Beðið eftir Biden

Guðmundur Einarsson skrifar um næstum því kynni sín að Joe Biden og af hverju hann sé nú farinn að bíða eftir honum aftur.

Auglýsing

Við vorum í þing­hús­inu í Was­hington í boði banda­rískra stjórn­valda. Biden öld­unga­deild­ar­þing­maður er á leið­inni, sagði skrif­stofu­stjóri hans og bauð okkur sæti. Má bjóða ykkur kaffi? Við röð­uðum okkur í kringum borð í fund­ar­her­berg­inu, helltum í boll­ana hvert hjá öðru og svo hófst bið­in. Þetta var lík­lega vorið 1986 og í hópnum var rúmur tugur evr­ópsks áhuga­fólks um stjórn­mál. 

Í rút­unni á leið­inni í þingið um morg­un­inn hafði komið í ljós að fólk vissi lítil deili á Jos­eph Biden. Hann er demókrati, sagði ein­hver. Þegar við gengum gegnum þing­húsið til fundar við Biden, var komið við á áheyr­endapöllum öld­unga­deild­ar­inn­ar. Niðri á gólf­inu var maður að tala úr sæti sínu. Þennan kann­ist þið lík­lega við, sagði leið­sögu­mað­ur­inn. Bræður hans voru vel þekkt­ir, bætti hann við til örygg­is. Við stöldruðum og hlust­uðum í nokkrar mín­út­ur. Edward Kenn­edy var að flytja ræð­u. 

Hver er Biden?

Inni í fund­ar­her­bergi Bidens lengd­ist bið­in. Þing­mað­ur­inn tafð­ist á fundi, sagði skrif­stofu­stjór­inn. Við stóðum upp og skoðum okkur um. Á veggjum voru ljós­mynd­ir, skildir og fánar sem sýndu Biden við ýmis tæki­færi og hægt var að nota eins og mynda­gátu til að ímynda sér hver og hvernig hann væri. 

Bjart­leit­ur, bros­andi og alþýð­leg­ur. Fjöl­skyldu­mað­ur. Dokt­ors­próf í lög­fræði. Kos­inn á þing fyrir Delaware-­ríki árið 1972. Vin­sæll meðal kjós­enda. Flinkur í tæki­fær­is­ræð­um. Á sumum mynd­anna voru hús­gaflar risa­vax­inna hænsna­búa í bak­grunni og á einni var hann í slát­ur­húsi í slopp með hár­net og fylgd­ist af athygli með þús­und kjúklingum á færi­bandi þok­ast nær. Eft­ir­vænt­ingin jókst. Það yrði gaman að hitta Biden. Hann virt­ist upp­renn­andi stjarna í Demókra­ta­flokkn­um.

Hvert fór Biden?

Enn lengd­ist bið­in. Útundan okkur sáum við að eitt­hvað var á seyði á skrif­stof­unni við hlið­ina. Símar hringdu, fólk kom í dyra­gætt­ina og skrif­stofu­stjór­inn leit á klukk­una. Skyndi­lega gekk hann inn á mitt gólf í her­berg­inu, klapp­aði saman hönd­unum til að ná athygli og kall­aði yfir hóp­inn: Dömur mínar og herr­ar. Leyfið mér að kynna öld­unga­deild­ar­þing­mann­inn John Warn­er. 

Auglýsing
Gesturinn vatt sér inn í sal­inn. Hann pass­aði ekki inn í mynd­skreyt­ing­arnar á veggj­un­um. Hann var öðru vísi en sá sem við áttum von á. Hann var svip­mik­ill, brúna­þungur og alvar­legur og her­bergið virk­aði of lítið fyrir hann. Kollegi minn, Jos­eph Biden, er upp­tek­inn á fundi og bað mig að hlaupa í skarðið fyrir sig. Ég er repúblikani en við erum nágrann­ar. Ég er frá Virg­iníu en hann er frá Delawere sem er hinum megin við fló­ann. Hann brosti örlít­ið. Þeir eru í kjúkling­um. Okkur finnst fiskur betri. 

John Warner var eins og fiskur í vatni. Við komum hvergi að tómum kof­un­um. Hann var Víð­ir, Þórólfur og Alma. Hann vissi til dæmis allt um NATO og kaf­báta­leit í Norður Atl­ants­hafi. Eina svarið sem virk­aði ekki almenni­lega hjá honum var útskýr­ing á Stjörnu­stríðs­á­ætlun Reag­ans for­seta og lái honum það hver sem vill. Þegar fund­inum lauk hvísl­aði leið­sögu­mað­ur­inn að mér: Hann er einn af þunga­vigt­ar­mönn­unum hér í hús­inu. Hann var flota­mála­ráð­herra. En flestir þekkja hann fyrir að hafa verið fjórði eig­in­maður Elísa­betar Taylor.

Hvar er Biden?

Nú, ald­ar­þriðj­ungi síð­ar, er ég aftur að bíða eftir Biden. Í þetta skiptið sit ég ekki á bið­stof­unni í þing­hús­inu við aust­ur­end­ann á Penn­syl­vania Avenue. En biðin er vegna ástands­ins í hús­inu við hinn end­ann á göt­unn­i. Biden virð­ist nefni­lega vera það eina sem getur komið í veg fyrir fjögur ár enn af harm­rænum skrípa­leik í Hvíta hús­inu. Þar eru póli­tískir inn­an­stokks­munir sem eru mik­il­vægir, ekki ein­ungis fyrir það góða fólk, sem byggir Banda­rík­in, heldur einnig okkur hin, sem höfum sam­ein­ast um stofn­an­ir, sam­tök og sam­vinnu þjóða heims­ins. Núver­andi hús­ráð­andi í Hvíta hús­inu er á góðri leið með brjóta allt það innbú og týna.

En hvar er þá Biden? Er hann enn á fundi?

Höf­undur er líf­eðl­is­fræð­ingur og var einu sinni í póli­tík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar