fyrir eina graut­ar­skál til fégráð­ugs fólks með rólega sam­visku, en meira vit í koll­inum en allur fjöld­inn. Þessi frum­burð­ar­réttur fer nú að mestu fram­hjá kján­unum sem seldu hann, og graut­ur­inn í skál­inni er löngu upp­ét­inn. Með réttu gætu kján­arnir sjálfum sér um kennt. Því eins og hinir fornu hús­bændur okkar sögðu svo rétti­lega: „De mere kloge snyder de mindre kloge”.

Auglýsing
Þegar ég var ungur maður í skóla snemm­vetrar árið 1968 fór enn eitt íslenska síldar­æv­in­týrið með efna­hag­inn gjör­sam­lega á hlið­ina og krónan felld um nærri 40% í einum rykk. Ég minn­ist þess að við óreyndir skóla­sveinar býsnuð­umst yfir því í frí­mín­útum hvers vegna Ísland gæti ekki búið við stöðugan efna­hag eins og aðrar Evr­ópu­þjóð­ir. Frí­mín­út­unum var lokið og kenn­ar­inn kom­inn inn í stof­una og hlust­aði í svolitla stund á umræðu­efn­ið. Hann sagði síð­an: „Strákar mínir þið mis­skiljið þetta allt sam­an. Evr­ópu­þjóðir hafa til skamms tíma verið bænda­sam­fé­lög og bændur eru hyggn­ir. Í góð­ærum safna þeir til mögru áranna og kom­ast vel af meðan hart er á daln­um. Íslend­ingar eru hins­vegar veiði­manna­þjóð­fé­lag. Þeir standa á blístri meðan vel veiðist, en lepja dauð­ann úr skel þegar fisk­ur­inn fer und­an”. Ég hef oft hugsað um þessi orð kenn­ar­ans meðan ég hef fylgst með liðnum fjár­málakoll­hnísum lands­ins.

Ef ekki tekst með ein­hverjum ráðum að þjóð­nýta fisk­veið­arnar fljót­lega mun verða nokkuð löng bið á því að úr ræt­ist fjár­hags­lega fyrir þessa þjóð. Þetta er ekk­ert „kommaraus”, því pen­ingar verða ávallt aflið til þess sem gera skal. Nú sem stendur þurfa samt pen­ing­arnir fyrir fisk­inn að skila sér til réttra eig­enda, en ekki til Tortóla, eða Kýpur og fjár­fest­inga einka­að­ila. Þegar og ef dans­inn kringum gull­kálfinn hefst aft­ur, má reyna að fá eitt­hvað meira en graut­ar­skál fyrir frum­burð­ar­rétt­inn. Það þarf líka að stofna í kring­um  þennan „New Deal” Þjóð­ar­banka sem nýtir það fjár­magn sem inn kemur á reikn­ing þjóð­ar­innar til upp­bygg­ingar grunn­þjón­ustu vel­ferð­ar­þjóð­fé­lags á vest­ræna vísu, og til fjár­fest­inga í und­ir­stöðu­at­vinnu­veg­um, en gæta þess nú vel að hafa ekki öll eggin í sömu körfu.

Með vin­semd og vel­vilja þeim sem vilja vinna þess­ari þjóð, eink­an­lega þó þeim eru ungir og munu erfa það sem við gaml­in­gj­arnir höfum spillt, en gætum nú reynt að gera gott aft­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar