Beðið eftir Biden

Guðmundur Einarsson skrifar um næstum því kynni sín að Joe Biden og af hverju hann sé nú farinn að bíða eftir honum aftur.

Auglýsing

Við vorum í þing­hús­inu í Was­hington í boði banda­rískra stjórn­valda. Biden öld­unga­deild­ar­þing­maður er á leið­inni, sagði skrif­stofu­stjóri hans og bauð okkur sæti. Má bjóða ykkur kaffi? Við röð­uðum okkur í kringum borð í fund­ar­her­berg­inu, helltum í boll­ana hvert hjá öðru og svo hófst bið­in. Þetta var lík­lega vorið 1986 og í hópnum var rúmur tugur evr­ópsks áhuga­fólks um stjórn­mál. 

Í rút­unni á leið­inni í þingið um morg­un­inn hafði komið í ljós að fólk vissi lítil deili á Jos­eph Biden. Hann er demókrati, sagði ein­hver. Þegar við gengum gegnum þing­húsið til fundar við Biden, var komið við á áheyr­endapöllum öld­unga­deild­ar­inn­ar. Niðri á gólf­inu var maður að tala úr sæti sínu. Þennan kann­ist þið lík­lega við, sagði leið­sögu­mað­ur­inn. Bræður hans voru vel þekkt­ir, bætti hann við til örygg­is. Við stöldruðum og hlust­uðum í nokkrar mín­út­ur. Edward Kenn­edy var að flytja ræð­u. 

Hver er Biden?

Inni í fund­ar­her­bergi Bidens lengd­ist bið­in. Þing­mað­ur­inn tafð­ist á fundi, sagði skrif­stofu­stjór­inn. Við stóðum upp og skoðum okkur um. Á veggjum voru ljós­mynd­ir, skildir og fánar sem sýndu Biden við ýmis tæki­færi og hægt var að nota eins og mynda­gátu til að ímynda sér hver og hvernig hann væri. 

Bjart­leit­ur, bros­andi og alþýð­leg­ur. Fjöl­skyldu­mað­ur. Dokt­ors­próf í lög­fræði. Kos­inn á þing fyrir Delaware-­ríki árið 1972. Vin­sæll meðal kjós­enda. Flinkur í tæki­fær­is­ræð­um. Á sumum mynd­anna voru hús­gaflar risa­vax­inna hænsna­búa í bak­grunni og á einni var hann í slát­ur­húsi í slopp með hár­net og fylgd­ist af athygli með þús­und kjúklingum á færi­bandi þok­ast nær. Eft­ir­vænt­ingin jókst. Það yrði gaman að hitta Biden. Hann virt­ist upp­renn­andi stjarna í Demókra­ta­flokkn­um.

Hvert fór Biden?

Enn lengd­ist bið­in. Útundan okkur sáum við að eitt­hvað var á seyði á skrif­stof­unni við hlið­ina. Símar hringdu, fólk kom í dyra­gætt­ina og skrif­stofu­stjór­inn leit á klukk­una. Skyndi­lega gekk hann inn á mitt gólf í her­berg­inu, klapp­aði saman hönd­unum til að ná athygli og kall­aði yfir hóp­inn: Dömur mínar og herr­ar. Leyfið mér að kynna öld­unga­deild­ar­þing­mann­inn John Warn­er. 

Auglýsing
Gesturinn vatt sér inn í sal­inn. Hann pass­aði ekki inn í mynd­skreyt­ing­arnar á veggj­un­um. Hann var öðru vísi en sá sem við áttum von á. Hann var svip­mik­ill, brúna­þungur og alvar­legur og her­bergið virk­aði of lítið fyrir hann. Kollegi minn, Jos­eph Biden, er upp­tek­inn á fundi og bað mig að hlaupa í skarðið fyrir sig. Ég er repúblikani en við erum nágrann­ar. Ég er frá Virg­iníu en hann er frá Delawere sem er hinum megin við fló­ann. Hann brosti örlít­ið. Þeir eru í kjúkling­um. Okkur finnst fiskur betri. 

John Warner var eins og fiskur í vatni. Við komum hvergi að tómum kof­un­um. Hann var Víð­ir, Þórólfur og Alma. Hann vissi til dæmis allt um NATO og kaf­báta­leit í Norður Atl­ants­hafi. Eina svarið sem virk­aði ekki almenni­lega hjá honum var útskýr­ing á Stjörnu­stríðs­á­ætlun Reag­ans for­seta og lái honum það hver sem vill. Þegar fund­inum lauk hvísl­aði leið­sögu­mað­ur­inn að mér: Hann er einn af þunga­vigt­ar­mönn­unum hér í hús­inu. Hann var flota­mála­ráð­herra. En flestir þekkja hann fyrir að hafa verið fjórði eig­in­maður Elísa­betar Taylor.

Hvar er Biden?

Nú, ald­ar­þriðj­ungi síð­ar, er ég aftur að bíða eftir Biden. Í þetta skiptið sit ég ekki á bið­stof­unni í þing­hús­inu við aust­ur­end­ann á Penn­syl­vania Avenue. En biðin er vegna ástands­ins í hús­inu við hinn end­ann á göt­unn­i. Biden virð­ist nefni­lega vera það eina sem getur komið í veg fyrir fjögur ár enn af harm­rænum skrípa­leik í Hvíta hús­inu. Þar eru póli­tískir inn­an­stokks­munir sem eru mik­il­vægir, ekki ein­ungis fyrir það góða fólk, sem byggir Banda­rík­in, heldur einnig okkur hin, sem höfum sam­ein­ast um stofn­an­ir, sam­tök og sam­vinnu þjóða heims­ins. Núver­andi hús­ráð­andi í Hvíta hús­inu er á góðri leið með brjóta allt það innbú og týna.

En hvar er þá Biden? Er hann enn á fundi?

Höf­undur er líf­eðl­is­fræð­ingur og var einu sinni í póli­tík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar