Löng leið byrjar á litlu skrefi

Eftirfarandi grein, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins 1. maí, byggir á fyrirlestri höfundar, sem birtist í nýlegri bók hans Tæpitungulaust – lífsskoðun jafnaðarmanns (HB Av 2019).

Auglýsing

Nú þekk­ist sú skoðun og þykir fín, að þær þjóðir ein­ar, sem gefa fjár­magns­eig­endum lausan taum­inn, geti spjarað síg í hinu hnatt­ræna hag­vaxt­ar­kapp­hlaupi. Það megi ekki íþyngja þeim um of með afskipta­semi og skött­um, því að þeir kunni að fyrt­ast við og fara. Þar með væri hag­vöxt­ur­inn í hættu og um leið atvinna og afkoma almenn­ings. Þeim þjóðum gangi hins vegar allt í hag­inn, sem dansa eftir töfraflautu fjár­magns­ins: Lækka skatta, einka­væða rík­is­fyr­ir­tæki og þjón­ustu og láta af óþarfa afskipta­semi og eft­ir­liti. Það fylgir sög­unni, að það sé engra ann­arra kosta völ.  

Þannig hljóðar í stuttu máli erki­bisk­ups­boð­skapur nýfrjáls­hyggj­unn­ar, sem stund­um  er kenndur við höf­uð­stöðvar hennar og kall­ast þá „Was­hington - vizkan”. Boð­skap­ur­inn er einatt settur fram, eins og hann væri óum­deild nið­ur­staða vís­inda­legra rann­sókna. Samt er hann boð­aður af ákefð heit­trú­ar­manns­ins. Þetta trú­boð hefur tröll­riðið heims­byggð­inni s.l. ára­tugi. Hinum trú­uðu er heitið sælu­vist þegar í þessu lífi, en efa­semd­ar­mönnum er hótað hörðu í hag­vaxt­ar­lausum heim­i. 

Sam­kvæmt kenn­ing­unni er hið nor­ræna vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag – reyndar vel­ferð­ar­ríkið evr­ópska – á villi­götum og mun ekki stand­ast mikið lengur í hinum harða heimi, þar sem þjóð­ríkin verða að keppa hvert við annað um hylli fjár­magns­ins.  Ávöxtur hund­rað ára þrot­lausrar póli­tískrar bar­áttu jafn­að­ar­manna og verka­lýðs­hreyf­ingar fyrir félags­legu rétt­læti er þar með veg­inn og létt­vægur fund­inn.  Dagar vel­ferð­ar­rík­is­ins eru sagðir tald­ir. Hinn vest­ur­heimski kap­ít­al­ismi græðginnar fer óstöðv­andi sig­ur­för um heim­inn. 

Mann­rétt­inda­hreyf­ing

Er eitt­hvað nýtt í þessu? Höfum við kannski heyrt þetta áður? Skyldi þeim bregða í brún, braut­ryðj­end­un­um, sem stofn­uðu Alþýðu­flokk­inn og Alþýðu­sam­bandið í Báru­búð við Reykja­vík­ur­tjörn fyrir rúmri öld, ef þeir mættu nema erki­bisk­ups­boð­skap – þar sem þeir nú sitja á frið­ar­stóli á æðra til­veru­stigi? Ég held ekki.  Ég held þetta mundi hljóma kunn­ug­lega í eyrum þeirra; jafn­vel eins og gamlar lumm­ur. 

Jafn­að­ar­manna­flokkar Evr­ópu – með verka­lýðs­hreyf­ing­una að bak­hjarli – urðu til sem mann­rétt­inda­hreyf­ing fátæks fólks í bar­áttu við ofur­vald auðs, sem safn­ast hafði á fáar hend­ur. 

Þessi mann­rétt­inda­hreyf­ing hafn­aði vald­beit­ingu. Hún beitti sam­taka­mætti sínum og sann­fær­ing­ar­krafti, sam­kvæmt leik­reglum lýð­ræð­is­ins, í því skyni að jafna lífs­kjörin og að tryggja öll­um, án til­lits til efna­hags eða þjóð­fé­lags­stöðu,  jöfn tæki­færi til að þroska hæfi­leika sína og til að lifa mann­sæm­andi lífi, frjáls undan oki fátæktar og rétt­leys­is. Þessi ein­földu orð – jöfn tæki­færi allra til þroska án til­lits til efna­hags og þjóð­fé­lags­stöðu – rúma vel kjarn­ann í lífs­skoðun okkar jafn­að­ar­manna. Þessi lífs­skoðun byggir ekki á hag­fræði­legum hind­ur­vitnum heldur á þeirri sið­fræði fjall­ræðu­manns­ins, sem kenndi: „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.”

Sjálf­sagt mál, ekki satt, segir sam­tím­inn við sjálfan sig. En er þetta endi­lega sjálf­sagt mál í dag fyrir þann hluta jarð­ar­búa, sem sveltur heilu og hálfu hungri og eygir enga von um betra líf fyrir börn sín og barna­börn, þrátt fyrir töfra­tækni og ofgnótt fjár­magns, sem að bestu manna yfir­sýn dugir vel til að útrýma fátækt í heim­in­um, á ævi­skeiði einnar kyn­slóð­ar?

Auglýsing
Þóttu þessar ein­földu kröfur sjálf­sagt mál, þegar braut­ryðj­end­urn­ir, sem við minn­umst í dag, þrykktu þær fyrst á kröfu­spjöld til að bera fram 1. maí í aug­sýn alþjóð­ar?  Þótti það sjálf­sagt mál að stétt­ar­fé­lögin fengju við­ur­kenndan samn­ings­rétt um kaup og kjör vinn­andi fólks?  Að tog­ara­sjó­menn ættu rétt á hvíld frá ofur­mann­legum vinnu­þræl­dómi nokkrar stundir á sól­ar­hring; að þeir sem yrðu fyrir slysum eða örorku ættu rétt á afkomu­trygg­ingu; að þeir sem misstu vinn­una ættu rétt á atvinnu­leys­is­trygg­ing­um; að þjóð­fé­lagið ætti að tryggja öllum aðgang að heilsu­gæslu og lækn­is­hjálp án til­lits til efna­hags; að allir skyldu hafa gjald­frjálsan aðgang að mennt­un; að skyn­sam­legt væri að sveit­ar­fé­lög byðu upp á dag­vistun barna til þess að gera mæðrum kleift að leita út á vinnu­mark­að­inn, þar sem þær skyldu þiggja sömu laun fyrir sömu vinnu og karl­ar? Sjálf­sögð mál, eða hvað? 

Nei – því fór fjarri. Ekk­ert þess­ara mála þótti á sínum tíma sjálf­sagt mál. Það var tek­ist á um þau, hvert og eitt, skref fyrir skref. Og við­kvæðið var oftar en ekki, eitt og hið sama: Atvinnu­líf­ið  (þjóð­fé­lag­ið) hefur ekki efni á þessu.  Fyr­ir­tækin kikna undan þessum byrð­um. Við verðum ekki sam­keppn­is­fær á erlendum mörk­uðum með þessu móti. Ef greiðslu­getu atvinnu­veg­anna er ofgert, blasir atvinnu­leysi við. 

Sann­leik­ur­inn er sá, að ef þetta við­kvæði hefði verið satt, í hvert sinn sem það var kveð­ið, værum við fyrir löngu komin á hausinn, fyr­ir­tæk­in, atvinnu­líf­ið, þjóð­fé­lagið og allt heila gall­er­í­ið. 

Árangur

Getur ver­ið, að það kveði við falskan tón, nú þegar frjáls­hyggjukór­inn kyrjar útfar­ar­söng­inn um vel­ferð­ar­rík­ið, sem skv. ritúal­inu á að vera að þrotum kom­ið? Eða hvað er að frétta af hinu nor­ræna vel­ferð­ar­þjóð­fé­lagi með sitt öfl­uga rík­is­vald, til­tölu­lega háa skatta, víð­tækar almanna­trygg­ingar og skyldu­að­ild að líf­eyr­is­sjóð­um, með rík­is­rekna skóla og opin­berar fjár­fest­ingar í innviðum sam­fé­lags á öllum svið­um? Er það ekki fyrir löngu komið á von­ar­völ? Er ekki fjár­magnið flú­ið? Hag­vöxt­ur­inn þrot­inn? Nýsköp­un­ar­glóðin kuln­uð? Og hvað með fram­tak ein­stak­lings­ins, sköp­un­ar­kraft­inn og frum­kvöð­ulsand­ann? Hefur þetta ekki allt saman kafnað undan fargi reglu­gerða­fárs­ins?  Sér nokk­urs staðar fyrir end­ann á bið­röðum atvinnu­leys­ingj­anna? 

Á seinni árum hafa sprottið upp ótal stofn­an­ir, sem sýsla við það að láta þjóðir heims gang­ast undir eins konar sam­ræmd próf í keppn­is­greinum hnatt­væð­ing­ar­innar. Hverjar eru keppn­is­grein­arn­ar? Þær eru hag­vöxtur og hag­sæld (VLF pr. mann); mennt­un­ar­stig þjóða (t.d. hlut­fall háskóla­mennt­aðra karla og kvenna af við­eig­andi ald­ursár­göng­um); fram­lög ríkis og fyr­ir­tækja til rann­sókna og þró­un­ar; nýsköp­un­ar­kraftur og hag­nýt­ing nýrrar tækni í fram­leiðslu­ferlum og þjón­ustu; atvinnu­þátt­taka karla og kvenna og sköpun nýrra starfa; frum­kvöðla-andi og fjölgun nýrra hátækni­fyr­ir­tækja; við­skipta­frelsi og sam­keppn­is­hæfni á alþjóða­mörk­uð­um; heilsa og vinnu­vilji; lífslíkur og lífs­gleð­i. 

Ein­staka próf­dóm­arar skyggn­ast undir yfir­borðið og bregða mælistiku á skipt­ingu auðs og tekna. Til hvers er hag­vöxt­ur, ef hann fellur aðeins fáum í skaut?  Þess vegna er það partur af frammi­stöðu­mat­inu að mæla t.d. fátækt barna og barna­fjöl­skyldna eða tíðni glæpa og fjölda þeirra, sem sitja í fang­elsum, svo að sam­borg­ur­unum stafi ekki af þeim hætta. Þá kemur t.d. í ljós, að  þótt höf­uð­vígi heim­skapital­ism­ans, Banda­rík­in,  skori dável í hag­vexti og nýsköpun er árang­ur­inn öllu lak­ari, þegar kemur að nýt­ingu mannauðs­ins, sem er helsta auð­lind þekk­ing­ar­þjóð­fé­lags­ins. 

Banda­rík­in, sem eitt sinn voru hið fyr­ir­heitna land tæki­færanna, eru nú orðin meira ójafn­að­ar­ríki en hin gömlu evr­ópsku kon­ungs­ríki, sem vest­ur­far­arnir flúðu á sínum tíma. Um 1% þjóð­ar­inn­ar, hinir ofur­ríku, eiga helm­ing þjóð­ar­auðs­ins. Eitt af hverjum fjórum til fimm börnum lifir undir fátækt­ar­mörk­um. Á Norð­ur­löndum telst eitt af hverjum tutt­ugu börnum búa við slíka fátækt, sem þykir smán­ar­blettur á þjóð­fé­lag­in­u.  Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir m.a., að nor­ræna vel­ferð­ar­ríkið er nú álit­legra sem „land tæki­færanna” en Banda­ríki Norð­ur­-Am­er­ík­u. 

Fram­tíð­ar­sýn

En hvernig kemur hið nor­ræna vel­ferð­ar­ríki út á sam­ræmdu próf­unum í keppn­is­greinum hnatt­væð­ing­ar­inn­ar?  Því er fljótsvar­að: Þau eru öll, því sem næst án und­an­tekn­inga, best í sínum bekk.  Þau eru jafn­okar Banda­ríkj­anna um hag­vöxt, nýsköpun og sköpun starfa. En þegar kemur að nýt­ingu mannauðs­ins, mennt­un­ar­stig­inu, atvinnu­þátt­tök­unni og jafn­rétt­inu, standa Norð­ur­löndin Banda­ríkj­unum langtum fram­ar.  Þar skiptir sköpum lang­tíma­fjár­fest­ing sam­fé­lags­ins í mennt­un, heilsu­gæslu og umönnun barna.  Það kemur nefni­lega á dag­inn, að grund­vall­ar­reglan góða – kjarn­inn í lífs­skoðun okkar jafn­að­ar­manna- um jöfn tæki­færi allra til þroska, er sjálf und­ir­staða sam­keppn­is­hæfni þjóða í hinu alþjóð­lega þekk­ing­ar­þjóð­fé­lagi sam­tím­ans. Þetta skapar nor­ræna vel­ferð­ar­rík­inu sam­keppn­is­for­skot. Það er ekki þrátt fyrir vel­ferð­ar­ríkið – heldur vegna þess. Dauða­dómur Was­hington visk­unnar yfir vel­ferð­ar­rík­inu sýn­ist því ótíma­bær – ef ekki hreint öfug­mæli.

Auglýsing
Fyrir nokkrum árum gaf Háskóla­út­gáfan út önd­veg­is­fræði­rit eftir feðgana dr, Stefán Ólafs­son, pró­fess­or, og Kol­bein Stef­áns­son, sem er dokt­or­snemi í félags­fræði við Oxford háskóla.  Ritið ber heit­ið: Ísland í breyttu þjóð­fé­lags­um­hverfi – Hnatt­væð­ing og þekk­ing­ar­þjóð­fé­lag. Þarna er dregið saman á einn stað ógrynni upp­lýs­inga um frammi­stöðu ólíkra þjóð­fé­lags­gerða í keppn­is­greinum hnatt­væð­ing­ar­inn­ar. Þetta önd­veg­is­rit ætti að vera skyldu­lesn­ing allra þeirra, sem fást við stjórn­mál hér á landi og sér í lagi þeirra, sem láta sér annt um fram­tíð vel­ferð­ar­rík­is­ins. Höf­und­arnir kom­ast m.a. að eft­ir­far­andi nið­ur­stöð­u­m: 

„Sú sýn að opin­bera vel­ferð­ar­kerfið sé fyrst og fremst útgjalda­byrði fyrir þjóð­fé­lagið og atvinnu­líf­ið, eins konar lystisemd­ir, sem hamli efna­hags­fram­förum, er (því) aug­ljós­lega röng....”

„Styrkur skand­in­av­ísku leið­ar­innar felst í því að með henni hefur tek­ist að sam­ræma far­sæla hag­sæld­ar­þróun við jöfnun tæki­færa og aukið rétt­læti  í sam­fé­lag­in­u.” 

Og að lokum þetta:

„Skiln­ingur á því, að vel­ferð­ar­ríkið geti haft stórt og mik­il­vægt hlut­verk við að skapa hag­stæð skil­yrði fyrir þekk­ing­ar­hag­kerfið fer nú víða vax­andi. Vel­ferð­ar­ríkið skapar betri skil­yrði fyrir nýt­ingu mannauðs­ins í þjóð­fé­lag­inu. Það býður upp á far­sælar leiðir til að fjár­festa í börn­um, forða þeim frá fátækt og leggur góðan grunn að menntun og þjálfum þeirra til virkrar þátt­töku í starfi þjóð­fé­lags­ins. Þannig er mannauð­ur­inn best nýttur og lífs­kjör fjöl­skyldna bætt. Það er því flest sem bendir til þess, að vel­ferð­ar­ríkið og þekk­ing­ar­hag­kerfið muni eiga far­sæla sam­leið í þjóð­fé­lags­gerð vest­rænna þjóða á næstu ára­tug­um.”

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins 1984-1996.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar