Beðið eftir Biden

Guðmundur Einarsson skrifar um næstum því kynni sín að Joe Biden og af hverju hann sé nú farinn að bíða eftir honum aftur.

Auglýsing

Við vorum í þing­hús­inu í Was­hington í boði banda­rískra stjórn­valda. Biden öld­unga­deild­ar­þing­maður er á leið­inni, sagði skrif­stofu­stjóri hans og bauð okkur sæti. Má bjóða ykkur kaffi? Við röð­uðum okkur í kringum borð í fund­ar­her­berg­inu, helltum í boll­ana hvert hjá öðru og svo hófst bið­in. Þetta var lík­lega vorið 1986 og í hópnum var rúmur tugur evr­ópsks áhuga­fólks um stjórn­mál. 

Í rút­unni á leið­inni í þingið um morg­un­inn hafði komið í ljós að fólk vissi lítil deili á Jos­eph Biden. Hann er demókrati, sagði ein­hver. Þegar við gengum gegnum þing­húsið til fundar við Biden, var komið við á áheyr­endapöllum öld­unga­deild­ar­inn­ar. Niðri á gólf­inu var maður að tala úr sæti sínu. Þennan kann­ist þið lík­lega við, sagði leið­sögu­mað­ur­inn. Bræður hans voru vel þekkt­ir, bætti hann við til örygg­is. Við stöldruðum og hlust­uðum í nokkrar mín­út­ur. Edward Kenn­edy var að flytja ræð­u. 

Hver er Biden?

Inni í fund­ar­her­bergi Bidens lengd­ist bið­in. Þing­mað­ur­inn tafð­ist á fundi, sagði skrif­stofu­stjór­inn. Við stóðum upp og skoðum okkur um. Á veggjum voru ljós­mynd­ir, skildir og fánar sem sýndu Biden við ýmis tæki­færi og hægt var að nota eins og mynda­gátu til að ímynda sér hver og hvernig hann væri. 

Bjart­leit­ur, bros­andi og alþýð­leg­ur. Fjöl­skyldu­mað­ur. Dokt­ors­próf í lög­fræði. Kos­inn á þing fyrir Delaware-­ríki árið 1972. Vin­sæll meðal kjós­enda. Flinkur í tæki­fær­is­ræð­um. Á sumum mynd­anna voru hús­gaflar risa­vax­inna hænsna­búa í bak­grunni og á einni var hann í slát­ur­húsi í slopp með hár­net og fylgd­ist af athygli með þús­und kjúklingum á færi­bandi þok­ast nær. Eft­ir­vænt­ingin jókst. Það yrði gaman að hitta Biden. Hann virt­ist upp­renn­andi stjarna í Demókra­ta­flokkn­um.

Hvert fór Biden?

Enn lengd­ist bið­in. Útundan okkur sáum við að eitt­hvað var á seyði á skrif­stof­unni við hlið­ina. Símar hringdu, fólk kom í dyra­gætt­ina og skrif­stofu­stjór­inn leit á klukk­una. Skyndi­lega gekk hann inn á mitt gólf í her­berg­inu, klapp­aði saman hönd­unum til að ná athygli og kall­aði yfir hóp­inn: Dömur mínar og herr­ar. Leyfið mér að kynna öld­unga­deild­ar­þing­mann­inn John Warn­er. 

Auglýsing
Gesturinn vatt sér inn í sal­inn. Hann pass­aði ekki inn í mynd­skreyt­ing­arnar á veggj­un­um. Hann var öðru vísi en sá sem við áttum von á. Hann var svip­mik­ill, brúna­þungur og alvar­legur og her­bergið virk­aði of lítið fyrir hann. Kollegi minn, Jos­eph Biden, er upp­tek­inn á fundi og bað mig að hlaupa í skarðið fyrir sig. Ég er repúblikani en við erum nágrann­ar. Ég er frá Virg­iníu en hann er frá Delawere sem er hinum megin við fló­ann. Hann brosti örlít­ið. Þeir eru í kjúkling­um. Okkur finnst fiskur betri. 

John Warner var eins og fiskur í vatni. Við komum hvergi að tómum kof­un­um. Hann var Víð­ir, Þórólfur og Alma. Hann vissi til dæmis allt um NATO og kaf­báta­leit í Norður Atl­ants­hafi. Eina svarið sem virk­aði ekki almenni­lega hjá honum var útskýr­ing á Stjörnu­stríðs­á­ætlun Reag­ans for­seta og lái honum það hver sem vill. Þegar fund­inum lauk hvísl­aði leið­sögu­mað­ur­inn að mér: Hann er einn af þunga­vigt­ar­mönn­unum hér í hús­inu. Hann var flota­mála­ráð­herra. En flestir þekkja hann fyrir að hafa verið fjórði eig­in­maður Elísa­betar Taylor.

Hvar er Biden?

Nú, ald­ar­þriðj­ungi síð­ar, er ég aftur að bíða eftir Biden. Í þetta skiptið sit ég ekki á bið­stof­unni í þing­hús­inu við aust­ur­end­ann á Penn­syl­vania Avenue. En biðin er vegna ástands­ins í hús­inu við hinn end­ann á göt­unn­i. Biden virð­ist nefni­lega vera það eina sem getur komið í veg fyrir fjögur ár enn af harm­rænum skrípa­leik í Hvíta hús­inu. Þar eru póli­tískir inn­an­stokks­munir sem eru mik­il­vægir, ekki ein­ungis fyrir það góða fólk, sem byggir Banda­rík­in, heldur einnig okkur hin, sem höfum sam­ein­ast um stofn­an­ir, sam­tök og sam­vinnu þjóða heims­ins. Núver­andi hús­ráð­andi í Hvíta hús­inu er á góðri leið með brjóta allt það innbú og týna.

En hvar er þá Biden? Er hann enn á fundi?

Höf­undur er líf­eðl­is­fræð­ingur og var einu sinni í póli­tík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar