Þegar himnarnir hrynja

Herbert Herbertsson segir að ef ekki tekst með einhverjum ráðum að þjóðnýta fiskveiðarnar fljótlega muni verða nokkuð löng bið á því að úr rætist fjárhagslega fyrir þessa þjóð.

Auglýsing

Þegar ExxonMobil er komið á framfæri Bandaríkjastjórnar og Bláa lónið á styrk Seðlabankans á Íslandi, þá er eitthvað verulegt að ske. Það er margt að ske á heimsvísu þessa dagana og Ísland er ekki undanskilið.

Skyndigróði frá milljónum erlendra ferðamanna er horfinn, eins og hann leggur sig, og kemur ekki aftur í bráð, ef þá nokkurn tíma. Það er því óþarfi að kasta fé í rústirnar, ekki frekar en rústir annarra löngu liðinna síldarævintýra Íslendinga. Eftir munu standa tómar gluggatóftir hálfbyggðra hótela og ferðamannastaða, sem voru þó löngu komnar á hausinn áður en tjaldið féll vegna óyfirstíganlegrar skuldsetningar. E.t.v. má breyta öllu þessu húsnæði í ódýrar íbúðir fyrir þá sem ekki höfðu efni á að kaupa húsnæði á góðum stað á uppsprengdu verði. Það er þó alveg víst, að dansinum kringum gullkálfinn er lokið. Hvað verður þá til bjargar hnípinni þjóð með offramleiðslu á ungum sprenglærðum meðaljónum og -gunnum sem ganga um atvinnulaus og horfa á tóma ríkisjötuna sorgbitnum augum? Fólk sem ekki kann einu sinni að halda á skóflu eða sinna sínum eigin börnum og gamalmennum. Bókvitið verður víst ekki alltaf í askana látið. 

Ekki verður hægt að horfa til rafmagnssölu fyrir álver í núverandi formi. Allur flugfloti heimsins er sestur til langrar dvalar á jörðu niðri og engin þörf á áli í nýjar flugvélar, né annarrar stórframleiðslu sem nú þegar er komin í lággír. Allt stóriðjurafmagnið mun því að óbreyttu renna ónotað til sjávar. Gott hefði verið nú að hafa kapalinn umdeilda tilbúinn til annarra landa og geta sett rafmagnsmælinn á hann.

Hvað er þá til ráða svo kaupa megi salt í grautinn og smjör á daglegt brauð? 

Frá því togarinn Jón forseti kom til landsins árið 1907, hafa togveiðar verið haldreipi íslensks efnahags í blíðu og stríðu. Magar fólks þurfa sífellt sitt og sú þörf gengur fyrir öðrum. Vandamálið nú er hinsvegar það, að nú getur þjóðin ekki reitt sig á þann frumburðarrétt sinn sem fiskveiðar voru. Í algleymi dansins í kringum gullkálfinn, var frumburðarrétturinn seldur fyrir eina grautarskál til fégráðugs fólks með rólega samvisku, en meira vit í kollinum en allur fjöldinn. Þessi frumburðarréttur fer nú að mestu framhjá kjánunum sem seldu hann, og grauturinn í skálinni er löngu uppétinn. Með réttu gætu kjánarnir sjálfum sér um kennt. Því eins og hinir fornu húsbændur okkar sögðu svo réttilega: „De mere kloge snyder de mindre kloge”.

Auglýsing
Þegar ég var ungur maður í skóla snemmvetrar árið 1968 fór enn eitt íslenska síldarævintýrið með efnahaginn gjörsamlega á hliðina og krónan felld um nærri 40% í einum rykk. Ég minnist þess að við óreyndir skólasveinar býsnuðumst yfir því í frímínútum hvers vegna Ísland gæti ekki búið við stöðugan efnahag eins og aðrar Evrópuþjóðir. Frímínútunum var lokið og kennarinn kominn inn í stofuna og hlustaði í svolitla stund á umræðuefnið. Hann sagði síðan: „Strákar mínir þið misskiljið þetta allt saman. Evrópuþjóðir hafa til skamms tíma verið bændasamfélög og bændur eru hyggnir. Í góðærum safna þeir til mögru áranna og komast vel af meðan hart er á dalnum. Íslendingar eru hinsvegar veiðimannaþjóðfélag. Þeir standa á blístri meðan vel veiðist, en lepja dauðann úr skel þegar fiskurinn fer undan”. Ég hef oft hugsað um þessi orð kennarans meðan ég hef fylgst með liðnum fjármálakollhnísum landsins.

Ef ekki tekst með einhverjum ráðum að þjóðnýta fiskveiðarnar fljótlega mun verða nokkuð löng bið á því að úr rætist fjárhagslega fyrir þessa þjóð. Þetta er ekkert „kommaraus”, því peningar verða ávallt aflið til þess sem gera skal. Nú sem stendur þurfa samt peningarnir fyrir fiskinn að skila sér til réttra eigenda, en ekki til Tortóla, eða Kýpur og fjárfestinga einkaaðila. Þegar og ef dansinn kringum gullkálfinn hefst aftur, má reyna að fá eitthvað meira en grautarskál fyrir frumburðarréttinn. Það þarf líka að stofna í kringum  þennan „New Deal” Þjóðarbanka sem nýtir það fjármagn sem inn kemur á reikning þjóðarinnar til uppbyggingar grunnþjónustu velferðarþjóðfélags á vestræna vísu, og til fjárfestinga í undirstöðuatvinnuvegum, en gæta þess nú vel að hafa ekki öll eggin í sömu körfu.

Með vinsemd og velvilja þeim sem vilja vinna þessari þjóð, einkanlega þó þeim eru ungir og munu erfa það sem við gamlingjarnir höfum spillt, en gætum nú reynt að gera gott aftur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar