Beðið eftir Biden

Guðmundur Einarsson skrifar um næstum því kynni sín að Joe Biden og af hverju hann sé nú farinn að bíða eftir honum aftur.

Auglýsing

Við vorum í þing­hús­inu í Was­hington í boði banda­rískra stjórn­valda. Biden öld­unga­deild­ar­þing­maður er á leið­inni, sagði skrif­stofu­stjóri hans og bauð okkur sæti. Má bjóða ykkur kaffi? Við röð­uðum okkur í kringum borð í fund­ar­her­berg­inu, helltum í boll­ana hvert hjá öðru og svo hófst bið­in. Þetta var lík­lega vorið 1986 og í hópnum var rúmur tugur evr­ópsks áhuga­fólks um stjórn­mál. 

Í rút­unni á leið­inni í þingið um morg­un­inn hafði komið í ljós að fólk vissi lítil deili á Jos­eph Biden. Hann er demókrati, sagði ein­hver. Þegar við gengum gegnum þing­húsið til fundar við Biden, var komið við á áheyr­endapöllum öld­unga­deild­ar­inn­ar. Niðri á gólf­inu var maður að tala úr sæti sínu. Þennan kann­ist þið lík­lega við, sagði leið­sögu­mað­ur­inn. Bræður hans voru vel þekkt­ir, bætti hann við til örygg­is. Við stöldruðum og hlust­uðum í nokkrar mín­út­ur. Edward Kenn­edy var að flytja ræð­u. 

Hver er Biden?

Inni í fund­ar­her­bergi Bidens lengd­ist bið­in. Þing­mað­ur­inn tafð­ist á fundi, sagði skrif­stofu­stjór­inn. Við stóðum upp og skoðum okkur um. Á veggjum voru ljós­mynd­ir, skildir og fánar sem sýndu Biden við ýmis tæki­færi og hægt var að nota eins og mynda­gátu til að ímynda sér hver og hvernig hann væri. 

Bjart­leit­ur, bros­andi og alþýð­leg­ur. Fjöl­skyldu­mað­ur. Dokt­ors­próf í lög­fræði. Kos­inn á þing fyrir Delaware-­ríki árið 1972. Vin­sæll meðal kjós­enda. Flinkur í tæki­fær­is­ræð­um. Á sumum mynd­anna voru hús­gaflar risa­vax­inna hænsna­búa í bak­grunni og á einni var hann í slát­ur­húsi í slopp með hár­net og fylgd­ist af athygli með þús­und kjúklingum á færi­bandi þok­ast nær. Eft­ir­vænt­ingin jókst. Það yrði gaman að hitta Biden. Hann virt­ist upp­renn­andi stjarna í Demókra­ta­flokkn­um.

Hvert fór Biden?

Enn lengd­ist bið­in. Útundan okkur sáum við að eitt­hvað var á seyði á skrif­stof­unni við hlið­ina. Símar hringdu, fólk kom í dyra­gætt­ina og skrif­stofu­stjór­inn leit á klukk­una. Skyndi­lega gekk hann inn á mitt gólf í her­berg­inu, klapp­aði saman hönd­unum til að ná athygli og kall­aði yfir hóp­inn: Dömur mínar og herr­ar. Leyfið mér að kynna öld­unga­deild­ar­þing­mann­inn John Warn­er. 

Auglýsing
Gesturinn vatt sér inn í sal­inn. Hann pass­aði ekki inn í mynd­skreyt­ing­arnar á veggj­un­um. Hann var öðru vísi en sá sem við áttum von á. Hann var svip­mik­ill, brúna­þungur og alvar­legur og her­bergið virk­aði of lítið fyrir hann. Kollegi minn, Jos­eph Biden, er upp­tek­inn á fundi og bað mig að hlaupa í skarðið fyrir sig. Ég er repúblikani en við erum nágrann­ar. Ég er frá Virg­iníu en hann er frá Delawere sem er hinum megin við fló­ann. Hann brosti örlít­ið. Þeir eru í kjúkling­um. Okkur finnst fiskur betri. 

John Warner var eins og fiskur í vatni. Við komum hvergi að tómum kof­un­um. Hann var Víð­ir, Þórólfur og Alma. Hann vissi til dæmis allt um NATO og kaf­báta­leit í Norður Atl­ants­hafi. Eina svarið sem virk­aði ekki almenni­lega hjá honum var útskýr­ing á Stjörnu­stríðs­á­ætlun Reag­ans for­seta og lái honum það hver sem vill. Þegar fund­inum lauk hvísl­aði leið­sögu­mað­ur­inn að mér: Hann er einn af þunga­vigt­ar­mönn­unum hér í hús­inu. Hann var flota­mála­ráð­herra. En flestir þekkja hann fyrir að hafa verið fjórði eig­in­maður Elísa­betar Taylor.

Hvar er Biden?

Nú, ald­ar­þriðj­ungi síð­ar, er ég aftur að bíða eftir Biden. Í þetta skiptið sit ég ekki á bið­stof­unni í þing­hús­inu við aust­ur­end­ann á Penn­syl­vania Avenue. En biðin er vegna ástands­ins í hús­inu við hinn end­ann á göt­unn­i. Biden virð­ist nefni­lega vera það eina sem getur komið í veg fyrir fjögur ár enn af harm­rænum skrípa­leik í Hvíta hús­inu. Þar eru póli­tískir inn­an­stokks­munir sem eru mik­il­vægir, ekki ein­ungis fyrir það góða fólk, sem byggir Banda­rík­in, heldur einnig okkur hin, sem höfum sam­ein­ast um stofn­an­ir, sam­tök og sam­vinnu þjóða heims­ins. Núver­andi hús­ráð­andi í Hvíta hús­inu er á góðri leið með brjóta allt það innbú og týna.

En hvar er þá Biden? Er hann enn á fundi?

Höf­undur er líf­eðl­is­fræð­ingur og var einu sinni í póli­tík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Lárus Welding þegar hann var stýrði Glitni.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gefur út bókina „Uppgjör bankamanns“
Fyrrverandi forstjóri Glitnis gefur í lok viku út bók þar sem hann gerir upp rúmlega áratuga langa baráttu sína við réttarkerfið á Íslandi. Hann var ákærður í fjórum málum og sakfelldur í tveimur þeirra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar