Ákvarðanavísindi sem geta breytt heiminum

Ingrid Kuhlman skrifar um góðbendingar.

Auglýsing

Árið 2002 hlaut sál­fræð­ing­ur­inn Daniel Kahneman Nóbels­verð­laun í hag­fræði fyrir rann­sóknir í atferl­is­hag­fræði. Kahneman átti einnig þátt í að koma af stað rann­sóknum á sviði „nudging“, sem hefur verið þýtt á íslensku sem „hnipp­ing­ar” eða „­góð­bend­ing­ar”. Góð­bend­ingar eru aðferð sem er notuð til að fá fólk til að taka betri ákvarð­anir og breyta hegðun sinni til betri vegar af fúsum og frjálsum vilja og án þess að banna neitt. Þær ýta fólki mjúk­lega í rétta átt með því að stilla upp val­kostum en varð­veita á sama tíma val­frelsi þess. Dæmi um góð­bend­ingar eru að stilla upp hollum milli­bita í augn­hæð við afgreiðslu­kass­ana í stað­inn fyrir sæl­gæti eða að hafa sýni­legar upp­lýs­ingar á umbúðum fæðu um hita­ein­ing­ar. Kost­ur­inn við góð­bend­ingar er að lausn­irnar eru ein­faldar og kosta lít­ið.

Mörg dæmi eru um hvernig góð­bend­ingar hafa fengið fólk til að taka betri ákvarð­an­ir, sjálfu sér og sam­fé­lag­inu til heilla. Sem dæmi hefur lög­gjöfin um ætlað sam­þykki líf­færa­gjaf­ar, sem tók gildi hér á landi í byrjun 2019, leitt til auk­ins hlut­falls líf­færa­gjafa. Lög­gjöfin gerir ráð fyrir að fólk sé skráð sjálf­krafa sem líf­færa­gjafa. Þeir sem vilja ekki gefa líf­færi sín þurfa nú að til­kynna það sér­stak­lega á heilsu­ver­a.­is. 

Sífellt fleiri gögn eru að verða til um félags­lega hegðun og athafn­ir. Má þar t.d. nefna grein­ingar á færslum fólks á sam­fé­lags­miðl­um, heilsu­fars­upp­lýs­ingar úr snjallúrum eða upp­lýs­ingar um vöru­kaup við­skipta­vina. Þar með fá félags­vís­inda­menn grein­ar­góð gögn í hend­urnar sem gerir þeim kleift að rann­saka og finna leiðir til að hafa áhrif á ákvarð­anir og hegðun fólks.

Að breyta hegðun stórra hópa

Góð­bend­ingar nýt­ast vel þegar um er að ræða stakt val, eins og t.d. þegar valið stendur á milli sal­ats eða djúp­steikts kjúklings í mötu­neyti vinnu­staða, eða þegar um er að ræða til­tek­inn hóp, eins og t.d. háskóla­nem­end­ur. Í þeim til­fellum er hægt prófa mögu­legar hegð­un­ar­breyt­ingar með sam­an­burð­ar­rann­sókn­um. Spurn­ingar hafa hins vegar vaknað um gagn­semi góð­bend­inga þegar breyta þarf hegðun stórra hópa og takast á við flókin vanda­mál. Í þeim til­fellum eru lausn­irnar oft­ast marg­þættar og rann­sóknir ekki alltaf ger­leg­ar. Dæmi um slík við­fangs­efni eru hvernig eigi að fá almenn­ing til að borða heilsu­sam­legri mat. Hvetjandi að taka stigann (1).jpeg

Tek­ist á við offitu

Meiri­hluti fólks í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum er í yfir­þyngd eða með offitu, sem hefur alvar­legar heilsu­fars­legar afleið­ing­ar, m.a. með auk­inni tíðni krabba­meina, kransæða­sjúk­dóma, áunnar syk­ur­sýki o.fl. Þessi lýð­heilsu­far­aldur krefst nýrrar nálg­un­ar.

Breska nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækið DNA Nudge styðst við góð­bend­ingar til að bæta mat­ar­venjur við­skipta­vina stór­mark­aða. Fyr­ir­tækið notar sér­fræði­þekk­ingu úr DNA-­próf­um, heilsu- og lækn­is­fræði, sál­fræði, verk­fræði og gagna­vís­ind­um. Það býður not­endum að taka nær­ing­ar­fræði­legt erfða­próf sem veitir ítar­legar upp­lýs­ingar um efna­skipti þess. Í gegnum smá­forrit fá þeir síðan sér­sniðnar upp­lýs­ingar um þann mat sem hentar best erfða­fræði­legum ein­kennum þess. Með því að skanna strik­a­merki mat­vöru með snjall­síma fá þeir sam­stundis upp­lýs­ingar um hvort varan henti þeim eða ekki. 

Auglýsing
Hægt er að sér­sniða appið að hverjum not­anda fyrir sig þannig að ef not­andi vill forð­ast inni­halds­efni eins og glút­en, mjólk­ur­vörur eða sætu­efni bendir það á við­eig­andi val­kost. Hægt er að fylgj­ast með fram­förum sínum í að taka upp heil­brigð­ari venjur viku­lega, mán­að­ar­lega og árlega. Reikni­ritið hnippir í fólk ef það kaupir of mikið af óhollum og of lítið af hollum mat og notar leiki til að gera holl­ara valið skemmti­legra.

Þurfum marg­vís­legar aðferðir

Þó af ofan­greind aðferð sé háþróuð og lík­leg til að hafa áhrif, verður að hafa í huga að offita er flókið sam­fé­lags­legt vanda­mál sem er knúið af efna­hags­legum og menn­ing­ar­legum vænt­ing­um, ójöfn­uði, borg­ar­hönn­un, svæð­is­bundnum mat­ar­venjum o.fl. Ekk­ert eitt smá­forrit getur fært okkur alhliða lausn. Marg­þætt sam­fé­lags­leg vanda­mál þarfn­ast marg­vís­legra aðferða og lausna sem stuðla að breyttri hegðun stórra hópa fólks. 

Góð­bend­ingar geta stuðlað að holl­ara vali þegar kemur að heils­unni. Hér eru nokkur dæmi:

Stigi í Stokkhólmi.

 • Við kaupum meira af græn­meti og ávöxtum ef þau eru höfð fremst í búð­inn­i. 
 • Við borðum meira græn­meti í mötu­neyt­inu ef það er borið fram á undan með­læti eða kjöti og fiski. 
 • Minni diska­stærð minnkar mat­ar­sóun um ca. 20%. 
 • Þegar stig­anum á neð­an­jarð­ar­lest­ar­stöð í Stokk­hólmi var breytt í píanó, tóku 66% fleiri stig­ann. 
 • Minni skammta­stærðir stuðla að heil­brigð­ara fæðu­vali, hvort sem um er að ræða syk­ur­skammt­inn á kaffi­húsi eða for­p­akkað kjöt.
 • Þegar epli eru skorin niður eru fleiri sem borða þau en ef þau eru óskorin í ávaxta­skál.

Til að efla umhverf­is­vit­und fólks eru einnig ýmsar leiðir fær­ar, eins og t.d. að:Sorpflokkun verður að spennandi athöfn.

 • breyta sorp­flokkun í spenn­andi athöfn
 • sjálf­gefin still­ing prent­ara sé þannig að prentað sé í svart-hvítu og báðum megin
 • hafa orku­merki á raf­tækjum sem lýsa orku­notkun þeirra, t.d. frá A til G, til að auð­velda kaup­endum umhverf­is­væna val­ið 
 • veita not­endum reglu­lega upp­lýs­ingar um orku­notkun sína og sam­an­burð­inn við aðra not­end­ur, eins og t.d. nágranna
 • biðja hót­el­gesti um að hengja hand­klæðið sitt upp ef þeir ætla að nota það aftur
 • gera það auð­veld­ara fyrir fólk að nota almenn­ings­sam­göng­ur, t.d. með snjall­greiðslum í gegnum síma
 • bjóða við­skipta­vinum að nota afslátt­inn af hverjum bens­ín­lítra í kolefn­is­jöfn­un 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar