Auglýsing

Fyrir skemmstu var birt skýrsla sem KPMG vann með Ferða­mála­stofu og Stjórn­stöð ferða­mála þar sem teikn­aðar voru upp sviðs­myndir um áhrif veirunnar sem veldur COVID-19 á ferða­þjón­ustu á Íslandi. Svartasta sviðs­myndin sem var þar teiknuð upp gerði ráð fyrir að komur ferða­manna myndu drag­ast saman um 69 pró­sent á þessu ári og að gjald­eyr­is­tekjur myndu minnka um 330 millj­arða króna vegna þessa.

Í þess­ari svört­ustu sviðs­mynd er reiknað með að ferða­menn sem heim­sæki Ísland verði 600 þús­und í ár, en þeir voru um tvær millj­ónir í fyrra. Sam­kvæmt tölum Ferða­mála­stofu um fjölda ferða­manna þá komu alls 351.264 ferða­menn til Íslands á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020. Slá má því föstu að fjöld­inn í apríl sé nán­ast eng­inn og að þeir sem þó fari um Kefla­vík­ur­flug­völl séu aðal­lega Íslend­ingar sem eru að flýja aðstæður í öðrum löndum eða útlend­ingar sem vilja frekar vera heima hjá sér á meðan að far­ald­ur­inn, og frelsis­tak­mark­an­irnar sem hann hefur í för með sér, gengur yfir. Þetta sást ágæt­lega um páska­helg­ina þegar 99 far­þegar fóru um flug­stöð­ina. Á sama tíma í fyrra voru þeir 84 þús­und. 

Svartasta spá KPMG gerir því ráð fyrir að um 250 þús­und ferða­menn til við­bótar muni heim­sækja Ísland áður en að árið 2020 verður lið­ið. Hvaðan þeir eiga að koma liggur ekki fyr­ir. En veru­lega ólík­legt er að þessi spá verði að veru­leika. Og sú eyði­merk­ur­ganga gæti teygt sig tölu­vert inn í fram­tíð­ina.

Auglýsing
„Við búumst við því að það muni taka tvö til þrjú ár þar til­ ­ferða­lög verða á pari við árið 2019 og nokkur ár til við­­bótar þar til vöxt­ur verður í grein­inni að nýju,“ sagði Dale Cal­houn, for­stjóri Boeing flug­véla­fram­leið­and­ans á árlegum fundi með hlut­höfum í byrjun viku.

Þótt vona verði að ferða­þjón­ustan jafni sig sem fyrst, og nái að rísa upp á ný sem mik­il­væg atvinnu­grein fyrir land og þjóð í ein­hverju formi þegar betur árar, þá ætti Ísland að búa sig undir að það komi vart annar ferða­maður inn í landið um ófyr­ir­séðan tíma.

Miklar tak­mark­anir þangað til að bólu­efni finnst

Ákvörðun um að opna Ísland fyrir ferða­mönnum liggur auð­vitað hjá íslenskum stjórn­völd­um. Hvort þeir komi þótt að opnað sé er hins vegar eitt­hvað sem við ráðum litlu um. Þvert á móti mun það fara eftir því hvernig bar­áttan við veiruna þró­ast og hver staða mála verður á okkar helstu mark­aðs­svæð­um. Í Evr­ópu er rætt um mögu­legar tví­hliða opn­anir milli ríkja sem hafa náð árangri í bar­átt­unni en fyr­ir­liggj­andi er að þær verða tak­mörk­unum háð og munu örugg­lega ekki, nema mögu­lega að mjög litlu leyti, ná til Íslands.

Það er nokkuð ljóst að eitt af þrennu þarf að ger­ast til að hlutir geti fallið aftur í þann ferða­laga­far­veg sem þótti venju­legur fyrir nokkrum mán­uðum síðan í heim­in­um: Að bólu­efni finn­ist við kór­ónu­veirunni, að lyf verði þróað sem haldi COVID-19 sjúk­dómnum niðri eða að hjarð­of­næmi mynd­ist í heim­in­um.

Í heims­sög­unni hefur aldrei tekið styttri tíma en fjögur ár að þróa bólu­efni. Það met var sett við þróun bólu­efnis við hettu­sótt á fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar. Bjart­sýn­ustu menn von­ast nú til þess að það tak­ist að þróa bólu­efni á einu og hálfu ári. Það er sann­ar­lega ekki ómögu­legt. Tækni og þekk­ing í dag er allt önnur og betri en hún var um miðja síð­ustu öld og þegar um er að ræða far­aldur sem hefur jafn víð­tæk áhrif og COVID-19 þá verður að telj­ast lík­legt að ýmsum var­nöglum varð­andi próf­anir og þróun verði ýtt til hlið­ar. Jafn­vel þótt þessar bjart­sýn­is­spár gangi eftir þá yrði bólu­efnið ekki til fyrr en seint á árinu 2021 í fyrsta lagi. Þá ætti eftir að fram­leiða það, til að byrja með, í nokkur hund­ruð millj­ónum skammta áður en hægt væri að fara að opna heim­inn að nýju. Sú fram­leiðslu­geta er ekki til staðar í dag. Fjarri lag­i. 

Ef lyf yrði þróað til að halda niðri sjúk­dómnum þá myndi end­ur­koma efna­hags­kerfa samt sem áður verða mjög hæg, enda fyr­ir­liggj­andi að sjúk­dóm­ur­inn myndi áfram ber­ast á milli manna þótt betri tól væru til­tæk til að berj­ast gegn verstu afleið­ingum hans. 

Heild­rænt hjarð­ó­næmi, þar sem stór hluti íbúa heims­ins er orð­inn ónæmur fyrir smiti þannig að hægt sé að opna fyrir frjálsa för milli flestra landa, er fjar­lægur draumur eins og sakir standa. 

Algjör óvissa um ónæmi

Allskyns hug­myndir eru um að sam­hliða auknum mótefna­mæl­ingum verði hægt að opna fyrir við­skipti eins og venju­lega fyrir þá sem hafa þegar sýkst. Málið er þó mun flókn­ari en svo, líkt og kom fram í við­tali við Þórólf Guðna­son sótt­varn­ar­lækni á Kjarn­anum um liðna helgi. Þar sagði hann meðal ann­ars ekk­ert vitað um hversu lengi mótefni muni verja fólk frá því að sýkj­ast af veirunni. Mótefna­mæl­ing getur því ekki nýst til að votta það að ein­stak­l­ingur hafi sýkst og sé nú var­inn. 

Auglýsing
Hugmyndir um að gefa út ein­hvers­konar ónæm­is­passa eða vott­orð til fólks sem auð­veld­i því að ferðast, mæta til vinnu og hverfa aftur til ann­­arra hefð­bund­inna ­lifn­að­­ar­hátta, eru því enn ansi fjarri því að verða að ein­hverjum raun­veru­leika. Engin vinna í þessa átt er til að mynda hafin hér­lendis og Þórólfur sagði að hann væri ekki viss um að af því yrði yfir höf­uð. „Eins og staðan er núna þá er að minnsta ­kosti tölu­vert í það. Það hafa líka vaknað ýmsar sið­­ferð­is­­legar og lög­­fræð­i­­legar spurn­ingar í þessu sam­­bandi svo þetta yrði alltaf snúið í fram­­kvæmd.“

Fyrir ákveðna hópa, til dæmis margt ungt fólk sem telur sig ódauð­legt, myndi skap­ast ákveð­inn freistni­vandi ef þetta fyr­ir­komu­lag myndi reyn­ast ger­legt og mótefna­mæl­inga­veg­ferðin yrði fet­uð. Þeir sem væru búnir að mynda algjört ónæmi væru þá í annarri og betri stöðu til að lifa líf­inu til fulls, innan þeirra marka sem aðstæður setja, á meðan að aðrir myndu þurfa að búa við miklar höml­ur. hinir ónæmu yrði þá verð­mæt vara á atvinnu­mark­aði, enda mættu þeir gera miklu meira, og gætu verð­lagt sig í takti við það. Því gætu sumir metið það sem svo að það væri áhætt­unnar virði að sýkj­ast vís­vit­andi til að verða einn af hinum ónæmu. Það eru þekkt dæmi um slíka hegðun í öðrum far­öldr­um. 

Læknar og sér­fræð­ingar vara mjög við slíku enda kór­ónu­veiran sem veldur COVID-19 stór­hættu­leg. Þótt ungt og heilsu­hraust fólk sé ekki talið til við­kvæmra hópa þá eru fjölda­mörg dæmi um að slíkt hafi veikst alvar­lega og jafn­vel dáið. 

Allar aðgerðir í þá átt að tví­skipta sam­fé­lag­inu í hina ónæmu sem hafa fullt frelsi til athafna og hina ósýktu sem þurfa að sæta miklum hömlum á dag­legu lífi munu ýta undir þennan freistni­vanda.

Við erum heppin og í for­rétt­inda­stöðu

Íslend­ingar eru að mörgu leyti heppn­ir. Við búum á eyju með einn alþjóða­flug­völl, erum fámenn, mjög tengd með gott upp­lýs­inga­flæði, tækni­vædd og með sterkt vel­ferð­ar­kerfi. Allt þetta gerði það að verkum að Ísland var í miklu betri stöðu til að takast á við útbreiðslu veirunnar en flest, ef ekki öll, önnur lönd. Það er í raun ekki hægt að bera okkar aðstæður saman við nokkrar aðr­ar, sér­stak­lega í þétt­býlli og flókn­ari sam­fé­lög­um. Gæfa okkar hefur síðan verið sú að stjórn­mála­menn hafa eft­ir­látið sér­fræð­ingum að stýra við­brögð­unum að öllu leyti, og snið­ganga sófa­spek­ing­anna að öllu leyti. Það mætti gera á mun fleiri sviðum en í sótt­vörn­um.

Það vinnur líka með okkur að geta hratt skipt aftur yfir í neyð­ar­gír ef smit fara að grein­ast í ein­hverju magni aft­ur. Allir ferlar um sótt­kví og ein­angrun hafa virkað fram­úr­skar­andi, til staðar er mikil geta til próf­ana og smitrakn­ing­arappið mun reyn­ast ómet­an­legur banda­maður ef við þurfum á því að halda. 

Allt þetta gerir það að verkum að tak­mark­anir á frelsi okkar á Íslandi hafa verið afar mildar miðað við flest önnur lönd. Og það stytt­ist í að þær mild­ist enn frek­ar. Ef allt gengur að óskum, sem er sann­ar­lega ekki sjálf­gef­ið, þá ættum við að geta lifað nokkuð eðli­legu lífi innan okkar landamæra þangað til að var­an­leg lausn finnst til að drepa veiruna. Það eru for­rétt­indi.

Það er hins vegar ósk­hyggja að ætla að ferða­þjón­usta, stoðin undir efna­hags­kerfið sem varð óvart til vegna blöndu af banka­hruns­frétt­um, Eyja­fjalla­jök­uls­gosi og falli krón­unn­ar, muni hafa mögu­leika á að ná sér í fyrri hæðir í nán­ustu fram­tíð. Um það ráðum við engu. Það fer allt eftir aðgerðum helstu mark­aðs­svæða okk­ar, hvernig til tekst að vinna bólu­efni við kór­ónu­veirunni og vilja fólks til að ferð­ast þegar þessu skrýtna tíma­bili lýk­ur. 

Vegna þessa stöndum við frammi fyrir stórum póli­tískum spurn­ingum um það hvernig eigi að bregð­ast við stöð­unni og þeirri stað­reynd að sem stendur eru rúm­lega 50 þús­und manns, fjórð­ungur vinnu­mark­að­ar­ins, atvinnu­laus að hluta eða öllu leyti.

Stórar póli­tískar spurn­ingar

Þetta eru spurn­ingar sem stjórn­mála­menn sem kosnir voru til valda við allt aðrar aðstæður eru ekki með umboð til að svara. Spurn­ingar um fram­tíð­ar­á­ætl­anir sem þeir sáu ekki fyrir og hafa aldrei rætt við kjós­end­ur.

Þótt flestir sjái að var­huga­vert sé að boða til kosn­inga í sumar eða haust – á meðan að neyð­ar­að­gerðir eru enn í gangi, rykið er að setj­ast og ný heims­mynd að birt­ast – þá knýja þessar aðstæður á að kosið verði um hug­myndir um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu íslensks sam­fé­lags. Lands­menn þurfa að geta lýst skoðun sinni á þeim og stjórn­mála­flokkar ættu að fagna tæki­fær­inu til að kynna sína sýn.

Auglýsing
Það tæki­færi kemur í fyrsta lagi eftir eitt ár og í síð­asta lagi haustið 2021, enda kjör­tíma­bili sitj­andi rík­is­stjórnar við það að ljúka. 

Ólíkt því sem var eftir banka­hrunið þá munu alþjóða­deilur og stór­felld skulda­kreppa, með til­heyr­andi óróa og erf­ið­leik­um, ekki lita upp­bygg­ing­ar­tím­ann í þetta skipt­ið. Við þurfum ekki að eyða tíma í að finna póli­tíska söku­dólga, ríf­ast um Ices­ave og skulda­leið­rétt­ingar eða að opin­bera flókna hvít­flibba­glæpi. Þetta verður ekki til­tekt eftir hömlu­lausa og sið­ferð­is­lega vafa­sama svall­veislu. Þetta ástand er nefni­lega ekki neinum að kenna. 

Og við erum í afar góðum færum til að bregð­ast vel við því.

Umbætur fylgja áföllum

Hér er mik­ill mannauð­ur. Hátt mennt­un­ar­stig. Um fimm þús­und millj­arða króna eignir í líf­eyr­is­sjóðum og rúm­lega 700 millj­arða króna eigið fé í þremur stærstu rík­is­fyr­ir­tækj­un­um. Staða rík­is­sjóðs er afar heil­brigð. Við eigum tæp­lega þús­und millj­arða króna gjald­eyr­is­vara­forða. 

Framundan er eðli­leg aðlögun opin­bers rekst­urs að nýjum veru­leika. Í því fel­ast fjöl­mörg tæki­færi, til dæmis til að ein­falda alla stjórn­sýslu hér­lendis með stór­felldri fækkun sveit­ar­fé­laga og ann­arra stjórn­sýslu­ein­inga, ekki með það að leið­ar­ljósi að geta lækkað skatta á fjár­magns­eig­endur heldur til að bæta alla nauð­syn­lega þjón­ustu við borg­ar­anna. Ekki til að minnka fjár­magnið sem fer í vel­ferð­ar- og stoð­kerfin heldur að nýta það bet­ur. Ekki til að fækka hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, lög­reglu­mönnum eða kenn­urum heldur fjölga og þess í stað skera burtu algjör­lega óþarfa stjórn­sýslu­lega fitu, oft mann­aða af póli­tískum gæð­ing­um. Ekki til að flækja fram­færslu­kerfi þeirra verst settu heldur að laga þau. 

Framundan er vinna við að teikna upp hvernig Ísland 2.0 upp­færslan verð­ur. Á hvaða atvinnu­vega­upp­bygg­ingu sú útgáfa af sam­fé­lag­inu á að byggja. Á að setja mikla opin­bera fjár­muni í mann­afls­frekar atvinnu­greinar með lága fram­leiðni og vona það besta? Á að dæla því í nið­ur­greidda inn­lenda fram­leiðslu og stíga frek­ari skref aftur að ein­angr­un? Á að nýta fjár­magnið til að fjár­festa í hug­verka­drifnum greinum með miklu meiri fram­leiðni og vaxt­ar­tæki­færi í alþjóða­geir­anum sem henta best þeirri menntun sem við eyðum miklu fjár­magni í að bjóða Íslend­ingum upp á? Eigum við að leggja enn meiri áherslu á auð­linda­nýt­ingu áfram í stað þess að „fjölga eggj­unum í körf­unn­i“? Eða eigum við að gera eitt­hvað allt ann­að? Það þarf að minnsta kosti að finna leiðir til að auka lands­fram­leiðslu um 300 til 400 millj­arða króna til að ná þeirri stöðu sem var í fyrra. Og enn meira til að tryggja frek­ari lífs­gæðasókn til fram­tíð­ar.

Framundan er sann­girni- og rétt­læt­isum­ræða um hvernig fjár­magna eigi vel­ferð­ar­kerf­ið, hvernig verð­meta eigi störf og hvert fram­lag hvers og eins á þar að vera í gegnum inn­heimta skatta. 

Eftir yfir­stand­andi erf­ið­leika þá verða stór­kost­lega spenn­andi, og mögu­lega ein­stakar, aðstæður sem ættu að laða frjótt og hugs­andi fólk úr öllum stigum sam­fé­lags­ins að stjórn­mála­þátt­töku. Raun­veru­legt tæki­færi til að hrinda stórum hug­myndum sem munu móta íslenskt sam­fé­lag í nán­ustu fram­tíð í fram­kvæmd.

Eftir stór áföll koma nefni­lega mik­il­væg­ustu umbæt­urn­ar. Skyndi­lega verða ómögu­legar kerf­is­breyt­ingar mögu­leg­ar. Það sást til dæmis eftir seinni heims­styrj­öld­ina þegar vel­ferð­ar­ríkin urðu til.

Þetta er ekki tíma­bundið ástand og við munum ekki hverfa aftur inn í tím­ann sem var. Heldur mögu­lega, og von­andi, í eitt­hvað betra.



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari