Þegar himnarnir hrynja

Herbert Herbertsson segir að ef ekki tekst með einhverjum ráðum að þjóðnýta fiskveiðarnar fljótlega muni verða nokkuð löng bið á því að úr rætist fjárhagslega fyrir þessa þjóð.

Auglýsing

Þegar Exxon­Mobil er komið á fram­færi Banda­ríkja­stjórnar og Bláa lónið á styrk Seðla­bank­ans á Íslandi, þá er eitt­hvað veru­legt að ske. Það er margt að ske á heims­vísu þessa dag­ana og Ísland er ekki und­an­skil­ið.

Skyndigróði frá millj­ónum erlendra ferða­manna er horf­inn, eins og hann leggur sig, og kemur ekki aftur í bráð, ef þá nokkurn tíma. Það er því óþarfi að kasta fé í rúst­irn­ar, ekki frekar en rústir ann­arra löngu lið­inna síldar­æv­in­týra Íslend­inga. Eftir munu standa tómar glugga­tóftir hálf­byggðra hót­ela og ferða­manna­staða, sem voru þó löngu komnar á haus­inn áður en tjaldið féll vegna óyf­ir­stíg­an­legrar skuld­setn­ing­ar. E.t.v. má breyta öllu þessu hús­næði í ódýrar íbúðir fyrir þá sem ekki höfðu efni á að kaupa hús­næði á góðum stað á upp­sprengdu verði. Það er þó alveg víst, að dans­inum kringum gull­kálfinn er lok­ið. Hvað verður þá til bjargar hníp­inni þjóð með offram­leiðslu á ungum spreng­lærðum meðal­jónum og -gunnum sem ganga um atvinnu­laus og horfa á tóma rík­is­jöt­una sorg­bitnum aug­um? Fólk sem ekki kann einu sinni að halda á skóflu eða sinna sínum eigin börnum og gam­al­menn­um. Bók­vitið verður víst ekki alltaf í ask­ana lát­ið. 

Ekki verður hægt að horfa til raf­magns­sölu fyrir álver í núver­andi formi. Allur flug­floti heims­ins er sestur til langrar dvalar á jörðu niðri og engin þörf á áli í nýjar flug­vél­ar, né ann­arrar stór­fram­leiðslu sem nú þegar er komin í lággír. Allt stór­iðju­raf­magnið mun því að óbreyttu renna ónotað til sjáv­ar. Gott hefði verið nú að hafa kap­al­inn umdeilda til­bú­inn til ann­arra landa og geta sett raf­magns­mæl­inn á hann.

Hvað er þá til ráða svo kaupa megi salt í graut­inn og smjör á dag­legt brauð? 

Frá því tog­ar­inn Jón for­seti kom til lands­ins árið 1907, hafa tog­veiðar verið hald­reipi íslensks efna­hags í blíðu og stríðu. Magar fólks þurfa sífellt sitt og sú þörf gengur fyrir öðr­um. Vanda­málið nú er hins­vegar það, að nú getur þjóðin ekki reitt sig á þann frum­burð­ar­rétt sinn sem fisk­veiðar voru. Í algleymi dans­ins í kringum gull­kálfinn, var frum­burð­ar­rétt­ur­inn seldur fyrir eina graut­ar­skál til fégráð­ugs fólks með rólega sam­visku, en meira vit í koll­inum en allur fjöld­inn. Þessi frum­burð­ar­réttur fer nú að mestu fram­hjá kján­unum sem seldu hann, og graut­ur­inn í skál­inni er löngu upp­ét­inn. Með réttu gætu kján­arnir sjálfum sér um kennt. Því eins og hinir fornu hús­bændur okkar sögðu svo rétti­lega: „De mere kloge snyder de mindre kloge”.

Auglýsing
Þegar ég var ungur maður í skóla snemm­vetrar árið 1968 fór enn eitt íslenska síldar­æv­in­týrið með efna­hag­inn gjör­sam­lega á hlið­ina og krónan felld um nærri 40% í einum rykk. Ég minn­ist þess að við óreyndir skóla­sveinar býsnuð­umst yfir því í frí­mín­útum hvers vegna Ísland gæti ekki búið við stöðugan efna­hag eins og aðrar Evr­ópu­þjóð­ir. Frí­mín­út­unum var lokið og kenn­ar­inn kom­inn inn í stof­una og hlust­aði í svolitla stund á umræðu­efn­ið. Hann sagði síð­an: „Strákar mínir þið mis­skiljið þetta allt sam­an. Evr­ópu­þjóðir hafa til skamms tíma verið bænda­sam­fé­lög og bændur eru hyggn­ir. Í góð­ærum safna þeir til mögru áranna og kom­ast vel af meðan hart er á daln­um. Íslend­ingar eru hins­vegar veiði­manna­þjóð­fé­lag. Þeir standa á blístri meðan vel veiðist, en lepja dauð­ann úr skel þegar fisk­ur­inn fer und­an”. Ég hef oft hugsað um þessi orð kenn­ar­ans meðan ég hef fylgst með liðnum fjár­málakoll­hnísum lands­ins.

Ef ekki tekst með ein­hverjum ráðum að þjóð­nýta fisk­veið­arnar fljót­lega mun verða nokkuð löng bið á því að úr ræt­ist fjár­hags­lega fyrir þessa þjóð. Þetta er ekk­ert „kommaraus”, því pen­ingar verða ávallt aflið til þess sem gera skal. Nú sem stendur þurfa samt pen­ing­arnir fyrir fisk­inn að skila sér til réttra eig­enda, en ekki til Tortóla, eða Kýpur og fjár­fest­inga einka­að­ila. Þegar og ef dans­inn kringum gull­kálfinn hefst aft­ur, má reyna að fá eitt­hvað meira en graut­ar­skál fyrir frum­burð­ar­rétt­inn. Það þarf líka að stofna í kring­um  þennan „New Deal” Þjóð­ar­banka sem nýtir það fjár­magn sem inn kemur á reikn­ing þjóð­ar­innar til upp­bygg­ingar grunn­þjón­ustu vel­ferð­ar­þjóð­fé­lags á vest­ræna vísu, og til fjár­fest­inga í und­ir­stöðu­at­vinnu­veg­um, en gæta þess nú vel að hafa ekki öll eggin í sömu körfu.

Með vin­semd og vel­vilja þeim sem vilja vinna þess­ari þjóð, eink­an­lega þó þeim eru ungir og munu erfa það sem við gaml­in­gj­arnir höfum spillt, en gætum nú reynt að gera gott aft­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar